Tíminn - 30.03.1972, Page 16

Tíminn - 30.03.1972, Page 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Brátt búum við öll í vel steyptri og skipulagðri borg gerum og rekum þá þjóðféiagið á einfaldari, réttlátari og skiijanlegri hátt en við im nú - og rökræðum ekki lengur um nauðsyn á jafnvægi í byggð laraar hrrrair invilr Itnmn pnn nP talsvprt títt SÍ£ fullan á bar. 02 ee Ýmsir þekkja margar borgir, en sú borg, sem við öll, eða að minnsta kosti flest, þekkjum, heitir Reykjavik. Reykjavik er litil borg á heimsmælikvaröa, en sé miöað viö þann isle'nzka, er hún mjög stór borg þvi aö innan marka hennar þrifst nær helm- ingur ibúa landsins. Það hefur valdiö mörgum ábyrgðarfullum landanum áhyggjum, hve stór hluti ibúa landsins býr i þessari borg - og á hinu háa Alþingi landsmanna, eru umræður um þetta vandamál þjóðarinnar nær daglegur viö- burður, getur jafnvel dag eftir dag leitt til ótrúlegs málaflóðs i þessari stofnun. Alþingismenn- irnir virðast allir vera sammála um að stuöla beri að jafnvægi i byggð landsins og hafa mikið rætt i þvi sambandi um, aö flytja beri og dreifa rikisstofnunum um landsbyggðina, i stað þess að þjappa þeim saman á Reykja- vikursvæöinu. Frumvörp til laga um stofnun einsog annars i Reyk- landsins javik, koma enn og talsvert titt fram i dagsljósið. Þingmenn utan af landsbyggðinni flytja svo breytingatillögur um/ að þessari ákveðnu stofnun skuli valinn staður i Vestmannaeyjum, i Keflavik, i Hafnarfirði, á Akra- nesi, á Isafirði og á Akureyri, svo að það algengasta sé nefnt. Siðan deila þingmenn um staösetningu stofnunarinnar, stundum heilan dag - og stundum i nokkra daga og að lokum eru samþykkt lög um stofnunstofnunar i Reykjavik - og þingmennirnir halda áfram að af- greiða lög. Auðskilið mál. Allir hljóta að gera sér grein fyrir þvi, aö nútimamaöurinn un- ir ekki þvi hlutskipti að vera kró- aöur af inni i afdal yfir rolluskját- um eða þviumliku. Hann vill vera þar sem atburðarás þjóölifsins er mest. Auövitað vill hann taka þátt i þvi, að bera pappírsstaflana, sjá byssumennina i sjónvarpinu eða kvikmyndahúsinu, geta drukkið sig fullan á bar, og gengið eða ek- iö a tryllitæki um malbikiö. Lesið dagblöðin sama dag og þau koma út og meira að segja við raf- magnsljós, haldið veizlur fyrir vixil, keypt sér öl&gos&sæl- gæti&tóbak hinum megin viö göt- una, svo að einhver lifsgæði séu nefnd. Þar koma menn sér áfram. I Reykjavik geta menn komið sér áfram, þótt þar séu að sjálf- sögðu bilslysin tiðustrog þar eiga menn marga möguleika - geta jafnvel komizt á pressuball. Þar er nóg af skólum, fundum, bönk- um, tizkufataverzlunum, snyrti- stofum - og menn segja, að þar eigi stjórnmálaflokkarnir lika heima. Þá segja menn ennfrem- ur, að þar séu við völd tilfinninga- næmir menn, sem hugi vel að sin- um - og þrifist þar þvi einna bezt heildsalar og fasteignasalar, ásamt einhverjum fleirum, sem sagöir eru vera krónuhugsuðir. Á fundum stjórnar borgarinnar PZ-sláttuþyrlurnar Einfaldar og sterkar 2ja tromlu Sláttuþyrlan af PZ gerð er mest selda vél sinnar tegundar á íslandi. Sala siðustu ára sýnir,að|PZ hefur sigrað. Öryggishlifar úr gúmmii eru umhverfis vélina, þannig að litil hætta er á slysum i slætti. Eftir reynslu siðustu ára er enginn lengur i vafa um,að PZ sláttu- þyrlurnar munu leysa gömlu vélarnar af hólmi. PZ sláttuþyrlan hefur nú tvimælalaust verið kjörin af isienzkum bændum sem bezta sláttuvélin á markaðnum. VELJA MÁ UM TVÆR STÆRÐIR CM-135 OG CM-165 Verð með öryggishlífum og söluskatti CM-135 kr. 59 þúsund Á PZ sláttuþyrlu er vandað öryggi þannig, að hún hrekkur úr vinnustöðu rekist hún i fasta fyrirstöðu og þarf þá aðeins að bakka til þess að hún tengist á ný. Auðvelt er að tengja PZ sláttuþyrluna á þritengi traktorsins og hentar hún þess- vegna á allflesta traktora 20 hestafla og stærri. CM-165 kr. 72 þúsund | Prófuð af: Bútæknideild á Hvanneyri og er eðlilegt að hver kaupandi kynni sér þá skýrslu KaupSéSögfn & Samband isl. samuinnufelaga Véladeild Armula 3, Ruih. simi 38 900 séu svo kommar og aðrir and- stæðingar stefnu Bandarikja- stjórnar i Vietnam rækilega rass- skelltir fyrir að amast við þessari hugulsemi. Þetta er náttúrlega bara það, sem maður hefur heyrt - og auðvitað á maður ekki að trúa öllu þvi, sem maður heyrir En hvað um það, kjarninn er sá, að hægt er að verða rikur á þvi að búa i Reykjavik. Að plægja land, reka rollur á beit, mjólka kýr eða róa til fiskjar er ekki rétta leiðin til þess að eignast milljónahöll, nægan bilakost og geta slappað af i suðrænu sólarlandi. Umfangsmikil frítímastarfsemi I Reykjavik hefur verið vel hugað að auknum tómstundum ibúanna, þar eru rekin vin- veitingahús fyrir þá, sem vilja fara frá sjónvarpinu til að skemmta sér og hafa löglegan aldur til þess að skemmta sér með Bakkusi. Fyrir unglingana, þann hóp ibúa borgarinnar, sem ekki má það, er rekinn kók- og popstaður, enda allsstaðar jafn neikvætt, að upphafið sé eins og endirinn. Þá una menn meðal annars við það að horfa á nokkra hálfstripaða menn berjast um knött, horfa á litkvikmyndir úti um alla borg, fara á mikilvæga stjórnmálafundi hverfasamtaka, gefa öndunum á Tjörninni brauð- mola, sjá afar frægt erlent stór- leikhúsverk i Þjóðleikhúsinu, sem er við hliðina á Landsbókasafn- inu. Þá efna menn til fjöldafunda um allt mögulegt, til dæmis um málefni nágranna okkar og frænda á Norður-trlandi, herinn hjá Keflvikingum, endurreisn vinsæls vinveitingahúss eða launamál þeirra, sem fá kaupið greitt beint úr þeim fræga rikis- kassa. Áherzia !ögö á vel skipu- lagða og steypta borg. Þótt Reykjavik sé illa skipulögð borg nú, er allt kapp lagt á að bæta þar um. Allir hljóta að gera sér grein fyrir, að það verkefni er' afar erfitt, enda ennþá talsvert af grasi og öðrum gróðri i borginni, gömlum byggingum og þvium- liku. En semsagt: allt kapp er lagt á að bæta þar um - og hver veit nema Reykjavik verði innan tiðar vel og jafnvel skemmtilega steypt borg, þannig að allir ibúarnir geti komizt i gott skap, bara við tilhugsunina um það, að þeir búi i fallegri borg. Þá verða lika komnar hraðbrautir, þannig að allir tefjist sem minnst, þegar þeir eru að fara i vinnu eða úr henni. Þá verða lika komin raun- veruleg háhýsi, jafnvel skýja- kljúfar. Það er alltaf gaman að lifa, þegar maður er búinn að koma i framkvæmd þvi, sem maður hefur lengi ætlað að koma i framkvæmd. Þá verðum við líka búin að bjarga öllu. Þegar þessir timar renna upp, verðum við auðvitað búin að leysa þetta blessaða lands- byggðarvandamál okkar eins og svo mörg önnur. Enginn þarf lengur að eyða tima sinum og annarra i að ræða eða rita um nauðsyn á þvi, að þessi eða hin rikisstofnun verði á ákveðnum staðúti i strjálbýlinu, eða á fram- leiðslusvæðinu, eins og Kristján Ingólfsson kallar það. Þá búa einfaldlega allir íslendingar i þessari vel steyptu borg okkar. Þá notum við alla þá orku, sem fallvötnin gefa okkur til málm- vinnslu, oliuhreinsunar og fleira á sérstöku iðnaðarsvæði i borginni okkar. Utan borgarmarkanna verður svo allt landið okkar vel- skipulagt fyrir erlenda ferða- menn, þar sem þeir geta hóstað úr sér einhverju af menguninni og við reyndar lika, ef ferðaskrif- stofurnar hafa ekki glaðvakandi auga með okkur. Við rækjum þjóðfélagið á ein- faldari, réttlátari og skiljanlegri hátt, en við gerum nú. Fast form væri á öllu, en þó ekki það fast að einhver þegnanna ætti i erfiðleik- um að snúa sér við. Allir búa þar sem þeir eiga að búa. Á þessum timum verðum við lika komin langleiðina til hins fullkomna stéttaþjóðfélags, ák- veðin stétt býr i sérstöku hverfi, m.ö.o. allir - eða þvi sem næst, búa i þvi umhverfi, sem þeir eiga heima i. Þetta leiddi að sjálfsögðu til öflugrar stéttarvitundar - og allir myndu una glaðari við sitt, alveg sarna þótt þeir ættu heima i vel skipulögðu fjölbýlishúsa- hverfunum i austurhluta borgar- innar eða i snyrtilegum einbýlis- húsum i suðurhlutanum. Enginn hefði ástæðu til að amast við ein- hverjum dags daglega. Hatrið milli stéttanna væri þó ekki meira en það, að til dæmis eiginkonur þeirra, sem betur mættu sin i borginni, héldu við og við bazar eða efndu til sælgætis- sölu til efnahagslegs stuðnings þeim, sem minna mættu sin. Slik starfsemi sem þessi, myndi stuðla að skilningi og virðingu LEJÉtaísfatDlsIatataSIataBlstEÍtsísístatsSlÐtaÍEÍIáEitstataS'a

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.