Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Arelíus Níelsson: Eitur - dreggjar - dauðamein Fátt ógnar nii æsku heimsins meira en aukin neyzla hinna svo- nefndu fikniefna. Margt er gert til aö bæta um þar sem allt ætlar i kaf. En færri gera sér grein fyrir þvi, aö þörfin er brýnust á aö byrgja brunninn áöur en barniö er dottiö ofan i hann. Viö hér á íslandi erum svo hepp- in, aö enn höfum viö átt frábæra menn til aö vaka á veröinum viö hliöin inn i landiö. Má þar nefna fyrstan og beztan Kristján Pétursson, toílgæzlu- mann, sem öilum fremur hefur vakaö og flestum fremur kynnt sér eðli og öfl hættunnar og kynnt það öörum. A ráðstefnu B.K.S. i fyrra um þessi málefni flutti hann ræðu, sem engum gleymist, sem á hlýddi. Hún og starf hans allt hefur ótrúlega mjög mótaö almenningsálit siöan i þessum efnum. Og furöulegt er, þrátt fyrir margar áskoranir og óskir, að honum hefur ekki enn ver ið tekiö með þeim skilningi af vald- Ótti, örvæni truflaörar æsku lokaörar f neti ástriöunnar. höfum þjóðarinnar, að hann veröi beinlfnis launaður sem foringi var- narliðs gegn ágangi eiturnautn- anna á hendur bióðinni. Samt eykst sú aðsókn stööugt, og veitti ekki af, að þar væri vel i öll skörð hlaðið og valinn úrvalsforingi til varnar og verndar áður en allt er um seinan. Nú þegar er svo komið, að fjöldi fólks einkum æskufólks í landinu er á valdi fíkniefna og ofneyzlu alls konar pilla og sprauta meö efnum, sem ekki verða nefnd hér. —Því spyrja margir nú þegar, hvaö er hægt að gera til að bjarga syni eða dóttur, sem enginn getur r-áðið við, en villast lengra og lengra út í svartnættið eða renna hraðar og hraðar fram á hengiflug eitur- ástriðunnar. 1 nágrannalöndum og raunar um alian hinn svokallaða menntaða eða háþróaða heim-, svo furðulega sem sú fjarstæða hljómar—, eru nú þegar reist afvötnunarhæli og endurhæfingarstöðvar fyrir of fjár. En þvi miður verður þar litill árangur að. Og dýrt yrði slikt okkar fámennu þjóð i strjálbýlu, erfiðu landi, sem ekki á ennþá heppilegt lokað en- durhæfingarhæli fyrir þá, sem hrjáöir eru af hinum landlæga og aldagamla drykkjusjúkdómi eða alkohólisma, sem nú er farið að nefna. Erfitt er að þurfa að svara spurn- ingunni: „Hvað er hægt að gera fyrir drenginn minn, hann er fikni- lyfjafórnardýr?” með einu, köldu orði: „Ekkert — ekkert hér á ís- landi”. Af öllu þvi, sem enn hefur verið gert erlendis og flest er ekki annað en fálm og tilraunir á þessu sviði, hefur þó vakið mesta athygli þaö sem framkvæmt er af stofnun i Belgiu. En sú stofnun var sett á laggirnar 1965 og nefnist Infor Jeunes, sem er franska, sem mætti kannski þýða eftir tilgangi orðanna og nefna „Æskuhjálpin”. Þetta var upphaflega smáhópur nokkurra góðra mannavina, sem tóku sig saman um að hjálpa og leiðbeina hippum, sem voru alls- lausir eöa villtir á ferðalagi um heiminn. En óðfluga þandist þessi starfsemi út. Þörfin fyrir alls konar aðstoð var svo brýn. Þessir vinsámlegu hópar gáfu ráð og aðstoð fjölda ungs fólks, sem bókstaflega hafði rekið eins og vog- rek á fjörur i borgum Belgiu, lá þar á brautarpöllum og bryggjum og vissi ekkert hvað. gera skyldi eða hvert það var að fara. Hjálp þessara vina var fyrst nefnd helgarhjálpin, af þvi að þeir notuðu mest fritima sinn og tómstundir um helgar til þessarar starfsemi. Bráttbarst orðrómurinn um þessi leiðbeinendur út um alla Belgiu og nálægar borgir. Margar sögur gengu af samúð þeirra og fórnar- störfum. Og nú að sjö árum liðnum eru um 130 þúsund manns við fjöl- breyttar framkvæmdir á þessu sviði, en þeim er stjórnað af sex manna hópi á aðalbækistöð Æsku- hjálparinnar i Brussel. Frá uppháfi reyndi In- for—Jeunes—Æskuhjálpin að leið- beina i hinum fjölmörgu vanda- málum fólksins. En einkenni eftir- striðskynslóöarinnar er vonleysi, fálm, æsingur og alls konar truflanir og fjarstæðar hugmyndir. Heimurinn ætlast til mikils af æsk- unni. Unga fólkið er alið upp við óhóf og allsnægtir, sem það fær fyrirhafnarlitið i hendur, en kann hvorki að meta né njóta á réttan hátt. En jafnhliða elst það á ótta- kennd og öryggisleysi þess heims, sem er ógnað af atomsprengjum, eldflaugum og taumlausum styrjaldarundirbúningi, þar sem hungurvofan og skorturinn glottir eins og hauskúputákn dauðans i gætt allsnægtanna. Fátt er útskýrt og skilningurinn er litill. Það er þvi leitað i alls konar gerviskjól og fallið i faðm hinna furðulegustu blekkinga. —Ein af þessum blekkingum er hin svonefndu fikniefni eða eiturlyf, sem almenningur allra landa nefnir svo, og veit eina hina verstu hættu. Raunar nefnir enskumæl- andi heimur mannkyns þetta einu nafni „drugs” — sem gjarna mætti heita „dreggjar” á islenzku. Og liklega væri það einmitt ágætt alls- herjar heiti þessara fikniefna á okkar máli. Orðið dreggjar hefur i flestra huga eitthvað dularfullt, óttalegt og eiturkennt við sig, og gæti var misskilizt. Það var samt varla fyrri en 1968, eða aðeins fyrir þrem árum að Belgia og nágrannalönd hennar gerðu sér fulla grein fvrir hinni óstöðvandi og öru aukningu eitur dreggjaneyzlunnar á vegum æsk unnar. En ávallt siðan hafa þessi vandræði fariö hraðvaxandi með risaskrefum. Lögreglan hefur hvarvetna orðið að blanda sér í málin, vegna glæpa þeirra og grip- deilda, sem hvarvetna sigla i kjöl- farið. Margt af ungu fólki hefur verið tekið höndum, fangelsað, lög- sótt og haft i haldi. „Æskuhjálpin” komst að raun um, að i slikum til- fellum var hún oftast harla litils megnug. Hér þurfti enn sterkari tök, en áður gagnvart fátækt, ör- birgð og umkomuleysi. Nú var stofnuð sérstök deild i Brussel á vegum rikisins til aö veita aðstoð i þeim tilfellum, sem eiturdreggjarnar voru sérstaklega valdar aö. I tengslum við þessa hjálparmiöstöö voru sérfræðingar i félagsaöstoð, sálfræði, læknisfræði og lögfræði og fulltrúar frá ýmiss konar velferðarstofnunum. Meira að segja við Háskólann i Brussel voru settar upp sérstakar stöövar i geðrannsóknum, fiknilyfjavörnum og lyfjaþjónustu. Eitt af fyrstu verkefnum þessarar hjálparmið- stöðvar i Brusselarháskóla var að stofna til ýmiss konar áætlana, sem leiddu til nákvæmra rann-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.