Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNÐlBILASTOÐINHT EINGÖNGU GODIR BJLAR Bílar hækka um 10-12% Timanum barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: „Ráðuneytið hefur i dag gefið út reglugerð um inn flutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum. Gjaldið hefur verið ákveðið 25% af cif- verði og er áætlað, að það valdi 10-12% verðhækkun á bifreiðum. Tekjur af gjaldi þessu munu verða notaðar til vega- gerðarskv. vegaáætlun 1972. Fjármálaráðuneytið, 4. april 1972" Brunað niður Seljalandsdal á Sklðalandsmótinu á tsafirði... .....og tekið á móti Islandsmeist- arabikar í Laugardalshöllinni. íþróttir á bls. 15, 16, 17 og 18 í blaðinu í dag 76. tölublað — Miðvikudagur 5. apríl 1972—56. árgangur Komið inn til lendingar á þeirri braut á Keflavikurflugvelli, sem er fullkomin aðlengd og útbúnaði eins og krafist er á alþjóðaflugvöllum. (Timamynd Gunnar) Ríkisstjórnin samþykkir lengingu þverbrautarinnar Breytir í engu stefnu ríkisstjórnarinnar að því er dvöl varnarliðsins hér snertir — Ráðherrar Alþýðubandalagsins létu gera sérstaka bókun Rlkisstjórnin samþykkti I gær að taka tilboði Bandarfkjastjórnar um lengingu þverbrautarinnar á Keflavikurflugvelli, og afhenti Einar Agústsson utanrlkisráðherra sendifulltrúa Bandarlkjanna svar rlkis- stjórnarinnar. A fundi rikisstjórnarinnar lýstu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sig andvlga þvl að taka tilboði Bandarlkjastjórnar og létu bóka athugasemd. Fréttatilkynningar rikis- stjórnarinnar um mál þetta fara hér á eftir. „Einar Ágilstsson utanrikis- ráðherra afhenti i dag sendifull- trúa Bandarikjanna, Theodore Tremblay, svar við greinargerð þeirri er bandariski sendiherrann afhenti 27. marz s.l. um lengingu þverbrautar á Keflavikurflug- velli og aðrar framkvæmdir þar. I syarinu segir, að rikisstjórn tslands samþykki ofangreindar framkvæmdir. Jafnframt er bent á það ákvæði i málefnasamningi rikisstjórnarinnar að varnar- samningurinn skuli tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar I þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá tslandi i áföngum og að þvi stefnt að brottför liðsins eigi sér stað Á kjörtimabilinu, og tekið að samþykkt á framlengingu þverbrautarinnar breyti i engu stefnu rikisstjórnarinnar að þvi er dvöl varnarliðsins hér snerti. A rikisstjórnarfundi greiddu ráðherrar Alþýðubandalagsins atkvæði gegn því, að ofangreindu tilboði Bandarikjanna yrði tekið og létu bóka ágeing af sinni hálfu.,, Alþýðubanda- Afstaða lagsins t siðari fréttatilkynningunni segir svo: ,,A fundi rlkisstjórnarinnar i morgun létu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins bóka eftirfarandi: „Ráðherrar Aiþýðubanda- lagsins, Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson, lýsa sig andvíga þvi, að tilboði Banda- rikjastjórnar um fjárframlög til framkvæmda á Keflavikurflug- velli verði tekið, með svofelldri bókun: 1. Við teljum að stefna beri að þvi að gera Keflavikurflugvöll að mikilvægum lendingarstað fyrir almennt farþegaflug yfir Norður—Atlantshaf og að miða beri allar framkvæmdir á vellin- um við það mawnið. Þvi hlutverki Framhald á bls. 12 Fékk súkkulaðibita sendan niður í gjána - rætt við Magnús Má Magnússon, sem féll í 40 metra gjá á Vatnajökli Klp—Reykjavík. — Ég get nú ekki sagt að vistin þarna niðri hafi verið vistleg, en það var Htið hægt að kvarta yfir þvi I þetta sinn, sagöi Magnús Már Magnússon, 17 ára gamall nemandi I Menntaskóla Reykjavíkur, en á sklrdag hrapaði hann niður um sprungu á Vatnajökli og varð að dúsa I sprungunni í nær 4 tíma, þar til þyrla frá Varnarliðinu kom og bjargaði honum upp. — Við vorum sex saman úr Flugbjörgunarsveitinni, sem gengum á jökulinn á skirdag og ætluðum niður i Grimsvötn til að skoða verksumerkin þar, en notuðum um leið ferðina sem æfingu og vorum þvi vel útbún- ir, sagði Magnús, er við náðum I gær tali af honum á Borgar- sjukrahúsinu. Við vorum bundnir þrír og þrir saman, og ég var fremstur i öðrum hópnum. Við áttum að- eins eina brekku eftir niður, að vötnunum, þegar jörðin opnaðist allt i einu fyrir fótum mér og ég hrapaði niður. Við vorum búnir að krækja fram hjá nokkrum sprungum, en þessa sáum viö ekki, því að snjór var yfir henni. Félagar minir, sem voru á eftir mér, náðu að stöðva sig á siðustu stundu, og hékk ég þá i lausu lofti svona 10 metrum frá yfirborðinu. Ég veit ekki hvað ég var lengi þar, en þó nógu lengi til þess aö mér var farið að sortna fyrir augum og átti erfitt með andardrátt. Fyrst reyndi ég að klóra mig upp með aðstoð félaga minna, m.a. með þvi að höggva för I vegginn, en hann molnaði jafn- harðan niður, svo ég gafst upp við það. Einum 30 metrum fyrir neðan mig sá ég pokann minn og dótið á syllu, og tók ég það ráð að láta Framháld á bls. 12 Hugað að Magnúsi Má á Vatnajökli, eftir að tekist hafði að ná honum upp úr riimlega 40 metra djúpri jökulsprungunni, með hjálp björgunarþyrlunnar. (Ljósm. Varnarliðið) f Nixon í erfiðleikum vegna ITT-málsins — sjá erlent yfirlit á blaðsíðu 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.