Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Miðvikudagur 5. april 1972 Sjá aðeins íhaldsleiðina Morgunblaðið kallar einn stakstein sinn fyrir páska- hátíðina „Fölsun vlsitöl- unnar" og segir: ,,l»riðj;i ákvæðið i stjórn- málaályktuninni (þ.e. stjórn- málaályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins),. sem ástæða er til að vekja athygli á, er að tekna skuli aflaö með þeim hætti, að sem minnst áhrif hafi á framfærslu- kostnað I landinu". Hér er sýnilega við það átt, að skatt- lagningu eigi að haga þannig, að ekki hafi áhrif á visitöluna. Bo'rgurunum á að iþyngja, án þess að þeir fái byrðarnar bornar uppi með hækkuðu kaupgjaldi", segir Moggi. Þess kennir enn, að Mbl. getur hvorki né vill sjá neitt annað en slna gömlu (haldsleið — að leggja meginskatt- þungann á hina burðarminni, færa sifellt meiri þunga af hátekjumönnum yfir á lág- tekjufólk — yfir framfærslu- kostnaðinn og falsa siðan visi- töluna eins og við á til þess að hindra, að láglaunafólkið fái skaðann I nokkru bættan. Þetta voru ihaldsær og kýr rikisstjórnarinnar i rúman áratug. Þess vegna rembist Moggi við það að reyna að telja fólki trú um, að ekki séu til neinar aðrar tekjuöflunar- leiðir fyrir rikið en skattleggja framfærslukostnaðinn. Þessi rikisstjórn byggir á þvi, að til séu aðrar og rétt- látari leiðir i skattheimtu. Hún hefur þegar snúið ihalds- þróuninni við með skattbreyt- ingunum og mun halda lengra á þeirri braut að taka fé til rikisþarfa af þeim tekjum og eignum, sem eru um fram eðlilegan framfærslukostnað, og þjóðin öll veit, að slikar leiðir eru til. Það er ekki nauð- synlegt að lita svo á eins og ihaldið, aö til þess sé nauðsyn- legt að falsa visitöluna, þótt Moggi þykist ekki sjá annað ráð. Þarna skilur aðeins á milli ihalds og félagshyggju. Fólkvangur á Reykjanesskaga Veörið hér á suðvesturlandi hefur verið fagurt um páskana. Fólk hefur notað það til þess að bregða sér út úr bænum, og nú hefur þéttbýlis- fólkið á þessu landshorni upp- götvað að það þarf ekki yfir fjöll og firnindi til þess að finna sér sælureit. Nýr vegur i Bláfjöll handan við næsta leiti hefur allt i einu opnað þvi nýjan heim með stórbrotna náttúrufegurð og ósnortna. Margir hafa þvi hætt aö skálma yfir bæjarlækinn eftir vatni, en skroppið i Bláfjöll. Þar cr snjór og þar er viðátta, litrik hraun og fjallahnúkar, sem vert er að heimsækja. Þcssi nýja uppgötvun fólks- ins minnir á mikilvægt mál, sem verið hefur á dagskrá sið- ustu missiri — Fólkvangs- málið. Margir hafa vitað, að þéttbýlisfólkið hér á nesjunum á völ á að njóta dýrðarheims náttúrunnar I næsta nágrenni. Til þess þarf aðeins nokkra friðun landsvæðis og réttar framkvæmdir. Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, átti frumkvæði að þvi að fylgja þessu máli fram fyrir nokkrum árum. Siðan hefur það verið á undirbúningsstigi, og páskarnir i Bláf jöllum ættu að minna rétta aðila á, að nú cr ráð að vinda bráðan bug að málinu. —AK Landfara hefur borizt eftir- farandi bréf frá heimilisföður, sem notar rafmagn til húshitunar og telur visitölu réttlætisins falsaða fyrir sér i söluskatts- málinu af yfirvöldum og biður um leiðréttingu: „Kæri Landfari". Atvik og orð, sem virðast i sjálfu sér vera smámunir, verða stundum undrabjört kastljós, sem varpa skarpri birtu á stærra svið. Þeim smámunum er vert að gefa góðan gaum i sambýli manna og sambúð við opinbert vald. Eitt dæmi af þvi tagi hefur nýlega gerzt. A haustdögum 1971 felldi rikis stjórnin niður söluskatt af hús- kyndingaroliu, heitu vatni og öðrum orkugjöfum til þessara nota — nema einum: Húshitunar- rafmagni. t landinu eru nokkur hundruð, kannski á annað þúsund heimili, sem nota þessa innlendu og mengunarfriu hitaorku og spara með þvi erlendan gjald- eyri. Söluskattur varekki felldur niður af hitarafmagni að sinni, en sagt, að það mundi gert siðar. Astæðan væri, að allviða væri ekkí unnt að skilja sundur hita- rafmagn og annað heimilisraf- magn. úr þessu mundi verða bætt siðar. Nú hefur verið gefin út til- skipun um það, að söluskattur af hitarafmagni verði afnuminn frá 1. marz að telja, enda hefur komið i ljós, að þessi rafmagns- notkun er skilin frá á mælum i flestum tilvikum, og auðvelt væri að áætla með nokkurri nákvæm ni, hve hitanotin er mikill hluti annars staðar. Og nú hljóta menn að spyrja: Hvers vegna var afnám söluskatts á hitarafmagni miðað við 1. marz en ekki sama tima og afnám söluskatts á kyndioliu, sem mun hafa verið 1. sept. s.l.? Hvers vegna eiga þeir, sem nota rafmagn til hitunar, endilega að borga söluskatt umfram hina þessa sex mánuði? Hvað var þvi til fyrirstöðu að endurgreiða söluskattinn frá 1. sept. til 1. marz eftirsömu reglum og hann verður nú skilinn frá rafmagnsverðinu? Nú munu menn segja, að- þetta séu smámunir og ekki vert að gera veður út af þessu Söluskatturinn, sem raf- magnsnotendurnir hafa borgað umfram oliunotendur þetta missiri, sé ekki nema svo sem tvö þúsund krónur til jafnaðar eða varla það. Alveg rétt, og þá erum við komin að merg málsins. Þetta er ekki teljandi fjárhgas- atriði fyrir þessi heimili, — og þó. Munar ekki barnaheimili um minna? En aðalatriðið er, að þessir smámunir eru visitala réttlætisins, sem hið opinbera BIBLIAN SÁLMABÓKIN nýja fást hjá bókaverzlunum og kristilegu félögunum. HIDÍSL.BIBLÍUFÉLAG Öi>uð6ra«6. ífofu H.'- LLGRIMSSIRKJU ¦ !'. . Y K J A V 1 K sýnir þegnunum. Þessi þúsund heimili standa kannski nær janf rétt þótt þau greiði þennan auka- skatt, en fólkið varðar um, i hvers konar samfélagi það býr, hvert það réttlæti er, sem ræður samskiptum rikis og þegna. bað varðar um visitolu réttlætis kenndarinnar, og um hana varðar alla. Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á, að stjórnvöld landsins ætli að falsa þessa visitölu réttlætisins i skiptum við borgarana. Þess vegna er ég að biða eftir þvi, að mér verði tilkynnt, að sá sölu- ' skattur, sem ég greiddi af hita- rafmagninu á timabilinu fá þvi að söluskattur var felldur niður af húsaoliu til 1. marz s.l., verði endurgreiddur. Mig munar satt að segja um þetta, þótt ekki sé nerha á annað þúsund krónur, en mig munar þó enn meira um hitt að vita og finna, að ég á réttlæti að mæta i þessum skiptum við rikið, og það mundi valda þvi, að ég liti miklu bjartari augum á lifið og rikisstjórnina, og það skiptir mig mestu. Með góðri kveðju i staðfastri trú á framgang réttlætisins. Heimilisfaðir, sem notar raf magn til húshitunar." Landfara finnst þessi bre'fritari mæla athyglisverð orð og engan veginn léttvæg. Réttlæti i smáu er mikilvægt, og vonandi sanna yfirvöld þessara mála ekki á sig háðsyrði visuhelmingisins al- kunna, sem er svona: Yfir litlu ótrúr varstu yfir mikið settur skalt. 2 mjólkurflutningabílar Tilboð óskast i 2 yfirbyggða mjólkurflutn- ingabila: Volvo árg. 1955, 7 tonna og Volvo 7 tonna með drifi á öllum hjólum árg. 1958. Tilboðum sé skilað til Jónasar Hallgrims- sonar, Bilaverkstæði Dalvikur, sem veitir allar nánari upplýsingar. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar á nýja sjúkradeild i Landsspitalanum. Upp- lýsingar gefur forstöðukonan, simi 24160. Reykjavik, 4.april 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. býður betur FORD ER LAUSNIN viljir þú fá það bezta ó sanngjörnu verði. FORD býður einnig traktora í fleiri stœrðarflokk- um en nokkur annar. Felið FORD allt, sem þér þurfið að moka, draga, grafa, sló, og snúa. FORD hefur fullkomnasta tœkniútbúnað, sem völ er é. Gœðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hótt endursöluverð. Þeir, sem kaupa FORD traktor njóta forréttinda. ÞORHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 &or<l TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.