Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 5. april 1972 S2QI Jackie neitar Jackie Onassis hefur borið til baka staðhæfingar Christians Cafarakis f bók hans Hin stórkostlegu Onassishjón, um, að árið 1970 hafi legið við hjóna- skilnaði þeirra Jackie og Aris, Heppin drengur Litill drengur sat nafnlaus og alslaus á barnaheimili i La Paz i Boliviu. Ekkert var vitað um foreldra hans, og framtiðar- horfur litla drengsins voru siður en svo góðar. Það eina, sem vitað var um drenginn, var, að hann væri af indiánaættum. Þá gerðist það, að vesturþýzki utanrikisráðherrann Walter Scheel kom til borgarinnar með konu sinni. Þeim hjónum var meðal annars sýnt barna- heimilið, þar sem litli indiána- drengurinn dvaldist. I dag býr litli drengurinn þar ekki lengur , heldur á heimili Scheels i Bonn. Hann hefur fengið nafn og er nefndur Simon Martin, systur hans Cornelia og Andrea Gwendolyn eru átta ára og 17 mánaða. Framtið Simons litla er þvi björt, og sannarlega mun bjartari heldur en þegar ráð- herrahjónin fundu hann á barnaheimilinu i Boliviu. og hjónabandinu hafi verið bjargað með þvi, að Jackie elti Ari til Parisar frá New York, og kastað sér grátandi i faðm hans, og beðið hann um að silja ekki við sig. Jackie segir, að Cafarakis, sem segist hafa verið þjónn um borð i snekkju Onassis, sé manni sinum alls ó- kunnur, og viti ekkert um þau hjón ,sem hann geti staðhæft og boriö á borð fyrir fólk sem hreinan sannleika. Hús lækka í veröi gamalt fólk. fyrir Yfirvöld i Frakklandi kanna nú möguleika á þvi, að lækka verð á húsum, ef þeir, sem hyggjast kaupa húsið, eru komnir yfir viss aldursmörk. Er jafnvel talað um, að húsaverðið geti lækkað um helming eða þrjá fjórðu i þessu tilviki. 1 athugun þessari, sem gerð er til þess að bæta úr lifsskilyrðum eldra fólks, er talað um, að fólk, sem komiö er á eftirlaunaaldur og kaupi sér húsnæði, geri það einungis fyrir sjálft sig til að búa i þann tima, sem það á enn eftir ólifað. Ekki er reiknað * með, að fólkið arfleiði siðan börn sin eða ættingja að húsnæðinu. Þegar viðkomandi aðili deyr, ér meiningin, að hús- næðið gangi aftur til seljandans, sem einna helzt kemur til greina að verði banki, eða tryggingar- félag. Hugmyndin er sú, að á þennan hátt geti gamalt fólk komiztmeö auðveldum hætti yf- ir húsnæði fyrir sjálft sig, sem það getur notazt við fram til dauðadags, og þurfi ekki að hafa neinar húsnæðisáhyggjur. Að sjálfsögðu má búast við, að verð húsnæðisins, hvert svo sem það nú er, verði þvi hærra, sem reikna má með aö hinn nýi eig- andi, noti það lengur, eða þvi yngri sem kaupandinn verður, þvi dýrara verður húsið. Forsetinn komst ekki í afmælið Jackie Gleason gamanleikari bauð Nixon forseta i 56 ára afmælið sitt ekki alls fyrir löngu. Afmælið átti að vera i Fort Lauderdale i Flórida. Þvi miður komst forsetinn ekki i veizluna, þar sem hann var erlendis, en sem betur fer komst afmælisgjöfin frá honum i hendur afmælisbarnsins. Hann fékk golfsett með merki for- setans á. Nixon — ferðalög — kosningar Nixon forseti Bandarikjanna gerir nú ymislegt til þess að komast sem allra oftast fyrir augu bandariskra kjósenda, enda standa forsetakosningar fyrir dyrum þar i landi. t ráði er, að hann fari til Moskvu i mái, og má þá búast við, að ekki liði svo nokkur su fréttaútsend- ing sjónvarpsstöðva i Banda- rikjunum, að Nixon beri ekki fyrir augu áhorfenda. Þá segir sagan, að Nixon sé að undirbúa enn eitt ferðalag, og eigi það eftir að vekja enn meiri athygli heldur en Kina-ferðin og Mosk- vuferðin. Það ferðalag á að vera til Kúbu. Nixon mun nefnilega vilja bregða sér i heimsókn til Castrós einræðisherra á Kúbu. Kissinger aðstoðarmaðurN ixons hefur núsettá fót skrifstofu, þó með mikilli leynd, sem á að vinna að undirbúningi Kúbu- ferðarinnar. Á skrifstofunni starfa nokkrir sérfræðingar og grennslast þeir nú fyrir um það, hvort Castró myndi segja já eð nei, ef Nixon vildi koma i heimsókn til hans. Var 48 merkur 12 kilógramma barn, eða 48 marka, fæddist i Dezful i tran ekki alls fyrir löngu. Frá þessu er skýrt i þarlendu blaði Kayhan International. 1 blaðinu segir, að móðir þessa ótrúlega stóra barns, Masoumeh, 32 ára að aldri, hafi gengið með soninn i 10 mánuði, og læknar segi, að hann hafi orðið svona stór vegna þess, hve matlystug móðirinn var um meðgöngutimann. Ekkki gat móðirin alið Ahamad Reza á venjulegan hátt, heldur varð að taka hann með keisara- skurði. Áður hafði Masoumeh alið sex börn, en ekkert þeirra var neitt i áttina eins stórt og Ahmad Reza. Masoumeh sagð- ist hafa óskað þess að eignast sjöunda barnið, og segir enn- fremur, að sonurinn hafi farið langt fram yfir það, sem hún þorði að vona. Enginn getur nú furðað sig á þvi, svo ekki sé meira sagt. Hér sjáið þið svo mynd af þessum einstaklega stóra dreng. Hauskúpuþjófur Þegar lögreglan i Flórens ræðst inn til Mario Carlini til þes að gera hjá honum húsleit, þar sem grunur lék á, að hann hefði tekið þátt i allmörgum innbrotum kom nokkuð i ljós, sem fáir höfðu vist búizt við. Ekkert fannst af þvi, sem lögreglan leitaði að, en i þess stað fann lögreglan 21 hauskúpu. Mario Carlini viðurkenndi, að hann hefði lagt það i vana sinn að ræna hauskúpum úr gröfum, og selja þær siðan fólki, sem safnaði slikum hlutum. Ekkert er eins sárt og að vera ekki boðið i veizlu, sem maður mundi aldrei geta hugsað sér að fara i. ¦£*: •*&*e&*c** Einn sunnudagsmorgunn hringdi siminn hjá konu einni i borginni Ókunn rödd spurði, hvort hún hefði séð myndina i sjónvarpinu kvöldið áður. — Já, það gerði ég reyndar, svar- aði konan undrandi. — Sjáið þér til, sagði röddin. — Ég horfði á meira en helminginn, en sofnaði svo. Engin af vinkonum minum sá hana, svo ég hringdi bara i eitthvað númer. Hvernig endaði myndin? — Þau fengu að eigast að lokum. — Ó, en dásamlegt! Siðan lagði hún á. Verðbólga er það, þegar hlutur sem við keyptum fyrir nokkrum árum á 100 krónur, bilar og það kostar 150 krónur að gera við hann. Það er skylda gestgjafa að láta £ÍÖBERí> — Hjónabandið verður nú ekki alveg pappírslaust! gestum sinum liða eins og þeir væru heima hjá sér — þó hann vildi innilega óska, að þeir væru það. Dómarinn: — Þér gerðuð mistök, þegar þér köstuðuð súpuskálinni i höfuð konu yðar. Akærði: — Já, en ég vissi ekki, að postulinið væri svona verðmætt. DENNI DÆAAALAUSI Ég er alls ekki hræddur viö inn- brotsþjófa. Ég vil bara fá læs- ingu, sem krakki getiir ekki opn- að. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.