Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. apríl 1972 TÍMINN Enn beðið eftir Páskahrotu ÞÓ-Reykjavík. Sjómenn hafa lengi beðið spenntir eftir páskahrotunni. En þó að komið sé fram yfir páska, hefur sá guli ekki látið sjá sig i rikum mæli ennþá. Ef páska- hrotan fer ekki að koma, er hætt við, að eftirtekjan verði rýr hjá mörgum sjómanninum, og þá helzt þeim, sem stundað hafa netaveiðar i vetur. Við verðum bara að vona að þorskurinn fari að ganga i rikari mæli upp á landgrunnið, og þessa Haoana hafa nokkrir bátar fengið ágæta veiði, en hjá flestum er veiðin samt treg. Meira en mánuður er eftir af vetrarvertið, og aprilmánuður hefur oft verið gjöfull, og þar að leiðandi má svartsýnin ekki vera of mikil hjá mönnum. Fyrir stuttu kom blaðamaður Timans aðeins við i Vestmanna- eyjum og hitti þar að máli tvo menn, sem mikið hafa komið nálægt fiskinum i vetur — en ólikum tegundum. Þegar okkur bar að garði i fiskimjölsverksmiðju Einars Trollbátur úr Vestmannaeyjum að veiðum við Eyjar. Múkkinn fær greini lega slóg til að éta frá bátnum (Timamyndir Gunnar) Sigurðssonar, var verið að bræða i óða önn, og virtist bræðslan ganga vel hjá körlunum. Vélarnar möluðu þarna með sinum venjulega hávaða, og þurrkararnir gengu sinn vana gang. Éogi Sigurðsson verksmiðju- stjóri sagði, að þeir hefðu tekið á móti fyrstu loðnunni þann 21. febrúar, og er þeir hefðu hætt móttöku 8. marz, hefði verið búið að taka á móti 35.700 tonnum. Bræðslan hefur gengið ágæt- lega, og b.ióst Bogi við, að henni myndi ljúka i lok mánaðarins, Unnið er á tviskiptum vöktum og brætt allan sólarhringinn, en um 40manns starfa i verksmiðjunni. Bogi sagði okkur,að nýting væri ósköp svipuð og i fyrra. Bjóst hann við, að út úr þessum 35.700 tonnum myndu fást um 5 þús. tonn af mjöli, en ekki gat hann svarað þvi, hve mikið lýsi fengist úr þessu magni. Hjörtur Hermannsson verkstjóri tók á móti okkur i Fiskiðjunni, en þar var verið að vinna af fullum krafti við fiskinn. Sjóveður var gott þennan dag og aðeins tveir bátar i höfninni i Vestmannaeyjum, sem er fremur óvenjulegt. Hjörtur segir okkur, að fram til þessa hafi verið nægilega mikið hráefni hjá þeim. —Hafið þið nógu margt fólk? —Það svona gengur, meðan fiskiri er ekki meira en raun ber vitni. Helzt er það að okkur vanti karlmenn, en ef páskahrotan kemur, vantar okkur fólk eins og vant er. Alls starfa hjá okkur 110 konur og 40 karlmenn. —Hvernig hefur fiskurinn verið hjá ykkur i vetur? —Okkar afli hefur töluvert byggzt á linufiski, og eins og allir vita, er hann mjög góður. Um Hjörtur Hermannsson verkstjóri netafiskinn er það að segja, að hann hefur verið góður miðað við gæftir. —Hvað getið þið hjá Fiskið- junni annað miklum fiski á dag? —Mest eetum við afkastað 200 tonnum, en þá verðum við lika að vinna fiskinn i fljótunnar pakkn- ingar. Annars höfum við gengið þetta 50 - 110 lestir á degi hver- jum, en hjá okkur leggja upp 22 bátar, og töluvert af beim eru trnllbátar. Bogi Sigurðsson verksmiðjustjóri vetur, sumarVOR og haust FljúgiÖ utan i vor meö Flugf élaginu Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður tíðustu, fijotustu og þægilegustu ferðirnar og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til Evrópuianda. Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- borga Evrópu. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FLUCFÉLAC ÍSLANDS ÞJÓNUSTA • HRAÐI - ÞÆGINDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.