Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 5. apríl 1972 Ingi Tryggvason: Nokkrar ábendingar til Hermóðs í Árnesi Hinn 22. marz siöast liöinn birtist i Morgunblaðinu viðtal við Hermóð Guðmundsson, bónda i Arnesi. Segir hann þar fréttir af aukafundi Stettarsambands bænda, sem haldinn var i febrúarmánuði siðast llðnum. Verður honum tlðrætt um þá samþykkt fundarins að mæla með gjaldi á innflutt kjarnfóður til uppbyggingar vinnslustöðva landbúnaðarins og til hugsan- legrar verðjöfnunar vegna út- flutnings. Af einhverjum ástæðum virðist gæta misskilnings i túlkun Her móðs á gerðum Stéttar sambandsfundarins, og sýnist mér þvi rétt að gera umrætt blaðaviðtal að nokkru umræðu- efni. Fyrirsögn viðtalsins hlýtur strax að valda ugg og misskilningi, en hún hljóðar svo: „Fóðurbætisskaftur er bein launa skerðing". Þó er réttilega frá þvi skýrt snemma i viðtalinu, að um sé að ræða „heimildarákvæöi i frumvarpinu til að leggja kjarn- fóðurskatt á allan innfluttan fóðurbæti til þess að styðja upp- byggíngu vinnslustöðva landb únaðarins og mæta hugsanlegum halla á útflutningi búvara." Hins er að cngu getiö, hverjir eigi að taka ákvarðanir um notkun þcssarar heimildar, og ekki . heldur, hvaða aðstæöur þurfi að vcra fyrir hendi til þess að henni sé bcitt. Hcrmóöur telur sig and- vigan of iutklu miðstjórnarvaldi i málefnum bænda, skattkúgun og verzlunarf jötrum. Undir þessi orð gcta sjálfsagt allir tekið. Að sjálfsögðu þarf stjórn Stcttar- sambandsins oft að taka ák- varðanir i ýmsum málum milli aðalfunda. En árlegur aðalfundur fer með æðsta vald i málefnum Stéttarsambandsins, og stjórn þess er aðeins kjörin til tveggja ára i senn. Með þessu fyrirkomu- lagi er reynt að tryggja svo sem hægt er, að ekki verði um ,,<>! mikið" miðstjórnarvald að ræöa. Hins vegar tryggir hvorki þetta fyrirkomulag né lýöræðis- leg uppbygging félagasamtaka yfirleitt, að allir séu ævinlega ánægðir. Tal Hermóðs um „skattkúgun og verzlunarfjötra" er að mínu mati algjörlega úr lausu iofti gripið og til þess eins fallið að skapa ringulreið og tortryggni. t fyrsta lagi á það ekkert skylt við kúgun að framkvæma ákvörðun meirihluta um félagslegar að- geröir til jöfnunar verðlags og þar meö afkomu, og hvergi er minnst á neinar verzlunarhömlur i umræddu lagafrumvarpi. Enginn ágreiningur var um það á aukafundinum að byggja þyrfti upp vinnslustöðvar landb- unaðarins og veröjafna vegna óhagstæðs útflutnings, ef til kæmi. Til þeirra hluta á að nota gjaid á innflutt kjarnfóður, ef lög heimila slika gjaldheimtu. Það er algjör misskilningur að tala um slíkar ráðstafanir sem beina launaskerðingu, enda færir Hermóður eingin rök fyrir, að svo sé. Enn er að þvi vikið i viðtalinu, að umrædd gjaldtökuheimild miðist við, að landbúnaðarvörur verði aðcins framleiddar fyrir innlendan markað. Þessu visa ég algjörlega á bug. Ef gott verð fæst fyrir islénzkar landbunaðarvörur á crlendum mörkuðum, gefur núverandi útflutningstrygging möguleika til stóraukins út- flutnings. Hins vegar hrökkva útflutningsuppbætur skammt, ef verðið er lágt. Ég á afar bágt með að hugsa mér þá forystu fyrir bændasamtökunum, sem legði gjald á innflutt kjarnfdður til að koma i vcg fyrir æskilegan og hagkvæman útflutning. I.uks skal hér að þvi vikið, að látiðeri veðri vaka i viðtalinu, að nýgerðir kjarasamningar launa- stéttanna i landinu hafi verið ein orsök andstöðu Hermóðs Guðmundssonar við kjarnfóður- gjaldsákvæði fumvarpsins. Ekki er hér rökrétt samband á milli orskar og afleiöingar. Samkvæmt núgildandi lögum hækkar launa- liður verðgrundvallarins á þriggja mánaða fresti til samræmis við kaupbreytingar hjá viðmiðunarstéttunum. Ekki lá fyrir á aukafundinum nein ástæða til að ætla, að á þessu yrði breyting, enda hækkaði launa- liður verðgrundvallarins hinn 1. marz um 21%. Taka vcrð- miðlunargjalds, hvort sem er i' formi innvigtunargjalds eða kjarnfóðurgjalds, breytir þar cngu um. VJndir lok viðtalsins segir llcrmóður orðrétt: „Þvi skilaði ég séráliti I þessu k jaraskcrðinga rm áli, sem bændur i landinu myndu að miklum meirihluta vera á móti, eftir þvi sem cg bezt veit, ef almenn atkvæðagreiðsla færi fram um þessi heimildarákvæði um kjarnfóðurskatt." Ekki er ég i neinum vafa um það. að bændur eru þess albúnir að þerjast gegn hvers konar til- raunum til skerðingar á tekjum siimni, scm um langt skeið hafa ZETOR MESTSELDA MÁTTARVÉUN 1971 ZETOR 3511 - 40 ha. verð frá kr. 210 þús. ZETOR 5611 - 60 ha. verð frá kr. 310 þús. Ástæðurnar fyrir því að ZETOR dráttarvélarnar eru nú mest keyptar af bændum eru: 1. Óvenju hagstæðverð kr.80-100þús. lægri en aðrar sambærilegar vélar. 2. Fullkomnari búnaður og fylgihlutir. Varahluta- og verkfærasett 3. Vel hannaðarog sterkbyggðarvélar. 4. Afkastamiklar og hafa mikið dráttarafl. 5. Ódýrar í rekstri og endingargóðar. 6. Góð varahluta- og eftirlits- þjónusta. 7. Ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með vélunum. Biðjið um Zetor mynda- og verðlista og upplýsingar um greiðsluskilmála. 'ZOor umboðiS ÍSTÉKK? Sími 84525 Lágmúla 5 veriðlægstar allra atvinnustétta i landinu. En eins og raunar hefur þegar komið fram I máli mini, þá er alls ekki gert ráð fyrir, að kjarnfóðurgjald, þótt leyft verði, verði notað til að skerða kjör bændastéttarinnar. Þvert á móti er það skoöun þeirra, sem studdu aö Stéttarsambandssamþykkt- inni, að taka kjarnióðurgjalds sé heppilegri en aðrar tiltækar leiðir til að vernda hagsmuni bænda- stéttarinnar, ef þær aðstæður skapast, sem kalla á sérstakar ráðstafanir vegna útflutnings.AIIt slikt hlýtur þó að verða að meta hverju sinni eftir aðstæðum. Hér er ekki timi til að skýra ýtarlega þær hugmyndir, sem liggja að baki ráðgerðri heimild um kjarn- fóðurgjald. Aðeins skal stiklað á nokkrum atriðum til glöggvunar. Rikisstjórnin skipabi á sl. hausti nefnd til að endurskoða lögin um Framleiðsluráð landb- únaðarins. i nefnd þessari áttu sæti: Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, formaður nefndarinnar, Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, Ingi Tryggva- son, bóndi Kárhóli, Ólafur An- drcsson, bóndi Sogni. Jonas Jónasson, ráðherraritari Guðmundur Þorsteinsson, bóndi, Skálpastöðum, Þorvaldur Jónsson, fóðurfræðingur, Hafnar- firði, Ólafur Björnsson, prófessor, Reykjavik og Hjalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1971 fól stjórn sam- bandsins að tilnefna 3 menn i nefnd þessa. Aðalfundurinn samþykkti nokkrar ábendinar fyrir fulltrúa sina, þar á meðal um athugun á kjarnfóðurgjaldi og ákvörðun um aukafund til að skoða þær breytingar, sem hin stjórnskipaða nefnd kynni að vilja gera á lögunum. Nefndin skilaði ágreiningslaust áliti til rikisstjórnarinnar að loknum Stéttarsambandsfundi I febrúar sl. Aukafundurinn var haldinn 10. og 11. febrúar sl. Gerði hann tillögur um nokkrar breytingar á frumvarpstillögum nefndarinnar. Einstök atriði ollu nokkrum ágr-iningi , þar á meðal ákvæðin um kjarnfóðurgjaldhugmyndina. Var sú grein frumvarpsins sam- þykkt með 33 atkv. gegn 7, en 4 sátu hjá. Fundurinn hafði þá gert nokkrar breytingar á tillögum nefndarinnar. t núgildandi lögum um Framleiðsluráð er gert ráð fyrir útflutningstryggingu, sem nemi allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar. Við endurskoðun frumvarpsins var ekki gert ráð fyrir að draga úr þcirri tryggingu, en hins vegar talið rétt að hafa ákvæði I lögunum um úrræði, ef 10% tryggingin dygði ekki til út- flutningsbóta. Einkum hefur veriö rætt um þrjár leiðir I þessu sambandi, svokallað kvótakerfi, inn- vigtunargjald og kjarnfóður- gjald. Nefndin ákvað aö hafa I lögunum heimild til að velja um þessi úrræði, ef aðstæður gerðu slika gjaldheimtu nauðsynlega. Iiugsað var að .aðstæður og mat réðu hverju sinni, hvaða leið væri farin. Um kjarnfóðurgjaldið og kvótakerfið var sérstök grein i frumvarpinu, þar sem kveðið var á um hámarks upphæð kjarn- fóðurgjalds og forsendur fyrir gjaldheimtunni. Fóðurbætisgjaldið var tvenns konar. Annars vegar allt að 5% gjald á út söluverð kjarnfóðurs, sem innheimt yrði við inn- flutning. Þetta gjald átti að koma inn i verðgrundvöllinn og notast til uppbyggingar vinnslustöðva landbunaðarins og annarrar þeirrar hagræðingar i landb- unaði, sem lyti að lækkun vöruverðs. Hitt gjaldið skyldi innheimtast á sama hátt og vera að hámarki 25% á útsöluverð kjarnfóðurs, en þó aldrei hærra - en svo, að verð á 1 kg kjarnfóður yrði jafn hátt verði á 1 kg mjólkur I verðgrundvelli. Þetta gjald mætti þvi aðeins innheimta, að fyrirsjáanlegur halli yrði á út- flutningi og eingöngu notast til vcrðjöfnunar. Slik verðjöfnun er nauðsynleg til að koma i veg fyrir að einstök mjólkurbu verði fyrir skakkaföllum af útflutningi. Felst i þessu töluverð samábyrgð bændastéttarinnar framleiðslu ogkjörum. Akveðin fyrirmæli eru um, að til þessa gjalds mætti þvi aðeins gripa, að þörfin til út- jöfnunar væri auðsæ og landb- unaðarráðherra samþykkti gjaldtökuna. Sjálfsagt eru þeir menn til, sem telja ákvæði sem þessi bera vott um „lágreista landbúnaðar- stefnu". En mætti ekki alveg eins kenna slik ákvæði við raunsæi? Auðvilað getum við endalaust deilt um framleiðsluhorfur i islenzkum landbunaði og siilii- horfur á innlendum og erlendum mörkuðum. i þeim efnum verður reynslan að skera úr. Við getum Ilka deilt um leiðir til að mæta erfiðleik um. Þar mun þó oft meiri bitamunur en fjár, og engum greiði gerður með þvi að blásið sé að glæðum misskilnings og tor- tryggni. Ekki dettur mér i hug, að hvergi mcgi finna að störfum þeirrar nefndar, sem endur- skoðaði Framleiðsluráðslögin. En ég fullyrði, að margt i þeirri endurskoðun horfir til bættrar. aðstöðu bændastéttarinnar, ef að lögum verður. Þess vegna vil ég skora á alla bændur að kynna sér umeætt lagafrumvarp vel þegar fram kemur — fyrr er ekki hægt að birta það opinberlega, enda væntanlegt stjórnarfrum- varp og ekki enn að l'ullii frá gengið. Eg er sanniærður um, að slik skoðun án fordóma mun færa bændum heim sanninn um að með frumvarpsgerðinni hefur verið heils hugar unnið að hags- iii tiiinii> islenzkrar bændastéttar. HERAÐSRAÐUNAUTUR Búnaðarsamband Vestfjarða vantar héraðsráðunaut aðallega i búf járrækt, frá 1. júni n.k. Umsóknir sendist fyrir 1. mai til formanns búnaðarsambandsins, Kirkjubóli, önundarfirði. VEIÐILEYFI Stangveiðimenn Til sölu eru nokkur veiðileyfi. Upplýsingar i sima 20082 milli kl. 5 og 7 i dag og næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.