Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 5. april 1972 TÍMINN Ufgefcmdi; Fraoiíókttarflokkurfnn FramkvsiwJastiiiri; Kfiítfán B«n*dfktsso«, Rjtstjorar: Þórarirth .Þó'rarinsson iaþ)> Andrés Kfistíansson, Jfón H«}g«íon, ibdrfðí G. Þorsteinsspn og Tómaj Kírisson, Augtýsinaaítióri: Steín- yrimur Gisiaspn. RUstÍprnarskrÍfStPfur I Edduhusmu, SÍlTMf ::Í83ÓX) —• íáSúó. Sfcriístefyr Bopkastrðeti; 7. ~ AfgretÖ's(usími 113Í3. Auglýsingasímj 19523,. Afcrar slcrlfstofur:: siW T83uöV Áskriftarfljald kr, íöS.Ou á mánuar Innanlands. í rátísasöíu kr> J5.<» .InUkfS. — fiteðaprent h.f. (Offurt) Hótanir EBE-ríkja Enginn vafi er á þvi, að stefnu okkar i land- helgismálum vex nú verulega fylgi i samfélagi þjóðanna. Telja má nú all öruggt, að meirihluti þjóða heims muni telja eðlilegt að strandrikj um beri viðtækur réttur til nýtingar fiskimiða út til sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum sinum eða 50-200 milur. En þessar staðreyndir mega ekki verða þess valdandi, að menn haldi, að sigur okkar i bar- áttunni fyrir 50 milna fiskveiðilögsögu við ís- land eftir 1. september n.k. verði andstöðu- og fyrirhafnarlaus. Riki Efnahagsbandalags Evrópu, með Bretland og Þjóðverja i broddi fylkingar, hóta okkur hörðu. Efnahagsbanda- lagið hefur viðtæka möguleika til að beita okkur þvingunum. Raunar er þessi barátta Efnahagsbandalags Evrópu gegn okkur þegar hafin. Efnahagsbandalagið hefur gert Islend- ingum lang óhagstæðasta tilboð þeirra þjóða, sem leita eftir viðskiptasamningum við banda- lagið nú, eftir að sýnt er, að EFTA leysist upp með aðild Breta, Dana og Norðmanna að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Efnahagsbandalagið hefur bundið hagstæðara tilboð til íslendinga þeim skilyrðum, að Islendingar hætti við áform sin um að færa fiskveiðilbgsöguna i 50 milur 1. september. Að slikum kröfum munu íslendingar aldrei ganga. Þeir munu heldur ekki undan láta, þótt Efnahagsbandalaginu muni ekki þykja nóg að gert með þvi að neita okkur um eðlilega viðskiptasamninga á grund- velli gagnkvæmra réttinda, heldur láti einstök EBE-riki innflutningsbann fylgja i kjölfarið. En séum við staðráðin i að láta ekki kúga okkur i þessu lifshagsmunamáli okkar, þurfum við að gera okkur sem bezta grein fyrir þvi, hvað barátta okkar kann að kosta okkur i bili, hvaða fórnir við þurfum að færa til að standa á lifsrétti okkar, og siðast en ekki sizt, til hvaða ráða við eigum að gripa til að mæta þeim erfið- leikum, sem Efnahagsbandalagslöndin geta bakað okkur. Á siðasta ári fór 27% útflutnings okkar til Efnahagsbandalagsrikjanna og Danmerkur, Noregs og Bretlands. Við þurfum þvi kannski að afla fjórðungi útflutningsframleiðslu okkar nýrra markaða. Þetta verða menn jafnan að hafa i huga, um leið og þeir fagna hverri nýrri yfirlýsingu rikja utan Efnahagsbandalagsins, sem lýsa stuðningi við málstað okkar og bar- áttu i landhelgismálinu. I þessu sambandi skiptir það okkur geysilega miklu máli, hver afstaða Bandarikjastjórnar og stuðningur við okkur verður. Bandarikin eru fyrir okkur ekki aðeins öflugasta veldið meðal hinna vestrænu rikja, heldur er þar i landi stærsti og hagstæðasti fiskmarkaður okkar — sá markaður, sem liklegastur er til að taka við þeim fjórðungi útflutningsframleiðslu okkar, á hagstæðu verði, sem EBE kynni að loka fyrir. —TK ERLENT YFIRLIT Mál I.T.T. getur reynzt Nixon þungt í skauti Það sýnir hio mik!a vo!d stórhringanna í Bandaríkjunum ÞAÐ er sagt, að Harold Geneen, aöalforstjóri I.T.T., hafi látið svo um mælt fyrir rúmu ári, að það ylli honum talsverðum heilabrotum, að hægt væri að inna 15 manns á götunni eftir þvi, hvað I.T.T. væri, án þess að nokkur þeirra gæti svarað þvi. Sennilega hefur þetta verið rétt. I.T.T. var að sönnu stórt fyrirtæki 1959, þegar Geneen tók við stjórn þess. Það fékkst þá aðallega við simarekstur, eins og lika nafn þess bendir til. International Telephone and Telegraph Corp. Það stundaði þá þennan rekstur i mörgum löndum, og árleg velta þess var nálægt 800 millj. dollara. Undir forustu Geneens hefur það stöðugt fært út kviarnar og lagt undir sig eða keypt upp fyrirtæki i hinum ólikustu starfsgreinum. Það hefur lagt undir sig einn af stærri hótelhringum i Bandarikjunum, Sheraton- hótelin, eitt stærasta trygg- ingafyrirtækið (Hartford Fire), einn stærsta bilaleigu- hringinn (Avis) o.s.frv. Jafn- framt hefur það fært út kviarnar erlendis, einkum i Evrópu, en áður hafði það aðallega fengizt við sfma- rekstur i Suður-Ameriku. I.T.T. er nú talið áttunda stærsta fyrirtækið i Banda- rikjunum. Velta þess var talin 7,3 billjónir dollara á siðastl. ári. Hreinn ágóði var áætlaður 337millj. dollara.Taliðvar, að það hefði um 400 þús. manns i þjónustu sinni i 67 löndum. HAROLD GENEEN getur ekki lengur kvartað und an þvi, að þetta fyrirtæki hans sé óþekkt. Það getur hann þakkað sænsk-danska blaða- manninum Jack Anderson. Hitt er vafasamara, hvort Geneen er þakklátur fyrir þá frægð eða umtal, sem fyrir- tæki hans hefur hlotið. En sá, sem er vafalaust minnst þakk- látur Anderson, er Nixon for- seti, þvf að I.T.T.-málið komst á dagskrá rétt eftir að hann kom heim frá Kina og hefur siðan verið meira blaða-og sjónvarpsefni en nokkurt annað mál. Það hefur hins- vegar orðiðdemokrótum mjög kærkomið, þvi að það hefur dregið athygli frá prófkjörun- um, sem eru demokrötum nú mjög til leiðinda og erfiðleika. Upphaf þessa máls var það, að Mitchell dómsmálaráð- herra dró sig i hlé til þess að gerast aðalkosningastjóri Nixons við væntanlegar for- setakosningar. Nixon tilnefndi i hans stað Kleindienst aðstoðardómsmálaráðherra. Samkvæmt venju þurfti dóms- málanefnd öldungadeildar- innar að samþykkja tihvfningu hans, og var ekkert talið þvi til fyrirstöðu. En það breyttist, þegar Jack Anderson kom til sögunnar. Kleindienst var svo óhygginn að óska eftir að nefndin athugaði s- rstaklega söguburð hans og hreinsaði sig af þeirri ákæru, sem fólst i honum. Þetta hefur orðið til þess, að nefndin hefur frestað að taka afstöðu til út- nefningar Kleiridienst, og þykir nú nokkur vafi leika á þvi, hver endanleg niðurstaða hennar verður. ÞATTUR Andersons var sá, að hann birti í hinum fræga blaðadálki sinum eins konar minnisblað, sem einn af erind- rekum I.T.T., frú Dita D. Beard, hafði skrifað einum íorstjóra fyrirtækisins 25. júni siðastl. Efni þessa minnis- Harold Geneen blaðs var það, að ekki mætti á neinn hátt vitnast, að I.T.T. hefði lofað að greiða 400 þús. dollara sem framlag til flokksþings republikana næsta sumar, þvi að það gæti haft hin verstu áhrif á samningana við dómsmálaráðuneytið. Frú Beard lagði áherzlu á, að þetta minnisblað hennar yrði tafar- laust eyðilagt, en það var ekki gert, og barst það siðan An- derson i hendur eftir króka- leiðum. Anderson birti min- nisblaðið og bætti þvi síðan við, að Kleindienst hefði átt aðild að umræddum samning- um I.T.T. við dómsmálaráðu neytið, en Kleindienst hafði skýrt dómsmálanefndinni frá þvi, i desember siðasliðnum, að hann hefði ekkert nálægt þvi máli komið. AÐUR en Anderson birti þetta minnisblað, hafði ekkert verið vitað um þetta framlag I.T.T. til flokksþings republik- ana. Fréttin um það kom eins og þruma úr heiðskiru lofti, og þó einkum vegna þess, að fáum dögum eftir að frú Beard hafði skrifað umrætt minnis- blað, hafði náðst samkomulag milli I.T.T. og dómsmálaráðu- neytisins i máli, sem hafði vakiðmikla athygli. Þetta mál var þannig til komið, að rétt eftir valdatöku sina fól Nixon velmetnum lögfræðingi, Richard M. McLaren, að vinna á vegum dómsmála- ráðuneytisins að þvi að hindra óeðlilegar hringamyndanir. Eitt af þeim málum, sem McLaren lét sérstaklega til sin taka, voru kaup I.T.T. á tryggingafyrirtækinu Hart- ford Fire. McLaren krafðist þess, að I.T.T. hætti við þessi kaup, en þegar það neitaði, hugðist hann visa málinu tií hæstaréttar. A siðustu stundu breytti McLaren um stefnu. Hann samdi við I.T.T. á þeim grundvelli, að það fengi að kaupa Hartford Fire, en seldi i staðinn önnur minni fyrirtæki. McLaren gekk skömmu siðar úr þjónustu dómsmálaráðu- neytisins og gerðist dómari. 1 yfirheyrslum hjá dómsmála- nefndinni kvaðst hann hafa skipt um skoðun vegna þess, að sérfræðingar hefðu sann- færthannum, að það gæti haft óheppileg áhrif á verðbréfa markaðinn i Bandarikjunum og gjaldeyrisstöðu Bandarikj- anna, ef I.T.T. yrði að hætta við kaupin á Hartford Fire. Það upplýstist einnig, að það hafði verið Kleindienst, er hafði komið McLaren i sam- band við umrædda sérfræð- inga, enda þótt hann væri áður búinn að segja, að hann hefði hvergi nálægt þessu máli komið. Það upplýstist, að bæði hann og Mitchell höfðu rætt við ýmsa helztu forstjóra I.T.T., en Mitchell heldur fast við það, að Hartford-málið hafi aldrei borið þar á góma. En allt hefur þetta orðið til að gefa þeirri sögu vængi, að I.T.T. hafi fyrst náð hinu hag- stæða samkomulagi við dóms- málaráðuneytið eftir að það var búið að leggja fram 400 þús. dollara til flokksþings republikana. Um það framlag segja þeir Kleindienst og Michell þó, að þeim hafi verið alveg ókunnugt. SIÐAN yfirheyrslur hófust hjá dómsmálanefndinni i til- efni af minnisblaði brú Beard, hefur sitthvað dularfullt gerzt. Fyrst hvanfrú Beard, en siðar spurðist, að hún hefði fengið kransæðastiflu, er hún var i flugvél á leið frá Washington til Denver, og hefði hún verið lögð þar á spitala, þungt hald- ín. I fyrstu viðurkenndu ráða- menn I.T.T. að hún hefði skrifað umrætt minnisblað, en þvi var borið við, að hún væri drykkkfelld og taugaæst og hefði skrifað þetta i einhverj- um æsingi, og þvi fært allt i stilinn og sagt meira en rétt var. Þá var gefið i skyn, að ekki hefði veriðlofað nema 100 þús.$ framlagi til flokksþings ins. Eftir að þrjár vikur voru liðnar frá þvi að Anderson birti minnisblaðið, kom fyrst yfirlýsing frá lögfræðingi frú Beard um að minnisblaðið væri falsað, og það sama endurtók hún, þegar þing- mannanefnd yfirheyrði hana á spitalanum. Þeirri yfirheyrslu lauk þó aldrei, þvi að frú Beard veiktist áður. Það er hins vegar upplýst, að frú Beard var búin að segja blaðamanni frá Anderson það i votta viðurvist, áður en hún veiktist, að hún hefði samið umrætt minnisblað. Þá hefur það ekki dregið úr tortryggni, að I.T.T. hefur viðurkennt, að það hafi látið eyðileggja öll minnisblöð frá frú Beard, og ýms minnisblóð önnur, svo að þau lentu ekki i höndunum á Anderson! En ekki virðist' þetta þó hafa nægt, þvi að rétt á eftir birti Anderson mörg minnisblöð frá erindrekum I.T.T., er sönnuðu, að þeir höfðu verið með ráðagerðir um að koma i veg fyrir valda- töku Allende i Chile, en þar á I.T.T. miklar eignir. Utan- rikismálanefnd öldunga- deildarinnar hefur nú ákveðið að rannsaka það mál sérstak- lega. A ÞESSU STIGI verður það ekki talið sannað, að I.T.T. hafi lagt fram stórfé til flokks- þings republikana gegn þvi, að það næði hagkvæmri lausn á máli, sem það var að semja um við dómsmálaráðuneytið. Hins vegar hefur þetta mál sýnt ótvirætt, að stórhringarn- ir eiga greiðan aðgang að æðstu valdamönnum Banda- rikjanna og að hagsmunir hringanna eru oft taldir slikir, að það er talið skerða hags- muni Bandaríkjanna sjálfra, ef eitthvað er við þeim hróflað. Þetta mál getur átt eftir að hafa óheppileg áhrif fyrir Nixon í kosningabarátt- unni, þar sem republikanar -ru taldir enn tengdari stórhring- um en demokratar, enda segir Anderson, að érindrekar Hvita hússins og stjórnarinnar geri nú allt, sem þeir geti, til að eyðileggja mannorð hans, en hann muni samt halda fyrri iðjusinnióhikaðáfram. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.