Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 5. apríl 1972 Bréf ffrá Víriarborg Mannfjöldinn við Ballhausplatz. dag og heimkoma Karl Schranz hleypti hugum Vinarbúa i upp- nám, átti annar atburður sér stað, sem vakti athygli Islendinga á staðnum, og voru flestir þeirra saman komnir, auk margra ann- arra gesta, til að vera viðstaddir opnun málverkasýningar eins' úrhópnum, Guðbjartar S. Guð'laugssonar, i byggingu UNIDO-síóínunarinnar i Vín. Guðbjartur sýnir tólf mónótýpur og fjórar tréskurðarmyndir á sýningunni, sem stendur út febrúarmánuð. Guðbjartur er Vestfirðingur, nánar tiltekið frá Arnarfirði. Hann er fæddur 4. október 1932, en kom fyrst út 1955, og getur þvi talizt aldursforseti Islendinga i Vin, þvi að enginn þeirra, sem hér eru búsettir, hefur dvalizt hér svo lengi. „Ég byrjaði að búa til myndir á barnsaldri, og hef eiginlega *t" aldrei getað hugsað mér að fást við annað. 1953 fór ég i Handiða- skólann i Reykjavik, og sótti hann i tvo vetur. Lúðvig Guðmundsson, sem þá var skólastjóri skólans, veitti mér tilsögn i þýzku, og þannig undirbúinn kom ég svo hingað árið 1955", segir Guð- bjartur, þegar hann litur inn eina kvöldstund eftir opnun sýningar- innar. „Hver var aðalkennari þinn hér?" „Hilda Schmid-Jesser. Hún hafði málaradeild við Akademie fur angewandte Kunst hér i Vin, og þar stundaði ég nám þar til ég lauk prófi árið 1961. Að visu var ég einn.vetur heima á milli. 1958- 1959". „Hver mundir þú segja að sé munur á málaranámi við þennan skóla og hinn myndlistarskólann i Vin, Akademie der bildenden Kunste?" „Við Akademie fú'r angewandte Kunster kennt miklu fleira, sem lýtur að hagnýtingu mynd- listarinnar, svo sem skreytingar, leirkeragerð og margt fleira". ,,Ég hef heyrt. þvi fleygt, að reynt sé að móta nemendur i ák- veðið horf við akademiuna, og beinlínis eða óbeinlinis komið i veg fyrir sjálfstæða þróun þeirra. Var þessu þannig farið, þegar þú varst nið nám?" „Ég held, að flestum kennurun KARLI MIKLA FAGNAÐ Austast i Austurríki, við skógi vaxinn norðurjaðar Alpafjalla annars vegar, og bakka Dónár, þar sem hún nær 300 metrum á breidd, hinsvegar, búa Vlnarbú- ar, 1.7 milljónir að tölu Þeir eru blandaðir að uppruna og margt óllkt með þeim ytra sem innra, ýmist sagðir glaðlyndir eða nöldursámir, söngelska þeirra rómuð og fastheldni við foroarvenjur kunn, og má flest að einhverju leyti til sanns vegar faera. En hvað sem annars verður um þá sagt, er vfst, að þeir lifa fremur hæglátu og hógværu llfi, og fátt fær raskað ró þeirra. Þvi má til tiðinda telja, að dag nokkurn i siðustu viku þyrptust þúsundir manna út á flugvöllinn i Schwechat, sunnan Vinarborgar, og aragrúi manna fylkti liði um allar götur inn i borgina og fyllti Ballhausplatz, þar sem embættis- skrifstofur kanslara Austurrikis eru til húsa. ; Hvað olli þvi, að 87.000 borgarbúa komust úr jafn- vægi sinu þennan hráslagalega vetrardag? Slikur mannfjöldi hafði aldrei fyrr safnazt saman á götum Vinarborgar, ekki einu sinni eftir undirritun rikissamn- ingsins árið 1955, sem gerði Austurriki aftur að frjálsu landi, og þóttu þó fögnuði þjóðarinnar engin takmörk sett þá. Hver var það, sem beðið var eftir á annan klukkutima umfram áætlun, i von um að fá að sjá agnarlitla ögn af honum? Enginn þjóðhöfðingi hafði nokkurn tima fengið aðrar eins móttökur, sjálf Elisabet Bretadrottning hefði bliknað af öfund. Ráðherrar biðu á flugvell- inum, heil hljómsveit hafði verið send til Frankfurt til móts við eftirlæti þjóðarinnar til að leika Vinarvalsa siðaslu áfangann á leiðinni heim. Alls staðar mátti sjá spjöld með nafni hans og myndum. Loks kom hin lang- þráða vél, og um leið og hetjan birtist i dyrunum, var útvarpað dægurlagi um flugvöllinn, sem samið hafði verið honum til heið- urs. Karl Schranz, skiðakappi, var kominn heim, eftir að hafa verið meinað um þátttöku i Vetrar-Ólympiuleikunum i Sapporo, vegna ákvæða um áhugamennsku. Fyrr á timum var Austurriki mikið keisaraveldi, og Vin mið- depill þess. Pólitísk örlög urðu þvi valdandi, að það er nú litið land, sem lifir að miklu leyti á endur- minningum um forna frægð. Gripið er fegins hendi i hálmstrá, sem orðið gætu til að hef ja orðstir þjóðarinnar upp úr meðal- mennsku. Vetrariþróttir, og þá sér i lagi skiðaiþróttin, eru meðal þessara hálmstráa. Austurriki hefur löngum átt skiðagarpa á heimsmælikvarða, og þeir jafnán verið eftirlæti þjóðar sinnar. I liði þeirra, sem til Sapporo voru sendir, voru þrir liklegir til að vinna til gullverðlauna: Karl Schranz, Annemarie Pröll og Trixi Schuba. Skautamærin Trixi fékk gullið, Annemarie „einung- is" tvenn silfurverðlaun, og Karl Kalli, Karl mikli, litli maðurinn frá St. Anton am Arlberg, hann var : sendur heim. Vonbrigðin og reiðin yfir þessu meinta órétt- læti urðu margfalt meiri en gleðin yfir sigri i öllum greinum hefði getað orðið, meiri en gleðin yfir Toni Sailer, sem vann þrenn gull- verölaun i Cortina d'Ampezzo fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu gerðu blöð, út- varp og sjónvarp sitt til að gera Karl Schranz að pislarvotti. Reiði múgsins óx jafnt og þétt og tók á sig margar myndir. Menn sendu bréf og skeyti með morðhótunum til einræðisherra IOC, Avery Brundage, og annarra. Kveikt var i húsi eins fyrirliða austur- risku iþróttanefndarinnar. MMM, auðkýfingur úr auðugustu ætt Austurrikis, sem meðal annars á eitt stærsta bjórbruggunarfyrir- tæki landsins, og þekktur er fyrir örlæti sitt og stuðning við iþróttir og listir hafði leyft sér að láta svo um mælt, að hann væri hlynntur ákvæðum um áhugamennsku. Ahrifin Iétu ekki á sér standa. Sonarsynihans var misþyrmt i skóla, starfsmenn fyrirtækja hans uröu fyrir árásum, og fjöldi manns steinhætti að drekka ölið hans. Ekki létu stjórnmálamenn sitt eftir liggja til að fleyta rjómann ofan af áhrifum atburðarrásar- innar. Þingheimur tók málið til umræðu. Sinovatz menntamála- ráðherra sendi þegar i stað skeyti til Japan og vildi láta allt austur- riska liðið snúa heim tafarlaust. Leiðtogi ihaldsflokksins, sem er I stjórnarandstöðu, flýtti sér að leggja til, að Karl Schranz fengi orðu. Og alltaf blésu fjölmiðlar i glæðurnar. Ákveðin var dagskrá móttöku hetjunnar vonsviknu, og leiðarlýsing bifreiðalestarinnar gerð almenningi kunn. Og nú var -hann kominn. Fáklæddar yngismeyjar báru spjöld með mynd hans yfir höfði sér, „ekta" eiginhandaráritanir seldust á hæsta verði, hnappar, bolir, blöðrur og Hmmyndir sömuleiðis. Hvar sem bifreiða- lestin fór hjá, mátti heyra óp ung- meyja og sjá tár gamalmenna, og sumir reyndu að snerta dýrling- inn, sem stóð og veifaði fjöldan- um út úr opinni bifreið mennta- málaráðherrans. Við Ballhaus- piatz tók Dr. Bruno Kreisky, kanslari, á móti hetjunni. Tré, ljósastaurar og flaggstangir! svignuðu undan þeim, sem leitað höfðu hjálpar þeirra til að sjá bet- ur. Þegar átrúnaðargoðið birtist a svölum embættishússins, leið yfir suma, öskur, vein og óhljóð mátti heyra langar leiðir, múg- sefjunin hafði náð hámarki. Sumum þótti þetta allt minna geigvænlega á vissa atburði árið 1938. Það hlakkaði i öðrum, og ber þar að sjálfsögðu fyrstan að nefna Kneissel skiöaframleiðanda, at- vinnuveitanda Schranz, enda hef- ur hann sennilega aldrei fengið betri auglýsingu um dagana. En einn var sá, sem hristi höf- uðið af undrun yfir látunum. Hann stóö á svölum kanslarans og veifaði mannfjöldanum, pislarvotturinn Karl' Schranz, sem sagður er hafa rúmlega tiu milljónir islenzkra króna i árs- tekjur, beint eðaóbeint, af skiða- mennsku sinni, f: og sagði: „Hvað á allt þetta að þýða? Ég vann ekki neitt". Hér i borg eru búsettir nokkrir tugir Islendinga. Snemma vetrar var stofnað Félag Islendinga i Austurriki, sem á að auðvelda löndum að halda hópinn. Sama um hætti til að láta nemendur sina feta i fótspor sin. Hilda Sch- mid-Jesser var impressiónisti, og dáðist mest aö þeimistefnu, svo og expressiónistum 20. aldar, van Gogh, Cezanne, og franskri list yfirleitt. Hun var aldrei of ánægð með mig, ég vildi fara of mikið eftir eigin leiðum. Samt reyndi hún að fá þvi framgegnt, að ég fengi verðlaun við lokapróf, og fékk ég akademiuverðlaunin. Og núna fékk ég bréf frá he>nni, i til- efni af opnun þessarar sýningar, þar sem hún lýsir hrifningu sinni yfir myndunum og þeirri þróun, sem þær bera vott um. Wolfgang Hutter, sem er „fanatiskur realisti", enda sonur Gutersloh, sem telja má föður þeirrar stefnu,- Hutter tók sem sagt við bekknum, þegar hún hætti að kenna, og þegar hann var settur inn i embættið, lýsti hann þvi hátiðlega yfir, að hann mundi efla sjálfstæðan smekk nemenda sinna og hjálpa þeim að finna sjálfa sig. En skólasytir min ein, sem orðið hafði assistent hjá prófessor Schmid-Jesser og hélt siðan áfram hjá prófessor Hutter, sagði mér, að fyrsta skólaárið hefði enn ekki verið um garð gengið, þegar allir nemendur deildarinnar voru farnir að teikna með hárfinum blýöntum og penn- um, eins og Hutter, að sjálfsögðu vegna þess, að hann krafðist þess".. „Hvernig væri hægt að haga kennslunni að þinum dómi, til að fyrirbyggja þessa mótun?" „Ég er enginn uppeldisfræðing- ur. En ég held, að það ætti að veita hverjum einstökum miklu meira svigrúm til að þroska sina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.