Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. april 1972 TÍMINN 11 eigin stefnu, og sia svo úr það, sem er gott". „En hver á að gera það, og eftir hvaða mælikvarða?" „Það veit ég ekki, og við þvi kann sjálfsagt enginn svar. En sjáðu til. Við vorum látin setja litarfleti hlið við hlið upp aftur og og teikna móde!, Sém ég held, að sé aíveg út i bláinn. Það þurftu menn að kunna á renaissance-- timanum, en hefur ekkert að segja fyrir nútímamyndlist. Mönnum hættir of mikið til þess á;. þessu sviði sem öðrum hér, að halda of fast i arfinn, en gera of litið til að efla það, sem nýtt er og lifvænlegt. Sumum finnst i sjálfu sér þvæla að vera að læra að mála, og bara töf af þvi. Hins vegar vantar ekki, að margvis- legar námsgreinar voru kenndar við skólann, svo sem t.d. lista- saga, tækniteiknun, bókmennta- saga, anatómia, og margt fleira, sem að notum má koma". „En hvernig er með eignarrétt á myndum, sem unnar voru i skólanum?" „Það er ekki nóg með, að eng- inn nemandi fær svo mikið sem eitt einasta af þeim verkum, sem hann vinnur i skólanum i gegnum öll árin, heldur er honum ekki einu sinni leyfilegt að halda sýn- ingar, á meðan á námi stendur, heldur ekki á neinu, sem unnið er utan skólans. Þetta gengur svo langt, að t.d. ætlaði einn nemandi arkitekturdeildarinnar að halda málverkasýningu á námsárun- um, sem ætla mætti, að væri hans deild algerlega óviðkomandi, en var bannað að halda sýninguna. Ekki er heldur gerð minnsta til- raun til að kenna manni að koma undir sig fótum, þegar út i lifið er komið, og hagnýta sér það, sem maður hefur lært. Þegar út úr skólanum er komið, stendur mað- ur uppi algerlega ráðalaus og hjálparlaus, og hefur ekki hug- mynd um, hvernig á nú að fara að þvi að koma list sinni á framfæri, hvað þá að lifa af þvi, sem maður hefur lært. öll árin i skólanum er komið i veg fyrir, að maður afli sér einhverrrar reynslu á þessu sviði. Hugmyndin bak við þetta virðist vera sú, að ekki þurfi að hugsa um annað en skapa góð listaverk, allt annað gengi svo af sjálfu sér. Þetta er náttúrlega mesti misskilningur". „Hvernig stóð á, að þú hélzt samt áfram námi út skólatim- ann?" „Ég gerði mér alls ekki grein fyrir þessu fyrr en eftir á. Enda má segja, að það sé að vissu leyti gott að stunda nám hér. Hins veg- ar er erfiðara, meira að segja mjög erfitt fyrir málara að lifa hér. Enda hafa flestir austurrisk- ir málarar hlotið frægð sina er- lendis, i Þýzkalandi eða Frakk- landi, til dæmis. Það nægir að benda á Leherb og Hundertwass- er, og svo Rainer, sem að visu er svo til óskólagenginn, tolldi ekki nema nokkra daga i myndlistar- skóla. Flestir, sem einhverjum árangri hafa náð i list sinni, hafa sem sagt flúið land að námi loknu. Þegar ég hafði lokið prófi, stóð ég uppi án þess að hafa hug- mynd um, hvað nú skyldi til bragðs taka. Ég fékk svo vinnu hjá fyrirtæki, sem býr til Neon- ajiglýsingar, og fékkst þar við alls konar verkefni, sem voru að mestu leyti óviðkomandi þvi, sem ég hafði lært, aðallega letur. Við höfum að visu fengið smávegis tilsögn i að skrifa og teikna bók- stafi, en það dugði skammt. Þetta kom þó með timanum. Þarr.S var.r. ég i 4 tii 5'áren þá ákvað ég að vinna sjálfstætt hér á eftir. Fjárhagurinn er þröngur, en þó skárri en meðan ég var fastráð- inn við þetta fyrirtæki. Einn þriðjungur af tekjum minum er af myndum, sem ég sel, hitt fæ ég fyrir auglýsingar. Annars er skattamálum þannig háttað', að það er varla til neins að hafá meiri tekjur, skattarnir gleypa svo til allan muninn". „Ég geri ráð fyrir, að konan þin vinni úti, og þú eigir við það órétt- læti, sem fylgir þvi að þurfa að telja saman fram til skatts". ,,Já hún vinnur hjá póstinum, og það má segja, að hún vinni fyr- ir rikið, þvi að skattarnir gleypa öll hennar laun, p.e.a.s., hún .?. vinnur fyrir sköttunum af minum tekjum". „Þið eigið litið barn, hvar hafið þið það þá?" „Hjá ömmusinni. Konanmin er frá Raxendorf i Nieder-öster- reich, sem er litið bændaþorp, einna helzt frægt fyrir það, að þar bjuggu fyrstu frjálsu bændur landsins. Faðir hennar særðist i striðinu, og svo varð spitalinn, sem hann lá á, fyrir loftárás, og hann lét lifið, en móðir hennar býrenn i Raxendorf, og hún hefur litlu telpuna okkar, sem heitir Katrin - skrifað á islenzkan máta - og fæddist á Þorláksmessu fyrir þremur árum. Við heimsækjum hana um helgar. Við sáum okkur ekki fært að hafa hana sjálf. Ég þóttist hólpinn, þegar ég fékk þessa ibúð, sem við höfum nú, en bæði reyndist hún illa vönduð, þegar á reyndi, og svo er hún allt of litil til að hafa telpuna þar allan daginn, sérstaklega af þvi að ég þarf pláss til að vinna, vinn alft heima. Þetta varð til þess, að við ákváðum að láta hana til ömmu sinnar. Það er að vissu leyti gott fyrir telpuna að vera þarna i sveitinni, en ég er ekki viss um, að það sé rétt að hafa þetta svoa. Allavega er þetta hörmungar- ástand, og við erum ákveðin I að taka hana til okkar i haust, þvi þá hefur hún aldur til að fara i dag- heimili á daginn. Svo stendur húsnæðið til bóta, þvi ' að ég á von á að komast i aðra ibúð eftir u.þ.b. tvö ár, i útjaðri borgarinn- ar. Þetta á að verða stærri og betri úbúð en við höfum nú, en það verða viðbrigði lika að þurfa að eyða enn meiri tima i ferðir. Eiginlega fer þegar allt of mikill hluti af minum tima i feröir til og milliþeirra fyrirtækja, sem veita mér verkefni". „Hvaða fyrirtæki vinnurðu fyr- ir?" „Meðal annars fyrir Shell, svo fyrir eitt, sem býr til sjálflýsandi skilti, fyrir A + 0 (sem er ver- zlanahringur), lyf jafyrirtækið Hoechst, banka og fleiri. Það er um að gera að hafa mörg i takinu. Annars er meira gagn af þeim tekjum, sem ég hef af þvi að selja málverk, ef um privat kaupendur er að ræða, þvi að það þarf ég ekki að gefa upp til skatts. Af öllu öðru barf að borea háan tek- Trixi Schuba, sem fékk gullverðlaunin. Börn meO tlugarena juskatt, og svo veltuskatt af þeim tekjum, sem eru umfram 60.000 skildinga (u.þb. 200.000 isl. kr.) á ári, 5.5%. En það er ekki auðvelt að finna kaupendur þessarar teg- undar. Oftast eru það stofnanir eða opinberir aðilar, sem kaupa myndir, og það þarf að sjálfsögðu að gefa upp". „Hvaða aðilum hefur þú selt myndir?" „Burgenlandische Lan- desregierung keypti tvær myndir, Nieder-österreichesche Landes- regierung og Landesmuseum hafa keypt myndir (Burgenland og Nieder-Osterreich eru tvær af niu „sýslum" Austurrikis), eins Menntamálaráðuneytið, og síðast en ekki sizt seldi ég Albertina tvær abstrakt grafik-myndir, sem ekki ætti að vera litil auglýsing, þvi að Albertina er sennilega merkasta teikningasafn i heim En það breytir engu um það, að það borgar sig varla að sýna i galeríum hér. Myndasalinn fær 20 til 30%, svo bætist við skattur, og eftir verður svona þriðjungur af myndverðinu fyrir listamanninn sjálfan. Þar við bætist, að ekki eru nema örfáir kaupendur sem kaupa myndir af áhuga eingöngu, hinir eru fleiri, sem eru safnarar og kaupa myndir eins og aðrir kaupa hlutabréf, og „spekúlera" með þær. Listasalar eigu sinn þátt i þessu, og taka að sjálfsögöu helzt þær myndir til sýningar, sem þessir safnarar eru likleg- astir til að kaupa". „En þú hefur samt haldið nokk- uð margar sýningar hér. Geturðu taliö þær upp?" „Ég tók fyrst þátt i samsýningu i Wiener Secession 1957. Fyrsta sjálfstæða sýningin var i Oster- reichische Staatsdruckerei 1962, 1964 tók ég þátt i IKC ferða- sýningu, sem Philips stóð fyrir, og var mynd eftir mig á fosiðu s- yningarskrárinnar, 1967 sýndi ég i Reykjavik, 1969 i Lintas i WIENÓ 1970 i Reykjavik i janúar, og I mai sama ár i Galerie Seiler- statte i Wien, og þá er komið að þessari sýningu núna. Hins vegar hef ég ákveðið að halda ekki sýn- ingu aftur hér á næstunni. Eins og sakir standa, hefur sú hugmynd fest rætur I kollinum á mér, að halda ekki sýningu, fyrr en ég hef gert gjörsamlega nýja hluti". „Mér finnst nú þegar talsverð breyting hafa orðiö á myndum þinum frá fyrstu sýningu þinni, ef dæma má eftir þeim myndum, sem þú sýnir nii. Það var á tali flestra að heyra, að tréskurðar- myndirnar hrifu mest við fyrstu sýn. Hvenær eru þessar myndir gerðar?" „Salka Valka er frá 1959. þær siðustu eru tveggja ára. Tré- skurðarmyndirnar má flokka undir „spekúlativa kunst", eins og myndina „Börnin okkar fá engan fisk lengur". „Hvernig eru mónótýpiurnar gerðar?" „Ég ber liti á glerplötu, t.d. með rúllu, eftur vþi, hvaöa áferð ég vil hafa, fyrst grunnlit, svo tek ég úr honum og set aðra liti inni, nota til þess spaða og sköfur og ýmislegt fleira. Siðan er glerplöt- unni þrykkt á blaðið, sem tekur litina ef henni. Ég hef yfirleitt notazt við abstrakt myndir, á tak- mörkunum til hins hlutræna, og þá notað táknmyndir i sambandi við dýr og plöntur". „Hefurðu ekki reynt að koma myndum þinúm á framfæri ann- ars staðar, utan landamær- anna?" „Nei, ég er vist of vantrúaður á árangur af þvi, og svo er bara ragmennska, sem veldur, já, ekk- ert annað en ragmennska". „Ég geri ráð fyrir, að það hafi sitt að segja, að þú ert Islending- ur, og tslendingi er óeiginlegt að auglýsa sjálfan sig". „Mikið rétt. Þegar ég byrjaði að vinna, átti ég t.d. erfitt með að hringja til ýmissa aðila og falast eftir yerkefnum. Nú er það orðiö liður af vinnu minni að hringja til fyrirtækja og spyrja, hvort þau hafi ekki not fyrir teiknara. Heima er þetta kannski ekki eins mikið atriði, þar sem flestir þekk- ja flesta, a.m.k. að afspurn, eða gerðu til skamms tima. En hér i fjölmenninu kemst maður ekki af án þess að auglýsa sig". „Finnst þér ekki áhugi almenn- ings á myndlist litill hér, miöað við myndlistaráhuga heima, og eins miðað við almennan áhuga á tónlist?" „Jú, i raun og veru nær mynd- list tií mjög takmarkaðs fjölda fólks hér i borg. En satt að segja hled ég, að tónlistaráhugi heima sé jafnvel stórum meiri eða út- breiddari en myndlistaráhugi hér, ef út i þann samanburð er farið". „Segöu mér að lokum, hefurðu nokkurn tima hugsað um að flytj- ast heim, eða ertu setztur hér að fyrir fullt og allt?" „Að minnsta kosti um óákveð- inn tima, og ég geri alls ekki ráð fyrir að flytjast heim i náinni framtið. Kannski einhvern tima seinna". Ég þakka Guðbjarti spjallið, og flyt lesendum kveðjur hans og minar. Vin I lok þorra 1972. S.U. ¦MBHiHHHHHem Merki- legar viður- kenningar Sjónvarpsþátturinn, sem fluttur var I páskavikunni um skattabreytingarnar, hlýtur að vera mörgum fhugunarefni, og af honum má draga lærdómsrfkar ályktanir, og kemur þar til bæði það, sem sagt var, og ekki siður hitt, sem látið var ósagt. Skatt- lagabreytingarnar, sem nýlega eru um garð gengnar, eru hinar mestu sem átt hafa sér stað I einum áfanga i tvo eða þrjá ára- tugi. Engan þarf þvi að undra, þótt átök yðru allhörð og sviptingasöm á Alþingi um þetta mál og mörgum vopnum beitt i bardaganum, ekki sizt vegna þess, að slðasta áratuginn hafa smátt og smátt verið gerðar breytingar, sem sifellt færðu gjaldaþungann af hinum breiðari herðum á hinar burðaminni og létti sköttum af peningaarði og hlutafjárgróða, en nú skyldu þeir áfangar flestir að engu gerðir i einu vetfangi og sett I öndvegi ný félagshyggjustefna I skattamál- um. Það vakti þvi óskipta athygli manna, að I sjónvarpsþættinum um skattamálin viðurkenndu andmælendur breytinganna rétt- mæti þeirra i meginatriðum og eru fjögur atriði þar eftirtektar- verðust til vitnis um það: 1. Þeir Magnús. Jónsson og Gylfi Þ. Gislason viðurkenndu báöir, að afnám nefskatta væri spor i rétta átt, og þeir hefðu báðir flokkar þeirra haft það að stefnu. (Hvers vegna höfðu þeir ekki framkvæmt þessa stefnu sina?) 2. Þeir viðurkenndu einnig, að fasteignaskattar hefðu mátt hækka hér á landi, þvi að þeir hefðu hin siðari ár verið óeðlilega lágir. 3. Þeir töldu sig einnig hlynnta þvi, að reynt yrði að koma á staö- greiðslukerfi skatta, en eins og viðurkennt er, eru nýju skatta- lagsbreytingarnar fyrsta raun- hæfa sporið i átt til þess að það sé unnt. Þessi þrjú atriði eru raunar megnin punktar i stefnumörkum og stefnubreytingu hinna nýju skattalaga, svo að það er harla lærdómsríkt að sjá, aö stjórnar- andstæðingar þora ekki annað en viðurkenna þetta, þegar þeir vita, að þeir sitja frammi fyrir þjóö- inni, sem horfir og hlustar á, og þvi tjóar ekki annað en mæla á- byrg orð. 4. Fjórða atriðið í þættinum, og ef til vill hið Ihugunarverðasta, er þaö, að hvorugur þeirra Magnúsar eða Gylfa hélt á loft vopnum þeim, sem mest hafa verið notuð I blb&um þeirra, þ.é. a.s. talnadæmunum alkunnu, enda hafa þær blekkingar nú af- hjúpazt svo, að þau eru ekki sýn- andi. Og þarna frammi fyrir þjóðinni dirfðust þeir ekki heldur að gagnrýna það meginatriði skattabreytinganna að færa nokkuð ai' skattþunganum af herðum hinna efnaminnstu aftur á herðar þeirra, sem betur mega, en þetta er hinn raunverulegi fleinn i holdi ihaldsins. Magnús taldi sér það ekki heldur henta þarna, eða liklegt til almannavin- sælda, að harma það, að hið ný- fengna skattfrelsi hlutafjárarðs- ins skyldi þegar hafa veriö af- numið. Þetta var allt saman mikillar ihugunar vert eftir þann darraðardans, sem staðið hefur á þingi og I blöðum um málið, og rikisstjórnin og flokkar hennar mega vel una lyktum hinnar fyrstu stórorrustu við stjórnar- andstöðuna. Rikisstjórnin hefur haft þar góðan málefnasigur. Siónvarpsþátturinn var skýr Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.