Tíminn - 05.04.1972, Page 14

Tíminn - 05.04.1972, Page 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 5. april 1972 Ja, þá erum við nú illa farn- ur mína, sem er veik, og konuna, sem stundar hana. — Sýnisit yður, að ég eigi að vera við tilmælum hans? mælti Warner við Francis. — Þér gerið auðvitað það, sem ^ður þyldr bezt, svaraði emb- ættismaðurinn. En er þeir voru orðnir tveir einir, Studly og Warner, imælti hinn fyrmefndi: — Nú! Hvernig teljið þér sakirnar standa? — Ja, hvað á að segja? svaraði Warner. — Bezt væri, að geta náð í hréfin, sem embættisimaðurinn iminntist á! Kapteinninn hrisiti þegjandi höfuðið. — Seigi Francis satt, hefur það verið ástabréf, og þá hlýtur það að vera í vörzlum dóttur yðar. Vitum, hvort við finnum það ekki — í töskunni eða skrifborðinu hennar! Þeir fundu nú bréfið. — Líttu á! mælti iWarner. — Francis er ötull og verðum við því að hafa gott gát á öllu. Þeir lásu nú báðir bréfið í snatri. —■ Fjandinn taki það! mælti Warner. — Það er gott, að við náðum í það í tækan tíma! Það hefði verið dálaglegt, hefði það komizt í höndurnar á lögreglunni, þar sem þar segir, meðal annars, að „svarið ætli hann að fá munn- lega, og fari til Loddon-ford á sunnudaginn ■— — Við hefðum verið hengdir! svaraði Studly. — Við skulum þeg ar ónýta það! — Það er sjálfsagt, svaraði Warner. — Færi og betur, ef dótt ir yðar væri eiigi orðin hálftryllt af öllum þessum bréfaskiptum! Við verðum að fá hana, itil að þegja! — Ég hefi átt tal við hana, svaraði Studly. — Hún þegir, — mín vegna. — En þér megið eiga það víst, að í prófunum kernst hún í mótsagnir við sjálfa sig. ir. — Mér dettur xáð í hug, svar- aði iWarner, eftir nokkra þögn. — Það er örþrifaráð, en annars er enginn kostur. — Vitni hún gegn mér, þá eru mér öll sundin lojt uð. — Hún verður -—. — Warner! þér ætlið þó ekki — mælti kapteinninn laghræddur. — Nei! ímyndið þér yður, að mig langi til þess, að drepa fleiri menn? það er öðru nær! En — en — hún verður að gifitast mér. ■— Anna konan yðar! — Hjá því verður eigi komist, mælti Warner, allákveðinn. — Kona ákærða getur — að lögum — eigi borið vitni gegn eigin- manni sinum! Kapteinninn hristi höfuðið. — Vel getur verið að þér hafið rétt að mæla, en hún gerir það aldrei, — nei, aldrei! — En það verður hún þó að gera! svaraði Warner. — Það cr mér eina hjálparvonin! Þér verð- ið þegar að fara að búa í hag- inn! — Hún kýs fremur dauðann! mælti kapteinninn, og þó lágt. — Hún hugsar sig þó um tvisv- ar! Þér verðið að segja henni, að þetta sé eina ráðið, til að bjarga yður! Engum ,mun þykja það kyn l gt, þótt hún giftist vini föður síns! Og þá geta menn ímyndað sér, að þetta sé það, sem því hef- ur valdið, hve oft ég hefi komið hinigað. — En íhugið, Warner, hvað það muni vera, í hennar augum, að giftast manni, sem hún veit það um, sem hún veit uim yður. — Þér verðið að reyna, að koma fyrir hana vitinu, og segja henni, að ég giftist henni aðeins, af því að svo verði að vera, og geti hún því verið laus allra mála, er hættan sé um garð gengin. — En konan imín verður hún að vera orðin innan 24 kl. tíma. Að svo mæltu tók hann hatt- inn sinn, kvaddi og gekk leiðar sinnar. X. KAPÍTULI. Kapt. Studly var í þungu skapi, er hann reis úr rekkju morgun- inn eftir. Mæltist hann þrgar til þess, er hann var kominn inn í herbergi dóttur sinnar, að gamla konan gengi út. Settist hann síðan hjá rúmi dótt- ur sinnar, og er hann hafði talað nokkur orð um hitt og þetta, mælti hann: — Heyrðu, barnið rniitt! Það er alvarlegt mál, sem ég þarf að tala urn við þig! Hr. Wa.rner koim hingað í gær! — Æ, pabbi! Þessi voðamaður. — Ég hefði eigi minnzt á hann, hefði ég ekki mátt til! Hann kom hingað, og var lögreglu-cmbættis- maðuir með honum! — Er þetta satt? mælti Anna, og reis upp. — Vertu óhrædd! Enn er eng- in hætta á ferðum! En löigreglan hefur komizt á snoðir um .nokkuð, sem hættuleigt getur orðið. — Svo er að sjá, — sem veslings ungi maðurinn hafi haft ást á þér, og hafi skrifað þér ástabréf, og ósk- að svars á ákveðnum degi, er hann kærni. — Hvar hefurðu fengið að vita það? — Það hafa fundizt tætlur af þessu bréfi á skrifborðinu hans, og koma þeir hingað því að lík- indum einhvern daginn til að yf- irheyra þiig! — Og þá, pabbi, segi ég aðeins sa.nnleikann, verði ég spurð! Kaptrinninn beyigði sig nær rú.minu —Anna! Þú hefur gleymt því, að þú lofaðir mér, að hætta við hefndina? Ætlarðu, með fram- burði þínum, að eyðileggja hann föður þinn? — Nei, pabbi, nei! svairaði Anna. — En þú ert alls eilgi sek- ur, það get ég svarið! Æ, getum við komizt burt héðan, og það sem allra lengst, svo að enginn æti fundið okkur! — Ekki geitur það komið til neinna mála, svaraði kapteinninn. — Þá gætum við eins vel geng- ið þegar í gireipar löigrcglunni! Það er ekki nema eitt, sem mér getur bjargað, og allt hvílir í þinni he.ndi! — Segðu þá, pabbi, hvað ég á að gera. — Þú sérð þá, að öllu skiptir, að þú verðir ekki yfirheyrð. — En um flótta getur alls eigi ver- ið að ræða. — Á einn hátt get- 1076 Lárétt 1) Skreytir,- 5) Samið,- 7) Borða,- 9) Varðandi,- 11) Und,- 13) Straumkast,- 14) Fiskur.- 16) Eins,- 17) Veiði- fljót,- 19) Þjóöflokk,- Lóðrétt 1) Klerka,- 2) Númer.- 3) Islam,- 4) Sigaðr.- 6) Ljóta.- 8) Dropi,- 10) Varfærni.- 12) Gunga.- 15) Forskeyti,- 18) 11.- Ráðning á gátu no. 1075. Lárétt 1) Ölætin,- 5) Fól,- 7) Ró,- 9) Klár,- 11) Ess,- 13) Ala,- 14) Ykír.- 16) ÁK.- 17) Gunga,- 19) Vatna.- Lóðrett 1) Ósreyk,- 2) Æf.- 3) Tók.- 4) Illa,- 6) Hrakar.- 8) Ósk,- 10. Alaga,- 12) Siga.- 15) Rut,- 18) NN,- Hringiö viðvörunarbjöllunum. Það hefur veriö gerð árás á plutonium-námurnar. — Hvell-Geiri hafði þá á réttu að standa eftir allt saman. Þetta var lokatakmark þeirra. — Vi getum ekki staðið hjá að- gerðarlausir. — Við verjumst þá konungúr. Að skipun Trigons konungs er hópur æföra hákarla lát- inn út. Hr. Walker, þér vitið um ræningjana sem hér hafa farið um. — Já, en ég veit ekki nægilega mikið. Ég held að þetta sé skipulagður ræningjahópur. — Kannski alheimssamtök, sem verið hafa viö lýði svo öldum skiptir, og leggjast á fólk, sem ekki má sin mikils, og er of veikburða til þess að geta rönd við reist. — Hafið þér einhverjar sannanir um, að svo sé? — Nei, en ég vonast eftir að fá þær. — Ef þér fáið þær, þá þætti okkur vænt um að heyra frá yður, en vilduð þér ekki afsaka mig núna. Sá er skrýtinn. — Hann trúir mér ekki. i IIIIII tNHi. f Miðvikudagur 5. aprii. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Kristján Jónsson heldur áfram „Litilli sögu um litla kisu” eftir Loft Guðmundsson (11). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um heilbrigðis- mál. Bergþóra Sigurðar- dóttir læknir talar um offitu. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Draumurinn um ástina” eftir Hugrúnu. Höfundur les (12). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.35 Lög ieikin á lágfiöli. 17.00 Fréttir 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Anna Skúiadóttir og Valborg Böðvarsdóttir sjá um tim- ann. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttjr. Tilkynningar. 19.30 Dagiegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 ABC. Ásdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lif- inu. 20.00 Stundarbil. Freyr Þórarinsson kynnir hljóm- sveitina The Birds. 20.30 „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. En- durflutningur fimmta hluta. Steindór Hjörleifsson les og stjórnar flutningi á samtals- köflum sögunnar. 21.10 Gestur i úrvarpssal: Georg Zukermann leikur á fagott.a. Fantasy eftir Mal- colm Arnold. b. Sónötu eftir Stanley Weiner. 21.25 Um heimsfriðarráðið. Maria Þorsteinsdóttir flytur erindi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Bertrands Russ- ells. Sverrir Hólmarsson menntaskólakennari les úr þriðja bindi sjálfsævisögu Russells (3). 22.35 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 5. april 1972. 18.00 Teiknimyndir 18.15 Höfuðpaurinn (The Tyr- ant King) Nýr brezkur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 1. þáttur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 18.40 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 lieimur hafsins ítalskur fræðslumyndaflokkur. 11. þáttur. Hættur i sjónum Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.25 Einn gegn eyöimörkinni (Inferno) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1953. Leik- stjóri Roy Baker. Aðalhlut- verk Robert Ryan, Rhonda Fleming og William Lun- digan. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Maður nokkur er á ferð um óbyggðir ásamt konu sinni og þriðja manni. Hann lendir i þvi óláni að fótbrotna, en kona hans og samfylgdarmaðurinn ák- veða að skilja hann þar eftir bjargarlausan og njóta eigna hans i sameiningu. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.