Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 15
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Afturför í körfuknattleik? Lakasta útkoma íslenzka lands- liðsins í Polar- Cup til þessa Alf — Reykjavik. — Eru islenzkir körfuknatt- leiksmenn i afturför? Þessi spurning var býsnaáleitin eftir aö fréttir bárust frá Norðurlanda- mótinu i körfuknattleik ( Polar Cup ), sem haldið var í Stokk- hólmi, en þar hafnaði tsland I 4. sæti, en hefur hingað til náð 3. sætinu. Eftir mjög nauman sigur gegn Norðmönnum, 102:100, þótti ljóst, að hverju stefndi. Tapaði islenzka liðið siðan með miklum mun gegn Svium, 78:125, og gegn Dönum i fyrsta skipti — 74:83 — en stóð sig einna bezt gegn Fin num, sem hingað til hafa verið langbeztir Norðurlandaþjóða i körfuknattleik, og töpuðu fyrir þeim 68:89. Finnar töpuðu Norðurlandameistaratitilinum i hendur Svium, sem unnu þá 82:70 i úrslitaleik. Hin slaka frammistaða islenzka liðsins veldur von- brigðum, og er tæplega afsakan- leg vegna mjög óhagstæðrar niðurröðunarleikja I mótinu, sem þó á einhverja sök á þvi, hve illa gekk. Annað hvort er um afturför að ræða hjá islenzkum körfu- knattleiksmönnum, eða að aðrar Norðurlandaþjóðir hafa tekið framförum, nema hvort tveggja sé. Eini ljósi punkturinn er ein- staklingsframtak Kolbeins Pálssonar, en hann var kjörinn einn af fimm beztu leikmönnum mótsins. 1 Leika tvo | ] leiki á [ 1 íslandi I Stúlkurnar frá Akranesi urðu íslandsmeistarar annað árið í röð Rvíkurmótið í badminton Reykjavikurmótið i badminton fer fram i KR—húsinu fimmtu- daginn 6. april og hefst kl. 18.30. Laugardaginn 8. april lýkur mótinu með keppni i undan- úrslitum og þá fara einnig fram úrslitaleikir. Keppnin á laugar- dag hefst kl. 14. Þátttakendur i mótinu verða frá KR, TBR og Val. slitum 2. páskadag, og fóru leikir liðanna þá þannig: 1A — Fram 4:1 FH —Fram 3:2 1A — FH 4:1 Leikur 1A gegn FH var mjög tvisýnn til að byrja með — i hálf- leik var staðan 0:1 fyrir FHlsið- ari hálfleik byrjuðu lA-stúlkurnar á þvi að brenna af vitaspyrnu, en ekki létu þær það á sig fá — þvi að rétt eftir tóku þær leikinn i sinar hendur og skoruðu fjögur mörk fyrir leikslok, það siðasta á siðustu sek. með laglegum skalla. SOS. islandsmeistarar Akraness i kvennaflokki ásamt þjálfara sinum, Friðþjófi Helgasyni. ÍA-stúIkurnar urðu tslands- meistarar kvenna annað árið i röð i innanhússknattspyrnu — sigruðu þær alla mótherja sina með miklum mun. Niu kvennalið tóku þátt i mót- inu, og var liðunum skipt i þrjá riðla — 1A sigraði i A-riðli, Fram sigraði i B-riðli og FH sigraði i C- riðli. Þsssi lið mættust svo i úr- = Alf — Reykjavik. = = — Um næstu helgi mun E | islenzka landsliðið i hand- = = knattleik leika tvo landsleiki s = gegn Bandarikjamönnum, = | sem væntanlegir eru til = = landsins á föstudag. Fyrri = = leikurinn fer fram i Laugar- = S dalshöllinni á laugardag kl. = = 15. en siðari leikurinn á e ji sunnudag i iþróttahúsinu i = = Hafnarfirði og hefst hann kl. M | 20.30. | = Verður þetta fyrsti land = E sleikurinn, sem fram fer i = = hinu nýja iþróttahúsi Hafn- E = firðinga. = = Bandarikjamenn eru á E E keppnisferðalagi til Evrópu = = og munu m.a. leika gegn E = Norðmönnum. Bandarikja = menn hafa tryggt sér þátt- = = töku i handknattleikskeppni = = Olympiuleikanna, en þeir E = unnu Ameriku-riðilinn, eins = = og kunnugt er. Islandsmeistarar KR I innanhússknattspyrnu ásamt þjálfara sinum, Erni Steinsen. Fyrir miðju er Haiidór ' ___ Björnsson með islandsbikarinn. (Timamynd Róbcrt). Halldór B. potturinn og pannan í leik KR - er það varð íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu KR-ingar urðu íslandsmeistar- ar karla i innanhússknattspyrnu- mótinu, sem háð var um páskana. Kr, Armann, Þróttur og ÍBK sigr- uðu i sinum riðlum og unnu sér rétt til að leika i úrslitum, sem leikin voru á 2. páskadag. Úrslit leikjanna 2. páskadag urðu sem hér segir: KR-ÍBK Armann-Þróttur Þróttur-IBK KR-Ármann ÍBK-Ármann KR-Þróttur 8:2 6:6 6:6 8:4 8:3 8:5 (4:2) (4:3) (4:4) (6:0) (3:2) (2:2) Kr-ingar áttu ekki i miklum vandræðum með ÍBK-liðið, þvi tókst ekki að skora mark hjá sterkri KR-vörn i siðari hálfleik. Ármanns-liðið var óheppið að sigra ekki Þrótt i leik liðanna — Þróttarar jöfnuðu 6:6 rétt fyrir leikslok. Miklar sveiflur voru i leik Þróttar — IBK. Þegar 3. min. voru til leiksloka, var staðan 6:4 fvrir IBK, en þá náðu Þróttarar mjög góðum leik og jöfnuðu 6:6 fyrir leikslok. Helgi Þorvaldsson átti þá mjög góðan leik i vörn Þróttar. KR-ingar gerðu út um leikinn gegn Armanni i fyrri hálfleik — þá skoruðu þeir sex mörk gegn engu hjá Armanni. 1 siðari hálfleik náðu svo hinir ungu Armenningar að veita þeim keppni — lauk leiknum með sigri KR-inga 8:4. Ármenningar byrjuðu vel gegn IBK — náðu þeir forustu 2:0 strax á fyrstu min. — en þá var eins og dofnaði yfir liðinu, og er það skiljanlegt þvi að liðið skortir FIMM ARA BIÐ ARMENNINGA UTI I KULDANUM L0KS A ENDA keppnisreynslu — i þessu móti léku 5 nýliðar með Armann- sliðinu. ÍBK skoraði 8 mörk gegn 1 það sem eftir var af leiknum. 1 siðasta leik úrslitanna sigraði KR Þrótt, 8:5. Staðan i hálfleik var 2:2 en i siðari hafleik komust KR-ingar i 5:3 — Þróttarar jafna svo 5:5, en á sfðustu min. leiksins na KR-ingar frábærum leik og skora þrjú mörk gegn engu. Beztu menn hjá KR voru Halldór Björnsson, sem stjórnaði liðinu af miklu öruggi i mótinu — byggöi hann upp hverja sóknina á fætur annarri, af miklu öryggi, einnig átti Gunnar Guðmundsson góða leiki i keppninni — var hann aðal markaskorari liðsins, skoraði t.d. fjögur mörk gegn Þrótti. Liðið sem ein heild lék mjög skemmtilega knattspyrnu. Að lokum má nefna það til gamans, að þjálfari Þróttar, Guðbjörn Jónsson, hefur undan- farin fjögur ár þjálfað öll liðin, sem komust i úrslitin. SOS. Eftir fimm ára setu i 2. deild i handknattleik, tókst Ármen- ningum loks á skirdag að vinna sæti i 1. deild á nýjan leik. Sigur þeirra i þriðja úrslitaleiknum gegn Gróttu var stór, en leiknum, sem fór fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði, lauk 22:13. Greini- legt er, að Ármann er það lið 2. deildar, sem helzt á erindi i 1. deild. Armenningar tóku strax i byrjun leikinn i sinar hendur, og varstaðanihálfleik 11:15 11:5 fyrir þá. Ekki tókst leikmönnum Gróttu að ógna sigri Armanns — um miðjan siðari hálfleik náðu Ármenningar að komast ellefu mörkum yfir þá, 17:8, en eins og fyrr segir endaði leikurinn 22:13 fyrir Armann. Armanns-liðið leikur létt og skemmtilega, i liðinu eru ungir menn, sem eiga framtiðina fyrir sér og geta náð langt, ef vilji, góð þjálfun og hinn rétti félagsandi ræður rikjum innan liðsins. 1 lið- inu eru góðir handknattleiksmenn — annars er það sterka hlið Ármanns-liðsins, hve jafnt það er. Þjálfari liðsins er Gunnar Kjartansson. Hann byrjaði að þjálfa Armann i vetur, og er ekki annað hægt að segja, en að hann hafi náð góðum árangri sitt fyrsta keppnistimabil með liðið. Mörk Armanns i leiknum skoruðu: Hörður 7, Ragnar og Vilberg 4 hvor, Kjartan 3, Björn 2, Olfert og Þoresteinn eitt hvor. Leikmenn Gróttu töpuðu að þessu sinni fyrir betra liði, en engin ástæða er til örvæntingar fyrir Gróttu — liðsmennirninr ungir og efnilegir. Markhæstur hjá liðinu var Þór Ottesen með fjögur mörk, aðrir leikmenn skoruðu minna. SOS. Magnús E. Baldvlnsson 1 augavegl 12 - Slml 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.