Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 5. apríl 1972 Arni Óðinsson og Haukur Jóhannsson FÓRU DAGLEGA 40 KÍLÓMETRA Á SKÍÐUM í BANDARÍKJUNUM Rætt við Hauk Jóhannson og Árna * * Oðinsson frá Akureyri, íslands meistarana í alpagreinunum Haukur Jóhannsson og Arni Óðinsson, báðir frá Akureyri, höfðu þó nokkra yfirburði fram yfir aðra keppendur i alpagreinunum á Landsnóti - nu á tsafirði. Haukur sigraði i sviginu, varð annar í stór- sviginu og sigraði alpatvi- keppnina. Árni sigraði hins vegar stórsvigið og varð annar i stórsviginu. Það er næstum óþarft að kynna Árna fyrir skiðaunn- endum, en hann varð tslands- meistari i stórsvigi árið 1969, en þá keppti hann í fyrsta skipti i karlaflokki, Stór- svigið vann hann einnig i fyrra. bá sigraði Árni i sviginu 1970 og 1971. Haukur keppti hins vegar i fyrsta skipti i karlaflokki á Landsmótinu i fyrra, og varð hann þá þriðji i stórsvigi og svigi, og núna ári seinna varð hann tslandsmeistari i fyrsta sinn. Arni og Haukur sögðu okkur, er við ræddum við þá, að þeir hefðu verið við æfingar frá þvi i byrjun desember i Sun Valley i Bandarikjunum. Þangað komust þeir á vegum Magnúsar Guðmundssonar, hins landskunna skiðamanns. Þeir Haukur og Arni sögðust sérstaklega vilja þakka Magnúsi fyrir alla þá aðstoð, sem hann hefði veitt þeim. Til tslands komu þeir i byrjun marz, og höfðu þeir þá verið þar i rúma þrjá mánuði. Þessi timi, sem við vorum þarna úti, sögðu þeir, hjálpaði okkur geysilega. Við vorum alla daga á skiðum frá 9—5, og gátum við rennt okkur upp i 4 kilómetra I einu. Ef við reiknum með að hafa farið 10 ferðir á dag, höfum við farið allt upp i 40 km á skiðum á degi hverjum. — Er ekki mikill munur að geta æft erlendis? — Jú, munurinn er geysi- legur, og allan þann tima„ sem við dvöldumst i Bandarikjun- um, fórum við aldrei i braut, heldur stunduðum við það, sem Bandarikjamenn kalla „free-skiing", það er að segja við fórum i frjálsu allan daginn. Þetta er miklu raun- hæfari leið til þess að breyta sjálfum sér. En þvi miður er enginaðstaða til ,,free-skiing" hér á landi. — Hafið þið ráðgert að reyna að æfa eitthvað i sumar? — t sumar verður vinnan fyrst og fremst að sitja fyrir. Við ráðgerum samt að hlaupa, og ef við getum, þá skreppum við i Kerlingarfjöll. Akureyringar „stálu senunni" á landsmóti — hlutu 10 gullverðlaun af 13, sem þeir kepptu um „Heimavöllurinn" reyndist Isfirðingum ekki vel að þessu sinni Þó—isafirði. Skiðalandsmóti islands lauk á isafirði i fyrradag. Mótinu lauk með þvi, að keppt var i :!0 km göngu, sem varð að fresta á páskadag vegna veðurs. Veður- guðirnir voru keppendum og mótsstjórn erfirðir að þessu sinni sem oft áður á landsmótum. Keppendur voru að þessu sinní 78, og voru þeir færri en oftast áð- ur. Enda er það svo, að núorðið mæta yfirleitt ekki aðrir til keppni en þeir, sem einhverja möguleika hafa á sigri. Eins og oft áður voru Akureyr- ingar sterkir i öllum greinum, sem þeir kepptu i, og að þessu sinni hlutu þeir 10 gullverðlaun. Þessi 10 gull koma úr þeim 13 greinum, sem Akureyringar tóku þátt i og verður þetta að teljast frábær árangur. Það vakti at- hygli, að tsfirðingar skyldu ekki vera sterkari á heimavelli. Aldrei þessu vant hlutu þeir ekkert gull, en i sárabót kræktu þeir sér i nokkur silfur. Einhver lægð virð- ist nú vera meðal isfirzkra skiða- manna, en hún ætti ekki að vara lengi, þar sem þeir eru búnir að koma sér upp frábærri aðstöðu. Nú siðast komu þeir sér upp skiðalyftu, sem nær upp á fjalls- brún á Seljalandsdal. Fullvist má telja, að tslending- ar hafi aldrei átt jafnsterkari skiðamenn en um þessar mundir. 1 alpagreinunum virðast framfar- irnar hafa orðið mjög miklar, og má þakka þaðhinni bættu aðstöðu við æfingar, sem orðið hafa sið- ustu árin. 1 alpagreinunum voru fjórir menn i sérflokki, en það voru Akureyringarnir Árni Óðinsson og Haukur Jóhannsson, Reykvikingurinn Tómas Jónsson og tsfirðingurinn Hafsteinn Sigurðsson. Þess má geta, að þeir þrir fyrst nefndu voru allir við æfingar erlendis i vetur. Þátttak- Arni óðinsson, Akureyri, á fullri ferð í brautinni. endur i kvennaflokki voru kannski helzt til fáir. En kven- fólkinu hefur farið mikið fram siðustu árin, sérstaklega hvað þær eru orðnar jafnari, og þar af leiðandi verður keppnin skemm- tilegri. Það er leiðiniegt að þurfa að segja frá þvi, hve mikil lægð er i norrænu greinunum á Islandi um þessar mundir. Það eru sömu mennirnir, sem bera þetta uppi ár eftir ár. Þó var það svo á þessu móti, að þrir ungir piltar vöktu eftirtekt i göngunni. Það voru Reynir Sveinsson, Fljóta- maður, Halldór Matthiasson, Akureyri, sem reyndar var þegar orðinn þekktur göngumaður, og Davið Höskuldsson, fsafirði. Allir þpssir menn eiga þess eflaust kost að ná langt i göngunni, ef þeir fá tækifæri og aðstöðu til að æfa af fulium krafti. Hér er stórt verkefni fyrir Skiðasambandið, og það verður að sjá til þess, að norrænu greinarnar skipi þann sess, sem þeim ber. Enda eru þær að mörgu leyti skemmtilegri iþrótt fyrir áhorfendur, en alpagreinarnar, þó svo að þær séu einnig skemm- tilegar. úrslit á Skiðamóti isiands 1972. Orslit i stökki. 1. BjörnÞór Olafss. O 212.6st 2. Steingr. Garðarss.S 212 st 3.Sig. Þorkelss.S 199.6 st 17-19 ára l.Sigurg.Erl.ss.S 213.3st 2. Hörður Geirss.S 209,3 st 3. Baldv. Stefánss. A 206.0st Úrslit i stórsvigi karla: 1. Árni Oðinsson A 79.80 73.51 153.31 2. Haukur Jóhannsson A 79.27 74.36 153.63 3. Tómas Jónsson R 80.26 75.50 155.76 Orslit i svigi karla: 1. Haukur Jóhannsson A 62.17 57.88 120.05 2. Hafsteinn Sigurðsson I 63.67 58.35 122.02 3. Árni Óðinsson A 63.14 59.10 .122.24 Úrslit i Alpatvikeppni karla: 1. Haukur Jóhannsson A 1.40 0.00 1.40 2. Arni Óðinsson A 0.00 9.59 9.59 Reynir Sveinsson Æfði einsamall í snjóleysinu Ungur Fljótamaður, Reynir Sveinsson, vakti óskipta athygli manna á íandsmótinu á ísafirði. Reynir keppti í 10 km göngu 17-19 ára, þar sigraði hann með yfir- burðum, var tæpum 5 minútum á undan næsta manni. Þá keppti Reynir i blandaðri sveit i 3x10 km göngu. Þessi sveit samanstóð af einum Fljótamanni, sem var Reynir, ólafsfirðingnum Birni Þór ólafsfirði og Norðmanninum Vidar Toreid. Þessi sveit náði þriðja sæti i göngunni, og náði Reynir langbezta timanum og sló þar með alla sterkustu mennina i karlaflokkinum út. öllum ber saman um að Reynir sé eitthvert mesta göngumannsefni, sem lengi hefur komið fram hér á landi. Við náðum tali af Reyni eftir að hann hafði sigrað 10 km gönguna. Reynir sagði okkur, að hann hefði þvi miður litið getað æft i vetur, vegna snjóleysis i Fljótun- um, sem er mjög óvanalegt. En Reynir lét snjóleysið ekki á sig fá og hljóp þeim mun meira. Það sem háði Reyni mest var, að í all- an vetur æfði hann einsamall og þjálfaralaus. Tók hann aðeins þátt i einu móti, viku fyrir páska. Hvenær byrjaðir þú að keppa á landsmótum? — Ég hef verið á þrem s.l. Unglingalandsmótum, en þetta er i fyrsta skipti, sem ég keppi á Landsmóti. — Það hefur oft verið talað um, að norrænu greinunum.göngu og stökki, væri lítill sómi sýndur hér á landi. Hvað viltu segja um það, og hvað telur þú að bezt væri til úrbóta? — Það er satt, að norrænu greinunum er alltof litill sómi sýndur. Við þurfum að fá góðan erlendan þjálfara og senda menn á þjálfaranámskeið. Þá þarf enn- fremur að kenna göngu og stökk i skólum landsins. Siðast er ekki sizt þurfum við að koma á keppnum i norrænum greinum við einhverja þjóð, sem stendur okkur jafnfætis. Að lokum sagði Reynir okkur, að hann hefði áhuga á að komast út til Noregs til að þjálfa, og hann væri ákveðinn að halda áfram svo lengi, sem hann gæti. Þess má geta, að Reynir er ný- lega orðinn 17 ára, og sagði hann, að sér hefði aldrei komið til hugar að hann myndi sigra á þessu móti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.