Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 17
Kristján R. Guðmundsson i 30 km. göngunni. Timamynd G.B.K. 3. Tómas Jónsson R 10.59 20.93 31.52 Úrslit i stórsvigi kvenna: 1. Margrét Þorvaldsdóttir A 89.52 85.69 175.21 2. Elísabet Þorgeirsdóttir 1 94.80 85.02 179.82 3. Áslaug Sigurðardóttir R 92.76 88.69 181.45 Úrslit i svigi kvenna: 1. Svandis Hauksdóttir A 56.50 59.73 116.23 2. Áslaug Sigurðardóttir R 57.58 58.77 116.35 3. Elisabet Þorgeirsdóttir I 59.82 59.62 119.44 Úrslit i Alpatvikeppni kvenna: 1. Áslaug Sigurðardóttir R 22.84 0.54 23.38 2. Elisabet Þorgeirsdóttir I 17.13 13.88 31.01 3. Margrét Þorvaldsdóttir A 0.00 48.20 48.20 Úrslit i sveitasvigi: 1. Sveit Akureyrar. Jónas Sigurbjörnsson 52.84 56.83 109.67 Haukur Jóhannsson 53.02 54.36 107.38 Viðar Garðarsson 57.50 60.13 117.63 Árni Óðinsson 54.65 56.63 111.28 Samtals 445.96 2. Sveit tsafjarðar. Samúel Gústafsson 52.79 54.87 107.66 Einar Hreinsson 116.35 61.78 178.13 Guðmundur Jóhannesson 55.51 57.30 112.81 Hafsteinn Sigurðsson 53.57 56.38 109.95 Samtals 508.55 Úrslit i Norrænni tvikeppni: 20 ára ög eldri: göngust. Stökkst. 1. Björnþór Ólafsson Ó 240.00+215.5 = 455.50 st. 2. Steingrimur Garðarsson S 211.54 + 212.0 = 423.54 st. 17-19 ára: 1. Baldvin Stefánsson A 240.00 + 210.4 = 450.40 st. 2. Sigurgeir Erlendsson S 208.78+214.0 = 422.78 st. Úrslit i 3x10 km boðgöngu. 1. Sveit Akureyrar: Kristján Viih.ss. 47.48 Frimann Ásmundss. 41.43 Halldór Matthiass 41.23 Samt. 130.54 2. A Sveit tsfirðinga: Sig.Gunnarss 44.38 Davið Höskuldss. 44.43 Kristján R. Guðm.ss. 41.58 Samt. 131.19 Úrslit i 15 km göngu karla: 1. (13) Halldór Matthiasson A 58.09 2. (12) Kristján R. Guðm.ss. I 58.46 3. ((11) Frimann Asmundsson A 59.10 Úrslit i 10 km göngu 17-19 ára: 1. (1) Reynir Sveinss. F 39.57 2. (7) Kristján Vilh.ss. A 44.27 3. (6) Baldv. Stefánss. A 44.50 Úrslit i 30 km göngu: (10) 1. Halld. Matth.ss. A 1.42,31 (11) 2. Kr. R. Guðm.ss. I 1.45,40 (12) 3. Frim. Ásm.ss. A 1.49.32 FIRMA- KEPPNI Þar sem stjórn H.S.t. hefur ák- veðið að kanna áhuga fyrir fir- makeppni ihandknattleik, er þess óskað.að þeir sem vildu taka þátt i keppninni,tilkynni það i pósthólf 215 fyrir 12. April n.k. 1 tilkynningunni þurfa að koma fram nöfn þeirra aðila.sem snúa sér má til hjá viðkomandi fyrir- tæki vegna væntanlegrar keppni. Sigursveit Akureyringa að loknu sveitasviginu. Frá vinstri er Viðar Garðarsson, Arni óðinsson, Haukur Jó- hannsson og Jónas Sigurbjörnsson. TlmamyndirÞó Meira gert fyr- ir karlmennina en kvenfólkið - segja íslandsm í alpagreinum kvenna Skiðakonurnar frá Akureyri stóðu sig vel að vanda á Skiða- landsmótinu. Þær sigruðu bæði i svigi, og stórsvigi, en aftur á móti sigraði Aslaug Sigurðardóttir, Reykjavík, i alpatvikeppni kvenna. Skiðakonurnar ungu frá Akur- eyri, sem sigruðu i stórsviginu og i sviginu, heita Svandis Hauks- dóttir og Margrét Þorvaldsdóttir. Margrét sigraði í stórsviginu með töluverðum mun. Eftir fyrri ferð- ina þar hafði Svandis reyndar betri tima, en i seinni ferðinni hlekktist henni illa á og varð hún að láta sér nægja 5. sætið. Svandis sigraði svigið eftir geysiharða baráttu við Aslaugu Sigurðar- dóttur, Reykjavik. Reyndar hafði verið tilkynnt að Aslaug væri sig- urvegarinn, en þegar farið var að bera timana betur saman kom i ljós, að Svandis var sigurvegar- inn, hafði sigrað með 1/100 úr sekúndu. Svandis varð einnig fyrir óhappi i sviginu eins og stórsvig- inu, en hún missti stafinn i fyrri ferðinni. Hún lét það ekkert á sig fá og komst klakklaust i gegn. Við ræddum stutta stund við þær Svandisi og Margréti, en þær eru báðar i skóla á Akureyri. Margrét iGagngræðaskólanumog Svandis i Menntaskólanum. Þær sögðu okkur, að þær hefðu æft eins vel og þær hefðu getað i vetur, en snjórinn hefði verið helzt tii litill. — Hvenær byrjuðuð þið að keppa? — Arið 1968, segir Svandis — Og þótt maður ætli sér að taka Menntaskólanámið fram yfir skiðin, þá eiga skiðin hug manns allan, þó svo að maður ætli sér það ekki. Margrét sagðist vera alveg sammála Svandisi og bætti við, að þær myndu æfa i sumar ef þær gætu. En annars veitti þeim ekki af að vinna, þar sem þær væru i skóla, og svo væri skiðaiþróttin dýr iþrótt, þegar út i keppni væri komið. — Hafið þið eitthvað verið er- iendis við skiðaiðkanir? — Já, segir Svandis. — Ég hef verið i Bandarikjunum, Noregi og Sviþjóð, en i þessum löndum hef ég keppt. Það er alveg gifurlegur munur á aðstöðu i þessum lönd- um og hér heima. — Hvað finnst ykkur helzt vanta i kvennakeppnina? — Fyrst og fremst vantar kven- fólk. Við erum alltof fáar þannig að oft á tiðum er um litla keppni að ræða. Ástæðan íyrir þvi, hve fáar við erum i kvennaflokkun- um, er kannski sú, hve litið er gert fyrir okkur miðað við karla. Svandis Hauksdóttir Margrét Þorvaldsdóttir Skíðapallurinn horfinn að morgni Björn Þór ólafsson frá ólafs- firði sigraði i stökki og norrænni tvikeppni 3ja árið i röð. Það er óhætt að fullyrða, að þetta sé vel af sér vikið hjá Birni, þar sem hann stendur nú á þritugu, og var með eldri keppendum á mótinu. Hefur þú æft mikið i vetur, Björn Þór? — Ég hef ekkert getað æft, t.d. hef ég aðeins getað farið á stökkskiði um eina helgi. Tiðar- farið hefur verið þannig, að þótt ég hafi byggt mér stökkpall einn daginn, þá hefur hann verið horf- inn að morgni þess næsta, þegar við höfum ætlað að fara aö stökk- va. — Þið ólafsfirðingar hafið lagt mikla áherzlu á norrænu grein- arnar, er ekki erfitt að stunda þær? — Jú, það er óhætt að fullyrða það. Aðstöðuleysið veldur þar mestu, og nú orðið má segja, að stökkið sé svo til eingöngu stund- að af Ólafsfirðingum. En við eig- um núna mikið af efnilegum unglingum I norrænu greinunum á Ólafsfirði. Og til þess að bæta upp aðstöðuleysið, höfum við tekið upp það ráð að senda okkar menn út til Noregs til æfinga. Þetta hefur gefið góða raun, og höfum við hugsað okkur að halda þvi áfram. — Hvað ert þú búinn að keppa lengi á landsmótum, Björn Þór? — Eg er búinn aö keppa frá 1957, en það ár varð ég unglinga- meistari i stökki. Svo sleppti allri keppni frá 1958 til 1962, en siðan hef ég verið með, og ég er ákveð- inn i að halda áfram eins lengi og ég get, og með því að halda áfram er helzt hægt að drifa unglingana út i þetta. Björn Þór ólafsson hlaðinn verð- launagripum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.