Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.04.1972, Blaðsíða 20
Innrásarher N-Vietnama sækir mjög fram og nálgast nú Hue Miðvikudagur 5. april 1972 NTB—Saígon Fótgönguliða- og skriðdrekasveitir Norð- ur-Víetnama brutust í gær gegnum varnarlinu S-Vietnama og náðu á sitt vald mikilvægri stórskotaliðsstöð. Sókn N-Vietnama er nú hörð, og nálgast þeir keisara- borgina Hue. Stjórn S- Vietnam hefur beðið SÞ og allar friðelskandi þjóðir um hjálp til að brjóta á bak aftur sókn N-Vietnama sunnan hlutlausa beltisins. ins. N-Víetnamar notuðu sérstaka láös- og lagar-skriödreka til aö fara & yfir ána Cua Viet, sem er um 8 km sunnan við borgina Dong Ha, og skömmu siðar tókst fót- gönguliðum að ná á sitt vald stór- skotaliðsstöðinni Anne. Er þá stór hluti varnarliðs S-Vietnama umkringdur. Aðalstöðvum þeirra við Quang Tri er ógnað úr norðri og austri af skriðdrekasveitunum, sem fóru yfir ána, úr vestri af öðrum hluta innrásarliðsins og úr suðri af fótgönguliðunum, sem náðu Anne. Bandarlskir flugmenn, sem komu úr sprengjuflugi I gær, sögðusthafa séð MIG-orrustuþot- ur yfir vestur-hluta hlutlausa beltisins og að N-Vietnamar skytu loftvarnareldflaugum, eins og þeir ættu óþrjótandi birgðir. Bandariskar sprengjuflugvélar Sallustro enn á lífi? NTB-Buenos Aires. Nú er komiö á þriðju viku siðan Italska Fiatforstjóranum Sallu- stro var rænt I Argentínu. Lög- reglan I Buenos Aires tilkynnti I gær, að hiín hefði handtekið ung hjón, sem hefðu lánað heimili sitt til að geyma Sallustro á. Lögreglan segist einnig hafa handtekið 5 af þeim 10 mönnum, sem rændu Sallustro, og hafa síð- an hótað að taka hann af Hfi, ef rlkisstjórnin og Fíat-verksmiðj- urnar komi ekki til móts viö kröf- ur þeirra um lausnargjald. Tveir hinna handteknu segjast ekki vita annað en Sallustro sé enn á lífi. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri: Sveinbjbrn Sigurðsson og Hólmgrímur Heiðreksson. 6. leikur Reykjavikur e4-e5 héldu frá stöðvum I S-Vietnam og frá flugmóðurskipum á Tonkin- flóa og geröu mörg hundruð árás- ir á stöðvar N-VIetnama. Útvarp- ið I Hanoi tilkynnti, að þetta væri frekleg ógnun og bætti þvi við, að N-Víetnamar berðust þar til sigur ynnist. Fjórtánda stöðin Anne er 14. stórskotaliðsstöðin, sem S-Vietnamar hafa misst sið- an á sklrdag, og segja heimildir hersins, að missir hennar sé bein ógnun við öryggi Hue, sem var I höndum kommunista i Tet-sókn- inni miklu árið 1968. Hue er þriðja stærsta borg i S-Vietnam, og þar búa um 200 þúsund manns. Á sléttunum nálægt borginni Quand Tri var aðeins um minni háttar bardaga að ræða i gær, þvi kommúnistar eru greinilega aö raða upp liði sinu á ný eftir sprengjuárásir Bandarikja- manna. Fótgönguliðar S-Viet- nama geröu gagnárás vestan við Dang Ha og tilkynntu, að þeir hefðu fellt 95 N-Vietnama og tekið 15 fanga. I tilkynningu norðan frá, segir að sveitir kommúnista hafi veitt stefnu Bandarikjamanna I Viet- nam reiðarslag, er þeir hafi gert óvirka 7.700 menn. Innrás A þingi S-Vietnam var i gær samþykkt yfirlýsing, þar sem sagði,að n-vietnamskar hersveitir heföu farið yfir hlutlausa svæðið og gert innráðs I S-Vietnam. Fréttastofan Nýja Kina fordæmdi viðbúnað Bandarikjamanna til gagnárása og lét í ljós ánægju með sókn N-VIetnama i Quang Tri-héraðinu. Otvarp þjóðfrelsishreyfingar- innar hvatti s-vletnamska her- menn til að gerast liðhlaupar og taka þátt I frelsun S-Vietnam. Sagt var, að þúsundir stjórnar- hermanna hefðu þegar gert upp- reisn, og skyldu fleiri herdeildir gera slikt hið sama. Landamærin milli Austur- og Vestur-Berllnar voru opnuð klukkan sex á miðvikudagsmorg- uninn I fyrsta skipti I sex ár. Flykktust þá V-Berlinarbúar yfir um til að heimsækja ættingja sina, eftir þennan langa aðskiln- að. Mikil fagnaðarlæti voru við hliðin og mörg gleðitár féllu. Kúbumenn i Kanada um- kringdir sprengjum NTB—Montreal. Einn starfsmaður lét lffið, er tvær öflugar sprengjur sprungu I skrifstofu kúbönsku verzlunarnefndarinnar f Mon- treal i gærmorgun. Aðsetur nefndarinnar er i 12 hæða byggingu, sem skemmdist mikið við sprengingarnar. Ekki var búið að bera kennsl á likið I gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar slösuðust ekki fleiri, en blaða- menn, sem tókst að komast að staðnum, voru margir fluttir á nærliggjandi sjúkrahús, en það er þó óstaðfest. t fyrri viku fann lögreglan I Ottawa sprengju við heimili kúbanska sendiher_rans, og í fyrradag fannst önnur nokkra metra frá sendiráðinu. Melina fær ekki að fylgja föður sinum til grafar. NTB—Aþenu Griska leikkonan Melina Mercouri fær ekki að koma heim til Grikklands til að fylgja föður sfnum til grafar, að þvi er móðir hennar skýrði frá I gær. Móöirin kvaðst hafa snúið sér til griskra yfirvalda og sótt um leyfi til að Melina og Spyros bróðir hennar mættu fylgja líki föður sins til Grikklands. Faðirinn, Stamatis Mer- couris, lézt I London fyrir tæpum fimm árum, og hafa jarðneskar leifar hans siðan verið I sjúkrahúsi I London. Nú vill fjölskyldan, að hann verði jarðsettur heima. Frú Mercouri segir allt benda til þess, að engin vand- kvæði verði á þvi að fá lík manns sins flutt heim, þótt börn hennar fái ekki að koma. IRA verður ekki enn við bænum kvenna NTB—Belfast Kaþólskarkonur á N-trlandi hafa myndað með sér samtök, sem þær kalla „Sameinaðar konur". Ætlun þeirra er aö reyna að beita áhrifum sinum til að koma á vopnahléi. Þær sendu IRA bænaskjal f gær þess efnis, að hætt yrði að sk- jóta á saklaust fólk og sprengja byggingar I loft upp. ÍRA svaraði með ákafri skot- hríð á brezka hermenn. Enginn meiddist þó i skot- hrlðinni, sem talsmenn hers- ins segja einungis hafa verið gerðar til að minna fólk á, að orð IRA eru enn lög i kaþólsku hverfunum i Belfast. Kvennasamtökin reyndu á mánudag að halda fund I skólahúsi i Belfast, en hann leystist upp vegna óláta ann- arra kvenna úti fyrir. Frú Monika Patterson, sem er aðalskörungurinn i kvenna- samtökunum, sagði i gær, að konur viða á N-Irlandi hefðu snúið sér til hennar með lof- orði um stuðnihg við samtök- in. Segist hún hafa stuðning flestra kvenna I Andersons- town i Belfast, þrátt fyrir and- ófið gegn fundinum. Sagði hún, að það stuðnings- fólk IRA, sem hleypt hefði upp fundinum, hefði aðeins gert sjálfu sér bjarnargreiða méð þvi, og hún þykist sannfærð um, að IRA muni bráðlega leggja niður hryðjuverk sin á almannafæri. Enn tefjast verðlaunin NTB—Stokkhólmi Fastaritara sænsku aka- demlunnar, Ragnari Gierow, var i gær neitað um vega- bréfsáritun til Sovétrfkjanna, þar sem hann ætlaði að af- henda Solsjenitsyn Nóbels- verðlaunin. Ekki var gefin upp nein ástæða fyrir neituninni, en Sovétmenn segja, að það megi ræða málið síðar. Neitunin kom óvænt eftir að tvö bandarisk blöð höfðu birt langt viðtal við skáldið. bar sagði hann m.a., að ef Gierow yrði neitað um vegabréfsárit- un, yrði Nóbelsorðan senni- lega að geymast i Stokkhólmi I ein 10 til 20 ár I viðbót. Tökin hert á sovézkum Gyðingum NTB—Tel Aviv Innflytjendur, sem nýlega komu til israel frá Sovétrikj- uiiuiii, skýrðu frá þvf I gær, að yfirvöld I Sovétrlkjunum hefðu nú gripið til nýrra ráð- stafana gegn sovézkum Gyð- ingum, sem sækja um leyfi til að flytjast til tsrael. Tekin eru af þeim ökuskir- teini og þeim visað úr háskól- um, um leið og þeir hafa sótt um leyfið. Israelska útvarpið tilkynnti, að tveir sólódansarar við Kirov-ballettinn i Leningrad, hefðu verið reknir úr starfi fyrir að sækja um útflutnings- leyfi. Hinir dansararnir hefðu neitaö að dansa með þeim og þá hefði stjórn ballettsins sagt, að þau yrðu að fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.