Tíminn - 07.04.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 07.04.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Föstudagur 7. april 1972. Skíðatíminn legndur i viðtali við Eystein Jón- sson, sem birtist hér i blaðinu i gær, ræðir hann um hinn nýja veg til Bláfjalla, þar sem Reykvikingar nutu veðurblið- unnar á skfðum þúsundum saman um páskana. Eysteinn sagði, að með tilkomu vegar- ins suður i Bláfjallaendann hefði orðið hrein bylting, hvað snertir útivist íbúa Reykja- víkur og nágrennis. Er það vafalaust ekki ofsagt og munu þær þúsundir manna sem voru i Bláfjöllum um hænadatía og paska boriö vitni um það. Á undanförnum árum hefur snjóleysi við gömlu skiða- slóðir Reykvikinga mjög hamiaðþvi, að menligætunotið þeirrar hollu og skemmtilegu iþróttar scm skiöaiþróttin cr. Ilöfuðatriðið i sambandi við þá „byltingu”, sem orðið hefur með opnun vegarins suður til Bláfjalla, cr það, að i Bláfjöllum er oftast nær skiðasnjór allan vcturinn allt fram i mai og júní. Eystcinn Jónsson sagði, að „við, sem höfum fylg/.t með þessu svæði i nokkra áratugi, vitum að þar cr engum öðrum stað likt um snjósæld". Skiðaráð íteykjavíkur sam- þykkti fyrir nokkru að gera þetta svæði I Bláfjöllum að skiðamiðstöð fyrir Rcykvlk- inga og nágranna. En Eysteinn lagði á það áher/lu aö gömlu sklðastaöirnir væru jafn mikilsverðir fyrir þvi. Hér væri oröinn svo mikill mannfjöldi, að það þyrfti fleiri en einn sklöastað fyrir þétt- býlið hér Suövcstanlands. Hins vegar taldi liann vafa- laust, að I Bláfjöllum yrði aðal skiöamiðstööin. Byggjum upp Nú þarf að vinda bráðan bug að þvi að byggja upp i Blá- fjöllum sem fullkomnasta aðstöðu til skiöaiökana og koma upp þeim mannvirkjum, sem fjölsóttir skiðastaðir krefjast. Þar þurfa sem flcstir að leggja hönd á plóginn i og hindast samtökum uni að lirinda málinu sem fyrst i framkvæm d. Eins og fyrr sagði geta menn bundið vonir við skiða- iðkaniri Bláfjöllum allt fram i júnimánuð. En veitinga- rekstur og aðra almenna aðstöðu fyrir ferðafólk, sem komiðyrði upp fyrst og fremst vegna skiöafólksins mætti nýta að verulegu leyti allt árið. Bláfjöllin liafa þann kost að dómi Eysteins Jónssonar, sem er allra manna kunnug- astur gönguieiöum i nágrenni Revkjavikur, að þar er ekki siður ánægjulegt að vera á sumrin, Með tilkomu vegarins til Bláfjalla opnast miklir möguleikar til að hafa þessar slóðir fyrir göngusvæði á sumrin. Er vafalaust að þeir, sem ferðalög skipuleggja og einstaklingar, munu uotfæra sér þá nýju möguleika, sem BI áfja 11 aveguriun hefur skapaö. Það er aðeins 24 km akstur til Bláfjalla og svæðið býður upp a mikla fjölbreytni. En þessi vegur til Bláfjalla hefur ekki fengi/t baráttu- laust. Þeir, sem nutu útivistarinnar i Bláfjöllum um páskana hljóta að vera þeim mönnum scm fyrir þessum vegi börðust þakklálir. Samgönguráðherra Hannihal Valdimarsson og fjármálar- áðherra Halldór E. Sigurðsson eiga einnig þakkir skilið fvrir skilning á málinu. —TK £ Biðsalur dauðans ■ if isif, iffl! m nf,, i m r 111 Hér kemur bréf frá Halli Jónassyni, og fjallar hann þar um mál, sem áður hefur verið rætt hér i þáttunum, meöal annars I bréfi frá óskari Sigtryggssyni á Reykjarhóli i S-Þing. Bréf Halls fer hér á eftir: „Elliheimili eru stundum kölluð biðsalur dauðans. Orsökin er liklega sú, að þeim sem verða að leita skjóls hjá þessum hælum, finnst að eðlilegum lifsháttum slnum sé lokið og aðeins fram- undan ömurleg innilokun. Mér hefur skilizt, að það sem helzt angrar þá vistmenn, sem ein- hverja starfsorku hafa og löngun til athafna, sé skortur á verk- efnum við þeirra hæfí og vinnuað- staða. Ekki heyrist annað en,að ibúðarhúsnæði, fæði og öll aðhlynning sé i bezta lagi að þvi leyti, sem á valdi slíkra stofnana er. Raunin er lfka sú, að elli- heimilin eru jafnan yfirfull og biðlistinn langur. Það er ekki vansalaust í okkar marglofaða hagsældarþjóðfélagi, að aldrað fólk og aðrir öryrkjar skuli ekki eiga kost á hentugum vist- heimilum. Nýlega hefur þó verið bætt úr brýnustu þörfinni í mesta þéttbýli landsins með byggingu Öryrkjaheimilis við Hátún og nýbyggingum á Reykjalundi. Utan höfuðborgarsvæðisins er ástandið í þessum efnum alger- lega óviðunandi. Tilefni þessara hugleiðinga er, að nokkru leyti, greinarkorn i „Timanum” 14.febr. s.l. eftir Óskar bónda á Reykjarhóli i Reykjahverfi, sem hann nefnir „Þjónustan við aldraða.” Óskar ræðir þar um fyrirhugaða byggingu elliheimilis i Reykja- hverfi fyrir aldraða sveitarmenn Hann kvartar undan áhugaleysi heimamanna við málefnið og skorar á þingeyska átthagafélaga i Reykjavik að veita þvi brautar- gengi. Hann segir svo: „Það væri vissulega ánægjuefni, ef þing- eyskir átthagafélagar i Reykja- vik sýndu nú þessu máli virkan áhuga fyrstir manna.”. Greinarhöfundur getur þess ekki hvers vegna nágrannar hans eru svo undarlega áhugalausir um framgang þessa nauðsynja- máls. Þeir hafa þó jafnan þótt vel liðtækir i félagsmálum sinum. Við lestur nefndrar greinar kemur lika i ljós, að málefninú var ekki gert nógu hátt undir höfði með þvi að einskorða væntanlegt vistheimili við „aldrað sveitafólk.” Þegar horft er til framtiðar- innar, verður hagkvæmast að miða stofnunina við héraðið allt og þá kaupstaðinn lika Kemur þa aö sjálísögðu ekki til geina annar heppilegri staður en Húsavik. Þar er aðstaða bezt að reisa myndar- legt öryrkjaheimili fyrir héraðið, með vinnuskála fyrir það vistfólk, sem fært er um að stunda léttan iðnað og alls konar föndur. Lengi er hægt að finna slik verkefni, ef aðstaða og vilji er fyrir hendi. Þó varðar mest um staðarvalið, að á Húsavik er auðveldast að veita vistfólkinu alla þá læknishjálp og hjúkrun, sem bráðnauðsynleg er 2 mjólkurflutningabílar Tilboð óskast i 2 yfirbyggða mjólkurflutn- ingabila: Volvo árg. 1955, 7 tonna og Volvo 7 tonna með drifi á öllum hjólum árg. 1958. Tilboðum sé skilað til Jónasar Hallgrims- sonar, Bilaverkstæði Dalvikur, sem veitir allar nánari upplýsingar. OMEGA Nivada (filBW. Jtlpina. PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 á slikum hælum. Einnig þarf að gera ráð fyrir þjálfunarstöð fyrir vistfólkið, en um hana væri hag- kvæmast að hafa samstarf við sjúkrahúsið á staðnum. Náið samstarf með sjúkrahúsinu og „vistheimilinu” yrði báðum stofnunum i hag. Elliheimilin voru mjög þarfar stofnanir og eru enn, meðan þessum málum hefur ekki verið komið i betra horf. Aðalbaráttu- maður þeira frá fyrstu tið, Gisli Sigurbjörnsson, á skilið þjóðarlof fyrir brautryðjandastarf sitt. Hitt er svo annað mál, að breyttir timar og betri þjóðarhagur gera nú meiri kröfur til vistheimila fyrir aldraða. öryrkjaheimilin hljóta i framtiðinni að taka við hlutverki þeirra. Þar ráða engin aldursmörk, en allir vistmenn fá aðbúnað við sitt hæfi og aðstöðu til heilsubótarvinnu, hver eftir sinni getu og löngun. Auðvitað kostar slik stofnun mikla fjármuni en i það má ekki horfa. I lögum um endurhæfingu, er öðluðust gildi l.júli 1971, er gert ráð fyrir mikilli opinberri aðstoð við stofnun öryrkjaheimila. Þar segir svo i 9.gr. laganna: „Til þess að koma á fót vinnustöðvum fyrir öryrkja, er heimilt að veita styrki og lán sem hér segir: a. Styrk úr erfðafjársjóði, sem nemur alit af 40% af stof- nkostnaði. b. Lán úr atvinnu- leysistryggingarsjóði til 20 ára með 5% ársvöxtum, sem nemur allt að 40% stofnkostnaðar.” öllum réttindum fylgja skyldur. Svo er einnig um þessa opinberu fyrirgreiðslu, og er þeirra getið i lögunum. Með ofan- greindu framlagi að vegarnesti, ætti héraðinu að vera kleift að reisa myndarlegt vistheimili fyrir skjólstæðinga sina, ef áhugi er einlægur fyrir málefninu. Enn hafa þessi nýju lög að litlu leyti komið til framkvæmda. Þeir sem nú sækja um styrki og lán i þeirra nafni ættu að fá góð málalok, meðan litið hefur reynt á gjaldþol þeirra sjóða, sem leita verður til. Ef áróðurinn um „jafnvægi landsins” er alvörumál, þá er sannarlega kominn timi til að sýna það i verki. Óskar Sigtryggsson hefur góðu heilli hreyft þessu máli, og þótt ég sé honum ekki sammála um staðarval og fyrirkomulag vist- heimilisins, þá er það nú svo, að flestar nýjungar orka jafnan tvi- mælis. Þeirri staðreynd verður þó aldrei haggað, að það „varðar mest til allra orða, undirstaðan rétt sé fundin.” 28.3. 1972 Hallur Jónsson." THE HEALTH CULTIVATION HEILSURÆKTIN hefur flutt starfsertii sína i GLÆSIBÆ Nýtt námskeið er að hef jast %v Hver er smnar gtefu smtöur Úrvals verkfæri FÁST í KAUPFÉLAGINU

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.