Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. april 1972. TÍMINN Heimsmeistaraeinvígið i skák: Eðlilegt að Júgoslavar fari fram á tryggingu Oó—Reykjavik. Allt er á huldu um hvort þeir Fiseher og Spassky heyja ein- vigið um heimsmeistara- titilinn i skák i Belgrad og Keykjavik, eins og samið var um, cða hvort teflt verður á öðrum stað eða stöðum, eða hvort þeir tefla yfirleitt. Undirbúningur einvigisins liggur nú að mestu niðri, enda hafa skáksambönd á islandi og i Belgrad sagt, að búið sé að ganga frá samningum, sem ekki verði breytt, en Fiseher hefur sem kunnugt er, ekki fallizt á þá samninga, sem Alþjóðaskáksambandið stóð að. Hið nýjasta i þessum málum er að Fischer er búinn að fá sér nýjan umboðsmann, og er hann á leið til Belgrad til samninga þar en" 'Jú'góslvar segjast ekkert hafa við þann mann að tala. Af þeirra hálfu er iuáliö útrætt. Timinn spurði Guðmund G. bórarinsson, forseta Skák- sambands Islands, um hans afstöðu til mála, og hvort Skáksambandið hér muni breyta afstöðu sinni. —Ég hef ekkert af málunum frétt, sagði Guðmundur, nema að Júgóslavar eru ekki til- búnir að taka þetta, þ.e. kröfu Fischers um meira fé fyrir að tefla, gilt, og hafa að minu viti dálitið fyrir sér i þvi. Ég hygg að málið sé ekki alveg búið, eins og komið hefur fram i fjölmiðlum, þvi að i þeim skeytum, sem nýverið hafa farið á milli, kemur fram að Fischer muni sætta sig við að tefla á þeim stöðum, sem um er samið og á þeim tima sem um er samið. Það er ekki minnzt á fiár- málahliðina, en hún er sá eini liður, sem deilur stóðu um. Talað er um að senda sér stakan mann til viðræðna i Belgrad, sem ekki væri ástæða til, ef um væri að ræða, að sætta sig við samningana. Þeir telja að það hafi enga þýðingu að vera að semja við hann, það er alveg eins hægt að segja á eftir, að hann hafi ekkert umboð. En ég hygg, að þetta sé runnið undan rifjum Edmondson, sem sé að reyna að bjarga þessu máli. Það verður að segjast eins og er, að Edmondson erbúinn að koma Fischer þetta áfram. F^ischer hljóp úr mótum, milli- svæðamótum og fleiri mótum, og siðan tók Edmondson að sér að sjá um ýmsa samninga fyrir hann. Hann fékk hann saminn inn i millisvæðamót, þar sem Fischer hafði ekki rétt, og hefur siðan verið að berjast i að hjálpa honum, og mun þetta vera leið hjá Ed- mondson til að finna lausn á vandanum. En Júgóslvarnir lita svo á, að samningarnir gildi. Við litum reyndar svo á einnig. Samningarnir við okkur og Júgóslavana voru gerðir undir handarjaðri Alþjóðaskáksambandsins, und írritaöir at varalorseta þess. Við töldum að þetta væru endanlegir samningar og malið þar með úr sögunni. Okkar tilboð hefur ekki verið Kennaraskóla- kórinn í Noregi SB—Reykjavik Kennaraskólakórinn er þessa dagana á söngferðalagi i Noregi. Þar sem hann syngur i Hamar, Lillehammer Þrándheimi, Levan ger og Oslo, auk norska sjón- varpsins. Eftir heimkomuna 13. þ.m. mun kórinn syngja I Reykja- vik, Keflavik og viðar. Blandaður kór hefur verið staríandi i Kennaraskólanum um árabil undir stjórn Jóns Ásgeirs- sonar tónskálds. 1 vetur hefur starfsemin verið óvenju blónileg enda stefnt að Noregsförinni. í kórnum eru 30 félagar, auk undir- leikarans, Karólinu Eiriksdóttur. Á dagskrá Noregsferðarinnar eru islenzk þjóðlög, flest i út- sendingu söngstjórans, en auk þess að syngja, mun kórinn heim sækja norsku kennaraskólana, kynna starfsemi þeirra og stuðla að áframhaldandi góðum sam- skiptum norskra og islenzkra kennaranema. Þar sem svona ferðalag hefur að sjálfsögðu allmikinn kostnað i för með sér, hefur kórinn haft úti allarklærtil fjáröflunar i vetur og sungið hér og þar. Eftir heim komuna verður haldið áfram að afla fjár með söng i borginni, Keflavik og kannske viðar. Samúð með steikinni Bandariski rithöfundurinn F. Scott Fitzgcrald er sagður hafa velt þvl fyrir sér, hvort rikt fólk væri fallegra en fátækt. Það kom auðvitað snúður á sérlega mál- svarar fátæklinganna, bar jafn- vel á þvi að hinir riku vildu ekki við þetta kannast, og Hemingway fannst kollega óþarflega blá- eygur. En þótt mönnum geti orðið hált á kenningum, þá finnst þeim, er þetta ritar, hægt að halda þvi fram með nokkrum rétti, að dýravinir séu fallegri eii annað fólk. Þessi kenning varð eiginlega til undir sjónvarpsþætti, sem Sigvaldi Hjálmarsson frá Skeggjastöðum stjórnaði á dögunum um samneyti manna og dýra. Vináttan við dýr hefur aldrei skemmt nokkurn mann svo vitað sé. Hún hefur hins vegar efkit aldrei verið neinn gróðavegur. Bændur hændir að dýrum hafa vist oft og tiðum hugsað meira um vináttuna en ágóðann, þegar kom að þvi að láta skepnuna lifa lengur en arðbært gat talizt. Mikill söknuður fylgdi þvi alltaf þegar einstökum skepnum var lógað.svosem heimalningum og fallega lilu fé, forustuám, heimilishestum, frábærum kúm. Sönn er sagan af þvi, þegar eigandi ágæts hests kom þar að sem setið varð að snæðingi, og fékk sér bita með fólkinu. Þegar honum var sagt að kjötið væri af reiðhesti hans, stóð hann upp og spúði, Þekkingin á þessum kenndum verður nú á stöðugt færri hön- dum. Þá, i-ins og alltaf við svipaðar aðstæður, hættir ein- stökum aðilum til að gera of mikið úr málinu, og binda það of einföldum atriðum. Særð rjúpa er ekki umtals verð. Þær hafa alltaf verið skotnar með haglabyssum, og högl berast viða i kringum skotmark. Tilfinningalif laxins hefur verið rannsakað i öfugu hlutfalli við rannsóknina á tilfinningalifi laxveiðimannsins. Hundar eiga allt gott skilið og kettir lika. En til eru dýr, sem samkvæml eðli málsins eru alin til frálags. Svo er um lömb og kindur, trippi, kýr og kálfa, sem ilma af Ijúflyndi. Við getum horft á eftir þessum dýrum mcð tárin i augunum. Slátrun þessara dýra er nauðsyn. Við erum ekki hafin yfir kjötát. Þess vegna þurrkum við framan úr okkur og setjumst að snæðingi. Vegna kröfunnar um viðhald eigin lifs eykur það aðeins á sálarstriðið að vera að ympra á þvi að illa sé nú farið málum með þvi að slátra blessuðum skepnun- um. Við höfum einfaldlega ekki efniá þvi að vera slikir dýravinir. Þcirsem borða ekki annað en egg og ost og brauð og mjólk sleppa visu við slikar áhyggjur. En þeir eru fáir, sem stunda slfkt upp heims mataræði. Kjötæturnar verða hins vegar að láta sér nægja að hafa samúð með steik- inni. Svarthöfði. afturkallað. Við höfum ekki sagt annað en að breytingar á t'Íarmálahlið samningsins komi ekki til greina. Að öðru leyti höfum við ekki sett fram kröfur. Við höfum sagt, við stöndum við fjármálahlið samninganna og breytum þar engu um. Ég skil að Júgóslavar vilji fa tryggingu fyrir að einvigið verði haldið samkvæmt sam- ningum. Þeir hafa lagt fram mikið fjármagn til að halda einvigið. Til dæmis er verið að byggja þar sýningarborð, em stjórnað er með rafeindatæki. Er 10 manna hópur eðlis- fræðinga að vinna að þessari smiði. Kosta borðin um tvær millj. fsl. kr. og þetta er ekki nema hluti af þeim kostnaði, sem þeir hafa lagt i. Er von að þeir séu orðnir hugsi og viíji fá einhverja tryggingu fyrir að' einvigið fari fram eftir' gerðum samningum. Annað er, að þeir segja að til greina komi að halda einvigið, en ekki 'á þeim tima'~sem samið var um, heldur siðar. Vera má að það sé að einh- verju leyti tengt bólustóttinni, sem komið hefur upp þar i landi. Þótt þeir verði búnir að ráða niðurlögum hennar þegar einvigið hefst, verður fólk kannski hrætt við að koma þangað. Þann tima, sem vafi hefur leikið á hvort einvigið fer fram eftir gerðum samningum, höfum við hér á landi haldið að okkur höndum með undir búning. Ég er ekki búinn að sjá, að samkomulag náist i Júgóslaviu. Við erum búnir að eyða i þetta hundruðum þús- unda, og viljum helzt ekki eyða miklu meira fé i þetta, ef ekkert verður úr einviginu hér á landi. Við erum vel settir að þvi leyti, að Júgóslavarnir eru i pressunni, en ekki við. Samið var um að siðari hluti ein- vigisins færi fram hér, og það hefur sinar góðu hliðar. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta einvigi verði það jafnt, að minnsta kosti fyrri parturinn, að betra sé að halda seinni hluta einvigisins hér. Eftir öllum þeim bréfum, sem okkur berast, virðast menn fyrst og fremst hafa áhuga á að sjá seinni helminginn. Litið er á hluta einvigisins sem for- spil, og að hér verði úrslitin ráðin. Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veð- urathugana á Hveravöllum á Kili. Starfs- mennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst i siðari hluta ágústmán- aðar 1972. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir, og æskilegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð dieselvéla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samvizkusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og með- mælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa bor- izt Veðurstofunni fyrir 30. april n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildar- stjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar, Sjó- mannaskólanum, Reykjavik. 1x2—1x2 (13. leikvika — leikir 1. april 1972) Úrslitaröðin: 122 — 1X2 — 121 — 121 l.vinningur : 11 réttir — kr. 381.000.00nr. 16050 2. vinningur : 10 réttir — kr. 7.400.00 rir. 2142 nr. 15499+ nr. 32980 nr. 62183+ — 6218 — 15896+ — 39995 — 64937+ — 7046+ — 17673-1-----42268 — 66003+ — 7271 — 17857 — 49545-1-----83010+ — 8119 — 20404 — 49637 — 87806+ — 9411 — 31267 + nafnlaus seðill Kærufrestur er til 24. aprll. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 13. leikviku verða póstlagðar eftir 25. april. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR - Iþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.