Tíminn - 07.04.1972, Page 7

Tíminn - 07.04.1972, Page 7
Föstudagur 7. april 1972. TÍMINN 7 Fæðingum fjölgar í Frakklandi Tala fæðinga lækkaði mjög mikið i Frakklandi á sjötta ára- tugnum, og fór jafnvel niður i það, sem hún var fyrir siðari h e i m ss ty r jöld i n a . Varð fæðingartalan einhver sú allra lægsta i heiminum, og þótti mörgum uggvænlega horfa þar i landi. Á siðasta ári hækkaði tala fæðinga. Stjórnvöld þora þó engu að spá um framtiðina, og telja að vel geti verið um aðeins eins árs fjölgun fæðinga að ræða en ekki stefnubreytingu i þessum málum hjá Frökkum almennt. Árið 1971 töldust fæðingar i landinu 875.000 dauðsföll voru 545.000 og 145.000 fleiri fluttust til Frakklands, heldur en þeir, sem fluttust þaðan. Fæðingum fjölgaði um 30 þúsund árið 1971 frá þvi sem árið áður og hækkaði fæðingar- talan úr 16,7% á hverja 1000 ibúa i 17 á hverja þúsund ibúa. í setuverkfalli Ensk skólabörn nota einkennis- búninga i skólunum, og er þeim stranglega bannað að bera mikið af skartgripum eða öðru skrauti við búningana. Nokkrar ungar og uppreisnargjarnar stúlkur ákváðu nýlega að klæð- ast uppháum leðurstigvélum við skólabúningana i stað einföldu og ljótu skólaskónna. Skóla- stýran bannaði þetta frávik frá skólareglunum, enda þótt tizkan i dag bjóði ungum stúlkum svo sannarlega að ganga i háu stig- vélunum. Stelpurnar vildu ekki láta sig. Þær komu einn daginn nær allar i uppháu stigvélunum sinum, settust niður fyrir utan skólann og neituðu að fara inn, fyrr en þær fengju leyfi til þess að koma eins og þær voru klæddar. Endirinn varð sá, að þær fengu að koma inn á stig- vélunum. 1000 ástarbréf Gina Lollobrigida segist fá eitt þúsund ástarbréf á viku. — Elsku Gina, heldurðu ekki að þú vildir koma með mér á einhvern fallegan stað og eyða þar með mér einni viku i ást og unaði. Þú mátt sjálf velja staðinn, og ég skal greiða þér eina milljón dollara fyrir vikið, og senda þér peningaupphæðina i ávisun, strax og þú samþykkir þetta. Þannig hljóðar eitt af þeim mörg þúsund ástarbréfum, sem Gina Lollobrigida fær á hver- jum mánuði frá aðdáendum sinum hvaðanæva að úr heiminum. Þetta bréf fékk ég frá arabiskum oliukóngi, segir Gina um bréfið, — en annars fæ ég bréf frá alls konar mönnum, ☆ allt frá fátækum bændum, giftum mönnum til milljónamæringa. Flest bréfin stafa af þvi, að ég er ógift, og menn óska eftir að kvænast mér. Sonur Ginu, Milko. sem nú er fjórtán ára (móðirin 42) hefur miklar áhyggjur út af móður sinni, og vill helzt að hún gifti sig hið fyrsta. — Ég hef enga löngun til þess að gifta mig sem stendur, segir Gina. — Maður þarf alls ekki að vera giftur til þess að upplifa það skemmtilega og góða i lifinu. Gina segir, að allra leiðinlegasti karlmaðursem hún hafi kynnzt, sé milljónamæringurinn marg- umtalaði, Howard Hughes. Hann lét sig nefnilega hafa það einu sinni, að loka hana inni á hótelherbergi og láta hana dúsa þar alllengi, og ástæðan var að- eins afbrýðisemi. ☆ Skíðin björguðu fólkinu Fimm manns björguðust úr snjóflóði fyrir þá sök, að skiði fólksins stóðu upp úr snjónum, eftir að snjóskriða hafði fallið á bíl þeirrá og fært hann i kaf. Þetta átti sér stað i Gap i Frakklandi nýlega. Fólkið hafði verið á leið til útivistarsvæðis, og ætlaði að renna sér þar á skiðum. Skiðin voru fest upp á bilinn. Allt i einu féll snjóskriða á veginn, þar sem billinn fór lim. qú færði hann algjörlega i kaf. Billinn sem fólkið var i var af Citroen-gerð og voru skiðin fest ofan á hann. Sum skiðin losnuðu af bilnum og lentu ofan á eða upp úr snjónum að ein- hverju leyti. Sex klukku- ☆ stundum eftir að snjóskriðan féll yfir veginn bar þar að björgunarsveit, seni ætlaði sér að ganga yfir svæðið og kanna, hvort nokkuð benti til, að fólk hefði orðið þarna undir. Björgunarmennirnir sáu þá strax skiðin og tókst að grafa niður að bilnum og brjóta gat á þak hans. Þrir af fimm i bilnum voru enn lifandi,en mjög kalnir. ☆ Alltaf á ferðinni Susan ,,Fleur” Hampshire er enn á stöðugu ferðalagi milli London og Paris. Hún vinnur við kvikmyndaleik i London, og maður hennar starfar i Paris. Sonur þeirra, Cristopher, sem stækkar stöðugt, er hjá móður sinni, en hér má sjá þau mæðg- inin á leið til Parisar til þess að heimsækja pabbann. ☆ Orgelið og organistinn Organisti einn i Osló sagðist hafa verið i miðjum sálminum „Hærra minn guð tífþ'in" þegar allt i einu heyrist röda frá orgelinu, sem sagði: „Tilbúnir til flugtaks.” Organistinn sagð- ist hafa komizt að þvi siðar, að hlutar orgelsins, sem eru elektróniskir, virka sem mót- tökutæki fyrir útsendingar frá flugturni, sem er i um 20 kiló- metra fjarlægð frá kirkjunni. Bilstjóri á stórum vöruflutninga- bil gat ekki stöðvað i beygju, og lenti billinn hálfur inni i skó- verzlun i bænum. Bilstjórinn missti þó ekki stjórn á skapi sinu, heldur renndi niður rúðunni, hallaði sér út, og sagði við afgreiðslustúlkuna: — Fyrst ég er kominn hingað, þá er bezt, að ég kaupi mér inniskó. Það var á óperuæfingu, og stjórn- andinn var ekki allskostar ánægður með frammistöðu ten- órsins. — Þú verður að syngja af miklú meiri tilfinningu, hefurðu aldrei elskað? — Jú, en ég söng ekki um leið. Sérfræðingur er maður, sem gerir einföldustu hluti flókna. Kona getur orðið hrædd við mús, en karlmaður getur orðið dauð- hræddur við þá sömu konu. Það er nokkurn veginn öruggt, að eina leiðin til að hjónaband verði hamingjusamt, er að maðurinn haldi munninum lokuðum og veskinu opnu. Þegar þau voru komin i rúmið um kvöldið, stóð bóndinn allt i einu upp og fór að klæða sig. — Hvert ertu að fara? spurði frúin. — Þegar ég sá þig geispa, mundi ég allt i einu eftir, að hlöðudyrnar standa opnar. Ung stúlka var sérstaklega vinsæl hjá hinu kyninu og vildi endilega fá að vita hvers vegna. Hún spurði einn aðdáenda sinna: — Er það vegna þess, að ég er svo gáfuð? — Nei, svaraði vinurinn. — Er ég þá svona vel vaxin? — Nei, nei. —■ Er það þá persónuleikinn? — Nei, ekki heldur. — Ég gefst upp! stundi stúlkan. — Já, það er einmitt þess vegna. —Maður sér sjaldan fulla menn á götunum nú orðið. —Nei þeir eiga allir bila. Maður á aldrei að segja konu, að maður sé ekki verður ástar hennar. Það vissi hún. DENNI DÆMALAUSÍ Þetta er sandur, við erum að búa til strönd.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.