Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. april 1972. TÍMINN Ufgefandl; pFani*6kttarfiokkur(nn :Tramkv«etwJ9»tf(ir4j Kfistfsn Be»v*dtkfss<iti, ftjtstjöraf! Þorarirtn feórarinsson iatj), Artdrés &tfl«fíán«<m, Jlón Hoígaíon, tndrtðí :pixÞprsJíinsson og Tórna* K»rts*o>i. Aw^týsínsastjórt: Stetn-:: Jjrífnpr Gislason. RHsfjprnarskrifstofyf I €ddtihi5»i«U, sfffVS.f líaðO — J8305. Skrií?tofvr Bankastræíl 7. — Afgreto'slusftni :14335. Auglysingasímj 19523f ASrar skrjfstofpr smij T8300, : ÁtktttitrQtalé kr> 52$,0O á mánuSi tnnanlands. ( lausas»I<#:: kr> KJ» élntaktti. — BlaSaprc-nt h.f. (OfUsrt) Broslegt Skrif stjórnarandstöðublaðanna um ummæli formanna stjórnarandstöðuflokkanna um ák- vörðun rikisstjórnarinnar að láta samninga fyrrverandi rikisstjórnar við Bandarikjastjórn um lengingu þverbrautarinnar á Keflavikur- flugvelli standa, eftir að Bandarikjastjórn hafði að eigin frumkvæði fallið algerlega frá þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir þessari framkvæmd, eftir að núverandi rikisstjórn tók við völdum i júli s.l., eru vægast sagt brosleg. Einkum og sér i lagi verður það að teljast at- hyglisvert um leið og það er sprenghlægilegt, að stjórnarandstöðublöðin fullyrða, og fá til þess stuðning leiðtoga stjórnarandstöðunnar, að ákvörðun rikisstjórnarinnar hafi ekki þing- meirihluta að baki. í haust og vetur skrifuðu stjórnarandstöðublöðin mikið um þetta flug- brautarmál og kröfðust þess þá grimulaust, að flugbrautin yrði lögð fyrir bandariskt fé, eins og þeir hefðu um samið. Að visu komu þeir sér undan þvi að svara, hvort þeir teldu þá, að ganga ætti að hinum óaðgengilegu skilyrðum, sem Bandarikjaþing hafði sett fyrir fjárveit- ingunni, — þ.e. að Island skuldbytti sig til að hafa hér varanlega setu amerisks herliðs. Það hefði þvi mátt vænta þess, að það gleddi stjórnarandstöðuflokkana, þegar Bandarikja- stjórn, að eigin frumkvæði féll frá öllum skil- yrðum og bauðst til að leggja fram féð i sam- ræmi við þá samninga, sem rikisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hafði gert. En það er nú öðru nær. Þeir fullyrða að ekki sé þing- meirihluti fyrir þvi að taka boðinu og lýsa sig þar með opinberlega andviga þeim samn- ingum, sem þeir höfðu sjálfir gert. Þá verður ekki komizt hjá þvi að minna á það, að framkvæmdir á Keflavikurflugvelli voru i langri stjórnartið þessara flokka aldrei bornar undir Alþingi. Utanrikisráðherrar Alþýðuflokksins báru þær heldur ekki undir utanrikismálanefnd. Guðmundur í. Guð- mundsson þáverandi varaformaður og utanrikisráðherra Alþýðuflokksins sniðgekk utanrikismálanefnd i öllum utanrikismálum og bolaði Framsóknarmönnum úr varnarmála- nefnd. Með þetta i huga sjá menn betur, hve bros- legt tal stjórnarandstöðunnar um skort á þing- meirihluta fyrir framkvæmdum á Keflavikur- flugvelli skv. samningum fyrrverandi st- jórnar, er. Það er ekkert nýtt hins vegar, að það sé ágreiningur i samsteypustjórnum um einstök mál. í þessu máli, sem snertir áframhaldandi aðild Islands að Nato, er þvi beinlinis yfirlýst i málefnasamningi rikisstjornarinnar, að Alþýðubandalagið sé andvigt aðildinni. Þessi ágreiningur kemur þvi ekki á óvart. Hann er ekkert einsdæmi, eins og stjórnarandstöðu- blöðin vilja vera láta. Hins vegar var það algert einsdæmi i þingsögunni, þegar einn af ráðherrum viðreisnarstjórnarinnar greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi i mikilsverðu máli, réð úrslitum og felldi það. — TK ERLENT YFIRLIT Glíman er milli Muskies, Humphreys og McGoverns Önnur forsetaefni Demókrata eru að heltast úr lestinni EFTIR prófkjörið i Wisconsin, sem fór fram i fyrradag, standa ekki eftir nema þrir af hinum 14—15 leiðtogum demókrata, sem hugðust gefa kost á sér sem forsetaefni þeirra i kosningun- um i haust. Raunar voru þeir ekki orðnir nema ellefu, þegar fyrsta prófkjörið fór fram i New Hampshire 6. marz. Siðan hafa farið fram prófkjör i Flórida, Illinois og Wiscon- sin. Eftir þau má segja, að ekki standi eftir nema Muskie, Humphrey og McGovern. 011 hin forsetaefnin hafa fengið svo litlar undirtektir, að von- laust má telja fyrir þau að halda baráttunni áfram. Allt bendir nú til, að valið verði milli þessara þremenninga, nema ef svo óliklega færi, að Edward Kennedy fengist til að gefa kost á sér á siðustu stundu. ÞEGAR prófkjörin hófust, bentu flestar likur til þess, að Muskie yrði forsetaefni demó- krata. Margir áhrifamestu þingmenn og rikisstjórar demókrata höfðu lýst stuðn- ingi við hann. Skoðanakann- anir sýndu, að hann væri sigurvænlegasta forsetaefni flokksins. Hann studdist við skipulögð samtök um landið allt. Eftir fjögur fyrstu próf- kjörin er hann hins vegar hvergi nærri eins sigurviss og áður, þótt enn bendi likur frekar til þess, að hann verði frambjóðandi flokksins. Hann hefur unnið prófkjörin i New Hampshire og Illinois, en hins vegar orðið að sætta sig við fjórða sætið i Florida og Wisconsin. Margar ástæður valda þessum óförum hans, en sennilega þessar helztar: Muskie og fylgismenn hans settu sér það torleysta verk- efni, að hann tæki þátt i próf- kjörunum öllum. Af þessu hefur leitt, að hann hefur þurft að vera á ferðalögum fram og aftur og hvergi getað beitt sér til fulls. Keppinautar hans hafa hins vegar valið þann kost, að keppa aðeins i 4—5 prófkjörum aðallega. Þeir hafa þvi getað beitt sér miklu betur i viðkomandi rikjum. Muskie og fylgismenn hans hafa hagað málflutningi sin- um á þann veg, að Muskie væri maðurinn, sem sam- einaði flokkinn bezt, og hann myndi i framhaldi af þvi verða forseti, sem sameinaði þjóð- ina, i stað þess að Nixon sundraði henni. bó hefur mál- flutningur Muskies haft á sér meiri vinstri blæ en hægri svip. Þessi millistaða Muskies hefur orðið til þess, að i próf- kjörunum hafa bæði vinstri og hægri menn fylkt sér um for- setaefni, sem hafa túlkað ák- veðnar sérsjónarmið þeirra. Muskie hefur þannig misst at- kvæði til beggja handa, ef svo mætti segja. Liklegt er að þetta haldi áfram, þannig að hægri menn kjósi Humphrey og vinstri menn McGovern. Hins vegar er Muskie enn sá maður, sem myndi sameina flokkinn bezt i forsetakosn- ingum. Þannig er talið, aö flestir fylgismenn MacGoverns sætti sig bezt við Muskie, að McGovern frá- gengnum, og eins sætti flestir fylgismenn Humphreys sig bezt við Muskie, að Humphrey frágengnum. Þetta viðhorf getur átt eftir að reynast Muskie drjúgt á flokks- þinginu. Þá hafa komið viss óhöpp fyrir Muskie, en það þó helzt, Múskic McCiovorn Humphrey að hann tárfelldi á einum kosningafundi i New Hamps- hire, þegar hann var að svara blaðaárásum á konu sina. Muskie er sagður tilfinninga- næmur, en hér mun ofþreyta einnig hafa bætzt við. And- stæðingar hans hafa notfært sér þetta, og m.a. hefur Jack- son komið þvi að á fundum með þvi að segja: Getið þið trúað manni fyrir fjár- málunum, sem ekki getur stjórnað sjálfum sér. Jackson hefur ekki nafngreint Muskie i þessu sambandi, en allir hafa vitað við hvern hann átti. Þá hefur það áreiðanlega orðið Muskie til hnekkis, að allir hinir keppinautarnir hafa sameinazt um að vinna sér- staklegá gegn honum vegna þess, að hann hefur verið tal- inn sigurvænlegastur og þvi þótt mestu máli skipta að ryðja honum úr vegi. GEORGE McGOVERN nýt- ur þess m.a. að hann varð fyrstur af leiðtogum demó- krata til að gefa kost á sér og hefur því haft lengstan tima til að undirbúa baráttu sina. 1 fyrstu var framboð hans ekki tekið alvarlega, þar sem hann er öldungadeildarmaður frá einu minnsta rikinii, Suður- Dakóta, og mátti heita tiltölu- lega óþekktur utan þess. En hann hefur vakið á sér athygli með þvi að vera harðasti and- stæðingur áframhaldandi styrjaldar i Vietnam og þvi hlotið fylgi meðal stúdenta og ungs fólks, sem sérstaklega hefur beitt ser gegn henni. Þetta fólk hefur fylkt sér um hann og hjálpað honum til að afla fjár i kosningasjóðinn. Það hefur styrkt McGovern mikið, að hann kemur vel fyrir i sjónvarpi. Hann er ekki sér- stakur mælskumaður, en talar skýrt og ljóst og vafningalaust og vekur tiltrú og virðingu með málflutningi sinum. Það var honum mikill styrkur, að hann fékk meira fylgi i New Hampshire en spáð hafði verið. Hann skipti sér sáralitið af prófkjörinu i Flórida, en undirbjó prófkjörið i Wiscon- sin stórum betur. Þar var hann lika á hálfgerðum heimaslóðum. Sigur hans þar varð meiri en spáð hafði verið. Úrslitin i Wisconsin eiga þvi vafalaust eftir að styrkja hann, þvi að við persónulegan sigur hans sjálfs, bætist það, að helzti keppinautur hans um vinstra fylgið, Lindsay borgarstjóri, fékk svo slæma útreið, að hann hefur ákveðið að draga sig alveg i hlé. ÞAÐ má kallast kaldhæðni örlaganna, að eftir úrslitin i Wisconsin verður Humphrey það forsetaefni demókrata, er hægri armurinn mun helzt styðja. Humphrey var lengi vel talinn leiðtogi vinstri arms demókrata, en missti það álit, er hann var varaforseti John- sons og studdi stefnu hans i Vietnam-málunum. Hum- phrey er nú löngu snúinn ffa' þeirri stefnu, en hún er honum eigi að siður helzti fjötur um fót. Humphrey mun lengi vel hafa gert sér vonir um, að ekki yrði samkomulag um neinn þeirra, sem gæfi kost á sér til framboðs, og yrði þvi leitað til hans á siðustu stundu, likt og fyrir forsetakosningarnar 1968. Hann ætlaði sér þvi ekki að taka þátt i prófkjörunum. Vaxandi fylgi Muskies um skeið sannfærði hann hins vegar um, að rangt væri fyrir hann að biða og ákvað hann þvi að gefa opinberlega kost á sér og taka þátt i nokkrum prófkjörum. Það hefur háð honum hversu seint hann ák- vað þetta og er barátta hans þvi illa skipulögð. En það hjálpar honum, að hann er mestur fjörmaður og mælsku- garpur af képpinautunum, þótt hann sé þeirra elztur, eða um sextugt. Hann reynist enn sem fyrr eiga mikið fylgi verkamanna, en þótt undar- legt megi þykja, tilheyra flestir foringjar þeirra hægri armi demókrata. Þá skortir Humphrey ekki fé i kosninga- sjóðinn, þvi að hann nýtur mikilla vinsælda meðal Gyð- inga, enda hefur hann jafnan fylgt þeim að málum. NÆSTU prófkjör verða i Pennsylvania og Massa- chusetts 25. þ.m. 1 Pennsyl- vania mun aðalkeppnin verða milli Humphreys og Muskies, en i Massachusetts milli McGoverns og Muskies. I Massachusetts hafa allir helztu leiðtogar demókrata lýst stuðningi við Muskie, nema hinn áhrifamesti þeirra, Edward Kennedy. Hann hefur til þess sýnt og gætt fyllsta hlutleysis i afstöðunni til forsetaefnanna. Þ.Þ._

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.