Tíminn - 07.04.1972, Page 10

Tíminn - 07.04.1972, Page 10
TÍMINN Föstudagur 7. april 1972. Tónlistarskóli Kópavogs starfar i vetur i nýju, vönduöu húsnæöi aö Álfhólsvegi 11, eftir aö hafa verið á hálfgeröum hrakhólum allt frá stofnun skólans áriö 1963. Vaxandi aösókn er aö Tónlistarskóla Kópa- vogs og eru nemendur nú 277, þar af 87 börn á aldrinum 6-8 ára i for- skóla. Nemendakór og hljómsveit starfa viö skólann. Skólastjóri er Fjölnir Stefánsson tónskáld, kenn- arar eru átján. Þrir músikfundir hafa veriö haldnir frá áramótum, en þar koma nemendur fram. Tón- leikar þessir hafa tekizt vel, og yngsti listamaðurinn, sem komiö hefur fram i vetur er aöeins sjö ára. Foreldrar sækja músikfundi i auknum mæli. Þess eru einnig dæmi aö mæður smitist af tón- listaráhuga barna sinna og hefji einnig nám við skólann, sem er að sjálfsögöu sóttur af bæði börnum og fullorðnum. Tónlistarfélag Kópavogs rekur tónlistarskólann, en formaður þess er Runólfur Þóröarson verkfræðingur. Viö ræddum nýlega við Fjölni Stefánsson skólastjóra i tilefni af þessum timamótum: — Tónlistarskóli Kópavogs fékk venjulega húsaskjól einhvers staöar fyrir hvert skólaár i senn og að þvi loknu þurfti að semja aö nýju,sagði Fjölnir. — Skólinnstarf- aði lengst af i Félagsheimili Kópa- vogs. Það húsnæöi var ákaflega óþægilegt fyrir tónlistakennslu og svo kom, að þrengsli voru orðin þaö mikil að ástandið var óviðunandi. Þá fengum viö inni i húsnæöi skát- anna við Borgarholtsbraut 7 og vorum þar siöasta starfsár. Þeir geymdu siðan fyrir okkur hljóð- færakostinn I sumar af elskusemi sinni, og þaö er ekki nein smáfyrir- ferð á tveim flyglum, nokkrum pianóum og ööru, sem skólanum fylgir. Fengu að ráða innréttingunni Útlitiö var sem sagt alls ekki gott I vor. Eölilegast er, að tónlistarskóli sé i húsnæöi, sem frá upphafi hefir verið ætlaö til tónlistakennslu. Það er t.d. iiltaö þurfa aö byrja á þvi aö lappa upp á húsakynni, sem til annars eru hugsuö. Slikt er sóun á fjármunum og húsnæöið verður seint gott til þessara þarfa. Þá er þaö aö Þinghóll h.f. býður Tón- listarfélagi Kópavogs þessa hæð viö Alfhólsveg 11 til leigu og sá kostur fylgdi, að viö fengum aö ráöa innréttingu hennar aö miklu leyti. Húsnæðið er um 380 fer- metrar, en hluti þess er samkomu- salur, sem viö höfum til afnota rúmhelga daga, en aðeins að tak- mörkuðu leyti á kvöldin og um helgar. Frábær hljóðeinangrun Höfuðvandamálið við innrétt- ingu húsnæðis fyrir starfsemi sem þessa er hljóðeinangrunin, sem þarf að vera þannig,að hljóðfæra- leikur i einni kennslustofu trufli ekki kennslu annars staðar i skólanum og samt sé hljómburður- inn i kennslustofunni sjálfri ekki kæföur niður. Þetta tókst frábær- lega vel i þessu tilfelli, og er það ekki sizt að þakka arkitektinum Þorkatli Gunnari Guðmundssyni og Karli Einarssyni smið. Mér er minnisstæður fyrsti kennsludagur- inn. Ég beið með öndina i hálsinum þegar fyrsti trompetnemandinn kom. Trompetinn er jú herhljóð- færi, sem á að heyrast gegnum skarkala og vopriagný. En þegar nemandinn fór að leika heyrðist að- eins dauður og daufur ómur fram. Svona góð hljóðeinangrun er geysi- lega mikilvæg. Til tiu ára — Er þetta frambúðarhúsnæði fyrir skólann? — Við fáum að vera hér i tiu ár að minnsta kosti. Og er það ný reynsla i lífi þessa skóla. — Hvaða greinar eru kenndar I skólanum? — Það er kennt á pianó, fiðlu, selló, gitar, þverflautu og trompet, auk þess einsöngur, tónfræði, tón- listarsaga og heyrnarþjálfun. Pianódeildin er alltaf vinsælust , við hana starfa átta kennarar og er Kristinn Gestsson yfirkennari. Æskilegt væri að breyta hlutföllun- um þannig, að fleiri nemendur lærðu að leika á önnur hljóðfæri en pianó. Raunar eru venju fremur margir nemendur i fiðluleik I vetur eða 22, en 3 læra á selló. Elisabet Erlingsdóttir söngkona kennir börnunum i forskólanum, sem tekur tvö ár og koma nemendur tvisvar I viku, en seinni veturinn er duglegum og áhuga- sömum nemendum gefinn kostur á að byrja lfka að læra á hljóöfæri og eru þau þá þrjá tima I viku i skólanum. Elisabet hefur náð geysilega góðum árangri i þessari kennslu. Fjölnir sýnir okkur það sem börnin fá i hendurnar. Nótur og texta af einföldum lögum. Myndir af viðurkehridum tónskáld- um. Og einnig einföld hljóðfæri, sem þau æfa sig að leika á. Elisabet kennir lika tilvonandi einsöngvurum Kópavogskaup- staðar, en þeir eru nú 13 i skólan- um. Auk tveggja tima hjá henni fá þeir hálftima á viku i söng með undirleik hjá Hönnu Guðjóns- dóttur. Brezkt kerfi i námsefni Námsefni Tónlistarskóla Kópa- vogs er skipt niður i stig, sem þyngjast smátt og smátt. Eru þau átta að tölu fyrir utan forskólann. Aukagreinunum, tónfræði og tón- listarsögu, er einnig skipt niður i stig og helzt þá kunnátta nemend- anna i þeim i hendur við þekkingu þeirra og hæfni i hljóðfæraleiknum sjálfum. Þó rná nemandi fara þrem stigum lengra i einni grein en öðr- um i senn. Enn hefur enginn nem- andi lokið áttunda stiginu eða át- tundu deild, en nokkrir eru nú i þeirri sjöundu. I skólanum eru notaðar nótnabækur og aðrar námsbækur sem þyngjast kerfis- bundið stig af stigi. Þær eru gefnar út af Associated Board of the Royal Schools of Music i London fyrir tón- listarskóla þar. Próf við skólann fylgja einnig þessu kerfi, sem kennarar telja heppilegt, þar sem nemendur þurfa á hverju stigi að ná vissum áföngum og geta jafn- framteygt,það sem framundan er i náminu. Hlaupa undir bagga með skyldunámsskólunum — Hér er kennt til hálf ellefu sum kvöld, sagði Fjölnir Stefánsson. — Þvi miður hins vegar ekki mikið á Fjölnir Stefánsson skólastjóri LEIKFÉLAG HÚSAVÍKUR: JÚNÓ OG PAFUGLINN EFTIR SEAN raunsæi og hrein stjörnuglópska. 1 verkum O’Caseys eru konur jafnan fulltrúar heilbrigðrar skynsemi og farsælla lifsviðhorfa, þar sem karlar eru á hinn bóginn striðs- menn og skýjaglópar, sótraftar og raggeitur, sem láta móðan mása i örvæntingarfullri tilraun til að halda vitglórunni i vonlausri lifs- baráttu eða i blóðsúthellingum borgarastyrjalda. Ekkert stendur nær huga O’Caseys og hjarta en að breyta þjóðskipulagi og bæta, og það gerir hann:,,....i krafti trúar sinnar og i krafti reiði sinnar og ögrunar”, eins og John Gassner orðar það. Trú hans á betra hlutskipti alþýðu til handa bilar aldrei. Hún er kveik- jan i list hans, ástriða hans og aðalsmerki. Hún er kjarninn i orð- fari hans, sem skin eins^og breið, brosandi elfur i glaða sólskini, eða steypist með sama þunga og þrumuský og Dettifoss ofan i Jökulsárgljúfur. 1 sjónleikjum leikskáldsins irska ægir öllu saman, gamni og alvöru, háði og trega, ærslum og tepru- skap, ankannalátum og fjálgleik, gamansöngvum og raunatölum, karlagorti og gnistran tanna. Hver leikpersóna er með sinu svipmóti og sérkennum, sinum ótæmandi orðaforða og fitonskrafti, og er þetta þeim mun meira þrekvirki sem persónufjöldinn er mikill. Nú mætti ef til vill nafngreina nokkrar þeirra, eins og til að mynda Júnó, Boyle og „Joxer” i Júnó og páfugl- inn, eða Fluther Good i Plógur og stjörnur. Auðsætt er, að Sean O’Casey er nálega ekkert ófært um hugkvæmni og frumleika i per- sónusköpun. Leikstjórn Eyvindar Erlends- Fyrst i stað ætlar sá, sem þetta ritar, að leyfa sér að styðjast litil- lega við erindi, sem hann flutti um O’Casey á öðrum vettvangi. Mér kemur þá fyrst i hug lýsing banda- riska leikbókmenntaprófessorsins, Johns Gassners,á öndvegisskáldinu irska, en hún hljóöar svo: „O’Casey er greinilega fjöl- skrúðugt leikskáld i lágreistum og þröngum leiklistarheimi, þar sem mest er lagt upp úr haglega gerðri leikbyggingu og yfirborðslegum bjórfroðutilfinningum. Hann er jafn fjölskrúðugur, frjór og hug- myndarikur og Marlowe, Shake- spreare, Jonson og John Webster. Það er hátt til lofts og vitt til veggja i listheimi slikra manna. Og þar eð O’Casey vill ekki lúta lágt til að höndla jafnauðvirðileg verðmæti og þau veraldlegu eru i hans aug- um, þá verður leikhús að gjöra svo vel að hækka loft sitt og færa út veggi sina til að skipa megi O’Casey i þann sess, sem hann verðskuldar i þeirri veröld”. Og þetta er einmitt það, sem Leikfélag Húsavikur hefur gert i óeigin- legustu merkingu þessara fyrr- greindu orða. Þótt leikhús þeirra sér i rauninni bæði litið og lágt, þá rúmast þar býsna háleitar hug- myndir og göfugar hugsjónir. Hús- vikingar kunna sannarlega að fagna góðum gesti úr fjarlægu landi. Hvaða máli skiptir land- fræðileg lega eða landamæri, þegar mönnum verður ljós andlegur skyldleiki Ira og Islendinga? O’Casey var mikill aðdáandi Shakespeares, enda drakk hann i sig anda hans og nam orðlist hans sér til farsæls ávinnings i leik- skópun sinni. Hér mætti ennfremur geta þess, að á uppvaxtarárum sinum i fátækrahverfum Dyflinnar blandaði O’Casey geði við menn og konur, sem urðu honum seinna lit- rikar og frjóar fyrirmyndir, er rit- störf hans hófust fyrir alvöru. Liðugt, gróft og óþvingað tungutak þeirra jók hann af nýrri kynngi og ótæmandi krafti. Minna þvi ekki vinnubrögð hans að vissu leyti á vinnubrögð nóbelsskáldsins okkar góða? Sean O’Casey er náttúrubarn, sem hefur ekki alltaf á sér hóf og hemil. Honum er þvi tamara að færa i stilinn, ýkja og skopstæla, heldur en að halda sér fast við jörð- ina. Það er ekki leikskáldsins verk að ljósmynda veruleika eða lýsa köldum staðreyndum með glögg- skyggnum en óskáldlegum rann- sóknaraugum fræðimanns. Yfir aflinum i smiðju O’Caseys fljúga gneistar gulli dýrri og bregða lit- auðugu leiftri yfir andlega snauða og innantóma veröld, sem jafnan hampar meðalmennsku, en smánar snilld eða heföir. Þótt O’Casey gefi hugarflugi sinu oft lausan taum, er hann samt i nánu sambandi við jörðu, og kemur þetta gleggst fram i snilldarverkum hans tveimur, Júnó og Páfuglinn og Plógur og stjörnur. Þar haldast i hendur grár hversdagsleiki og sefandi hillingar, hófstilling og hófleysi, jarðbundið Siguröur Hallmansson (Jack Boyle) og Ingimundur Jónsson (Joxer) i „Júnó og Páfuglinn” hjá Leikfélagi Husavikur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.