Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. april 1972. morgnana, þegar flest börn og ung- lingar eru i öðrum skólum. Og það er ekki litill vandi aö gera stunda- töflu tónlistarskólans svo hún sam- ræmist ööru námi nemendanna, sem er á mörgum og mismunandi timum. Kristinn Gestsson á heiður- inn af_ aö korna- henni saman og heim. Tónlistarskólar og barna- músfkskólar hlaupa raunar undir bagga með almennu skólunum hér á landi, sem vanrækja að mestu tónlistarkennslu barnanna. Og mér finnst skilningur foreldra á mikil- vægi tónlistaruppeldis mikið vera aö aukast. Draumurinn er tónlistarhöll — Hefur þú ekki litinn tima til tónsmiða meðfram skólastjórn og kennslu? — Sáralitinn. Ég hef báðar hend- ur fullar hér. Nemendafjöldi hefur aukizt geysilega siðan ég tók við skólastjórn 1968. Hér er kennt alla daga. Skólagjöld þarf að innheimta og sjá um launagreiðslur. Skólinn er orðinn það stór, að við þyrftum eiginlega sérstakan starfskraft i skrifstofustörf og annað þ.h. og vonandi kemur að þvi að við fáum hann. Við óskum Fjölni Stefánssyni til hamingju með mikilvægan áfanga og glæsilegt skólahúsnæði. — Helzt þyrfti skólinn sem fyrst að eignast eigið húsnæði. Ðraumur okkar er tónlistarhöll I Kópa- vogi. SJ Frá siðasta múslkfundi (TimamyndirGE) Rut Ingólfsdóttir leiðbeinir fiðlunemanda Jón Hjaltason kennir ungum trompetleikara M-> OXASEY sonar ber næmum skilningi, frá- bærri veklagni og hugvitssemi fagurt vitni. Honum tekst furðuvel að ljá sýningunni léttleika og heill- andi blæ. Ennfremur mun það vera honum mikið að þakka, hvífífcur atvinnubragur og stilöryggi er á túlkun sumra leikendanna. Sýn- ingin er hins vegar ekki gallalaus, enda er tæplega hægt að ætlast til þess, að áhugamannahópu'r með takmarkaða þjálfun og mis- langa reynslu sé liklegur til óaðfinnanlegra stórræða i jafn- kröfuharðri listgrein sem leik- list er. Fyrir óhunnugleika sakir er ef til vill erfitt fyrir mig að full- yrða, að Eyvindi Erlendssyni hafi tekizt að laða fram það bezta hjá sérhverjum leikanda, en mer býður hins vegar sterklega i grun, að svo sé og hefur hann þar með unnið þarft verk og þakkarvert. Arið 1926 flýði O'Casey, eins og kunnugt er, til Englands til að reyna að halda áfram að vera frjáls maður og láta ekki smitast af van- sæmandi hugarfari samlanda sinna og lágkúru. Fyrir nokkrum árum flúði Eyvindur Erlendsson upp i sveit vegna þess, að honum þótti sennilega ekki nógu hátt til lofts og vitt til veggja i leikhúsum höfuðborgarinnar. Sannleikurinn er sá, að það er forráðamönnum stærstu leikhúsa landsins til há- borinnar vansæmdar að hafa ekki tryggt sér starfskraft Eyvindar Erlendssonar, einkum þegar þess er gætt, að glöggskyggnir leik- stjórar og gáfaðir eru ekki á hverju strái hér á landi. Sigurður Hallmarsson bregður upp bráðlifandi mynd og hnyttilega dreginni af ónytjungnum, draum- óramanninum, rauphananum og Þýðing: Lárus Sigurbjömsson Leikstjórn: Eyvindur Erlendsson raggeitinni, honum Jack Boyle. Mjög sannur er til að mynda leikur hans, þegar hann fær skyndiverk i fótinn i hvert skipti, sem minnzt er á vinnu við hann. Þetta smáatriði lýsir betur en margt annáð: Vand- virkni leikarans og gjörhygli, auk þess hljóta flestir, að dást að því hversu furðuviðu radd- og geðsviði Sigurður býr yfir. Mjög reynir á þolrif þeirrar leik- konu, sem falið er að lýsa lifs- baráttu Júnós Boyles, örvæntingu og raunum, Enda þótt Herdis Birgisdóttir sé einlæg og yfirlætis- laus i tjáningu sinni, skortir lýsing hennar samt reisn, ríkári blæ'- brigði og skaphita. A frum- sýningunni mismælti hún sig lika helzti oft. Á næstu sýningui véx henni vonandi svo kjarkur, styrkur og öryggi, að henni takist að sniða þessa ofangreinda agnúa af. Eins og er þá heldur hún ekki til jafns við þá Sigurð Hallmarsson og Ingi- mund Jónsson og raskar það svo- litið listrænu jafnvægi sýningar- innar. Þrátt fyrir virðingarverða við- leitni og dágóða smáspretti, er of- mælt að Kristján Jónasson risi undir þvi vandasama hlutverki, sem honum er trúað fyrir. Reyn- sluleysi og óstyrkur er honum áberandi fjötur um fót á sviðsfjöl- um. Kristjana Helgadóttir leikur Mary Boyle af festu, öryggi og tals- verðum tilþrifum, þangað til komið er út i geðshræringanna gráa leik, Þá vilja henni förlast tökin. Leikur Ingimundar Jónssonar er laus við hik, ýkjur, fálm og hvum- leiðan viövangingsbrag. Látbragð, svipbrigði og raddbeiting er til fyrirmyndar. Innlifun hans er greinilega sprottin af djúpum og nærfærnum skilningi á hlutverki „Joxers", háðfuglsins makalausa, sem lætur gjarnan fjúka i dýrum orðskviðum. Loks sakar ekki að geta þess, að Ingimundur Jónsson á ismeygilega skopvisi á ákaflega háu stigi. Túlkun Árninu Dúadóttur á hlut- verki Maisiear Madigans skortir hvorki lit né innra lif. Leikkonan iðar af ósviknum lifsþrótti og kæti, sem áhorfendur virðast kunna að meta að fullum verðleikum. Að minum dómi skeikar Arninu Dúa- dóttur yfirleitt ekki nema ef vera skyldi i mesta tilfinningarótinu undir lokin. Enda þótt Jón Fr. Benónýsson og Jón Guðlaugsson sýni ef til vill ekki af sér athyglisverð tilþrif, þá eru þeirað ýmsu leyti vel verki farnir. Þorkell Björnsson, Freyr Bjar- nason, Halldór Bárðarson, Kristján Eysteinsson Magnús Óskarsson, og Einar Njálsson gera minni hlut- verkum sómasamlegustu skil. Iðunn . Steinsdóttir skýtur hins vegar yfir markið sem fril Tan- cred. Að lokum þetta. Það er sannfær- ing min, að ef Sigurður Hall- marsson og Ingimundur Jónsson gerðust atvinnumenn i leiklist, þá liði sennilega ekki á lóngu þar til þeirkæmust i næstfremstu, ef ekki fremstu, röð islenzkra leikenda. Stjórn Leikfélags Húsavikur virðist fylgja mun farsælli og skyn- samlegri liststefnu i leikritavali heldur en flest önnur leikhús hér á landi og eru þá leikhús höfuðborg- arinnar ekki undanskilin. Halldór Þorsteinsson. ; ' yyX-;SS';'.7-v--Vi»il?'-''íi'»'A' ¦ Sigurður Hallmansson, Ingimundur Jónsson, Herdís Birgisdóttir og Arnlna Diíadóttir (frú Madigan). (Ljósmyndastofa Péturs)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.