Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 7. april 1972. Lokastaðan og þeir markhæstu Hér kemur lokastaðan i Hrað- keppnismóti H.K.R.R.: Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Valur Fram Haukar bróttur Grótta FH 1R Ármann Vikingur KR Fylkir Breiðablik 1 0 0 0 0 0 0 0 0 53 2 46 35 32 29 27 20 21 22 13 8 8 :37 12 :39 8 :31 :32 :26 :20 :18 :26 :27 16 0 18 0 24 0 Markhæstu menn: Jón Karlsson Val 22 Hermann Gunnarsson Val 12 Björgvin Björgvinsson Fram 11 BergurGuðnason Val 10 Þórarinn Ragnarsson FH 9 Helgi Þorvaldsson Þrótti 9 SvavarGeirssonHaukum 9 Sigurður Pétursson Gróttu 9 Ingólfur Óskarsson Fram 8 Einar Magnússon Viking 7 ÞRJU NY ÍSL.MET ÖE — Reykjavik. Þrjú met voru sett á innan- félagsmótum 1R fyrir páska. Lilja Guðmundsdóttir hljóp 600 m. á 1:52,4 min. og bætti eigið met. Þá setti Ásta Breiðfjörð telpnamet á sömu vegalengd, hljóp á 1:57,8 min., sem er betra en gamla Isl. met Lilju. Elias Sveinsson setti Unglinga- met i langstökki án atrennu, stökk 3.28 m. Bobby Charlton sést hér á miðri myndinni, en til hægri er Allan Ball. Kemur Charlton til íslands í næsta mánuði? Alf — Reykjavik. — Iþróttasiðan hefur fregnað, aö hinn heimsfrægi knattspyrnu- maður, Bobby Charlton, sé væntanlegur til tslands ein- hvcrn timann i næsta mánuði á vcgum Knattspyrnu- sambands tslands. Ekki tókst að ná sambandi við Albert Guðmundsson, for- mann Knattspyrnusambands íslands, i gær til að fá þessa frétt staöfesta. Ekki er vitað, hvort Charlton kemur hingað til að taka þátt i knattspyrnuleik, en kona hans mun verða með honum i fórinni, ef úr verður. Bobby Charlton er meðal þekktustu knattspyrnumanna heims. Hann hefur um langt árabil verið skærasta stjarna Manchester Utd. og enska landliðsins og átti drjúgarf þátt i sigri enska landliðsins i heimsmeistarakeppninni 1966. Bobby Charlton á marga að- dáendur á tslandi og yrði auð- fúsugestur hér. Valur sigraði í hraðkeppni Valsliðið varö Hraðkeppnis- meistari H.K.R.R. I i handknatt- leik s.l. miðvikudagskvöld — liðið vareina liðiðsem tapaðiekki leik i keppninni, sem var með úr- sláttarfyrirkomulagi, þannig að lið það sem tapaði tveim leikjum féll úr keppninni. Var þetta siðasta leikkvöldið I keppninni — sem hófst 12 marz s.l. Úrslit leikjanna s.l. miðvikud. voru þessi: Haukar—Fram 9:7 (6:2) Þróttur—Grótta 8:4 (4:1) Valur—Haukar 8:6 (3:4) Fram—Þróttur 9:3 (3:1) Valur—Fram 7:6 (4:4) Það var litil ógnun hjá Fram liðinu i leiknum gegn Haukum. Til dæmis um það, gerði Björgvin þrjú fyrstu mörk Fram — þar af tvö úr vitaköstum. Þegar 3 min. voru til leiksloka, var staðan 8:3 fyrir Hauka — þá fóru Framarar að leika maöur á mann og náðu að komast i 8:6, voru með knöttinn — Ingólfur skaut i slá, Haukar náðu knettinum og skoruðu 9:6, en Sigurður skoraði siðasta mark leiksins — fyrir Fram 9:7. Þróttarar unnu Gróttu létt I leik liðanna — maðurinn hjá Gróttu sem ógnaði Þróttarliðinu, var Sigurður Pétursson (3 mörk). Valsmenn áttu i erfiðleikum með Hauka liðið. Þegar staðan var 6:5 fyrir Val, átti Stefán Jónsson, Haukum, skot i stöng úr vitakasti. Stuttu seinna lét Stefán sem var búinn að skora 4 mörk — Jón Breiðfjörð verja skot frá sér, eftir hraðupphlaup. Ef Stefán hefði skorað úr þessum tæki- færum, er ekki hægt að segja hvernig leikurinn hefði farið (það er einkennilegt með þetta — ef og ef). Fram átti aldrei I erfiðleikum með Þrótt i leik liðanna — það eru þrir leikmenn i liði Fram, sem eiga skilið hrós fyrir frábært samspil — þessir leikmenn eru hinir frábæru linuspilarar liðsins Björgvin, Sigurbergur og Sigurður Einarsson, en þeir léku vörn Þróttar oft grátt — skoruðu samtals 7 mörk I leiknum. Crslitaleikurinn: Leikur Vals og Fram var mjög jafn framan af — Framarar leiddu fyrri hálfleikinn, en Vals- mönnum tókst að jafna úr vita- kasti 4:4 fyrir leikhlé. Fyrstu min. i siðari hálfleik tókst Valsliðinu að skora þrjú mörk og komst yfir 7:4, og er hægt að segja að þeir hafi þá gert út um leikinn. Fram tókst að minnka muninn i 7:6 — voru með knöttinn, en misstu hann til Vals- manna, þegar nokkrar sek. voru eftir. Að lokum má geta þess, að Valsliðið notaði ekki landsliðs- mennina sina sex i mótinu — sýnir það hvað breiddin er mikil hjá Val — þvi félagið sýndi i mótinu að það á marga góða handknattleiksmenn. SOS. Óbreytt landslið Alf — Reykjavik. — I dag, föstudag, er bandariska lands- liðið i handknattleik væntanlegt til landsins, en um helgina fara fram tveir landsleikir milli íslands og Bandarikjanna. HSI hefur nú tilkynnt, að engar breytingar verða á isl. liðinu frá Spánarförinni, nema hvað Axel Axelsson og Jón Hjaltalin eru for- fallaðir, Axel meiddur á fæti og Jón er við nám erlendis. Forsala aðgöngumiða er i Laugardalshöll i dag frá kl. 18-20. Þess má geta, að ýmsir aðilar hafa sýnt þakklætishug sinn til islenzka landsliðsins i verki með þvi að færa HSI peningagjafir, sem verja á til undirbúnings fyrir Olympiuleikana. Sæmdarkonan Helga Marteinsdóttir (Röðli) færði 10 þúsund króna gjöf, og skipsverjar á b/v Kaldbak, EA 1 hafa sent HSt 22.500 krónur. Yngsti fjögurra ára Páskaganga Skiðafélags Reykja- vikur var haldin við Skiðaskálann i Hveradölum á skirdag kl. 2 e.h. Um 30 manns mættu til leiks, og var mótið opið fyrir almenning. Veðrið var gott, létt frost og sól- skin. Brautin var lögð á svæðið fyrir framan Skiðaskálann. Ræs- markið var við lyftuskúrinn. Brautin var vel merkt með flögg- um, og var gengið inn með daln- um. Jónas Asgeirsson S.R. setti mótið, og eftir keppnina var verð- launaafhending fyrir utan Skiða- skálann. Margt var um manninn þar efra. Orslit urðu sem hér seg- ir: Eldri flokkur: l.PállGuðb.s.Skf. Flj.m. 22.30 2. HilmarKristj.s.Sigluf. 28.44 3. Stefán Björnss. (fyrrv. form. S.R Yngri flokkur 1. Vilhjálmur Guðm. 2. Þóra Reynisdóttir 3. Sverrir Jensson Yngstu þátttakendur voru: Anna Stefánsdóttir 6 ára Ármanni og Stefán Stefánsson 4 ára Ár- manni, en foreldrar þeirra eru Kristín og Stefán Kristjánsson, iþróttafulltrúar. 29.13 30.15 30.30 30.50 gbngunni Ráðstefna um Nálgast 11 áíB bjorgunarmal : í. . ,. gamalt Islandsmet! OÓ—Reykjavik. Skipulag og stjórnun á björgunaraðgerðum og samvinna björgunarsamtaka við opinbera aðila verður umræðuefni ráð stefnu, sem Landssamband hjálparsveita skáta, sem haldin verður á morgun og laugardag. Þeir sem að ráðstefnunni standa, segjast vona, að upp verði tekið nánara samstarf viðkomandi aðila um skipulagningu björgunarmála. Ráðstefnuna sækja fulltrúar opinberra aðila, sem um björgunarmál fjalla, og fulltrúar björgunarsamtaka. ÖE—Reykjavík. Fyrsta frjálslþróttamót ársins utanhúss var háð við Mánagarð i Nesjum á vegum Mána og Sindra, sem eru innan CSÚ I A—Skafa- fellssýslu. Mótiðfór fram 19.marz og tókst hið bezta.Langbeztí afrek mótsins var kúluvarp Guðrúnar Ingólfsdóttur, Mána, sem varpaði 10,96 m, en það er héraðsmet og aðeins 8 sm lakara en tslandsmet Oddrúnar Guðmundsdóttur, UMSS, en það var sett 1961 og 11 ára gamalt. Sigriin M. Benediktsdóttir, M, sigraði i 60 m hlaupi á 8,8 sek. og i langstökki, stökk 4,38 m. Jón M. Einarsson, M, sigraði i þremur greinum, hljóp 60 m á 8,8 sek., stökk 4,41 m I langstökki og varpaði kúlu 8,48 m. Hulda Laxdal Hauksdóttir, S, sigraði I kúluvarpi telpna, kastaði 7,80 m. Þá varpaði Sigurður Guðnason, S, kúlu pilta 9,22 m. Meðvindur var of mikill í 60 m hlaupinu. Stefán og kona hans, Kristln, með börn sln, sem þátt tóku I páskagöngunni og voru yngstu þátttakendurnir. Eins og kunnugt er, er Stefán fyrrum tslandsmeistari á skfðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.