Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 1
BILSTJORARNIR AÐSTOÐA S£NDtBILASTOÐIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Olían komin um alla höfn ÞÓ—Reykjavik. „Þetta er voðalegur við- bjóður, þvi nú hefur NA— áttina lægt og olian hefur dreifzt út um alla höfn, sagði Rikharð Jónsson, forstjóri Meitilsins h.f. i Þorlákshöfn, er við ræddum við hann i dag. Tækin, sem mennirnir frá Oliufélaginu notuðu i gær við að ná oliunni, komu ekki að þeim notum, sem til var ætl- azt, sagði Rikharð. — Þvi miður er það satt, sem Sig- lingamálastjóri segir, að engin tæki eru til i landinu til að hreinsa upp oliu af haf- fletinum. Við erum alveg varnarlausir gagnvart þessu. Olian liggur nú upp við bryggjurnar og hér i fjör- unni fyrir framan frystihús- ið. Þegar við ræddum við Rikharð var að byrja að flæða að, og bjóst hann við, að ljótt yrði umhorfs i höf- ninni eftir háflóð og seinni- hluta dags áttu bátarnir, sem allir voru á sjó, að koma til hafnar, og mátti þá búast við þvi að að þeir yrðu allir löðrandi i oliu. Rlkharð, sagði að menn frá Olíufélaginu h.f. hefðu aftur átt að koma i gær með tæki til að hreinsa oliuna upp úr höfninni. i 79. tölublað— Laugardagur 8. april 1972 —56. árgangur ^PWWKfe** í % % w t jftlf fS» - . */'*m: w----^^'"«' Sftfr \1É8 Ifc-'* Kannski vcrður aftur fariö að hengja upp skreið i rikum mæli hér á landi, cf skreiðarmarkaðurinn i Nigeriu opnast fyrir islendinga. Myndin er frá þeim tima, er skreiðarverkun var með blóma. Gowon leyfir skreiðar- innflutning til Nígeríu Ætlar að veita innflutningsleyfi fyrir takmörkuðu magni. Islendingar leita fyrir sér um sölu á skreið þangað eftir fimm óra hlé KJ—Reykjavík. Gowon forseti Nigeriu hélt mikla ræðu á föstudaginn I fyrri viku, 31. marz, og fjallaði hún að mestu um fjármál landsins næsta árið. t ræðu þessari sagði Gowon m.a., að veitt yrðu tak- mörkuð innflutningsleyfi fyrir skreið, en gat ekki nánar um hvernig innflutningi þessum yrði háttað, né hverjir fengju leyfi til að flytja inn skreið, eða frá hvaða löndum húii yrði flutt. tslenzk stjórnvöld, og þeir sem verzla með skreið, vinna nú að nánari könnun þessa máls, og eru likur fyrir þvi, að frjáls skreiðar- sala geti farið fram frá tslandi til Nigeriu i fyrsta skipti siðan 1967, er styrjöldin brauzt út i Nigeriu. Stefán Gunnlaugsson, deildar- stjóri i viðskiptaráöuneytinu, sagði i viðtali við Timann i gær, að ekki hefðu borizt nákvæmar fréttir um þetta, en i ræðu sinni hefði Gowon sagt eftirfarandi um skreiðina, eftir að hann hafði til- kynnt um aðra hluti: „Leyfður verður takmarkaður innflutning- ur á skreið til að fullnægja eftir- spurn i landinu eftir eggjahvitu- auðugri fæðu, en haft verður i huga að skerða ekki hagsmuni fiskiðnaðarins i landinu. Stefán sagði, að þessi mál myndu skýrast á næstu dogum, en bæði stjórnvöld og útflytjendur ynnu nú að þvi að afla sér frekari frétta af þessum ummælum Gowons. Þá sagði Stefán, að vitað væri um ýmsa aðila i Nigeriu, sem gerðu sér vonir um að fá inn- flutningsleyfi, og geta siðan gert innkaup á skreið á Islandi. Um eitt og hálft ár er nú siðan siðast var seld skreið héðan til Nigeriu, og var það þa skreið sem Alþjóða Rauði krossinn keypti Frh. á bls. 15 Leyfi veitt til kaupa á 8 japönskum skuttogurum - sem kosta um 900 milljónir króna. Allir togararnir komnir hingað í maí á næsta óri 1 1 gær var endanlega gengið frá kaupum á átta japönskum skut- togurum, 490 tonn að stærö, til tslands, og liklegt er að rikis- stjórnin gefi einnig leyfi til kaupa á níunda togaranum. Japönsku viðsemjendurnir i þessum viðskiptum eru Ataka/Taiyo, og höfðu þeir gefið frest þar til i gær, að ganga en- danlega frá samningunum. A fimmtudaginn gaf rlkisstjórnin leyfi sitt til að kaupa mætti þessa skuttogara til landsins, og endan- lega gáfu bankarnir leyfi sitt til kaupanna igær. Verð skipanna er 380 - 393 milljónir yena, en það mun samsvara eitthvað i kring um 110 milljónum islenzkra króna. Þeir sem fá þessa átta skuttogara, eru: Sildarvinnslan h.f. Neskaupstað, Bergur og Huginn S. F./ Vestmannaeyjum, Tangi h.f. Vopnafirði, Miðfell h.f. Hnifsdal, Hvalbakur h.f. Stöðvar- firði, en það félag er sameign Stöðfiröinga og Breiðdælinga. Sjötta togarann fær Jökull h.f. Raufarhöfn, sjöunda Útgerðar- félag Skagfirðinga, Sauðárkróki, og áttunda - Hraðfrystihús Fáskrúðsfiarðar, Fáskrúðs- firði. Niunda togarann hafa svo Ólafsfirðingar pantað, en ekki hefur verið veitt endanlegt leyfi fyrir kaupunum á honum, enn sem komiö er. Togararnir veroa afgreiddir til kaupenda i sömu röð og að framan greinir, og verða tveir þeir fyrstu afhentir I Japan i desember, 2 i janúar, 3 i febrúar og 1 I marz á næsta ári. Heimsiglingin mun taka um 6 vikur, svo að i maí á næsta ári munu átta eða niu japanskir skut- togarar, að verðmæti samtals nærri einn milljarður, hafa bætzt i togaraflota Islendinga. — KJ Fjárdráttur | hjá embætti 1 bæjarfógeta | á Akureyri | Talið að tveir starfs ] menn hafi dregið sér | á þriðju milljón króna | KJ — Reykjavik. = Tvcir menn, sem störfuðu = hjá embætli bæjarfógetans á = Akureyri viö afgreiðslu toll- = skjala, hafa orðiðuppvisir að = miklum fjárdrætti hjá em- = bættinu. Er talað um, að hér = sé um á þriðju milljón króna = aðræða. Mennirnir hafa sett = tryggingu fyrir upphæðinni s og eru byrjaðir að greiða fé = til baka. = Ofeigur Eiriksson bæjar- = fógeti á Akureyri, sagði i við- = I tali við Timann i gær, að = fjárdráttur þessi heföi = komizt upp fyrir nokkru, og = hefði undanfarið verið unnið = að því að kanna, hve um- = fangsmikill hann væri. Ekki 5 vildi bæjarfógeti nefna neina = ákveðna upphæð 1 þessu = sambandi, en staðfesti, að = um væri að ræöa nokkur |j hundruð þúsund krónur. 5 Bæjarfógeti sagði, að = þessir tveir starfsmenn = Frh. á bls. 15 =

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.