Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 8. april 1972. Óðurinn um Bernadettu iffi!!: Hf, ffl If mif. Iffl! Im IH!..: ffil, H III.. Upphlaupið mikla Menn undrast almennt mjög þaö mikla upphlaup, sem stjórnarandstaðan hefur gert vegna þeirrar ákvörðunar rlkisstjórnarinnar að taka til- boði Bandarikjastjórnar um að leggja fjármagn til leng- ingar flugbrautarinnar á Keflavikurflugvelli.um leið og Bandarlkjastjórn féll frá öllum þeim skilyrðum, sem hún hafði áður sett fyrir fjár- veitingunni, en þeim skil- yrðum, þ.e. að fjárveitingunni fvlgdi skuldbinding af hálfu rikisstjórnar ísl. um að hér á landi dveldist bandariskt herlið um ófyrirsjáanlega framtið, var algerlega hafnað af islenzku rikisstjórninni. Um leið og ríkisstjórnin tók þessu tilboði lýsti hún þvi yfir, að samþykki hennar breytti i engu afstöðu rikisstjórnar- innar til endurskoöunar varnarsamningsins við Bandarikin, en skv. málcfna- samningi stjórnarflokkanna væri stefnt að þvi aö herliöið hyrfi úr landi. i ræöu, sem Einar Agústs- son, utanrikisráöherra, flutti i Sameinuðu Alþingi i fyrra- dag, sagði hann, að stefna rikisstjórnarinnar væri sú sk- v. málefnasamningi að island yrði áfram I Nato. Jafnframt væri i inálef nasa m ningnum lýst yfir sérstöðu Alþýðu- bandalagsins i þessu máli og þyrfti hún þvi engum að koma á óvart. Utanrikisráöherra kvaðst marg oft hafa lýst þvi yfir og gerði það enn, að island myndi standa við allar þær skuldhindingar, sem af aðildinni að Nato leiddu. Með aðild að Nato hel'ði island skuldbundið sig til að láta bandalaginu I té aðstöðu hér á landi. Um það var samið, að þcesi aöstaða værisú, að veita Nato aðstööu og afnot af Keflavikurflugvelli án hcrliös, og um leið itrekað að ekki dveldist erlendur hér á islandi á friðartimum. Bandalagið taldi, og teiur væntanlega enn, að mikilvægt se i þvi ástandi að hann fullnægi þeim kröfum um aðstöðu Nato, sem talin var og talin er nauðsynleg. Flugvöllur án hers Fjárveiting Bandaríkjanna fyrir hönd Nato til að leggja flugbraut á Keflavikurflug- velli i þvi skyni að hann geti þjónað sómasamlega flugum- ferð nútima flutningatækja er þvi i samræmi við upphaflega samninga við Nato, þ.e. að bandaiagið hefði afnot af Keflavikurflugvelii án herliðs og þvi aigjörlega óháð þvi, hvort hér dveldst erlendur hcr áfram eða ekki, en undir- strikar aöeins að island ætlar áfram að vera i Nato og rækja skyldur sinar við bandalagið, þótt herliðið hverfi úr landi. Uta nrikisráöherra hefur margitrekað, að sú könnun á varnar- og öryggismálum, sem nú er i gangi, beinist að þvi að athuga möguleika á að Nato hafi hér aðstöðu án her- liðs, þ.e. að endurskoðun varnarsamningins beinist að þvi að Nato verði tryggð nauð-' synleg aðstaða á Keflavikur- flugvelli eins og ákveðið var er islands gerðist aðili að Nato 1949, en bandariska herliðið hverfi á brott. Lenging flug- brautarinnar og fjármögnun Nato eða Bandarikjanna fyrir liönd Nato á þeirri fram- kvæind er i fyllsta samræmi þessa stefnu’ við -TK J. P. biður Landfara fyrir eftir- farandi pistil, þar sem hann harmar sina missu — og annarra. „Heill og sæll Landfari. Þú ágæta allra gagn, sem tekur með stakri þögn og þolinmæði öllu, sem i þig er spýtt, jafnvel þótt sumir kjósi að spýta mó- rauðu. t þetta sinn hefi ég enga löngun til þess, heldur hins að bera litil-- ræði undir þig. Heldur þú ekki, að honum Svarthöfða leiðist? Mér flýgur þetta i hug vegna þess hvað ,,A málþingi” er orðið súrt og eimslafullt upp á sið- kastið. Aumingja Svarthöfða virðist flest til ama. Einkum er honum klaksárt til flokka þeirra sumra, sem standa að núverandi rikisstjórn. Er alloft tilkominn með fýlulega fyndni um ýmsa, er standa þar i fyrirrúmi. Stundum bryddir jafnvel á skapvonzku. Það er, sem blessaður Svart- höfði leggi kollhúfur likt og slitinn brúkunarhestur, sem er óánægð- ur með reiðinginn sinn, eða finnst baggarnir of þungir. Þó tók fyrst steininn úr, eftir að trippið hún Bernadetta setti upp rassinn, beint upp i opið geðið á islenzku pressunni. Fyrr má nú rota en dauðrota! Enda undruð- ust margir slika fúlmennsku. Og ofan á allt annað hendir það nú blessaðan Svarthöfða að fyllast afbrýði. Þvi hefði maður þó sizt trúað um svo vænan mann til munns og handa. Þaö mátti lesa það ,,á mál- þingi” um þær mundir að til- tekinn alþingism. islenzkur, sem var á slóðum Bernadettu, hafi eitthvað fiktað við hana, og þvi hafi hún framið þennan verknað. Satt mun það hjá Svarthöfða, að illa -tamin trippi eiga það til að setja upp rassinn, séu þau kitluð á viðkvæma staði. En margir telja að minnimáttarkennd i kitlum og kvennafari skyldu menn forðast að setja á prent. Þér að segja Landfari, sló i veð- mál hjá mér og kunningja minum um það, hver af pressuliðinu mundi slyngastur að hemja heiðursgestinn, hefði hann komið á ballið. Við vorum sammála um, að til þeirra hluta hefði Addi litli hjá stofnuninni enga likamsburði. Áður en við yrði litið hefði skassið stungið honum i skjóðu sina, þar geymdi hún hann unz hún gengi til náða. Þá tæki hún hann úr pússi sinu, og léki við hann brúðu- leik þar til hann signdi sig og sofnaði. Afturá móti var kunningi minn þess fullviss, að Eykon hefði i fullu tré við gestinn. Eins og allir mættu sjá, hefði hann svo tryll- ingslegt augnaráð, að skassið missti óðara máttinn, er hann bæri það augum. Við þetta skraf kunningja mins varð ég svo eldheitur og æstur að ég veðjaði á stundinni heilum svartadauða á Svarthöfða. Ég leyfði mér að láta þau orð fylgja, að.minn maður hefði að minnsta kosti þrennt fram yfir Eykon. 1 fyrsta lagi: Frá bernsku væri Svarthöfði augsýnilega uppalinn með ótemjum. Hann hefði svo að segja frá fæðingu æfingu i að leggja við þær beizli og koma á þær reiðtygjum, hversu ólmar sem þær væru. f öðru lagi: Svo yfirbragðs- mikið útlit hefði minn maður, léti hann brýr siga, að það ylli hverri skepnu meiri ótta en augnaeldur Eykons. I þriðja lagi: Eykon væri væsk- ill, bæði að burðum og vallarsýn. En allir mættu sjá að Svarthöfði væri mikill vexti og hlaðinn orku. Aldrei hef ég átt visara veðmál. En, sem sagt bannsett trippið hún Bernadetta kom ekki. Skaps- munir Svarthöfða gengu úr skorðum, og ég missti af veð- málinu. Þvi finnst mér, Landfari minn, að það sé ég, sem hef fulla ástæðu til að vera sorgbitinn, en ekki Svarthöfði. Þvi bið ég þig að koma þessum linum til hans, með þeim tilmælum, að ,,á málþingi” taki að bera glaðari svip og já- kvæðari. Að svo mæltu óska ég þess, að sút megi fljúga úr brjósti Svarthöfða, svo sem irska val- kyrjan fló úr höndum pressu- manna. LÆKNARITARI Staöa ritara viö röntgendeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Stúdents- eða hliðstæö menntun, ásamt vélritunarkunn- áttu áskilin. Upplýsingar um stöðuna gefur ritari deildar- innar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist skrifstofu Borgarspitalans fyrir 15. aprfl n.k. Reykjavik, 5. 4. 1972. Heilbrigöismálaráð Reykjavikurborgar. KONl HOGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. opið laugardaga kl. 9 — 12 SHyciii ArmOla 7. — Slml M450. TOLVUTÆKNI Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur- borgar óska að ráða nú þegar eða 1. júni, starfsmann til tölvugæzlu og annara starfa sem tengd eru tölvuvinnslu. Umsóknarfrestur er til 21. april. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu vorri að Háaleitisbraut 9, simi 38660. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikurborgar. JÖRÐ OSKAST Félagssamtök óska að kaupa jörð eða jarðarhluta. Skilyrði er að á staðnum sé aðstaða til stangarveiði eða fiskræktar, og að vegalengd frá Reykjavik sé ekki meiri en 450 km. Þeir sem kynnu að vilja sinna þessu, vinsamlegast sendi upplýsingar merktar: „S.I.” i pósthólf 121, Keflavik. j.p. L* Sjálflokandi viðgerðahlekkir f/snjókeðjubönd (,,Patent“-hlekkir), fyrirliggjandi í tveimur stærðum. §/Uyi2ILL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.