Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 8. april 1972. Sunflower Leikstjóri: VITTORIO DE SICA llandrit: Cesare Zavattini og P. Guerra Tónlist: Henry Mancini, kvik- myndari: Giuseppe Rotunno. Sýningarstaður: Hafnarbió, Is- ienzkur texti. Milanó i seinni heimsstyrj- öldinni. Saumakonan Giovanna (Sophia Loren) hittir rafvirkja Antónió (Marcello Mastroianni) hann á að fara á vigstöðvarnar i Afriku daginn eftir, en vill miklu heldur hvila i hlýjum faðmi hennar. Hún stingur upp á þvi að þau gifti sig i snarhasti svo hann fái tólf daga frest, þá verði strið- inu ef til vill lokið. Antónió er ekki allt of hrifinn, hann er vanur að fara sinu fram og vill helzt ekki binda sig. Þau giftast og eyða hveitibrauðsdögunum i heima- þorpi hans. Þegar fresturinn er liðinn læzt Antónió, að ráöum konu sinnar, vera óður og er sett- ur á geðveikrahæli. Þar kemst upp um brallið, og hann á um tvo kosti að velja, herrétt eða vig- stöðvarnar i Rússlandi. Hann velur þær, þvi hann hefur þó veika von um að sleppa lifandi þaðan. Giovanna fréttir ekkert af hon- um og hermálaráðuneytið telur hann fallinn en hún vill ekki trúa þvi að hann sé látinn. Svo er strið- inu lokið og löngu seinna koma ttalarnir, sem börðust i Rússlandi heim, en einn þeirra þekkti An- tónió og lýsir helgöngu þeirra fyrir Gióvönnu. Hún sannfærist ekki þó að hann segi henni að Antónió hafi örmagnast og hnigið út af i snjóinn. Hún afræður að fara sjálf til Rússlands og ganga endanlega úr skugga hvort hann lifi. Þegar þangað kemur hittir hún vingjarnlegt fólk sem reynist henni hjálplegt i alla staði. Hún sannfærist um það sjálf, að það eru ttalir eftir i Rússlandi þó að stjórnarfulltrúinn segi henni það gagnstæða. Hún heldur áfram leitinni, sýnir öllum myndina af sinum heittelskaða Antónió og kemur loks á heimili hans, þar sem kona hans, rússnesk (Lyud- mila Savelyeva) og dóttir eru. Hann er i vinnunni. Gióvanna hlustar hljóð á frásögn konunnar á björgún Antóniós og fylgir henni eftir niður á brautarstöð. Þar stigur Antónió brosandi út og ætlar að kyssa sina rússnesku konu, en hún bendir honum á Gió- vönnu. Þetta verður ofraun fyrir hana og hún flýr með lestinni án þess að tala við hann. Þegar hún kemur aftur til ttaliu, hættir hún að klæðast dökkum fötum og fer að vinna i verksmiðju. Þar hittir hún mann sem hún giftist og eignast með honum son. En Antónió ákveður að fara til ttaliu og hitta hana. Þegar hann kemur stingur hann upp á þvi, að þau tvö fari burt og byrji nýtt lif. En hún aftekur það, hann er bundinn af konu og barni i Rússlandi og hún af eiginmanni og syni. Þau kveðjast i nöpru morgunkulinu á brautarstöðinni alveg eins og þegar hann fór til Rússlands og munu aldrei sjást aftur. Handritið er afar slappt, ekki bætir úr skák að eintakið sem hér er sýnt er „dubbað” með enskum texta, sem á alls ekki við hinn ofsafengna italska leikstil, sem ræður rikjum i myndinni. Það væri hægt að fyrirgefa mörgum leikstjórum mistökin og áhugaleysið á viðfangsefninu en ekki De Sica og Zavattini, mönn- unum, sem gerðu „Umberto D” auk fleiri mynda, sem munu halda nöfnum þeirra á lofti, Tónlistin er ósköp venjuleg við svona myndir og Rotunno kvik- myndarinn mjög hefðbundinn og venjulegur lika. Rússnesk atriði myndarinnar eru kvikmynduð af Rússa. P.L. : Guömundur Björn Gunnarsson JP'*! Einar Torfason Hann klappaði ósköp hlýlega á öxlina á mér, brosti góðlátlega og sagði: „Fri hjá kennurum i dag”. Ég áttaði mig ekki vel á þvi hvað maðurinn meinti, vegna þess að mest öll helgin hafði farið i ýmiss konar staut i sambandi við starf mitt i skólanum, úrvinnslu verk- efna og þess háttar. „Mér hefur nú ekki fundizt vera mikið um fri þessa dagana,!’ sagði ég ósköp tómlátlega, þvi að ég gerði mér ljóst að vonlaust var fyrir mig að sannfæra manninn. Ég hef langa reynslu af þeirri hugmyndafræði, sem hann og hans likar aðhyllast. „Já, krakkarnir sögðu að það væri fri i tvo daga”. Og fyrr en ég komst að með nokkrar skýringar, hélt hann áfram: Já, þið eigið gott þessir kennarar. Hafið fri allt sumarið. — Jólafri — er það ekki nærri mánuður? Páskafri — hálfur mánuður? Og svo ótal mánaðarfri og aukafri, þegar ykkur sjálfum þóknast. Það er ekki von að krakkagreyin læri. — Já, og svo viljið þið fá hækkað kaup. Eru ekki yfirstandandi hjá ykkur baráttu- fundir? Eru þessi fri kannski i tilefni þeirra?” Nú þurfti kunningi minn að anda, svo að mér tókst að skjóta inn nokkrum setningum. „Þú talar um fri. Ég held að kröfur, sem kennarar gera, séu þær, að fá greitt fyrir vinnu, en alls ekki um aukin fri. Tillögur um styttan skólatima, eða öllu fremur andófið gegn lengdum árlegum námstima, kemur úr annarri átt en frá þeim.” Nú hrasaði kunningi minn á skaphöfninni: „Þú ætlast þó ekki til að við séum að láta ykkur þvælast með krakkana i skóla allt sumarið eða látum taka af þeim jólaleyfi. Ég held það sé nógu löngum tima varið i þetta bókarstagl.” Nú var komið að mér að brosa. útifundur okkar félaganna varð ekki lengri. Við kvöddumst með virktum, og hvor hélt sina leið. Mér var hugsað til liðinna ára, þeirra sem nú eru langt að baki. Steinn Sveinsson, kennari sina, hvorki i ræðu né riti. Og nú er unglingavandamál eitt þekktasta orð islenzkrar tungu. Óþekktaranginn glottir laun- drjúgur, vilji kennarinn byrsta sig, og segir: „Heyrðu góði, það er bannað að berja. Þá verður þú rekinn og færð ekki kaupið þitt”. Og kennarinn, „stressaður’’ á nútimavisu, reynir að grufla upp eitthvað úr sálarfræðinni, sem geti komið til liðs við hann, en þvi miður Pattinn hristir kollinn, fullorðinslegur eins og hans aldri ber, þar sem hann hefur fetað námsstigann gætilega upp á við. Hér áður, þegar strákurinn var óstýrilátur, hóf þurfalingurinn gráar, loðnar brýrnar, hvessti augun á sökudólginn og lét reglu- stikuna dansa á gómum hans og hrygglengju. Og strákurinn lét sér segjast. Hann skildi mál og þýðingu agans. Úti i Armúlaskóla sitja kennarar við úrvinnslu verkefna. Þeir standa þessa dagana andspænis árangri starfsins, sem unnið hefur verið það sem af er vetri — og satt sagt sýnist mér, að þeim muni annað skapi nær en að lita á iðju sina sem fristundaföndur. Skólinn er eitt þýðingarmesta þjónustutæki samfélagsins, og þess vegna ber að umgangast hann sem slíkan. Yfirvöldum er ekki skylt að veita þeim kennarastöðu, sem ekki er talinn valda verkefninu. En það á að vera skylt að sýna honum virðingu og launa samkvæmt starfsmati, eftir að hann hefur verið i stöðuna settur. Þegar ég var að alast upp, var kennarinn i minni sveit fatlaður þurfamaður, sæmilega læs og vel skrifandi. Hann var ófær til meiri- háttar efriðisvinnu, og þótti þvi sjálfsagt að láta hann annast fræðslustarfið. „Hann hlýtur að geta sagt krökkunum til”, sagði fólkið. Þá voru unglingavandmál óþekkt hugtak i minni sveit. Nú er öldin önnur — nýr timi runninn upp i islenzku þjóðlifi. Námsgreinarnar, sem gamli þurfalingurinn var að stauta inn i unglingana á morgni tuttugustu aldarinnar, oftast með tilætluðum árangri, þær kenna nú háskóla- menntaðir menn, en oft án árangurs. Nú situr kennarinn úttroðinn af háleitri þekkingu með sálfræði- legar vangaveltur andspænis hóp af þvi nær fullvöxnu fólki, sem naumlega getur lesið sitt móður- mál, og alls ekki túlkað huesun 1 nokkrum þáttum mun hér i blaðinu verða brugðið upp svip- myndum úr dagsönn skólanna og hlustað á viðhorf kennara og nemenda. Væri vel, ef einhverjum yrði af þvi ljósara en áður, hvað komið gæti fyrir þann skattpening borgaranna, sem til þessarar starf- semi er varið. Frá Ármúlaskóla Skólastjóri Ármúlaskólans er Magnús Jónsson. Skólinn tók til starfa haustið 1951, og þá sem verknámsskóli i húsi Jóns Loftssonar á Hringbraut 121. En þar var aðeins húsrými fyrir piltana. Stúlkunum var kennt á efstu hæð Austurbæjarskólans. Nú er þetta breytt orðið. Nemendur skólans stunda bæði verknám og bóknám, en hann er aðei'ns fyrir þá, sem lokið hafa skyldunámi, starfrækir 3. og 4. bekk gagnfræðastigsins. Auk þess starfar við skólann ein hjálpardeild. Bóknáms- og verknámsdeildir hafa sama námsefni i islenzku, ensku, dönsku og reikningi, en verknámsdeildirnar hafa minna i almennum lesgreinum. Verkleg kennsla hjá þeim er frá 10-15 stundir á viku. Þótt oft sé talað um húsnæðis- skortfyrir skólahaldið i landinu, þá mun þó mega telja, að nokkuð vel hafi verið að unnið hvað snertir uppbyggingu skólahúsnæðis, sé miðað við fólksfjöldann, en náms- aukningin er svo gifurleg. Vitanlega ber að stefna að ein- setningu i skólunum. Mikill mis- brestur er orðinn á heimanámi, enda misjöfn aðstaða nemenda til að rækja það svo vel sé. Það væri þvi feykileg bót að fá lestrarað- stöðu i skólunum. En allar þjóðir, sem hafa einsettan skóla, skapa þá aðstöðu jafnframt. Auk þess er i einsettum skóla miklu betri vinnu- dagur. Að loknum starfsdegi skólans mætti þá nýta húsnæðið til félags- legra þarfa, og kæmi það vafalaust mörgum að góðu gagni. — Þetta er tuttugusta og annað árið, sem ég hef á hendi stjórn þessa skóla. A þeim tima hefur auðvitað margt breytzt, en mann- gerð nemendanna finnst mér þó svipuð þvi sem var. Hitt er svo annað mál, að ýmsar félagslegar ástæður eru allt aðrar og peningaráð unglinganna meiri. Unglingarnir eru að verða sjálfstætt þjóðfélag i þjóðfélaginu — þjóðfélag, sem setur sér sin eigin lög og reglur. Og það er ekki vist, að félagsleg og réttarfarsleg við- horf þessara tveggja þjóðfélaga séu ávallt þau sömu. Ymsar breytingar á viðhorfum unga fólksins eru áhrif erlendis frá og unglingavandamál eru hér, þótt Eysteinn Björnsson, kennari Nemendur i vetur eru 742 i 29 bekkjardeildum, sem skiptast i Landsprófsdeildir Verzlunardeildir Almennar bóknámsdeildir og Verknámsdeildir. ÍD. Ragna Jónsdóttir, kennari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.