Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 8. april 1972. um þær sakir. En er hún kom til frændkonu sinnar, gekk hún brátt úr skugga um það, að hún var gajgnólík bróð ur sínum. Hún sá hana eigi, fyrr en dag- inn eftir það, er hún kom. Frænka hennar sat í stóreflis hægindastól, hélt á skænum og hafði pjötlu-körfu fyrir framan sig á borðinu. Það var lítill kvenmaður, farin að verða hrukkótt í andliti, enda komin um hálífisextugt. Siterka meðalalykt lagði á móti ungu stúlkunni, er hún kom inn í herbergið, seim frænka hennar sat í. Húsgögnin voru gamalleg. Frænka hennar laigði nú skær- in frá sér, oig rétti henni hönd- ina. — Sjáum til! mælti hún, Oig heilsaði henni síðan mjög alúð- lega. Grace þakkaði henni nú fyrir það, að hafa leyft sér að koma, og svaraði frúin því engu, en hélt áfram að klippa og laigði pjötlur ar á botrðið. — Mér bótti leitt, að geta ekki heilsað yður í gærkveldi, mælti Grace, — en maðurinn yðar, sem vill, að ég þúi sig, og kalli sig frænda, saigði, að þér væruð ekki vel hress. — Ég er aldrei vel hress, svar- aði frúin, oig dró fremur niður i henni. — En sjúk er ég heldur eigi verulega, guði sé lof, mælti hún ennfreimur. Grace fann, að hún hafði minnzt á efni, sem frúnni var við- kvæmJt. Frúin mæltist nú oig til þess, að hún þúaði sig- — Þú ert vonandi betri til heils unnar, en ég? mælti hún. — Ég hefi aldrei veikzt! svaraði Gxace. — Því betra fyrir þig, svaraði frúin, — enda myndirðu að öðr- uim kosti borátt hafa rekið þig á það, að hér er lítið tillit tekið itil þcss, þó að maður sé veikur! Frændi þi.nn c>r nú svona gerður! Eða hvað segirðu um það, að hann ætlaðist til þess, að ég, sem verið he'fi veik árum saman, svar- aði sjálf öllum bréfunum, er komu frá Lundúnum, og lutu að ferð þinni hiingað! — Voru það hréfin, sem Wam cr iritaði? mælti Grace. — Já, svaraði frúin, .— og þó að það, seim gerzt hafði, hefði fcngið svo mjög á imig að ég varð, að brúka tvenns konar meðul, neyddist ég þó til þess, að lesa ölL bréfin! — Það var fallega gert af þér! mælti Grace .— En þegar ég imissti hann frænda minn. . . — Þ,'.ð var óttalegtimælti frú Sturm. — Tölum ekki um það! Það hcfir slæm áhrif á tauigarnar í mér! Grace féllu samræðumar við frænku sína engan veginn sem bezt, og sá hún, að hún myndi þurfa á allri stillingu og þolin- mæði að halda, ætti henni að semja við frænku sína, er virtist v ra í mrira lagd duttlungafull. XIII. KAPÍTULI. Nýtt líf hófst nú, að því er Grace snerti, Oig gleyimdi hún því brátt foirtíðinni, og tók aftur fyrri gleði sína, er hún var farin að kynnast. Hafði hún verið þar skaimma stund, er hún bauðsit til þess, að veita aðstoð sína við heimilisstörf- in, en frænka hennar kvaðst, þótt veik væri, kunna bezt við það — af vananum — að sinna þeim sjálf. Þegar Grace hafði snætt imorg- unverð, og háskólakennarinn var fa.rinn að heiman, til þess að sinna fyrirlestrum sinum við háskólann, igafst henni því tími til þess, að litast um í bonginni, og fór Lpcy Donncr þá út með he,nni. Svell kom þar á tjörnina á vetr um, og k ‘pptust þá prússnesku liðsforingjarnir, og stúdentamir, um það, að fá að aka henni í sleða, enda þótti öllum hún lag- lcig. Þegar Grace var ein — en það var nú sjaldnar, en hún vildi, því að frúin vildi gjarna sem oftaslt ha'fa einhvern hjá sér, til þess að spjalla við um þjáningar sínar — datt henni einatt í hug: — Skyldi Anna enn imuna vináttu okkar, eins og um var talað? Grace hafði ritað henni, er hún var nýkomin til Þýzkalands, og hafði látið bréfið innan í bréf til ungfrú Griigg, með því að hún taldi víst, að hún vissi hver utan- áskriftin til Önnu ætti að vera. En er bréfi þessu vair engu svarað, ritaði hún aftur, og var bréfið svo látandi: Bonn Tippeldorfer Alle. Kæra Anna! Þú skrifar mér ekki og reiðist mér ef til vill, er ég nú rita þér aftur. ■— Ég þekki ástæður þínar, og get ég ekki annað, en hugsað uim einkennilega bréfið, sem mað urinn, er þú vonandi sérð oft, kom imeð. En mér finnst, að þú eigir ekki að anza duttlungum föður þíns, því að ekki igetur það gert nein- um mein, þó að við skrifum hvor annarri, en gagni þessi tilraun mín nú ekki, verð éig að fara að auglýsa í blaðinu „Times“, eins og um var talað, og iman ég vel hvernig. — Gættu því þessa. Á hinn bóginn verð ég að líta svo á, sem þér líði vel, þar sem hefir eigi griplð til þessa —. Sjálf les ég blaðið daglega. — Frænka mín fær það frá Hill- mann oig Hicks. Ei,ns og þú sérð hefi ég — ein- göngu þín vegna — haldið dag- bók, sem ég læt nú fylgja bréfi þessu. — Líklega þykir þér ekki mikið gaiman að henni, en hún sýnir þér þó, hversu líf imitt geng- ur á degi hverjum. Þú getur ekki gert þér neina hugmynd um, hversu firænku minni er háttað —. Manstu ekki hvernig ég hæddist að ungfrúnum Grigg, ég má þó telja þær engla, í samanburði við frænku mína og skilurðu þá, hvers kyns vera muni Ef frændi iminn, prófessorinn, sem er gaimall, og góðlátlegur maður, væri hér eiigi, veit ég ekki, hvað úr mér væri orðið. En það er huiggunin, að þetta verður engin eilífð, því að þegar ég er fullveðja, .get ég farið aftur til Englands, verð ég minn eiig- inn herra, og fæ gnótt peninga í lófana. 1079 Lárétt 1) Poki,- 5) Kassi,- 7) Borða.- 9) Té,- 11) Kaffibætir,- 13) For,- 14) Nagla,- 16. Fanga,- 17) Landi,- 19) Upphæðir.- Lóðrétt 1! öfluga,- 2) Skst,- 3) Glöð,- 4) Plantna.- 6) Sáir.- 8) Verkfæri.- 10) Amu..- 12) Dýri,- 15) Handlegg. 18) Hljóm.- Ráðning á gátu no. 1078. Lárétt 1) Mistur.- 5) Ars,- 7) Ræ,- 9) Elda,- 11) Tré,-13) Arm.- 14) Atla.-16) Ós,-17) Glasa.- 19) Fitlar.- Lóðrett 1) Myrtar,- 2) Sá.- 3) Tré,- 4) Usla.- 6) Hamsar,- 8) Ært,- 10) Drósa.-12) Elgi,- 15) Alt.- 18) Al,- Komið ykkur um borð. Lokið hlerunum. — Hvers vegna er ekki skotið af byssum skipsins? — Er allt tilbúið til brottfarar? — Viö höldum nú aftur til Frigia. — Og þetta allt vegna nokkurra hákarla, og við með okkar stóru og kraftmiklu byssur. — Lið- þjálfi. Farið með menn þina upp i brúna, og athug- aðu, hvað þar er eiginlega á seyöi. D R E K I SIIPPOSE yOU’RE RIGHT, MR. WALKER. WON'T THAT GANG COME AFTER YOU? Hr. Walker, hugmynd yðar um ræningjana er snjöll, en —Sannanir? Ég skal láta yður vita, þegar ég hef fengið þær. — Þetta er annars lögreglu- stjórinn, sem heldur að ég sé vitlaus. Skyldi þetta fólk trúa mér. Þetta er mín saga, viltu birta hana. — Hún er sannarlega þess virði að hún sé birt. Við lentum i miklum vandræðum með ræningjana hér. En ef þér hafiðá réttu að standa, hr. Walker eigið þér þá ekki reiði ræningjanna yfir höfði yðar? — Jú, og það er einmitt það sem ég er að reyna að koma i kring. 11II lifHii I Laugardagur 8. april. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Víðsjá Haraldur Ólafs- son dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz Jón Gauti og Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 tslenzkir söngkvartettar taka lagið. 16.15 Veðurfregnir. Barna- timi a. Leikrit: ,,Á eyðiey” eftir Einar Loga Einarsson, fyrri liluti. (áður útv. vorið 1969). 16.45 Barnalög sungin og leikin. 17.00 Fréttir. A nótum æsk- unnar Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.40 Úr myndabók náttúr- unnar Ingimar Óskarsson nátturufræðingur talar um fasana. 18.00 Söngvar i léttum tón Peter Knight stjórnar kór sinum og hljómsveit. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Kqnnun á refsi- og fang- elsismálum, siðari hluti. t þessum þætti fær Páll Heið- ar Jónsson viðmælendur sina til að benda á umbóta- leiðir. 20.15 Hljómplöturabb Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 21.00 Smásaga vikunnar: „Sagan af skáldinu Lin Pe og tömdu trönunni hans” eftir William Heinesen. Hannes Sigfússon is- lenzkaði. Elin Guðjónsdóttir les. 21.30 Kinversk tónlist. 21.40 Blanda af tali og tónum Geir Waage sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 8. apríl 1972. 17.00 Slim JohnEnskukennsla i sjónvarpi. 19. þáttur. 17.30 Enska knattspyrnan 18.15 iþróttirM.a. myndir frá skiðalandsmótinu á Isafirði. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Höfundur „Love Story”. Viðtal við bandariska rithöf- undinn Eric Segal. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir. 20.35 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. IIvcitibrauðsdagar. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 21.00 Myndasafnið. Um- sjónarmaður Helgi Skúli Kjartansson. 21.30 í leit að liðinni ævi (Random Harvest) Banda- risk biómynd frá árinu 1942, byggð á skáldsögu eftir James Hilton. Leikstjóri Mervyn Le Roy. Aðalhlut- verk Ronald Colman, Greer Garson og Philip Dorn. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. Maður nokkur, sem m-isst hefur minnið og glatað allri vitneskju um fyrri hluta ævi sinnar, gengur að eiga unga leikkonu. En eftir nokkurra ára hjónaband lendir hann i bilslysi, og við það skýtur upp gömlum minningum, en nýskeðir atburðir sökkva i gleymskunnar djúp. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.