Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.04.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. april 1972.• TÍMINN 15 Verðlaunasamkeppni Fl, Æskunnar og Lego Stúlka úr Mývatnssveit og drcngur af Seltjarnarnesi hiutu verðlaunaferð til Danmerkur i sumar. 1 vetur efndu Barnablaðið Æskan, Flugfélag Islands, Reyk- jalundur og Lego fyrirtækið i Danmörku til verðlaunasam- keppni, sem var i þvi fólgin.að keppendur áttu að þekkja likön af byggingum, sem búnir voru til úr Lego kubbum. Myndin af byggingunum ásamt upplýsingum um verð- launakeppnina i heild birtist i tveim tölublöðum Æskunnar i vetur. Á sjöunda þúsund lausnir bárust, og voru flest svörin rétt. Tiu verðlaunum var heitið. Tvenn fyrstu verðlaun eru ferð með Flugfélagi Islands til Kaup- mannahafnar og þaðan til Legolands, og verður dvalið þar og i Kaupmannahöfn þá fimm daga.sem ferðin stendur. Hinn 28. marz s.l. var dregið úr réttum lausnum þessarar getraunakeppni. Fyrstu verð- laun, ferðina til Danmerkur, hlutu Tryggvi Guðmundsson, Tryggvastöðum, Seltjarnarnesi, 12 ára, og Stefania H. Stefán- sdóttir, Ytri-Neslöndum, Mývatnssveit, 11 ára. Verðlaunaferð þeirra Tryggva og Stefaniu verður farin 12. — 16. júni. öðrum.sem hlutu verðlaun i samkeppninni.verða sendir stórir kassar með Lego-kubbum bráð- lega. Þau eru: Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Höskuld- sstöðum, Breiðdal, Jónas, V. Sveinsson, Áshlið 12 Akureyri, Hrannar Hólm, Hringbraut 79', Keflavik, Karl Fr. Sveinsson, Skipasundi' 55, Reykjavik, Elfa Björk Sævarsdóttir, Rauðabergi, Mýrahreppi, A-Skaftafellssýslu, Unnsteinn H. Ólafsson, Grund, Reykhólasveit, A-Barðastrandar- sýslu, Þórir Kjartansson, Brekkugötu 11, Hafnarfirði og Þórður Armannsson, Ægisgötu 1, Ólafsfirði. Meðfylgjandi mynd var tekin.er dregið var úr sex þúsund réttum lausnum. Á myndinni eru taldir frá vinstri: Grimur Engilberts, ritstjóri Æskunnar, Halldór Guðmundsson, Auglýsingastof- unni, Lára Eiriksdóttir, Reykja- lundi, Jón Þórðarson, Reyk- jalundi, Sveinn Sæmundsson, Flugfélagi íslands og Sindri Sveinsson, sem dró út vinning- ana. Ein elzta verzlun Hafnarfjarðar, Jón Mathiesen, Strandgötu, 4, er fimmtiu ára I dag, 8. april Jón Mathlesen var áður matvöruverzlun, en nú er verzlað þar með leikföng, raftæki, búsahöld og gólfteppi. Myndin er af verzlunarhúsinu við Strandgötu. (Tímamynd G.E.) Gowon Framhaid af bis. i. FjárJráttur Framhald af bls. 1. hér, til að dreifa i Nigeriu. Aftur á móti hefur ekki farið fram frjáls sala á skreið héðan frá þvi styrjöldin hófst þar árið 1967, en áður var Nigeria mikilvægt við- skiptaland tslendinga fyrir skreið. Hér á landi munu nú vera til um þrjú þúsund tonn af skreið, en bú- ast má við þvi, að kippur kæmist i skreiðarframleiðsluna, ef Islend- ingum tækist að selja eitthvert magn nú, á viðunandi verði. Þess ber að gæta, að tslendingar eru ekki einir um markaðinn þarna, þvi að Noregur sækir lika á með útflutning á skreið til Nigeriu. Fer þetta eflaust mikið eftir þvi, hverjir af landsmönnum Gowons verða I náðinni hjá honum og fá innflutningsleyfin. Víetnam Framhald af bls. 1. Veður hefur nú batnað á þessum slóðum, og er skyggni orðið það gott, að Bandarikjamenn hafa aukið mjög flugvélaárásir sinar á skotmörk beggja vegna hlutlausa beltisins. Talsmaður bandariska fiug- hersins i Saigon sagði, að fyrir þremur dögum hefði 250 metra löng brú verið sprengd upp á hlut- lausa svæðinu, og þar með væri lokað einu landleiðinni milli norð- urs og suðurs, og yrði nú mun erfiðara fyrir kommúnista að flytja birgðir suður yfir. hefðu unnið við tollaf- greiðslu, og hefðu þeir dregið sér fé, sem átti að fara til rikisins, en utanaðkomandi aðilar væru ekki flæktir i málið, svo vitað væri á þessu stigi. Annar mannanna sagði upp starfi sinu um siðustu áramót, en hinn hefur verið látinn hætta. Rannsókn málsins er að mestu lokið, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Hlýðnisnámskeið hestaundir Eyjafjöll um og í Vík AJ—Skógum, Eyjafjöllum Fyrir um það bil ári héldu tveir hestamenn frá Þýzkalandi námskeið i Reykjavik i hlýðni- þjálfun hesta. Námskeið þetta var haldið á vegum hestamanna- félagsins Fáks og Landssam- bands hestamannafélaga. Var það fjölsótt, og álit þátttakenda, að hér væri um athyglisverða nýjung að ræða. Námskeið þetta hefur nú borið þann árangur, að nokkur hestmannafélög hafa komið sér upp svokölluðum tamningagerðum og beitt sér fyrir námskeiðum i svipuðu formi og þvi, sem haldið var i tyrra- vetur. Nýlokið er einu sliku nám- skeiði á vegum hestamanna- félagsins SINDRI. Félagið lét reisa tvö tamningagerði, annað i Steinum undir Eyjafjöllum, hitt i Vik i Mýrdal, og fór kennslan fram á báðum stöðum. Þátt- takendur voru alls :i(), og voru þeir flestir með tvo hesta á námskeiði þessu, sem stóð viku- tíma. Leiðbeinandi var hinn landskunni hestamaður Sigurður Haraldsson i Kirkjubæ, en hann var einn af nemendum peirra Frá námskeiði Sindra. F'eldmannfeðga á námskeiði þvi, sem fyrr er getið. Þátttakendur á námskeiði Sindra voru á ýmsum aldri, allt frá ungum sveinum á fermingaraldri til virðulegra bænda á sjötugsaldri. Auk þess sótti ein kona námskeiðið. Mjög mikill áhugi er á hestamennsku á félagssvæði SINDRA og útreiðar og tamningar stundaðar af kappi. Hestamannafélagið hélt nýlega OMEGA Nivada Jllpina- PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 aðalfund sinn, og gengu þá 28 nýir félagar i það. Formaður er sr. Halldór Gunnarsson i Holti undir Eyjafjöllum, en auk hans eiga sæti i stjórn félagsins Vigfús Magnússon héraðslæknir, Vik, Arni Sigurjónsson verzlunar- maður, Vik, en meðstjórnendur eru Sigurður Sigurjónsson bóndi, Ytri-Skógum og Sigurbergur Magnússon bóndi, Steinum. Hálfnað erverk þá hafið er BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJOLASTILLINGAR MÚTORSTIUINGAR LJÚSASTILLINGAR Símj Látið stilla I tíma. 1 O 1 fl O Fljót og örugg þjónusta. I W I w U ^ ^ I sparnaðnr skapar verðnueti Samvinnnbankinn Tíminn er peningar AuglýsU iTlmanum HÖFUM FYRIR- LIGGJANDI HJÓLTJAKKA G. HINRIKSSON SÍMl 24033,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.