Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 58
30 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTABULLA STÖÐVUÐ Hér sést lögreglumaður stöðva aðdáanda Sporting Lissabon á Alvalade-leikvangin- um, eftir að hann hljóp inn á þegar erki- fjendurnir Benfica, einnig frá Lissabon, skoruðu mark á síðustu mínútu leiksins. Fótbolti Hinn stóri og kröft-ugi miðherji Los Angeles Lakers, Shaquille O’Neal, hefur aðeins nýtt 18 af 64 vítum sínum í sjö leikjum liðsins í úrslitakeppn- inni til þessa. Þetta gefur honum aðeins 28,1% vítanýtingu. Til að koma nýtingunni sinni upp í 50% þyrfti hann að hitta úr næstu 28 vítum sínum. Lakers er nú komið 0-2 undir gegn San Antonio Spurs og hefur tapað leikjunum með samtals 20 stigum en Shaq hefur klúðrað 15 af 20 vítum sínum í einvíginu.Skotnýting O’Neal utan af velli er hins vegar til mikillar fyrirmyndar gegn Spurs en í leikjunum tveimur hefur hann að- eins klikkað á 12 skotum utan af velli og nýtt skotin sín 65,7%, tölu- vert betur en vítaskotin. ■ KNATTSPYRNA Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Mónakó gera nú allt sem þeir geta til að halda þjálfara sínum, Didier Deschamps, sem náð hef- ur hreint út sagt frábærum ár- angri með liðið. Í fyrradag komst liðið einmitt í úrslitaleik Meist- aradeildarinnar með því að slá út Chelsea samanlagt 5-3, en liðið hefur lagt hvert stórliðið á fætur öðru á þeirri leið. Didier Deschamps er sannkallaður sig- urvegari og er hann sigursælasti leikmaður Frakka frá upphafi. Meðal annars vann hann allt sem hægt var að vinna með Juventus og þá var hann fyrirliði landsliðs Frakka sem hampaði heimsmeist- aratitlinum árið 1998 og Evrópu- meistaratitlinum tveimur árum síðar. Hann hefur unnið titla alls staðar þar sem hann hefur komið við og mörg stórlið renna til hans hýru auga. Er þar helst nefnt til sögunnar gamla liðið hans, Juventus. Mónakó vill gera þriggja ára samning við Deschamps og vonandi fyrir félagið gengur það dæmi upp. ■ Bjarki Sigurðsson: Tekur eitt ár í viðbót HANDBOLTI Gamla brýnið Bjarki Sigurðsson hefur tekið ákvörðun um að spila eitt ár í viðbót með Víkingum. Gunnar Magnússon, þjálfari Víkings, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið í gær og var að vonum sáttur með að hans besti leikmaður á síðasta tímabili hefði ákveðið að halda áfram að spila. Gunnar sagði enn fremur að leikmannamál liðsins fyrir næstu leiktíð væru að skýrast en liðið missir væntanlega tvo leikmenn. „Davíð Ólafsson hornamaður er á leið til Danmerkur í nám og svo höfum við ekki ákveðið hvort við gerum samning við útlending- inn Tomas Kavolius sem var með okkur í fyrra. Ef við ákveðum að semja ekki við hann á ný er ljóst að við verðum að fá nýja menn á vinstri vænginn hjá okkur,“ sagði Gunnar og taldi ekki ólíklegt að þeir fengju til sín erlenda leik- menn enda væri ekki um auðugan garð að gresja hér á landi. ■ BJARKI SIGURÐSSON Víkingar geta glaðst því hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna. Patrekur Jóhannesson: Fer til Minden HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður hjá Bidasoa á Spáni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri klárt að hann gengi í raðir þýska liðsins Minden í sumar. „Umboðsmaðurinn minn er kominn með samninginn til sín og því er lítið annað eftir fyrir mig en að skrifa undir og undirbúa flutning á ný,“ sagði Patrekur. Dvöl hans á Spáni var ívið styttri en hann hafði ætlað í fyrstu en hann gekk í raðir spænska liðsins síðasta sumar. „Það er lítið við þessu að gera. Félagið er í miklum vand- ræðum fjárhagslega og þegar maður er kominn með fjöl- skyldu getur maður ekki beðið langt fram á sumar eftir því að fjármálin lagist. Því var engin spurning í mínum huga að taka þessu tilboði frá Minden,“ sagði Patrekur Jóhannesson, sem stefnir að því að tryggja sér sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir Ólympíuleikana í Aþenu en þeir hefjast í ágúst. ■ Didier Deschamps er eftirsóttur þessa dagana: Mónakó vill gera þriggja ára samning ■ Tala dagsins 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.