Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 9. april 1972. i IV ki nn 0( % ) m i kfn • ii Hækkun blaðgjaldanna Frá Stokkseyri. Ritstjórarnir vita betur Ritstjórar Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Visis keppast nú við að segja frá ■ verðhækkunum, sem orðið hafa að undanförnu, og reyna eftir megni að færa þær allar á kostnað núverandi rikisstjórnar. Einkum kenna þeir um kauphækkunum og vinnutima- styttingu sem samið var um nokkru fyrir siðastl. áramót. Þessu halda ritstjórar blaðanna hiklaust fram, enda þótt þeir viti manna bezt, aö verðhækkanir þær, sem hafa oröið siöan um áramót, reka fyrst og fremst rætur til útgjaldahækkana, sem voru komnar að mestu eða öllu leyti til sögu fyrir verðstöðvunina svonefndu og neitað hafði verið um leyfi til að taka inn I verðlagið fyrr en hún féll úr gildi. Bezta dæmið um þetta er hækkunin á blað gjöldum og aug- lýsingatöxtum dagblaðanna, sem gekk f gildi um áramótin. Þá hækkuðu blað gjöldin um 15.4% og auglýsingataxtarnir um 8%. Dagblöðin sóttu um þessa hækkun 23.febrúar 1971 vegna útgjalda- hækkana, sem þá voru þegar komnar til sögu. Þeim var hins vegar neitað um þessa hækkun meðan verðstöðvunin var i gildi og fengu hana þvi ekki fyrr en um áramótin. En verðhækkunin, sem þau fengu þá, stafaði samkvæmt framangreindu öll af útgjalda- hækkunum sem höfðu verið til orðnar fyrir 23,febrúar 1972. Hún rekur þvi að öllu leyti rætur til útgjaldahækkana, sem urðu i tið fyrrverandi rikisstjórnar. Þetta vita ritstjórar Morgun- bláðsins, Visis og Alþýðublaðsins mæta vel. Þeir vita einnig, að hið sama gildir um langflestar aðrar verðhækkanir, sem hafa orðið að undanförnu. Samt hamra þeir á því dag eftir dag, að allar þessar verðhækkanir séu af völdum nú- verandi rikisstjórnar. Gleggra dæmi er ekki hægt að fá um stjórnarandstöðu, sem segir vis- vitandi ósatt. * Spádómur Olafs hefur rætzt Þegar ölafur Björnsson, prófessor talaði um hrollvekjuna, sem myndi taka við af verð- stöðvuninni, átti hann ekki sizt við það, að meðan hún stæði yfir, yrði ýmsum óhjákvæmilegum verðhækkunum frestað, en þær myndu kom til sögu með stór- auknum þunga, þegar verð- stöðvuninni lyki. Það er þetta, sem hefur verið aö gerast nú eftir áramótin. Þegar Nixon fyrirskipaði þriggja mánaða verðstöðvun i Bandarikjunum á síöasti. hausti, likti einn af helzt hagfræðingum Bandarikjanna henni við fyrri hálfleik i knattspyrnu, liðsmenn héldu að sér höndum og gerðu ekki neitt mark, með það fyrir augum að búa sig betur undir seinni hálfleik og setja öll mörkin þá. Bráðabirgðaverðstöðvun leysti ekki neinn vanda, heldur frestaði honum um stundarsakir með þeim afleiðingum, að hann yrði enn meiri siðar. Þetta hefur vissulega sannazt fullkomlega i sambandi við þá verðstöðvun, sem var hér á siðastl. ári. Það sýna verðhækkanirnar að undan- förnu. Hrollvekjan 1967 En þetta er ekki fyrsta reynsla Islendinga af slikri bráðabirgða- verðstöðvun. Fyrrv. rikisstjórn lék nákvæmlega sama bragð fyrir þingkosningarnar 1967. Þá var öllum verðhækkunum frestað haustið 1966 og ákveðin verð- stöðvun fram yfir kosningar. A þeim tima, sem verðstöðvunin gilti, hélt vandinn áfram að aukast. Fyrrv. stórn sá ekki annað ráð til að mæta honum en að leyfa miklar verðhækkanir og fellasíðan gengi krónunnar. Al- menningur sem hafði i alltof stórum stil blekkzt til að trúa þvi fyrir kosningarnar, að búið væri að stöðva verðhækkanirnar, fékk yfir sig miklu stórfelldari verð- hækkanir en nokkru sinni. Jafn- framt gerði rikisstjórnin ráð- stafanir til að launafólk fengi þessar verðhækkanir ekki bættar i auknum dýrtiðarbótum. Niður- staðan varð þvi stórfelld kjara- skerðing hjá launþegum. Astæðan til þess, að verð- stöðvunin hefur nú ekki leitt til jafnmikillarhrollvekju og haustið 1967 er fyrst og fremst sú, að nú fer önnur rikisstjórn með völd. Hún spornar gegn verð- hækkunum eftir fremsta megni Það er ekki sizt hér, sem einn meginmunur á stefnu fyrrverandi sjórnar og núverandi stjórnar kemur hvað skýrast i ljós. r Oheiðarleg vinnubrögð Verðstöðvanirnar 1966 og 1970 eru ömurlegt dæmi um vinnu- brögð óheiðarlegra stjórnmála- manna, sem leggja aðaláherzlu á að afla sér fylgis með þvi aö blekkja almenning. Það var öllum ljóst haustið 1966, að vandinn i efnahagsmálunum var orðinn svo mikill, að tafarlaust þurfti að gripa til róttækra aö- gerða. 1 stað þess að bregðast karlmannlega við vandanum, á- kvað rikistjórnin að fresta honum og fyrirskipa verðstöðvun til þess að lata menn halda, að allt væri i bezta lagi. Viðvaranir Fram- sóknarmanna voru kallaðar bar- lómur og hrakspár. Stjórnin væri búin að stöðva dýrtiðina og það á stand myndi haldast áfram, ef menn væru svo hyggnir að kjósa stjórnarflokkana. Nógu margir urðu til að trúa þessu. Eftir kosningarnar fékk fólk að reyna, að það hafi verið illa svikið. Þá voru opnaðar allar gáttár fyrir verðhækkanir og dýr- tið og krónan að lokum lækkuð. Verðstöðvunin hafði ekki aðeins reynzt gagnlaus, heldur hættuleg bráðabirgðaráðstöfun, sem hafði hins vegar hjálpað óvönduðum stjórnmálamönnum til að vinna kosningar. Ráð Alþýðuflokksins Margir af leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins mega eiga það, að þeir vildu ekki leika sama leikinn haustið 1970. Þeir töldu vandann þá svo mikinn, að ekki myndi nást samkomulag um að leysa hann fyrir kosningar. Það var þvi tillaga þeirra, að efnt yrði til kosninga þá strax um haustið. Foringjar Alþýðuflokksins vildu hins vegar ekki fallast á það. Þeir vildu sitja meðan sætt væri. Að ráðum þeirra og hinna óábyrgari leiðtoga Sjálfstæðisflokksins var ákveðið að reyna að blekkja al- menning i annað sinn með bráða- birgðaverðstöðvun. Allar verð- hækkanir voru stöðvaðar fram yfir kosningar, enda þótt fyrir- sjáanlegt væri, að það myndi valda hallarekstri hjá ýmsum at- vinnugreinum. Þessu til viðbótar voru fjárlögin fyrir 1970 áætluð eins lágt og hægt var, m.a. með þvi að fresta hækkun á almanna bótum fram yfir næstu áramót og semja þannig við opinbera starfsmenn, að veruleg hækkun á kaupi þeirra komi ekki til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári. Með þessum hætti átti að leyna almenning þvi, hvernig komið væri og láta hann halda, að allt væri I bezta lagi. Arangur stjórnarskiptanna En kjósendur létu ekki blekk- jast i annað sinn. Þeir mundu eftir reynslunni frá 1967. Þeir vildu ekki kalla yfir sig ftór- felldar verðhækkanir og gengis- fellingar i annaö sinn. Þeir skiptu nú um stjórn. Þessari stjórn er það að þakka, að nú hefur ekki verið látið undan öllum verð- hækkunarkröfum eins og 1967. Þótt verðhækkanir hafi orðið verulegar og eigi eftir að verða nokkrar er það ekki nema sviður hjá sjón i samanburði vð hroll- vekjuna haustið 1967. Núverandi rikisstjórn reynir nefnilega eftir megni að halda verðhækkunum i skefjum og leyfa ekki nema hluta af þvi, sem farið er fram á. Þrátt fyrir það er óhjákvæmilegt að verðhækkanir verði nokkrar sökum þess, hvernig komið var þegar hún tók við völdum, og framannefnt dæmi um dagblöðin sýnir ljóslega. Uppgötvun Gylfa og Jóhanns Það kemur nú næstum daglega i ljós, að liðan forustumanna stjórnarandstöðunnar fer hrið- versnandi. Það virðist fyrst nú vera að renna upp fyrir þeim, að þeir eru ekki lengur i stjórn. Það gildir bersýnilega það sama um þá og sagt er um jarðbundna menn, að þeir átti sig seinna á þvi en aðrir, þegar þeir flytjast i aðra tilveru. Gylfa Þ. Gislasyni og Jóhanni Hafstein hefur þótt vænt um ráöherrastólana sina og hafa i anda setið áfram i þeim mörgum mánuðum eftir að þeir voru búnir að missa þá i veruleikanum. En nú eru þeir að uppgötva, að þeir eru búnir að missa þá. Það bætir ,ekki úr skák, að flokksmenn þeirra eru að verða mjög óþolin- móðir vegna þess, hve léleg st- jórnarandstaðan þeirra er. Alveg sérstaklega finnst þeim litið til um vopnið, sem ætti að bita mest. Margir Sjálfstæðismenn segja, að Morgunblaðið sé gagnlausara en Alþýðublaðið, enda þótt það hafi fimmtánfalt meiri útbreiðslu. Misheppnuð sýning Uppþot þaö, sem þeir Jóhann og Gylfi gerðu i sambandi viö flugbrautarmálið á Keflavikur- velli, er gott dæmi, um, hversu málefnasnauð og máttlaus st- jórnarandstaðan er. Þeir Jóhann og Gylfi töldu sér trú um, að hér fengju þeir tækifæri til að sýna, að þeir gætu eitthvað, en öll vopn snérust i höndum þeirra sökum fortiðar þeirra sjálfra. Þeir deildu á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki strax haft samráð við Alþingi og utanrikismálanefnd. Fyrrvandi stjórn hafði aldrei gert það i slikum málum. Núverandi rikisstjórn hafði lika fulla vit- neskju um, að stjórnarandstaðan var fylgjandi þvi að leyfið til flug- brautarlengingarinnar yrði veitt. Og leyfisveitingin hefði þannig stuðning 51 þingmanns. Allt glamur þeirra Jóhanns og Gylfa féll þvi máttlaust niður. Sýningin, sem átti að sanna snilld þeirra og vigfimi, miklu meira en mistókst. Dæmi um misheppnaðari st- jórnarandstöðu er ekki hægt að finna i þingsögunni. Klofningsþátturinn Af öllum misheppnuðum þáttum i þessari leiksýningu Jóhanns og Gylfa misheppnaðist sá mest, sem bezt var þó reynt að vanda til, en það var viðleitnin til að reyna að spilla á milli st- jórnarflokkanna vegna á- greinings þeirra um flugbrautar- leyfið. Bersýnilegt var að Jóhann og Gylfi töldu sig hafa fengið hér gullið tækifæri til að fullnæe.ja kröfu þeirra ungu Sjálfstæðis- manna, sem lögðu á þau ráð, að reynt yrði eftir megni að ala á rig og sundrungu milli stórnar- flokkanna og einstakra ráðherra. 011 viðleitni Gylfa og Jóhanns til þess að nota umræddan ágreining i þessu skyni bar alveg þver- öfugan árangur, eða þann að auka samheldni stjórnar- flokkanna. Það hefur aldrei verið farið dult með þann ágreining, sem hér er um að ræða, enda var hann strax látinn koma fram i stjórnarsáttmálanum, en hér er um að ræða mismundandi afstöðu til Atlantshafsbandalagsins. Eftir þessa misheppnuðu klof- ningstilraun Gylfa og Jóhanns mun þessi ágreiningur aðeins styrkja samheldni stjórnar- fblkkanna um þau mörgu mál- efni, sem algjör samstaða er um. Er Gylfi orðinn gamall? Gylfi Þ. Gislason hefur oft tekið þvi léttilega, sem sagt hefur verið, ekki alveg að tilefnislausu, að honum væri gjarnt á að skipta um skoðun . Hann hefur m.a. einu sinni komizt svo að orði, að hann teldi það ellimerki, ef hann missti hæfileikann til að skipta um skoðun. Margt bendir til þess, að hann sé að vissu marki búin að missa þennan hæfileika. Gamlir vinir hans höfðu gert sér vonir um að hann myndi draga þann lær- dóm af úrslitum siðustu þing- kosninga, að hann ætti að hætta fylgispekt sinni við Sjálfstæðis- flokkinn. En þetta virðist ekki ætla að rætast. A.m.k. hefur Gylfi aldrei veitt Sjálfstæðisflokknum eindregnar fylgi en siðan hann kom heim frá Kaupmanna- höfn. Það væri raunalegt, ef Gylfi væri búinn að missa hæfileikann til að skipta um skoðun, þegar hann þarfnast hans mest. Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.