Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. aprít 1972. TÍMINN 17 Jónas Jónsson frá Brekknakoti: „Miklir menn erum við, minn”-en mikið þarf um Sú hugmynd hefur komið fram á Alþingi, að gera gjaldmiðilt okkar, krónuna, nokkurs virði, og var mál til komið. Björn Pálsson leggur til að gildi hennar tifaldist, hverjar 10 krónur verði að einni, jafnt i skuld sem eign. Það skal viðurkennt, að ég veit ekki gjörla, hvernig þessu yrði komið i framkvæmd, eða hver árangurinn kynni að verða i einstökum tilvikum, en ég eygi þó þarna hálmstrá til bjargar i miklum vanda, og geri mér von um, að hálmstrá það geti reynzt haldreipi þjóð á mjög hættulegri leið. Þessi litilsvirta, ótrygga, islenzka króna hefur skaðað þjóð okkar svo, að ekki verður metið. Eg hef ekki heyrt eða séð greinargerð þingmannsins, en þykist vita, að ekki hafi hann brostið rökin. Það má öllum ljóst vera, að smæð krónunnar og ótryggð hefur valdið þvi, að ekki er lengur öruggt að segja: „Græddur er geymdur eyrir”, — heldur frekar hitt: „Glataður er geymdur eyrir”. Það er ógurlegt áfall, undirstaða velmegunar i brotum. Spariféð „gufar upp” við gengisfellingarnar, sem um skeið voru árlegir viðburðir, og sumir vænta enn, þá og þegar. Og þá finnst mörgum sjálfsagt, og það eina rétta, að fjárfesta eða eyða sem skjótast þvi, sem inn kemur eða aflað er. Mun þetta viðhorf ekki vera ein aðalorsök þess, að börn og unglingar fá iðulega stóra (tölulega) seðla i hendur og vasa, oft sér til stórtjóns á margan hátt, og er þetta ekki oft bara litilsvirt og vanmetin gjöf, um að þau þyk- jast eiga heimtingu á „eins og hinir”? Mun ekki almennari og vaxandi áfengisneyzla að nokkru af sömu rótum runnin, þar sem þó margir þykjast drekka til þess að efla rikiskassann, bjarga föðurland- inu! Hafið þið heyrt það — og heyrt nokkuð fáranlegra? Hugsunin er e.t.v. ekki orðin skýr, eitt og annað gleymist, t.d. bilskaðarnir, dauðaslysin o.fl. Hvar er svo heiðarleikinn, ábyrgðarkenndin , dreng- skapurinn? Avisanir, falsaðir vixlar, streyma fram i umferð, lofa miklu, en geta ekkert efnt. Skemmdarverkin við innbrot og ýmis tækifæri sýna svo gegndar- laust vanmat á verðmætum, jafnvel helgidómum, fyrirlitn- ingu á eignarréttinum og vissu um sitt ábyrgðarleysi — hvað sem gert er. Það vantar greini- lega eitthvað i uppeldið — og hvarvetna má — að nokkru — rekja rætur meinanna til vesældar krónunnar okkar, virðist mér. — En flott skal það vera, hátt skal lifað! Sjáið húsin, ibúðirnar, vélarnar. húsbúnaðinn! Frænd um okkar á Norðurlöndum of- býður við kynninguna. Og hvaða smáþjóð skyldi eiga annað eins safn banka og þeirra útibúa, sannarlega glæsilegar hallir? Bankamenn eru liklega svo vanir ,að. fara með svimháar upphæðir, það hlýtur að mega byggja flott ýfir hrúguna! Enn af sama tog — „glataður er geymdur eyrir” — munu svo hinar æ tiðari ferðir til Costa del Sol, og annarra suðlægra staða, án tillits til kunnugleika á eigin landi, gæðum þess og fegurð. Ætli við tslendingar nálgumst ekki heimsmetið i þvi eins og fleira. Átti nokkur Norðurlandaþjóðin fjölmennari eða glæsilegri hóp en við á ráðstefnunni i Helsingfors um daginn? Við eigum nógu margar krónurnar, eins og sjá mátti lika, þegar boðið var i geir- fuglinn sáluga og svo aftur i glað- lifandi heimsmeistarann i skák! Er það ekki glæsilegt (e.t.v. lika undarlegt) að hafa náð metinu þar, — að þessi litla, reynslu- fátæka þjóð skuli vera með hæsta (raunverulega svo) tilboðið i skákmeistaraeinvigið! En „ekki er sopið kálið, þótt i ausuna sé komið” og ekki heldur séö, hvað kálið er mikið. Ekki veit ég um viðbrögð alþingismanna gagnvart tillögu Björn Pássonar. Sumir bera tak- markað traust til þeirra yfirleitt, vildu helzt fara svipað að með þá og litlu krónuna! A þvi sviði nálgumst við liklega eitt heims metið enn: 200 þúsund ibúar landsins með 60 manna þing. Myndi ekki gildi þingmanna vaxa, — gengið hækka — ef þeim væri fækkað i 40 -eða svo? ÞEIR hefðu þá varla tima eða skap til að láta ákvörðun um sölu einnar litillar jarðar i sveit veltast fyrir sér á þingfun'dum i 5 ár! Væri ekki lika heppilegra — eða sjálfsagt — að þess væri krafizt, að alþingismenn hefðu ekki mörg járn i eldinum, ýmis önnur störf, sem sinna þarf, lika um þing- timann? Hvað hafa margir vara- þingmenn setið á Alþingi i vetur? Hvað skerðast laun alþingismanns við það, að hann kallar varamann sinn til þingsetu og fer að sinna öðrum (sinum) störfum? Og hver eru svo kjör varaþingmannsins, sem kallaöur er af öðru landshorni — stundum — til þingstarfa 2 — 20 daga, eða hvað það nú verður langur timi? Og þyrftu ráðherrar ekki að losna alveg við þingsetu — ekki vera alþingismenn — flytjandi bara sin frumvörp og erindi þar — annars lausir við þingstörfin? Þeir þyrftu þá liklega siður „hjálparkokk”. Segja má, að við fslendingar Brákaður reyr' „The raging moon” á frummálinu. Leikstjóri: Bryan Forbes, kvik- myndari: Tony Imi. Handrit byggt á sögu eftir Peter Marshall. Brezk frá 1970. Sýningarstaður: Háskólabió, islenzkur texti. Forbes tekur hér til meðferðar efni sem ekki hefur verið mikill gaumur gefin. Þ.e. hvernig fólk með skerta getu likamlega getur lifað eðlilegu og hamingjusömu lifi. Honum tekst nokkuð vel.og þar eiga þau Nanette Newman og Malcom McDowell ekki litinn þátt. Við hljótum að spyrja sjálfa okkur eftir þessa mynd hvort vel- ferðarþjóðfélag geti fátt annað gert fyrir svona fólk en að loka það inn á hælum þar sem per- sónufrelsi þeirra er mjög skert. Eirðarleysi unga mannsins er afar vel lýst þegar hann enda- þveitir hjólastólnum kvöld eftir kvöld um herbergið, eins og maður æðir fram og aftur i st- jórnlausri kvöl. Astarsamband þeirra Jill og Bruce er lýst á mjög nærfarinn hátt og myndin er öll blessunarlega laus við væmni. Endir myndarinnar kemur nokkuð flatt upp á áhorfandann, skiljanlegur engu að siður. Það sýnir mikla von á framtiðina að láta Bruce ekki bugast, þvert á móti áttar hann sig á þvi,að nú fyrst reynir á þolrifin. Megingallinn er,að maður verður eiginlega að lita tvisvar á nafn leikstjórans til þess að fullvissa sjálfan sig um að þessi mynd sé hans verk. Þó að skorti hér ismeygilega fyndni „The wrong box” er það skiljanlegt, verkið gefur ekki tilefni til þess, kald- hæðni Bruce á hér við, þá saknar ■ maður þessa sérstaka hand- bragðs sem er á „Seance on a wet afternoon” (var einmitt sýnd i Háskólabiói, fyrsta mynd Forbes sem var sýnd hér og „The L- shaped room”. Það er enginn still yfir þessari mynd sem einkennir hana frá öðrum, en það hefur verið greinilegt handbragð Forbes á öllun hinum sem ég hef séð. Hvað um það þetta er hugljúf og blið ástarmynd, allir sem ekki eiga við fötlun eða lömun að striða hefðu gott af að sjá, þó ekki væri til annars en temja sér betri framkomu við þá sem eiga um sárt að binda. P.L. BÆNDUR ATHUGIÐ Höfum kaupendur að: Vörubilum. Fólksbilum. Dráttarvélum og búvélum. Öllum árgerðum og tcgundum. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉF ASALAN. Við Miklatorg. Simar 18675 og 18677. Bókhaldsvinna Get bætt við mig bókhaldsvinnu fyrir minni fyrirtæki. Upplýsingar i sima 19436. Kópavogsbúar Ungpólitískufélögin i Kópavogi efna til umræðufundar um Her- inn og N.A.T.O. i félagsheimili Kópavogs þriðjudaginn 11. april kl. 21,oo Frummælendur verða: Pétur Einarsson. (FUF) Sigurður Einarsson. (FUF) Herbert Guðmundsson. (FUS) Ólafur Flóventsson. (FUS) Guðmundur Hallvarðsson. (FK) Eyjólfur Emilsson. (FK) Sigurður Konráðsson. (SFV) Halldór S. Magnússon. (SFV) Fundarstjóri: Frjálsar fyrirspurnir. Gunnar Steinn Pálsson. Hrólfur að bæta lifum i „vellerðarþjóðfélagi” i efnalegu tilliti, og er það gleðilegt út af fyrir sig. En kunnum við okkur hóf? Sniðum við okkur stakk eftir vexti? Mér virðist svarið vera neitandi hjá mörgum. Smæð og gengisleysi krónunnar á hér höfuðsök. öryggisleysi hennar veldur eyðslu i óhófi, hirðuleysi um fjármuni og vanmati á gildi peninga yfirleitt, óheiðarleika i viðskiptum og sönnum drengskap. „Skitt með þær fornu dyggðir”, er sagt. Hér verður að ráða bót á, svo fliótt sem auðið er, — ef ekki með ráði Björns Bálssonar, þá ein- hverju öðru betra, ef fólkið, þjóðin, á að njóta trausts og virðingar, bæði innbyrðis og út á við, þ.e.: að lifa sæmilega i sinu ágæta landi. „Brekknakoti” 9—10. marz 1972. Jónas Jónsson. ENSK FELAGSMERKI Póstsendum SpORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARS SONAR Klapparstig 44 — slmi 11783 Reykjavik STERLING óskar eftir að ráða nokkra flugstjóra og aðstoðarflugmenn strax Þeireinir koma til greina, sem hafa eða hafa haft réttindi á BC 6B, Lockheed Electra eða Fokker Friendship (F-27). Skriflegar umsóknir ásamt hæfnisvottorðum og meðmæium sendist til: 5TERLING AIRWAYSYs Köbenhavns Lufthavn-Syd 2791, Dragör, Danmark. GlflEflDflE í GtflEf IDflE /ími 49400 er ávallt i farar- broddi. Ef þér viljiö gera góð kaup og fylgjast með tízkunni, þá kynnið yður hvað við höfum á boðstólum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.