Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 9. april 1972. TÍMINN 19. Skálholt Framhald af bls. 15 frumvarpsins fyrir þetta. Mark- mið þeirra er bundið félagsmála- skóla launþegasamtakanna einum, og er eðlilegt, að þeir miði frumvarpið við það. Hitt munu allir geta orðið sammála um, að verkalýðshreyfingin getur ekki gert kröfu til þess, að rikisvaldið sýni henni viðurkenningu og trúnað” umfram önnur frjáls félagasamtök þessa lands. Slikt verður hvorki til eflingar óhindruðum skoðanaskíptum eða öðrum þáttum lýðræðis. Þann stuðning rikissjóðs, sem frum- varpið gerirráð fyrir, er þvi ekki ástæða til að tryggja félagsmála- skóla launþegasamtakanna einum. — öll þau félagssamtök, sem safnað geta ákveðnum hópi nemenda um skólastarf, eiga rétt á samastuðningi, að fullnægðum örfáum grundvallarskilyrðum. Frumvarpi til laga um félags- málaskóla launaþegasam- takanna þarf þvi að fylgja frumvarp til laga um lýðskóla á íslandi. Og það frumvarp ber að afgreiða bæði fljótt og vel. Útgörðum 25.marz Framhald af bls. 3. klagar annan, og ' lögreglan er móguð yfir að þurfa að vera hér til að lita eftir Mafiumönnunum, sem fá ekki að vinna, eins og venjulegir fangar. Ég hitti Gaetano Accardi og bar honum kveðju La Barbera. Hann þakkaði, og ég bað hann að segja mér, hvers vegna hann væri i út- legð á Filicudi. — Arið 1968 fékk ég skipun um að yfirgefa Palermo, þvi að stéfn an væri að aðskilja okkur. Ég fór til Turin, þar sem ég stofnaði litið verkfræðifyrirtæki. En þegar Mafiustimpill er einu sinni kominn næst hann ekki af. Dag nokkrun var ég svo handtekinn og fluttur til Messina og þaðan hingað. Þetta er heimskulegt. Stefnan er að skilja okkur að, og nú búum við hér i sama húsi. Accardi var grunaður um að hafa starfað með ýmsum þekkt- um glæpamönnum, meðal þeirra La Barbera, að eiturlyfjasmygli og sölu. En þar sem mér hafði verið sagt, að hóparnir á Filicudi og Linosa væru fjandsamlegir hvor öðrum, velti ég nú fyrir mér, hvernig samband þeirra Accardis og La Barbera raunverulega væri. Hann virtist lesa hugsanir minar, og spurði hvernig mér hefði geðjazt að La Barbera. Ég svaraði því til, að mér fyndist hann mjög gáfaður maður og vitur. Siðar var mér sagt, að Accardi væri þessu ekki sam- mála, og þá minntist ég þess, að Lucky Luciano hafði jafnan sagt, að La Barbera væri allt of hégóm- legur til að geta orðið einn „hinna stóru” innan Mafiunnar. Ég fór aftur til Linosa og átti frekari viðræður við La Barbera og félaga hans. En þær viðræður báru engan árangur. Þegar ég fór að spyrja um Mafiuna, sneru þeir út úr, og málið lenti i hring, án þess að ég yrði nokkurs visari. En ég hef alltaf verið, og er enn, viss um, að til er eitthvað, sem heitir Mafiuskóli, þar sem ungir glæpamenn eru aldir upp. Allir þessir menn eru eins. Meira að segja hreyfingar þeirra. Þeir eru allir afar kurteisir og tala gott mál. Þeir klæða sig smekklega og eru smámunasamir. Gáfna visitala þeirra er há, hærri en okkar flestra og þeirra manna, sem berjast gegn þeim. Það er staðreynd, að ef ekki verður flett ofan af æðstu mönn- um Mafiunnar, og yfirvöld verða áfram treg til að ganga að em bættismönnum, sem vitað er, að hafa samband við Mafiuna, er baráttan gegn henni vonlaus. Það verður aðeins endurtekning á baráttu fasista við Mafiuna, og siðan heldur allt áfram eins og áður: Fasistarnir lokuðu nokkra smákarla inni en þeir stóru gengu lausir. (Þýtt og endursagtSB) JÓN ODDSSON/ hdl. málflutningsskrifstofa Laugaveg 3. Simi 13020 Mafía 1. íslenzka myntsýningin Fyrsta islenzka myntsýning, sem haldin hefur verið hér á landi, verður opnuð i Bogasal Þjóðminjasafnsins i dag og mun hún standa yfir til sunnudags- kvölds 16. april. Myntsafnarafélag íslands gengst fyrir sýningu þessari: verður þar til sýnis mynt, islenzk og erlend, vörupeningar, einka- mynt, minnispeningar islenzkir og erlendir, seðlar og ýmislegt fleira varðandi mynt og mynt- fræði. Flest af þvi, sem sýnt verður, er i eigu félaga i Myntsafnara- félaginu. Gefin verður út all myndarleg sýningarskrá með greinum eftir m.a. forseta Islands dr. Kristján Eldjárna, nnes Nordal seðla bankastjóra, Þór Magnússon þjóðminjavörð og fleiri. Þá er sagt frá aðdraganda að stofnun Myntsafnarafélagsins, en það var stofnað 19. janúar 1969. An efa verður fróðlegt að skoða sýningu þessa, bæði fyrir áhuga- menn um myntsöfnun og aðra, þvi þarna munu verða til sýnis ýmsir fáséðir hlutir, sem allur al- menningur mun sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa séð fyrr. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2-10 e.h. Helgi Jónsson formaður Myntsafnarafélagsins skoðar i einn sýningar skápinn (Tímamynd Hóbert) um OIÍUSI6TI BÍLABÚÐ öiÁRMÚLA OMEGA Nivada JJIpina. PIERPOnT Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 AUGLÝSING frá Llfeyrissjóði verkalýðs- félaganna i Vesturlandskjördæmi. Stjórn Lifeyrissjóðs verkalýðsfélaganna i Vesturlandskjördæmi hefur samþykkt að á þessu vori verði sjóðfélögum gefinn kostur á fasteignaveðsláni Um- sóknarfrestur er til 15. mai. Umsókareyðublöð fást á skrifstofu sjóðs- ins Suðurgötu 36, Akranesi, simi 1927. Skrifstofan er opin kl. 14-16 mánudag til föstudags, einnig munu Trúnaðarmenn þeirra Verkalýðsfélaga er aðild eiga að sjóðnum veita upplýsingar og umsóknar- eyðublöð. Umsóknir sendist að Suðurg. 36, Akranesi. C/O. Skúli Þórðarson Akran. Stjórn Lifeyrissjóðs verkalýðsfélaganna i Vesturlandskjördæmi. Hvér er sínnar gæfu smíður Úrvats verkfærí FÁSTIKAUPFELAGINU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.