Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 60
32 7. maí 2004 FÖSTUDAGUR ÍSHOKKÍSLAGUR Hér sjást Finnarnir Janne Ninimaa og Mika Noronen kljást um pökkinn við Kanada- manninn Danny Briere í leik þjóðanna í gær í átta liða úrslitum 68. heimsmeistara- mótsins í Íshokkí sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Kanadamenn unnu 5-4 eftir æsilegan leik sem fór í framlengingu. Íshokkí hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 MAÍ Föstudagur Brasilíski körfuboltamaðurinn Oscar Schmidt spilar einn leik í viðbót: „Heilaga höndin“ heiðruð KÖRFUBOLTI Brasilíumenn heiðruðu á dögunum körfuboltagoðsögnina Oscar Schmidt, sem er án efa mesta hetja landsins frá upphafi í þeirri íþróttagrein. Í kjölfarið ákvað brasilíska körfuknattleiks- sambandið að halda góðgerðarleik honum til heiðurs og fer hann fram í borginni Sao Paulo þann 6. júní næstkomandi. Þar mun mæta til leiks sigurlið Brasilíumanna í Pan-American keppninni árið 1987 og að sjálfsögðu með goð- sögnina innaborðs. Þar mun hann stíga sinn hinsta dans. Þó Oscar Schmidt hafi aldrei leikið í banda- rísku NBA-deildinni telst hann samt sem áður einn af merkustu og bestu körfuboltamönnum allra tíma. Hann hefði sómt sér vel í NBA en kaus af einhverjum ástæðum að leika aldrei þar. Ferill kappans var í lengra lagi og spannaði hann um það bil þrjá áratugi en hann lagði skóna á hill- una í fyrra orðinn 45 ára gamall. Margs er að minnast á löngum ferli en hápunktinum með lands- liðinu náði Oscar árið 1987 á Pan- American leikunum sem áður var vikið að. Þá lögðu Brasilíumenn Bandaríkjamenn að velli í úrslita- leik en hér á árum áður töpuðu Bandaríkjamenn ekki landsleik nema kannski einu sinni á áratug. Þá á Oscar Schmidt heimsmetið í stigaskori en á ferli sínum skoraði hann hvorki fleiri né færri en 49.737 stig í 1.615 leikjum, en það gerir tæplega 31 stig að meðaltali í leik. Þetta eru ótrúlegar tölur en ennþá ótrúlegri sé haft í huga hversu langur ferill hans var. Osc- ar Schmidt gekk undir viðurnefn- inu „Mao Santa“ í Brasilíu eða „Heilaga höndin“ eins og það myndi útleggjast á okkar ástkæra ylhýra. Hann lék með landsliðinu á fimm Ólympíuleikum, í Moskvu 1980, Los Angeles 1984, Seoul 1988, Barcelona 1992 og svo Atl- anta 1996. Hann lék alla leiki liðs- ins á þessum leikum og varð þrisvar stigakóngur leikanna. Makalaus leikmaður sem á góðan sess skilinn í sögubókunum. ■ Reglubreytingar fram undan í Formúlunni Max Mosley, formaður Alþjóða aksturssambandsins, fékk öllum að óvörum flestar hugmyndir sínar um reglubreytingar samþykktar. FORMÚLA 1 Nefnd á vegum FIA og framkvæmdastjórar keppn- isliðanna hafa í sameiningu lagt grunninn að umfangsmiklum reglubreytingum í Formúlu 1 kappakstrinum sem flestar munu taka gildi árið 2006. Strax næsta sumar verða þó nokkrar þeirra teknar í gildi. Upphaflega átti ekki að ráð- ast í reglubreytingar fyrr en eftir fjögur ár en á fundi í Mónakó í gær var ákveðið að flýta þeim um tvö ár. Á fundin- um voru meðal annars þeir Bernie Ecclestone og Max Mosley sem er forseti Alþjóða Aksturssambandsins, FIA, og hafði hann þetta um málið að segja: „Samkeppni mun aukast í Formúlu 1 kappakstrinum í kjöl- far þessara reglubreytinga og mér til nokkurrar undrunar gekk þetta allt mjög vel upp á fundinum. Ég átti von á meiri andstöðu við málið frá fram- kvæmdastjórum liðanna en sem betur fer var andrúmsloftið allt annað – menn unnu saman og niðurstaðan varð þessi.“ Mosley sagði að nánast allar hugmyndir hans um reglubreyt- ingar hefðu verið samþykktar en þær lagði hann fram í síðustu viku. Óttuðust margir að sam- staða um þær yrði lítil og menn sáu fram á ósætti. Þá lofaði Bernie Ecclestone að greiða lið- unum aukið hlutfall af sjón- varpsréttinum en nokkur lið hafa hótað að hætta og stofna eigin mótaröð vegna þess að þau telja sig ekki fá nægilegan skerf af þeirri stóru köku. Ekki er talið ólíklegt að eftir tvö ár verði keppnisliðin skikk- uð til að nota sömu keppnisvél tvær keppnishelgar en um það verður rætt í kringum spænska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. Einnig þykir nýja fyrirkomulagið varðandi tíma- tökurnar hafa misheppnast og því gæti verið breytt strax á næsta keppnistímabili. Síðan verður væntanlega bannað að skipta um dekk í miðri keppni eftir tvö ár en bensínáfylling áfram leyfð. Á þeim tíma verður síðan lík- lega aðeins einn dekkjafram- leiðandi sem mun sjá öllum keppnisliðum fyrir sams konar dekkjum og verður væntanlega bitist hressilega um þann bit- ann. ■ Sýn sýnir beint frá Landsbankadeild karla: Fimm fyrstu leikirnir klárir FÓTBOLTI Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna í það minnsta átján leiki í Landsbankadeildinni í beinni út- sendingu. Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri stöðvarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stöðin hygðist gera ís- lenska boltanum hátt undir höfði í sumar. „Við munum hafa klukku- tíma upphitunarþátt fyrir Lands- bankadeildina fimmtudaginn 13. maí kl. 21 þar sem sérfræðingar munu spá í spilin fyrir mótið. Við verðum síðan með opnunarleik deildarinnar, KR-FH á KR-velli, í beinni útsendingu laugardaginn 15. maí. Í framhaldinu af því hef- ur síðan verið ákveðið hverjir næstu fjórir leikir verða,“ sagði Hilmar. ■ ■ ■ SJÓNVARP  16.50 Olíssport á Sýn.  18.10 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  19.10 Gillete-sportpakkinn á Sýn.  19.40 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deild Evrópu.  20.10 Alltaf í boltanum á Sýn. Vikulegur þáttur um enska bolt- ann.  20.40 Motorworld á Sýn.  21.10 Supercross á Sýn. Sýnt frá keppni á Sam Boyd-leikvangin- um.  23.55 Úrslitakeppni NBA á Sýn. Bein útsending frá leik Detroit Pi- stons og New Jersey Nets í úr- slitakeppni NBA-deildarinnar. OSCAR SCHMIDT Sést hér þerra tárin þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi þann 26. maí í fyrra að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Ótrúlegur ferill hjá ótrúlegum leikmanni. Spilar þó einn leik í viðbót. MAX MOSLEY Forseti FIA. Margar reglubreytingar fram undan í Formúlunni. SÝN BEINT Í ALLT SUMAR Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá leikjum í Landsbankadeildinni í sumar. FÓTBOLTI Umboðsmaður hollenska landsliðsmannsins Jaap Stam, Hen van Ginkel, sem einnig er hollenskur, sagði í spjalli við ít- alska netmiðillinn calciomer- cato.com að Stam væri á leiðinni til Ítalíumeistara AC Mílan. Stam hefur verið leikmaður Lazio allt frá því að hann var seldur frá Manchester United árið 2001. „Félögin hafa náð samkomu- lagi og fljótlega verður skrifað undir tveggja ára samning,“ var haft eftir Ginkel en eins og flest- um fótboltaáhugamönnum er kunnugt um er Lazio í gífurlegum fjárhagserfiðleikum og neyðist til að selja Stam núna því eftir næsta keppnistímabil er hann með laus- an samning og fengist þá ekki króna fyrir hann. Jaap Stam hefur undanfarin fimm til sex ár verið einn albesti varnarmaður heimsins en hann vakti fyrst athygli með PSV Eind- hoven í heimalandinu. Hann var keyptur til Manchester United árið 1998 og átti þar frábæran tíma og vann allt sem hægt var að vinna. Öll árin hampaði hann enska meistaratitlinum, enska bikarnum einu sinni og svo sjálf- um Meistaradeildarbikarnum árið 1999 eftir ótrúlegan leik við Bayern München. Síðan tók kappinn upp á því að gefa út sjálfsævisögu og lýsti þar vafasömum vinnubrögðum hjá Sir Alex Ferguson í sambandi við komu hans til United og ýmsu öðru sem hefði líklega verið skyn- samlegra að bíða með þangað til keppnisferlinum væri lokið. Það var ekki að sökum að spyrja, Ferguson sendi hann með bögglapósti til Lazio og hefur fer- ill hans ekki náð hæstu hæðum aftur og skemmst er að minnast leikbanns hans vegna lyfjamis- notkunar. Kannski er í vændum betri tíð með blóm í haga í Mílanóborg. ■ JAAP STAM Á leiðinni til AC Mílan. Sést hér í búningi Lazio í baráttu við Gavilan, leikmann Udinese. LEIKIR Í BEINNI KR-FH lau. 15. maí kl. 17 Víkingur-KA fös. 21. maí kl. 20 Fram-ÍA þri. 25. maí kl. 20 Fylkir-Keflavík mán. 31. maí kl. 20 KR-ÍA mið. 9. júní kl. 20 Jaap Stam á leiðinni frá Lazio til AC Milan: Stam flytur frá Róm til Mílanó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.