Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 11
10 Hörður Sigurgrímsson Asgrimur Pálsson Grétar Zóphaniasson Agúst Guðbrandsson Stefán Jónsson Vernharður Sigurgrimsson TÍMINN Þriðjudagur 11. april 1972 Þriðjudagur 11. april 1972 TÍMINN 11 BJARTSÝNI GÆTIR í ATVINNULÍFI Á STOKKSEYRI OG EYRARBAKKA Það fer ekki mikið fyrir Stokkseyri, er maður sér þorpið ofarlega úr F'lóanum, en um leið og komið er á veginn, sem liggur út i þorpið, koma fyrstu sérein- kenni þorpsins i ljós, þ.e. sjó- varnargarðarnir, sem byggðir voru fyrir siðustu aldarmót. Maður á bágt með að trúa, að það hali verið bændur og útvegsmenn staðarins, sem hlóðu þessa garða, ásamt búaliði sinu. Efnið i garð- ana var sótt i fjöruna og einnig upp i Flóann. Grjótið var borið á handbörum eða þá dregið af hest- um. Svo vel eru þessir garðar hlaðnir, að fólk gæti haldið, að hér hefðu verið æföir steinhleðslu- menn að verki. En Stokkseyri hefur fleiri sér- einkenni, og ber þar hæst brim- garðinn fræga og hina fallegu fjöru, sem liggur milli sjóvarnar- garðanna og skerjagarðsins. Skerjagarðurinn, sem skapar hið fræga Stokkseyrarbrim, hefur ætið þótt tignarlegur og um leið ógnvekjandi, ekki sizt sæfar- endum. Brimgarðurinn hefur lengi staðið Stokkseyri fyrir þrif- um. Þar helur ekki verið hægt að fara i gegn nema á 20—30 tonna bátum, fyrr en nú á siðustu árum, en allir stærri bátarnir verða að sæta sjávarföllum, er þeir fara inn og út úr höfninni. Margir þekktir tslendingar hala komið frá Stokkseyri, bæði fyrr og nú. 1 þvi sambandi má m.a. nefna Þuriði formann, sem var skipstjóri á áttæringum frá Stokkseyri i fjölda ára á 19. öld- inni. Af seinni tiðar mönnum ber hæst þá Pál Isólfsson og Helga Sæmundsson, og báðir bera þeir einsog flestir, sem alizt hafa upp á Stokkseyri, mikla ást til þessa byggðarlags. Mikil endurbót á bátaflotanum. Fyrir stuttu komum við á Stokkseyri og ræddum þar við nokkra menn. Fyrst hittum við að rnálf Vernharö Sigurgrimsson bónda i Holti, en Vernharður er oddviti Stokkseyrarhrepps. Fyrst spyrjum við Vernharð hvaða framkvæmdir hafi verið og séu efst á baugi hjá Stokkseyr- ingum. — Fyrst ber að nefna hafnar- framkvæmdirnar og uppbygg- ingu frystihússins, en að þessum verkefnum var mjög mikið unnið i fyrra. Þá erum við að endurnýja varavatnsveituna og höfum haldið áfram uppbyggingu vatns- veitunnar. — Hvað var gert i hafnarmál- unum i fyrra? — Brimvarnargarðurinn var lengdur og höfnin dýpkuð. Þetta verk er mjög dýrt og erfitt fyrir sveitarfélagiö, en bráðnauðsyn- legt. Kostnaðaráætlunin fór langt fram úr áætlun. Upphaflega var áætlaður kostnaður upp á 10.8 millj. kr., en þegar allt kemur til alls verður kostnaðurinn senni- lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllll Texti Þorleifur ólafsson Myndir Gunnar V. Andrésson iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii lega um 17 milljónir. Það er mjög bagalegt að fá ekki nákvæmari kostnaðaráætlanir. Enn er geysimikið verk eftir, og ber fyrst að nefna hækkun bryggjunnar, og svo þarf að gera rás út fyrir brimgarðinn, en það er nauðsynlegt, til að geta tekið stærri báta með góðu móti inn á höfnina. begar öllum þessum framkvæmdum er lokið, er gert ráð fyrir, að 50—60 tonna bátar geti athafnað sig i höfninni. — Hvernig hefur atvinnuást- andið verið á Stokkseyri að un- danförnu? — A siöasta ári var mikil at- vinna hér á staðnum, og svo hefur einnig verið i vetur. Mest at- tir Stokkseyrarhöfn vinnan i landi var við uppbygg- ingu hraðfrystihússins, en einnig hefur verið mikið um ibúðarhúsa- byggingar. Undanfarin ár hafa verið 6—8 hús i smiðum á ári hverju. En þó svo að mikið hafi verið byggt, þá hefur ekki orðið mikil fjölgun á ibúum. Ibúa fjöldinn hefur nánast staðið i stað, en þeir eru um 500. Aftur á móti hefur meðalaldur ibúanna breytzt til hins betra, enda er það flest ungt fólk, sem byggir hér á staðn- um. — Hvað getur þú sagt um ykkar helztu atvinnu greinar, landbúnaðinn og sjávarútveginn? — Með hafnarbótunum hefur átt sér stað mikil endurnýjun á bátaflotanum, og i vetur eru gerðir út héðan 8 bátar, þar af bættist einn i hópinn nú fyrir nokkrum dögum. Sá bátur er 48 rúmlestir, byggður i Stykkishólmi og ber nafni Geir Jónasson. Aftur á móti hefur landbúnað- urinn farið heldur minnkandi, en búin hafa stækkað, og fram- leiðslan hefur þar af leiðandi ekki minnkað. Ég vil taka það fram, að litlir árekstrar eru milli sjávar og sveitar. Við hér i sveitinni stundum vinnu yfir vetrartimann niðri i þorpi, en erum svo heima við á sumrin. — Hafið þið áhuga á að koma upp einhvers konar iðnaði i tengslum við sjávarútveginn, eins og t.d. þaraverksmiðju? — Þaraverksmiðja væri senni- lega risin upp hér, ef fólk væri fyrir hendi. — Hvað viltu segja um þá útgerð og fiskvinnslu, sem nú á sér stað á Selfossi? — Ég tel, að fullvinnsla hefði átt að vera á Selfossi — ekki frumvinnsla. Gerum bændur að iðnaðarmönnum Hörður Sigurgrimsson, bóndi i Holti, vill að bændur verði smám saman gerðir að iðnaðarmönn- um, Þess vegna lögðum við nokkrar spurningar fyrir Hörð? Við báðum hann að segja okkur litillega frá þessari hugmynd sinni. Hörður sagði að hann teldi, að gera ætti mönnum það að keppi- kefli að stunda landbúnaðar- störfin og um leið yrði búskap- urinn mönnum meira virði. En til þess þarf bætta menntun. Um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir jörðum, og margir þeirra, sem vilja kaupa þessar jarðir, hafa litið sem ekk- ert vit á búskap. Búnaðarbankinn þarf að krefjast þess, að menn, sem eru i jarðakaupum, hafi eitt- hvert inngrip i búskapinn. Þar sem lánsfé til landbúnað- arins er ekki of mikiö, þarf góða menntun til að reka bú. Enda Framhald á bls. 19 Við fórum frá Stokkseyri vestur á Eyrarbakka, þennan fornfræga verzlunarstað Sunnlendinga. En um aldaraðir var Eyrarbakki aðalverzlunarstaður Arnesinga og Rangæinga. Þó svo að langt sé siðan, að Eyrarbakki hætti að gegna þessu hlutverki, þá ber staðurinn þess augljós merki, að þar hafa verið mikil umsvif áður fyrr. Það þarf ekki að nefna nema Faktorshúsið fræga til að minna á forna frægð staöarins. Þvi húsi hefur verið haldið vel við, og mun það halda uppi fornri frægð staðarins um ókomna tið. Hafnarmálin erfiður hjallur Þegar við vorum komnir á Eyrarbakka, hittum við þá Þór Hagalin, sveita-stjóra, og Öskar Magnússon oddvita fyrsta að máli. Fyrst spurðum við þá að þvi, hvort þeir teldu æskilegt, að Eyrarbakki og Stokkseyri ættu && sameinast i eitt sveitaíélag á næstu árum. Þór og Óskar sögðust vera al- gjörlega á móti þvi. Þetta hefðu verið sameiginleg sveitafélög til• siðustu aldar, en þá var þeim skipt. Þeir ögðust telja, að litið myndi sparast við sameiningu staðanna. Aftur á móti sögðu þeir, að þeir teldu, að Suðurlandsáætlun ætti að skapa byggðarkjarna ák- veðinn sess, og þá á sviði sam- vinnu en ekki samkeppni. —Hvaða verkefni hefur hvilt af mestum þunga á Eyrbekkingum undanfarin ár? — Það má segja, að aðeins eitt mál hafi hvilt með verulegum þunga á okkur að undanförnu og það munar lika um það, en það er bygging hafnarinnar. —Við höfum unnið að byggingu hafnarinnar s.l. 10 ár, eftir getu okkar. Og nú má segja, að bátar séu nokkurn veginn öruggir, þegar þeir eru komnir inn i höfnina. Fram til þessa, hafa farið 32 milljónir i hafnargerðina og það er ekki svo litið, þegar tillit er tekið til þess, að ibúar þessa staöar eru ekKi nema 542. pena vandamál okkar skýrist bezt þannig, að á yfirstandandi ári þurfum við að borga röskar 5000 kr i afborganir og vexti á hvern Ibúa hérna i þorðinu. Það verða þvi um 25 þús kr. á visitölu- fjölskylduna. Stærsta skrefið i hafnarmálum okkar var stigið á árunum 1963 — 1967, er brimbrjóturinn var byggður. a þessum árumþurftu sveitafélögin að leggja fram 60% af kostnaði, en rikið 40%. Á árinu 1968 breyttist þetta þannig, að rikið lagði til 75%, en sveitafél- ögin 25%. Þetta gjörbreytti öllu fyrir þau sveitafélög, sem þá höfðu ekki lagt út i dýrar hafnar- framkvæmdir. En hlutur hinna, sem áður höfðu farið út i dýrar framkvæmdir var ekkert réttur, þannig að okkar höfn á eftir að verða okkur erfiður hjallur á næstu árum. — Hvað um aðrar framkvæmdir á vegum hreppsins? — Við erum nýbúnir með vatns- veitu fyrir staðinn, en hún er ekki nægileg. Vatnsþörfin hefur aukizt mikið með mikilli aukningu i fisk- iðnaöinum. Vatnsveitan var byggð að mestu á árunum 1966- 1970, og um þessar mundir stefnum við að þvi að bæta viö annarri borholu i Kaldaðarnesi. Þetta verður ekki dýr fram- kvæmd, þar sem dælurnar við hina borholuna eru svo kraft- miklar að við þurfum ekki að bæta við þær. Brú yfir Ölfurárósa — Hvernig hefur atvinnu- ástandið verið að undanförnu? — Það má segja, að atvinnu- ástandiðhafi verið gott nú siðustu árin. Það er helzt i kringum ára- mótin, aö hér er timabundið at- vinnuleysi. Cr frystihúsinu á CyrarDaKKa Við teljum, að úr þessu megi bæta á tvennan hátt. I fyrsta lagi þyrfti að koma hér upp ein- hverjum iðnaði, og kæmi þá niðurlagning vel til greina. 1 öðru lagi væri hægt að afla aukins hrá- efnis með þvi að gera brú yfir ölfusárósa og aflanum yrði ekið hingað á bilum frá Þorlákshöfn. Það er brýn nauðsyn að koma upp brú yfir ósa ölfusdr, og er það eitt af óskamálum okkar. — Þið talið um óskamál, hvaða óskamál eigið þið fleiri, sem eru á döfinni? — Við vonum t.d. að innsiglingin verði bætt á næstu árum. Annars erum við þeirrar skoðunar, að hafnarmál Arnessýslu beri að taka þannig, að um eitt vandamál sé að ræða. Enda teljum við okkur eiga sama rétt til lands- hafnarinnar i Þorlákshöfn og Þorlákshafnarbúar. Þá getum við einnig nefnt varanlega gatnagerð, en það mál verður vafalaust mjög erfitt, en sem betur fer þurfum við ekki að skipta um jarðveg i götunum okkar ef við förum út í varanlega gatnagerð. En það er með þessi mál, sem önnur, Við verðum að sniða stakk eftir vexti. — Viö töluðum um sameiningu Stokkseyrar og Eyrarbakka i upp hafi, hvað segið þið viö þeirri til- lögu, sem upp hefur komið um sameiningu allra sveitafélaga i Flóa og ölfusi? — Við teljum engar likur á, að svo verði. T.d. átti einu sinni að gera svæðaskipulagningu, sem tæki til þeirra 5 þorpa, sem eru i Flóa og ölfusi. Þvi miður byggðu menn loftkastala i þessum efnum, sem svo mörgum öðrum. En innan skipulagsstjórnar rikisins rikti verulegur áhugi á þessum efnum. Þetta mál strandaði á einstak- lingum. Hitt er svo annað mál, að sam- vinnan milli þessara staða eykst sifellt. 1 þvi sambandi má nefna tvö mál, þ.e. sameiginlega sorp- hreinsun og jarðhitaleit. I sam- bandi við sorpleitina má þó geta þess, að þar riktu sérsjónarmið eins og oft vill verða. Stóri bróðir Selfoss vildi ekki vera með. Kaus frekar að borga 10-15% meira fyrir hreinsunina. Nú eru komnir sveitastjórar i öll þessi sveitafélög, og hafa málin þróazt þannig, aö þeir hittast reglulega, og um leið er stefnt að aukinni samvinnu. Vill koma upp full- komnum niðursuðuið- naði á. Selfossi — ekki fiskverkun. — Þorgeir Guömundsson er framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Eyrarbakka h.f. — Þorgeir segir okkur, að frá Framhald á bls. 19 Unniö er að jaröhilaleit á Eyrarbakka Þór llagalin Séö yfir austurhluta Stokksevrar Eyrarbakki (séö til austurs) Þorgeir Guömundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.