Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. april 1972 t>riðjudagsgreinFarÆal9d náinni framtið byggist á, og i öörulagi framkvæmdir, sem miklu skipta fyrir félagslegt öryggi, menningu og persónu- lega farsæld landsmanna, eru háðar þvi, að rikissjóður hafi nógar tekjur. Þessar staðreyndir eru augljósar og óumdeilanlegar. Þvi þykir okkur illa st- jórnað, ef ekki er aflað fjár i rikissjóð, svo að sinna megi þessari uppbyggingu, svo sem vinnuafl og aðrar ástæður með þjóðinni leyfa. Við gerum okkur ljóst, að ef vel er stjórn- að, er skattpeningurinn gæfu- peningur alþýðunnar. Vonir okkar um almenna velmegun og almenna hagsæld á kom- andi árum eru bundnar við skattheimtu rikisins. Við viljum fá að sjá þær vonir rætast. Þess vegna ætlumst við til aukinnar skattheimtu meðan vel árar. Stokkseyri aF,rgghad segja tölur, að aðeins 2 af hver- jum 10 bændum kunni að reka bú. Þess vegna held ég þvi fram, að bankastofnanir eigi að gá að sér, með að lána mönnum, sem ekkert inngrip hafa i landbúnaðinn. Þær ættu að byrja á þvi að krefjast góðrar starfsreynslu, og siðan má þróa þetta i þá átt að enginn fái lán út á jarðir i byrjun, nema þvi aðeins að hann hafi góða menn- tun. Með þessu móti ætti að vera hægt að gera búskapinn ef- tirsóknarverðan, og um leið að gera hann að nokkurs konar iðn- grein. Vonum að hann komi Þegar við komum niður á byrggjuna var Bjarni Ólafsson nýlagztur upp að. Við hittum að máli Grétar Zophoniasson, skip- stjóra á Bjarna Ólafssyni, en þetta er önnur vertiðin, sem Grétar er skipstjóri. ~ Grétar sagði, að aflinn hefði verið frekar tregur i vetur, en þeir væru ekki með öllu von- lausir. — I fyrra kom ekki góð ganga fyrr en 10.—12. april, og þess vegna erum við enn bjart- sýnir. — Undanfarið hefur verið mikið af ýsu, sem komið hefur i netin, sagði Grétar. — Þessi ýsa hefur verið mjög falleg, en þetta er frekar óvanalegt. Að lokum sagði Grétar, að þeir væru 10 á Bjarna, og að i sjó væru 8 trossur, enda ekki leyfilegt að vera með fleiri trossur i sjó. Mikið fer í salt Fyrir utan frystihúsið hittum við Ágúst Guðbrandsson og Stefán Jónsson, en þeir eru verk- stjórar i aðgerðinni. — Hvernig hefur fiskurinn verið i vetur? — Fiskurinn hefur verið frekar lélegur, og þar af leiðandi hefur mikið af honum verið saltað. Fyrir páska var mikið um ógæftir, og fiskurinn þvi oft nokk- urra nátta, er hann kom á land. Þá hefur mikið sili verið i fisk- inum i vetur, en i fyrra sást það ekki. Fyrir bragðið verður fiskurinn allur viðkvæmari. — Haldið þið að hrotan komi? — Það þýðir ekkert annað en að vona. Hrotan hefur oft komið seinna en þetta. Frystihús uppá 45 milljónir Asgrimur Pálsson er fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar, en þvi starfi hefur hann gegnt i nokkur ár. t fyrra var byrjað á stækkun frystihúss ins, undir forystu Asgrims, en sjálfur segir hann, að stækkun hafnarinnar og viðbygging frysti- hússins hefði aldrei verið mögu- leg, ef samvinna og áhugi fólksins i Stokkseyrarhreppi hefði ekki verið jafn mikil og raun ber vitni. — Hvenær byrjuðuð þið á stækkun frystihússins, As- grimur? — Brjað var á grunninum i júni s.l., og um áramót var húsið orðið fokhelt. I febrúar tókum við húsið i notkun, en samt er mikið eftir ennþá. I þessari viðbyggingu er 1000 tonna frystiklefi, vélasalur, verkstæði, isgeymsla og isfram- leiðsla. TÍMINN Þegar vertiðinni lýkur verður hafizt handa um að klára húsið. Þá verður flökunarsalurinn, sem nú er á annarri hæð, fluttur niður, og er þvi verður lokið, fer öll vinnsla á fiskinum fram á jarð hæð. — Hvað reiknið þið með að geta unnið mikinn afla, þegar þessu lýkur? — Það er gert ráð fyrir, að með fullum afköstum verði hægt að vinna 150 tonn á dag, og er þá reiknað með.að sá fiskur fari bæði i flökun og i salt. — Hvenær verður þessari byggingu lokið? — Það er reiknað með að klára hana að mestu i sumar. T.d. verða allir vinnslusalir þá flisa- lagðir i hólf og gólf. Þessa dagana er verið að klára vélasalinn, og er hann allur flisalagður. Enda er- um við að mæta auknum kröfum i hreinlætismálum með þessu. — Hvernig hafa aflabrögðin verið i vetur? — Þau hafa verið frekar léleg fram að þessu, og það sama er að segja um fiskinn, hann hefur lika verið lélegur. Hjá okkur eru nú gerðir út 8 bátar, en það er 2 bát- um meira en i fyrra. Aflinn er i kringum 1200 tonn, sem er litið meira en á sama tima i fyrra. — Hvað gera bátarnir hjá ykkur yfir sumartimann? — 1 fyrra voru þeir allir á humarveiðum, og lönduðu þeir 60 lestum af slitnum humri. Þegar þeirri vertið lauk, fóru sumir á troll en litið var upp úr þvi að hafa. Tóku sjómenn þá það til bragðs að leggja bátunum og tóku til við að hjálpa við byggingu frystihússins. Með hjálp þeirra tókst okkur að koma frystihúsinu i gagnið i febrúar. — Að lokum, Asgrimur. Hvað viltu segja um hinar bættu haf- naraðstæður hjá ykkur? — Hafnaraðstaðan batnaði mikið við hinn 350 m langa brim- varnargarð. Ég er þess næstum fullviss, að ef hann hefði ekki verið kominn nú á dögunum i hinu mikla brimi, sem var hér þá, hefðu einhverjir bátarnir lent á land. Annars eigum við eftir að gera mikið i okkar hafnarmálum. En það er eins og oft áður, að ráðamenn skilja ekki alltaf þarfir landsbyggðarinnar i hafnar- málum. ÞÓ Eyrarbakki aFfr^hald Eyrarbakka séu nú gerðir út 7 bátar, en aflabrögð hafi veriö heldur léleg. Fjórir bátanna leggja aflann upp hjá frysti- húsinu, en 3 fiska i salt. — Hvernig hefur atvinnan verið hjá ykkur i vetur Þorgeir? — Þvi miður þá hefur atvinnan ekki verið stöðug, t.d. höfum við ekki alltaf náð fullum vinnudegi. Slæmum gæftum er um að kenna, og fyrir bragðið verður fiskurinn, sem á land kemur verri. Við höfum aldrei fengið nóg i fryst- inguna hjá okkur. En sá freð- fiskur sem við verkum fer á Bandarikjamarkað. — Hvernig voru aflabrögðin i fyrra? — Þau voru heldur betri en núna, og sumarið var ágætt, en haustið var aftur á móti mjög lélegt. Það bjargaði okkúr, að við höfðum nægar humar til að fullvinna i húsinu, og eins létum við gera endurbætur á frystihúsinu. — Hvað telur þú helzt geta bætt atvinnumálin hjá ykkur? — Ég tel, að við þurfum að stefna að þvi, að endurnýja bátaflotann hjá okkur. Við þurfum a.m.k. að eignast 2 nýja 75 tonna báta. Þá þyrfti og að bæta innsigl- inguna inn sundið, en eftir að menn eru sloppnir við sundið, þá eru þeir komnir á örugga höfn. Aðalerfiðleikarnir hjá okkur hafa verið yfir haust- oj; vetrar mánuðina. S.l. haust barst t.d. enginn fiskur til okkar frá þvi i september og fram til 15. febrúar. Þetta stafar af þvi, að linuafli hefur alveg brugðizt. 1 þessu sambandi vil ég minnast á fisk- verkun Selfossbúa. Ég tel það al- rangt, að farið sé að verka fiskinn uppi á Self. Það á að full vinna tiskinn ner mður frá. A Selfossi á að koma upp niðursuðu. Þar kemur margt til greina. Hægt er að nota lifur og hrogn i niður- suðu, já og einnig laxinn, sem veiðist hér i net á haustin. Svo á og að vera hægt að nota hausa og bein i súpugerð. ÞÓ 10 ÁRA TELPA óskar eftir að fá að vera á góðu sveita- heimili i sumar. Vill gæta barns og/eða snúast. Meðlag ef óskað er. Simi 16192. AUGLÝSING Um skráningu eiturefna og hættulegra efna til nota i landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Ráðuneytið vekur athygli hlutaðeigandi á þvi, að samkvæmt ákvæðum 3.gr. reglu- gerðar nr. 132/1971 skulu framleiðendur fyrrgreindra efna, umboðsmenn fram- leiðenda eða innflytjendur, sækja til ráðu- neytisins um viðurkenningu á þeim ef- num, er þeir hyggjast selja eða flytja til landsins. Vakin er athygli á þvi, að ó- heimilt er að flytja til landsins, selja eða nota önnur eiturefni og hættuleg efni i landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra en þau, sem viðurkenningu hafa hlotið og skráð hafa verið á lista yfir slik efni. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, lO.april 1972. Verndun fiskistofnanna. . Framhald af bls. 1 innar, sem framfylgir stran- gari fiskverndarreglum gagn- vart islenzkum þegnum en al þjóðareglur krefjast. Slik framkvæmd veldur óhjá- kvæmilega nokkru óhagræði, en mun þegar til lengdar lætur hafa hagstæð áhrif á fiski- stofna Norðaustur-Atlants- hafsins. A sama hátt er ekki ósennilegt að strangur meng- unarsamningur kunni að valda iðnaði aðildarrikjanna erfiðleikum i byrjun, en slikur samningur mun tvimælalaust eiga rikan þátt i þvi að vernda heimshöfin gegn skaðlegum áhrifum, en þau þekja yfir 70% af yfirborði jarðar, svo sem kunnugt er. Þessi ráðstefna stendur þvi andspænis viðtæku verkefni og mjög þýðingarmiklu og er það von min-ð hér náist góður árangur. Ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til þess að óska ykkur velfarnaðar i störfum og láta i ljós þá von, að starf þessa fundar reynist mikil- vægur áfangi i baráttunni fyrir bættu umhverfi og vernd hafsins og auðlinda þess.” FRÁ BIFRÖST FRÆÐSLUDEILD Skólastarfsemi samvinnusamtakanna, svo og sameiginleg skólastarfsemi Sam- bands isl. samvinnufélaga og Alþýðusam- bands íslands, hefur nú skrifstofur og af- greiðslu að Ármúla 3, Reykjavik, eru þær á 2. hæð hússins. Bifröst Fræðsludeild Samvinnuskólinn Bifröst Bréfaskóli S.l.S. og A.S.Í. „Til fiskiveiða förum..." Hvítasunnuferð m/s Gullfoss FRÁ REYKJAVÍK 19. MAÍ TIL REYKJA VÍKUR 23. MAÍ VERÐ FRÁ KR. 4.218-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.