Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.04.1972, Blaðsíða 20
Fimmti mannskæði jarðskjálftinn í íran á 15 árum NTB-Teheran Á milli 2000 og 4000 manns létu lifið i fyrri- nótt, er mikill jarðskjálfti varð i Suður-íran. í fyrstu fréttum sagði, að um 20 þorp hefðu gjör- samlega þurrkast út og að meirihluti hinna látnu væru konur og börn. Fars-hérað, sem er um 900 km sunnan við höfuðborgina Teheran, mun hafa orðið harðast úti. óttast er að tala látinna kunni að hækka að miklum mun, þegar öll kurl eru komin til grafar. Manouvhet Pirouz, lands- stjóri flaug siödegis i gær yfir jarðskjálftasvæðið og skýrði hann frá þvi á eftir, að eyði- leggingin væri gifurleg. Hann kvaðst þess fullviss, að nefnd- ar tölur um fórnarlömb hörm- unganna væru of lágar. Landsstjórinn sagði, að i hvert sinn, sem flugvél hans lenti, hefði fólk hópast um hana og beðið um mat og vatn. Margir hinna fullorðnu hefðu grátið eins og börn. Mörg búsund manns hafa misst heimili sin og allt sima- samband við svæðið er rofið. Eins og dómsdagur Fyrstu kippirnir mældust klukkan 4.38 að Isl. tima og fundust þeir á 400 kflómetra svæði. Næstum hvert einasta hús hrundi i bæjunum Shir og Karzin, og voru þá ibúar hús- anna yfirleitt i fastasvefni. Deildir i hernum hafa verið settar til hjálparstarfsins og keisarinn hefur gefið skipun um, að sex flugvélar skuli flytja matvæli og lyf til jarð- skjálftasvæðisins. Yngri bróð- ir keisarans, Mahmoud Reza er stjórnandi hjálparstarfsins. Sjónarvottar, sem i gær- kvöldi voru fluttir frá þorpum, sem illa urðu úti, sögðu, að allt hefði þetta verið likast dóms- degi. Jörðin hafi skyndilega opnast og gleypt mörg hús og 10-12 manns. Ung kona, sem var allan daginn að leita i rústunum, að týndri f jölskyldu sinni, sagði, að þetta hefði verið hræðilegt. Jarðskjálftarnir mældust um 7 stig á Richter-kvarða. Margar skriður fylgdu i kjöl- far kippanna og undir þeim grófust hús, menn og skepnur i hundraðatali. Sá fimmti Á siðustu fimmtán árum hafa orðið fjórir aðrir jarð- skjálftar i Iran, sem krafizt hafa þúsunda mannslifa. Arið 1957 i júli, fórust um 3000 manns i norðanverðu landinu og i desember sama ár fórust á þriðja þúsund manna i N- Austurhluta landsins og i ágúst 1968 fór tala látinna upp i 11.600. Þá fara sögur af geysilegum mannskaða i jarð- skjálftum fyrir nokkrum öld- um. Athyglisvert er, að mann- skæðustu jarðskjálftar sem orðið hafa i íran, hafa orðið að næturlagi, en þar sem hús þarna eru lélegir kofar úr leir og timbri, hrynja þeir yfir ibúana. Apollo 16. á sunnudaginn NTB-Kennedyhöfða Tæknifræðingar á Kennedy- höfða hófu i gær siðustu niður- talningu á Apollo 16. en honum verður skotið á loft á sunnudaginn kl. 17.45 að isl. tinia. Tunglför Apollo 16. er sú næst- siðasta i Apollo-áætluninni. Áhöfnin að þessu sinni eru þeir þremenningar Charles Duke, Thomas Mattingly og John Young. Þeir eiga að lenda i fjall- lendi á suðurhluta tunglsins, en þar eru fjöll og gigar, sem talið er, að séu útdauð eldfjöll. Á tunglinu eiga þeir Young og Duke að dveija i 74 klst, sem verður nýtt tunglmet, en Mattingly sveimar umhverfis tunglið i móðurskipinu á meðan. Stórveldin undirrita sýklavopnabannið NTB-Msokvu Bandarikin, Sovétrikin og Bretland undirrituðu i gær sátt- mála um bann við framleiðslu og geymslu sýklavopna. Samkvæmt samningnum eiga allar birgðir slikra vopna að hafa verið eyði- lagðar innan niu mánaða. Hermenn og óbreyttir borgarar, sem særðust I bardögunum nálægt Quang Tri, biða þarna eftir aö verða fluttir burt. Myndin er tekin á flugvellinum i Ilue, á fimmtudaginn var. Sanchez myrtur á götu í Argentínu NTB-Bucnos Aires Argentiski hershöföinginn Juan Carlos Sanchez var I gær skotinn til bana á götu i borginni Rosario. Sanchez stjórnaði aðgerðum stjórnarhersins gegn skæruliðum á svæðinu kring um Itosario, sem er næst stærsta borg Argentinu. Sanchez var að aka i bil sinum i átt að aðalstöðvum hersins, þegar skyndilega var skotið á bilinn, Kona, sem átti leið framhjá særðist til ólífis, og bilstjóri hers- höfðingjans er alvarlega sár á sjúkrahúsi. Hundruð skota úr vélbyssum hittu bilinn og er talið að skotið NÆST ANNAR BATURINN I DAG? Klp-Reykjavik. A morgun verður reynt, i Dráttarbrautinni á Akranesi, að koma niður öðru skipinu af þeim fimm, sem lokuðust inni, er sleði brautarinnar féll á hliðina og brotnaði fyrr i vetur. Skipið, sem reynt verður að fara með niður á morgun, er Sigurborg frá Akranesi, en það er nýr bátur, sem smiðaður hefur verið hjá Dráttarbrautinni. Hann mun fara eftir brautinni, sem gerð var til að bjarga Skinney úr slippnum i siðustu viku, en sér- stakur sleði mun verða smiðaður til að renna honum út. Ef Sigurborgin fer niður á morgun, verða þrjú skip eftir i slippnum, þar af tveir litlir bát- ar, og svo Höfrungur frá Akra- nesi, sem er gamalt tréskip. Mun hann fara niður næstur á eftir Sigurborgu. hafi verið úr tveimur öðrum bilum sem óku framhjá. Lögreglan hefur lokað öllum vegum út úr borginni, til að koma i veg fyrir, að ódæðismennirnir sleppi.__________________ Þeir skutu Sallustro NTB-Buenos Aires Fiatforstjórinn Oberdan Sallustro, sem vinstri-sinnaðir skæruliðar i Argentinu rændur fyrir þremur vikum, fannst i gær, látinn. Hann hafði verið skotinn til bana. Fjölskylda Sallustros á ttaliu hefur undanfarna daga safnað peningum til að greiða skæru- liðunum fyrir hann. Eins og kunnugt er, bannaði argentinska stjórnin Fiat-fyrirtækinu að semja við skæruliðana um lausnargjaldið. Enn er barizt látlaust um allt Suður-Víetnam kynnt, að þeir hafi rofið enda- lausan straum skriðdreka flut- ningabifreiða og hermanna suður fyrir hlutlausa beltið, og sagði yfirhershöfðinginn á norðurvigstöðvunum i gær, að sóknin suður yfir hefði nú verið stöðvuð. Taldi hann þetta vera siðasta stórbardaga norðan- manna. í Saigon voru talsmenn hins vegar ekki svo bjartsýnir. Flestir þeirra segjast ekki sjást nein merki þess, að sókninni sé lokið og telja jafnvel, að norðanmenn muni nú breyta um baráttuað- ferðir og auka herlið sitt við Saigon. Stórskotaliðssveit norðan- manna var i gær sögð vera að nálgast þjóðveg 13 sem liggur frá Saigon að landamærum Kam- bódiu. Þar er bærinn Lai Khe, sem er mikilvægur hlekkur i vörnum Saigon. S?rt: Reykjavfk: Torfi mundsson" °g KrÍStján Guð- ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og Hólmgrimur Heiðreksson. 9. leikur Akureyrar: b2 — b4. NTB-Saigon Stórar, bandariskar sprengjuflugvélar af gerðinni B- 52 réðust á skotmörk i N-Vietnam i gær, i fyrsta sinn i hálft fimmta ár. Talsmenn þjóðfrelsis- hreyfingarinnar halda þvi fram, að herir skæruliða vinni nú hvern sigurinn á fætur öðrum i S.-Viet- nam og að þeir hafi náð á sitt vald mörgum hernaðarlega mikil- vægum stöðvum. Sprengjuflugvélarnar, sem studdar voru af fallbyssum her- skipa á Tonkin-flóa helltu sprengjum I tonnatali yfir svæðið umhverfis strandþorpið Vinh, sem er um 230 km norðan við hlutlausa beltið. Er það i fyrsta sinn, sem B-52 hafa farið svo langt norður. Auk B-52 flugvéianna eru um 600 minni sprengjuflugvélar i Thailandi, S-Vietnam og á her- skipum, tilbúnar til árása. Skammt fyrir norðan bæinn Quang Tri hefur lengi staðið yfir blóðug skriðdrekaorrusta og segja talsmenn i Saigon, að yfir 1000 norðanmenn hafi fallið þar. Hins vegar vegar segja þeir ekki nema 10 eigin manna fallna. Um 40 þúsund N- Vietnamhermenn taka þátt i sókninni, sem hófst 30.marz sl. Bandariskir flugmenn hafa til-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.