Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA S£NDIBIL AStÖÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Kristján Eldjárn. Dr. Kristján aftur í OO-Reykjavík. Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, hefur ákveöiö, að vera i kjöri við næsta forsetakjör setn vera á í júnimánuði n.k. Dr. Kristján kallaði fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps á sinn fund I skrifstofu forseta i Al- þingishúsinu, og afhenti þeim eftirfarandi tilkynningu: Þeim tilmælum hefur verið beint til min, að ég gefi kost á mér við forsetakjör, sem fram á að fara hinn 25. ji'mi næstkomandi, fyrir kjörtímabilið 1972-1974. Ég hef ákveðið að verða við þess- um tilmælum. Reykjavik, 10. april 1972. i Blómin og þorskurinn 1 opnu blaðsins i dag, eru greinar og myndir frá blómabænum Heragerði og hinum ört vaxandi sjávarút- vegsstað Þorlákshöfn. Það má segja að myndirnar tvæihértil hliðar séu einkennandi fyrir þessa tvo staði i Árnessýslu, sem eru aðeins með 23 kiló- metra millibili. Á öðrum staðnum byggðist lífsafkoman á blómum og grænmeti sem ræktað er þar með hjálp hverahitans, en á hinum staðnum byggist lifsafkoman á fiskvinnslu og miðunum, sem liggja rétt fyrir utan hafnarmynnið oft á tiðum. (Timamyndir Gunnar) Suduriands fxaut *>o 82. tölublað—Miðvikudagur 12. april 1972—56. árgangur. [ Ríkisstjórnin stuðlar að smíði 8—10 skuttogara hérlendis næstu 3- Þó-Reykjavík. Ríkisstjórnin ræddi m.a. um eflingu skipa- smíðaiðnaðarins á fundi sínum í gærmorgun. Á fundinum var ákveðið, að stefna að smiði 8-10 skuttogara af millistærð hér á landi á næstu 3-4 árurn. Á þessum fundi sinum ræddi stjórnin mikið um skipu- lagningu og uppbyggingu skipasmiðaiðnaðarins á grundvelli áætlana um reglu- bundna endurnýjun fiskskipa- flotans. Þá var- ákveðið að stuðla að verkaskiptingu og samvinnu innlendra skipa- smiðastöðva og veita aðstoðog fyrirgreiðslu við fjármögnun þessa mikilvæga verkefnis. Rikisstjórnin gerði svo- hljóðandi samþykkt i málinu á fundinum i-morgun: „Rikisstjórnin ákveður að beita sér fyrir þvi, að islen- zkar skipasmiðastöðvar geti tekið upp raðsmiði á skutt- ogurum af millistærð. Verði að þvi stefnt, að smiðaðir vcrði innanlands 8-10 á næstu þreinur til fjórum árum með vorkaskiptingu og samvinnu innlendra skipasmiðastöðva. Mun rikisstjórnin leggja áherzlu á, að opinberir aðilar og lánastofnanir stuðli að framkvæmd þcssa mikilvæga verkefnis* Ráðgerð kaup á 2 litlum þyrlum auk þeirrar stóru fyrir Landhelgisgæzluna EB-Reykjavik. Nú fer fram athugun á því, hvort ekki sé rétt að festa kaup á tveimurtil- tölulega litlum þyrlum til handa landhelgis- gæzlunni til viðbótar þyrlunni, sem búið er að ganga frá kaupum á og tveggja hreyfla flugvél- inni, sem unnið er að út- vegun á. Kom þetta fram i ræðu, sem Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, hélt á Alþingi i gær. Ennfremur gat forsætisráð- herra þess að skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðu- neytisstjóra, þ.e. i dómsmála- ráðuneytinu, sjávarútvegs- ráðuneytinu og utanrikisráðu- neytinu, en þeim var m.a. falið að gera tillögur um hvaða ráðstafanir sé nauðsyn- legt að gera, með tilliti til út- færslu landhelginnar 1. sep- tember n.k. Þá sagði forsætisráðherra í sambandi við útvegun á tveggja hreyfla flugvélinni, að liklega yrði fyrir valinu Fokker Friendship. Forsætisráðherra sagði enn- fremur m.a., að eðlilegt væri að leyfi allra rannsóknarskipa bæði innlendra sem erlendra, er stunduðu visindastörf á landgrunninu, yrði bundið þvi skilyrði, að þau tilkynntu sig að minnsta kosti tvisvar á dag til landhelgisgæzlunnar og að islenzku rannsóknaskipin til- kynntu um leið, eins og varð- skipin, hvaða erlend skip, þau hefðu oröið var við, eða væru i námunda við. Myndi vafalaust verða af þvi mikil bót án veru- legs aukakostnaðar. Þorlákshöfn: Búizt við skaðabóta- kröfum Þó-Reykjavik. ,,Ég býst við, að þegar komið er i ljós hvað mikið tjón hefur hlotizt hér á staðnum af oliunni, sem fór i höfnina, verði settar fram skaðabótakröfur," sagði Rikharð Jónsson i samtali við blaðið. Það er ennþá verið, að hreinsa oliuna upp úr höfninni, sagði Rik- harð, og i gærmorgun komu menn frá Oliufélaginu með enn betri tæki, til að hreinsa upp oliuna. Bátarnir hér i Þorlákshöfn eru illa útlitandi og sömu sögu er að segja af bryggjunum. 011 friholt eru ónýt f oliumengun, sagði Rikharð að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.