Tíminn - 12.04.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 12.04.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 12. april 1972. Málsmeðferð Morgunblaðsins Samstarfsnef ndir lögreglu og borgara. i samræmi við þær hrcytingar, scm gcrðar voru á verkaskiptingu rikis og svcitarfélaga með yfirfærslu löggæzlukostnaðar á ríkissjóð, licfur rikisstjórnin nú lagt fram frumvarp um lögreglu- mcnn. Kr gert ráð fyrir að lögreglumenn verði allir orðnir starfsmenn rikisins fyrir árslok 197:1. Kr dómsmálaráðherra, rtlafur Jóhannesson, mælti fyrir þessu frumvarpi, sagði hann, að fleiri breytingar þyrfti að gera á lögum um lögreglumenn en i þcssu frum- varpi fælust. Sagði ólafur, að slerklega kæmi til greina að koma á fót samstarfsnefnd lögreglustjórnar og almen- nings, en slikri skipan hefur verið komið upp á Norður- löndum og þykir liafa gefi/.t vcl. Slikar samstarfs- nefndir starfa i þeim tilgangi að cyða misskilningi milli þessara aðila uin löggæ/.luna, en löggæ/.la tekst hvergi átakalitið nema skilningur og samstarf sc rikjandi milli almennings, sem löggæ/lan á að þjóna, og þeirra aðila, sem með löggæ/lu fara á hverjum stað. Samstarfsnefndir almcn- nings og lögreglu eiga að stuðla að gagnkvæmu trausti milli lögreglu og borgara. Skilningur og sam vinna almcnnings og lögreglu stuðlar ckki aðeins að öruggari lög- og rcttargæ/lu heldur einnig að aukinni lög- hlýðni borgaranna. Kynbætur Fyrir skömmu afgreiddi Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um inn- flutning búfjár. Breytingin felur i sér heimild til inn- flutnings á djúpfrystu sæði nautgripa af Oalloway-kyni, að fengnum mcðmælum st- jórnar Búnaðarfélagsins, yfir- dýralæknis og forstöðumanns Tilr aun as töð vari nna r á Keldum. 500 þúsund krónur eru veittar á fjárlögum yfir- standandi árs til undirbiínings þessa máis. Sæðing kúa mcð djúpfrystu sæði holdanautgripa inun að- eins fara frani i sóttvarnar- stöðvum. Meiningin cr að halda við þeim góðu kostum, sem hið islenzka mjólkurkúa- kyn hefur, cn ala kálfa undan islen/.kum mjólkurkúm, sem sæddar hafa verið með holda- nautasæði. Þannig verður unnt að sameina kosti tveggja kynja og bjóða gott nautakjöt á islen/ka markaðnum. Með iunflutningi sæðis er sem sagt ekki stefnt að þvi að koma upp stórum hjörðum holdanauta, eins og viða tiðkast erlendis, beldur nýta kosti holdanauta- kyns við undaueldi kálfa. Merkar tilraunir eru nú gerðar með fóðrun. og liafa þær sýnt, að unnt er að ná ótnilcga hröðum vexti kálfa, sem nær eingöngu eru aldir á innlendu fóðri. l>á hefur ekki mátt greina mun tveggja hópa, sem annars vegar hafa veriö aldir á innfluttu kjarn- fóðri en hins vegar á innlend- um graskögglum. Arlega flytja islendingar inn tugi þús- unda tonna af erlcndu kjarn- fóðri, og má þvi spara stórfé i erlendum gjaldeyri með hey- kögglagjöl. Með nýtingu holdanautasæöis er stefnt að auknu afurðamagni islen/ka nautgripastofnsins, betra nautakjöti á markaðinn og iiagstæðara verði islenzkra búvara. —TK Bréfritari, sem undirritar pistil sinn P.R., bregður upp smámynd af þvi, hvernig Morgunblaðið hagræðir ummælum manna eftir þvi sem henta þykir i óvönduðum áróðri: „Kæri Landfari. Það fer ekki framhjá neinum, að haftasöngur Morgunblaðsins er nú hafinn fullum hálsi. Sér- hverjar ráðstafanir i efnahags- málum eru nefndar þvi nafni að grýla uppmáluð sé i hverju horni. Að vanda skeytir Morgunblaðið litt um málsmeðferö. Ummælum er snúið á hvern þann máta, sem bezt þykir henta. Afar áberandi hefur þetta verið i tilvitnunum, sem birzt hafa ná- lægt þvi daglega i Morgunblað- inu, i viðtali við Steingrim Her- mannsson, ritara Framsóknar- flokksins, i sjónvarpi mánudag- inn 27. marz s.l., eftir aðalfund miðstjórnar Framsóknarflokks- ins. Miðvikudaginn 29. marz birtir Nivada Magnús E. Baldvfnsson ljug<v«gl 12 - Siml 22•04 ORDSENDING t þeim tilvikum að félags- samtök, stofnanir eða aðrir vilji ná til A.A. Samtakand'a á tslandi, er þeim góöfúslega bcnt á að senda erindi sín til Sa m starfsnefndar A.A. Samtakanna, pósthólf 1149, Keykjavik. Samstarfsnefnd A.A. Samtakanna á tslandi. BÆNDUR 13 ára drengur óskar eftir að komast i sveit i sumar. Upp- lýsingar i sima 52774. SVEIT Oskaö er eftir sveitaplássi fyrir 2 drengi 10 og 12 ára, og eina telpu 11 ára. Uppl. í sima 84967 eftir kl. 7. Morgunblaðið, að visu úr sam- hengi, en orðrétt hluta úr viðtal- inu. Sjónvarpsþulur hafði spurt um það atriði i stjórnmálaályktun aðalfundarins, þar sem fjallað er um nauðsyn þess að vernda sparifé. Út frá þessu spunnust umræður um nauðsyn aukins sparnaðar og minni neyzlu en nú er i þjóðfélaginu. I þvi sambandi spyr þulurinn á hvaða sviðum beri aö draga úr neyzlu. Steingrimur svarar, að það hljóti fyrst og fremst aö vera á þeim sviðum, sem telja megi óþörfust. Þá spyr þulurinn, hvort menn eigi að „hætta að byggja sér stór og fin hús”? Úr þvi mætti vissulega draga, var svarað. „Og bilakaupum kannski”? Stein- grimur svaraði, að bilakaup hefðu verið gífurleg á undanförn- um tveimur árum og væri hann þeirrar skoðunar, að áreiðanlega mætti draga úr bilakaupum. í leiðara Morgunblaðsins 30. marz s.l. er byrjað að hagræða þessum ummælum. Þar segir svo m.a.: „Mikla athygli hefur vakið sú yfirlýsing Steingrims Her- mannssonar, ritara Framsóknar- flokksins, I sjónvarpsviðtali á dögunum, er hann lét i ljós þá skoðun, að nauðsynlegt væri að draga úr neyzlu innanlands, byggingu „stórra og finna húsa” og bifreiðakaupum landsmanna. Þarna eru spurningar sjónvarps- mannsins og almenn svör orðin að yfirlýsingu Steingrims. Þetta hefur Morgunblaðinu þó ekki þótt nóg, þvi að enn er orðun- um hagrætt i staksteinum blaðs- ins miðvikudaginn 5. april s.l. Þar segir svo m.a.: „A miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins var hagrannsóknastjóri fenginn til að gera grein fyrir efnahagsástand- inu. Ófögur var sú mynd, sem við blasti, svo að Steingrimur Her- mannsson gat ekki orða bundizt en taldi, að íslendingar byggju i of glæstum slotum og hefðu of marga bíla i kringum sig”. Þessi saga er einkar fróðleg. Hún er dæmigerð um málsmeð- ferð Morgunblaðsins. P.R.” ORÐSENDING FRA SKOLA ISAKS JÓNSSONAR vegna innritnnœr 5 og 6 órn bornn Ákveðið er að setja á stofn fimm ára deidir næsta vetur. Starfsem- in þar verður í fyrstu lík því, sem gerist í leikskóla, en smám saman verður tekinn fyrir ýmiss konar undirbúningur að reglubundnu skóla- námi. Daglegur skólatími verður 2V2 klst. Kennslugjald fyrir veturinn verður 2.400 kr. — greitt í tvennu lagi. Þeir foreldrar, sem eiga börn fædd árið 1966 og/eða 1967 og ætla að senda þau í skólann næsta vetur, eru vinsamlegast beðnir að inn- rita þau fyrir 20. apríl í síma 32590 milli klukkan 12 og 14. Börn, sem átt hafa systkini í skólanum sitja fyrir um skólavist. SKÓLASTJÓRI. með jaróarberjum Bragðið er sérstaklega gott og hollustan eftir því. Yoghurt er upprunnin í Búlgaríu við Svartahaf, þar sem fólk verður hvað elzt á jörðu hér, og er Yoghurtin m. a. talin eiga sinn þátt í því. Yoghurt með jarðarberjum inniheldur eftirtalið magn næringarefna í hverjum 100 gr.: Eggjahvita 3,6 g A fjörefni 150 alþjl.ein. Kalcium 120 mg Bj fjörefni 40 mmg Járn 0,1 mg B^fjörefni 170 mmg Fita 3,2 g C fjörefni 3 mg Hitaeiningar 84 D fjörefni 4 alþjl.ein.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.