Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. april 1972. TÍMINN MARGRET DROTTN- ING KEMUR VARLA Á ÞESSU ÁRI OÓ-Reykjavik. Það hefur verið athugað hvort Margrét drottning geti komið i opinbera heimsókn til Islands á þeim tima, sem til stóð að Friðrik faðir hennar sækti okkur heim, sagði Kristján Eldjárn i gær, — en af heimsókn hennar getur varla orðið á þessu ári. Margrét er nýkomin til valda og hefur mörgu að sinna heima fyrir. Þeim þjóðhöfðingjum, sem boðið hafa okkur i opinberar heimsóknir, sagði forsetinn, verður boðið i opinberar heim- sóknir til íslands smátt og smátt, eftir þvi sem ástæður leyfa, en mál þessi eru i deiglunni og ekkert ákveðið hægt um þau að segja að svo stöddu. Stjórnarfrumvarp: Bannað verði að henda úr- gangsnetum og vörpumísjó Húsgagnavikan var opnuð I Laugardagshöllinni s.l. laugardag og er tileinkuð 40 ára afmæli Húsgagna- meistarafélags Reykjavikur, sem stendur fyrir sýningunni ásamt Meistarafélagi húsgagnabólstrara. Eru á sýningunni fjölmargar gerðir húsgagna og annarra innanstokksmuna, en alls sýna 33 fyrirtæki og stofnanir framleiðslu vörur sinar. Húsgagnasýningin verður opin til 17. april. Myndin er úr einum sýningarbásnum. Tfmamynd GE EB-Reykjavik. Stjórnarfrumvarp þess efnis að bannað verði að henda hvers kon- ar netum, vörpum eða öðrum veiðarfærum eða hlutum úr þeim FEKK 90 RAUÐMAGAI EITT NET KlpReykjavík. Grásleppukarlarnir hér fyrir sunnan myndu gera sér glaðan dag, ef þeir kæmust í annað eins mok og kollegi þeirra einn norður á Kópaskeri komst i núna fyrir nokkrum dögum. Hann fór út til að vitja um rauðmaganetin og kom þá að einu þar sem fiskur var við fisk í möskvunum. Honum tókst að hala það inn fyrir borðstokkinn og taldi úrþví hvorki meira né minna en- 90 búsna rauðmaga. Hér fyrir sunnan telst það mjög gott, ef menn fá eitthvað nálægt pessu úr 40 netum, en þess ber að geta, að yfirleitt er betri rauðmagaveiði fyrir norðan en hér á Suðurlandi. Á Kópaskeri eru f yrstu bátarnir farnir að leggja grásleppunetin og er búizt við að sú veiði verði eitthvað stunduð þar í vor. Aftur á móti er lítill áhugi á grásleppuveið- inni á Þórshöfn. Þar hafa menn enn ekki tekið fram netin og er lítill áhugi fyrir því, þar sem mönnum þykir verðið lágt fyrir hrognin. Sýna tvö leikrit í Sæluvikunni *«t*i ,y> Auglýsið í Tímanum i sjó, var lagt fyrir Alþingi nú fyrr i vikunni. í athugasemdum við frumvarp- ið segir, að alkunnugt sé, að oft sé skemmdum veiðarfærum eða úr- gangshlutum úr þeim fleygt i sjó- inn af fiskiskipum. Siðustu ár hafi orðið mikil breyting á efnum til veiðarfæra i sjó, en almennt séu nú notuð gerviefni með litla eðlis- þyngd. Séu þau efni miklu sterk- ari og endingarbetri en eldri efnin og fúni seint eða aldrei. — Siðan segir i athugasemdunum: „Hér hefur þvi komið til nýtt vandamál vegna hinna nýju efna, þar sem linur og net og önnur veiðarfæri eða hlutar úr þeim, sem fleygt er i sjó, sökkva ekki né eyðast, heldur fljóta og eru til tjóns, bæði fyrir dýralif i sjónum og auk þess hættuleg fyrir sigl- ingar, þar sem þessir úrgangs- hlutir flækjast oft i skrúfu skipa og geta þvi valdið ófyrirsjáanlegu tjóni og hættu. Þar sem ekki er heimild i lög- um til að banna að henda úr- gangsnetum eða vörpum i sjó. Þykir nauðsynlegt að lögfesta slikt bann og er það tilgangur þessa frumvarps." Sæluvika Skagfirðinga hófst á Sauðárkróki s.l. sunnudag með frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á gamanleiknum Landbrugg og ást eftir Riemann og Schumarts. Leikstjóri er Kári Jónsson. Leikmynd gerði Jónas Þór Pálsson. Er þetta annað verkefni Leik- félags Sauðárkróks á leikárinu 1971-1972. Húsfyllir var á sýning- unni, og virtust leikhúsgestir skemmta sér konunglega. Fyrra verkefni Leikfélagsins á þessum vetri var sjónleikurinn „Allir synir mínir" eftir Arthur Miller, sem hefur verið sýndur 5 sinnum við góða aðsókn og mjög góðar undirtektir. Enda tvimælalaust ein af beztu sýningum sem Leik- félag Sauðárkróks hefur sýnt. Þá sýnir Kvenfélag Sauðár- króks „Saklausa svallarann" eftir Arnold og Bach. Leikstjóri er Jón Ormar Jónsson. Verður fyrsta sýning á miðvikudag kl. 17, fimmtudga kl. 20,30. föstudag kl. 17, laugardag kl. 15 og siðasta sýning sunnudag kl. 20,30. Á þriðjudag syngur karlakórinn Heimir, söngstjóri Arni Ingi- mundarson. Dansað verður 6 kvöld. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dans- inum. Kvikmyndasýningar verða alla daga vikunnar, sýndar verða ur- valsmyndir. G.Ó. Or leikritinu „Landbrugg og ást", sem Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Sæluvikunni. A myndinni eru Kári Jónsson, sem leikur Grundersen lækni og Valgerður Valdimarsdóttir, sem fer með hlutverk Finu frænku af Skaganum. Mynd Stefán Pedersen. Olafur Þ. Þórðarson Tók sæti á Alþingi EB-Reykjavik. Ólafur Þ. Þórðarson, skóla- stjóri, 2. varaþingmaður Fram- sóknarflokksins i Vestfjarðakjör- dæmi, tók i gær sæti á Alþingi i stað Steingrims Hermannssonar, sem er á förum til útlanda i opin- berum erindum. Ólafur Þ. Þórðarson hefur ekki setið á Alþingi áður. Samningarnir gilda frá 8. þessa mán. OO-Reykjavik. Rangt var farið með i frétt um samkomulag um sérsamningana, sem birtust i blaðinu i gær, að þeir giltu frá 4. des. s.l. Hið rétta er að samningarnir gilda frá undirskriftardegi, 8. april s.l. Úrsmiður Helgi Júlíusson Akranesi Við bjóðum ykkur hin velþekktu, MATIC Sjálfkjörin, handa hverju fermingarbarni, VMAE ggglllHBi Vatnsþétt, höggheld, og sjálftrekt. yHB Onfirðingar Sunnanlands Aðalfundur önfirðingafélagsins i Reykjavik verður haldinn þriðjudags- kvöldið 18. april, kl. 20.30 i Tjarnarbúð (uppi). Venjulég aðalfundarstörf. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.