Tíminn - 12.04.1972, Page 6

Tíminn - 12.04.1972, Page 6
TÍMINN Miðvikudagur 12. aprH 1972. „EG HELD AÐ MAÐUR FAI DYPRI SKILNING A LÍFINU, ÞEGAR MAÐUR ER ORÐIN BLINDUR” Sölvi Sigurðsson var bóndi á Undhóli i Öslandshlið i Skagafirði um 30 ára skeið, en hann flutti til Reykjavikur árið 1959, þvi að þá var hann svo illa farinn af völdum gláku að hann gat ekki búið lengur. Sölvi starfar nú við bursta og körfugerð hjá Blindravina- félaginu og þó að hann sé 75 ára að aldri vinnur hann fullan vinnu- dag. Við hittum Sölva að máli að heimili hans og spjölluðum stutt- SPORÖSKJULAGADIR HLERAR / Frá A.S. Bergens Mekaniske Verksteder « Noregi Betri en rétthyrndir hlerar A.S. Bergens Mekaniske Verksteder hafa smíðað toghlera í mörg ár, og árið 1959 smíðaði fyrirtækið fyrstu samstæðuna af toghlerum fyrir botnveiðar. Þessi samstæða var vandlega prófuð af norskum síðutogara með mjög jákvæðum árangri. Lögunin gerir það að verkum, að trollið nœr yfir stœrra svœði Áframhaldandi víðtækar prófanir voru seinna framkvæmdar af A.S. Bergens Mekaniske Verksteder, og prófanir voru einnig gerðar í sam- vinnu við Skip Model Tank í Þrándheimi. Hvert einstakt atriði í smiði hinna sporöskjulöguðu toghlera frá A.S. Bergens Mekaniske Verksted- er felur í sér mikla reynslu og framfaraspor. — Toghlerarnir frá A.S. Bergens Mekaniske Verksteder hafa verið vandlega prófaðir við hkiar breytilegustu aðstæður og hafa sannað kosti sína fram yfir hina venju- legu rétthymdu toghlera. Stærð Lengd Breidd Þyngd Gerð 1 2050 mm 1210 mm um 290 kg Gerð 2 2255 mm 1330 mm um 380 kg Gerð 3 2360 mm 1390 mm um 460 kg Gerð 4 2450 mm 1400 mm um 700 kg Gerð 5 3120 mm 1780 mm um 1000 kg Gerð 6 3120 mm 1780 mm um 1200 kg Gerð 7 3450 mm 1970 mm um 1400 kg Aðaluniboðsmenn: Eggert Kristjánsson & Co. hf. Sundagörðum 4, sími 85300. lega við hann. — Hvenær varst þú fyrst var við glákuna? — Hún kom fremur skyndilega. Ég hafði verið nærsýnn frá þvi að ég var barn, en aldrei þó svo að það háði mér að ráði. Ég fór aldrei til augnlæknis út af þessu, enda var ekki mikið um augn- lækna á þeim árum. Árið 1948 var ég á ferð á Akureyri og þá datt mér i hug að fara til læknis. Hann skoðaði mig og gaf mér gleraugu og þá lagaðist ég töluvert. 1952, þegar ég var 55 ára gamall fannst mér sjónin vera farin að breytast. Þá ákvað ég að fara til Reykja- vikur og hitta lækni. Þá kom i ljós að það var glákublinda á hægra auga og ég gekkst undir aðgerð. Þá var ekki finnanleg gláka á vinstra auganu og ég fór norður með fyrirskipun um að fylgjast nákvæmlega með sjón- inni og nota reglulega lyf, sem hann fékk mér. Það fór nú svo með lyfin, að ég notaði þau ekki eins reglulega og ég hefði átt að gera, en það var stundum erfitt að nálgast þau, að þvi er manni fannst, en liklega var það nú bara það, að maður tók sjúkdóminn ekki nægilega alvarlega. — Hvernær ágerðist glákan? ,,Ég var svona sæmilegur i 2-3 ár, en 1955 fann ég að vinstra augað var farið að bila. Ég fór þá þegar i stað til Reykjavikur og fór undir aðra aðgerð. Þá var glákan til allrar hamingu ekki komin á mjög hátt stig, þannig að það var hægt að bjarga sjóninni. Ég sá þá sæmilega með vinstraauganu og aðeins glætu með hægra auganu. En, eftir þvi, sem árin liðu fór mér aftur og árið 1959 var sjónin orðin svo slæm, að ég treysti mér ekki til að halda búskapnum áfram lengur. Ég flutti þá til Reykjavikur einkum vegna þess, að þar var hægt að fylgjast betur með glákunni. Ég gat lesið allt fram til 1962, en siðan missti ég alveg sjónina árið 1964. — Telurðu þig hafa verið nægi- lega varkáran? ,,Ég held að menn séu aldrei nægilega varkárir þegar sjónin er annars vegar. Eitt af þvi allra nauðsynlegasta er að fylgjast vel með sjóninni, einkum eftir að maður er kominn á miðjan aldur og mest hætta er á glákunni. Þeir eru þvi miður sorglega margir, sem hafa tapað sjóninni, aðeins vega þess, að þeir hafa ekki brugðið nægilega skjótt við, er urðu varir við að sjónin var farin að bila. Ég veit, að hvað mig snertir sjálfan, hefði verið hægt að bjarga meiru, ef ég hefði tekið fyrr við mér og farið til læknis.” — Hvenær byrjaðir þú að vinna hjá Blindravinafélaginu? „Það var eftir að ég var orðinn alveg blindur árið 1964. Ég verð að segja að það er alveg ómetan- legt að hafa slika aðstöðu til að nýta þá krafta sem maður á eftir. Ég er hræddur um að þessi ár hefðu verið erfið, ef ég hefði ekki haft þessa vinnu og fengið tæki- færi til að umgangast fólk, sem á við sömu erfiðleikana að etja. Ég held að maður fái miklu dýpri skilning á lifinu þegar maður er orðinn blindur. Ég fylgist með daglega lifinu með þvi að hlusta á útvarp og tala við fólkið sem ég vinn með, og það veitir mikla gleði. Vinnan er gullið i lifinu og heldur mér við andlega og lik- amlega. — Hvernig er þinn vinnu- dagur? ,,Ég vinn fulla 40 stunda vinnu- viku frá 8.30 til 16.30 alla virka daga og við vinnum i ákvæðis- vinnu. A verkstæðinu starfa alls r.WA'.v.v.v.w.w.w.w Stutt rabb við Sölva Sigurðsson .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, 12 manns við bursta og körfu- gerð.” — Þú er greinilega ánægður með lifið. ,,Já, ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég hef nóg að gera og er við góða heilsu. Það er kannski ekki svo erfitt að missa sjónina, þegar maður er kominn á þennan aldur, þvi að maður á endur- minningar og þegar maður litur aftur sér maður atburðina i anda og getur-varla verið til verra böl fyrir ungt fólk en að missa sjónina. Það verður að gera allt sem unnt er til að skapa aðstöðu sem getur fyrirbyggt blindu hjá börnum og ungu fólki. Mig langar þess vegna að lokum að þakka Lionshreyfingunni fyrir þeirra framlög og þetta framtak þeirra nú og vona að það beri góðan árangur. Sölvi Sigurðsson við vinnu sina hjá Blindravinafélaginu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.