Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. april 1972. TÍMINN Uígefawdi: Franwikttarflökfcurínn. FramkvæiwJatfifirj; KrlítfáiT B*n*tJlM*SíW, ftqtsrjöran ÞorafirtH Þórarinsson [abl, Artdr&S Krl*fíáníS<M, ibft HetyiSSflý tndrrðl C. Þorsteinison og T6m«j Karliwon,: Ao^hýsJrttfaíTJóri: SteJn, Orimur Gislason. RHsfjijrnarskrÍfstofur í €<Jduhú*ittU, sfflMr 18300 — 18306. Skrifstofyr: Bankastrætj 7. ~ Afgretðslysfttii 11323. Auglýsingasímj 195?3f Attror skr|fstofur simi T830Q, : Áíkrtffarfljalc! kr> H2$,ÖQ: á mánuði tnnanlanifs. í: tausatófy¦:¦:¦ kr. 55.00 ílntakfó. — BUSaprent h.f. rO«*at> lifcill I i II I ¦¦¦¦ '•"•'"! •'llll I.....—.-........¦¦., III...............¦¦-¦........I !!¦ I I I II ¦¦¦«¦ Ráðstefna um varnir gegn mengun sjávar 1 Reykjavik stendur nú yfir ráðstefna um varnir gegn mengun sjávar og bann við losun hættulegra úrgangsefna i hafið. Utanrikisráðu- neytið gengst fyrir þessari ráðstefnu og hefur skipulagt hana. Þessi ráðstefna er nokkurs konar framhald af ráðstefnu, sem haldin var um þessi efni i Ottawa i Kanada i nóvember og er til undirbúnings ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Stokkhólmi i sumar um verndun umhverfis mannsins. Er stefnt að þvi að ná samkomulagi um uppkast að samningi, sem fengið æti sem viðtækastan stuðning annarra þjóða á Stokkhólmsráðstefnunni og þar með al- þjóðlegt lagagildi. Á siðasta ári náðist mikilvægur áfangi i þessum málum, er gerður var svæða- samningur 12 þjóða um bann við losun hættu- legra efna i Norðaustur-Atlantshaf. Sam- ningurinn tekur gildi, þegar 7 af þessum 12 þjóðum hafa formlega staðfest hann,en búizt er við,að það verði á þessu ári. 1 ræðu, sem Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra^flutti við setningu ráðstefnunnar i fyrra- dag, sagði hann, að svæðasamningar einir sér væru ekki fullnægjandi lausn á þvi ivandamáli. sem við væri að etja. Þörf væri alþjóðlegra ráðstafana, viðtæks alþjóðasamnings, sem tæki til allra hafa heimsins og yrði til styrktar þeim svæðásamningum, sem siðar kynnu að vera gerðir. Utanrikisráðherra sagði, að rikisstjórn Islands legði áherzlu á, að slikur samningur yrði sem itarlegastur og áhrifarikastur og að meginmarkmið hans beindist að verndun fiski- stofnanna. Væri það i fullu samræmi við stefnu islenzku rikisstjórnarinnar, sem framfylgdi strangari fiskverndunarreglum gagnvart Islenzkum þegnum en alþjóðarreglur krefðust. Slik framkvæmd ylli óhjákvæmilega nokkru óhagræði, en mundi þegar til lengdar léti hafa hagstæð áhrif á fiskistofna Norðaustur- Atlantshafsins. Á sama hátt væri ekki ósenni- legt, að strangur mengunarvarnasamningur kynni að valda iðnaði aðildarrikja sliks samnings erfiðleikum i byrjun, en slikur samningur myndi tvimælalaust eiga rikan þátt i þvi að vernda heimshöfin gegn skað- legum áhrifum. Verðlagning búvara Rikisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um Framleiðsluráð landbúnaðarins og fl. Meginbreytingin, sem i frumvarpinu felst frá gildandi lögum, er sú, að bændastéttin mun semja beint við rikisvaldið um verðlag land- búnaðarvara, og skal rikisstjórnin skipa þrjá fulltrúa i sexmannanefnd i stað þeirra full- trUa, sem tiltekin launþegasamtök hafa tilnefnt i nefndina. Þá verður Fram- leiðsluráði heimilt, að fengnu samþykki land- búnaðarráðherra, að gera tilteknar ráð- stafanir til stefnumörkunar i búvörufram- leiðslu. —TK > Anthony Sylvester, Guardian: Tító tókst að koma á ró í Júgóslavíu Króatískir þjóðernissinnar eru þó ekki af baki dottnir NOKKRAR héraðsstjórnir og leiðtogar ýmissa samtaka i Júgóslaviu hafa lagt til, að Tito marskálki verði veitt orð- an ,,hetja alþýðunnar" i annað sinn. Tilefnið er, að honum virðist hafa lánazt að kveða alveg niður „þjóðernis- og andbyltingarsinna" i Króatiu, en óróinn þar virtist ógna ein- ingu rikisins meira en nokkuð annað siðan kommúnista- flokkurinn komst til valda. Marskálkurinn flutti ræðu 1. desember og réðist þar gegn óróaseggjum, sem væru i þann veginn að fara afvega. Andstaðan virtist hjaðna þeg- ar i stað og leiðtogar hennar viðurkenndu villu sins vegar. 1 lok janúar var búið að svifta um 400 framámenn á Króatiu fyrri störfum. Sumir voru settir i fangelsi og 357 var vikið úr flokknum. ATOKIN voru hörð og snertu allan kommúnista- flokkinn i Króatiu, en allt fór þetta fram án þess að einum blóðdropa væri úthellt. Rétt fyrirsiðast liðin áramót höfðu þó margir spáð borgara- styrjöld i landinu. Titó heldur nú fram að ágreiningurinn hafi ekki verið verulega alvar- legur, heldur að mestu leyti tilbúningur óvinveittra er- lendra blaða. Margir margfróðir menn á Vesturlóndum um málefni Jugóslaviu höfðu gert ráð fyrir, að gripið yrði að nýju til aðferða Stalins. Til þess hefir ekki komið, og ekki heldur leitað til gamalreyndra manna eins og Alexanders Rankovich, sem áður var yfir- maður öryggislögreglunnar, en vikið frá starfi árið 1966. Sennilega hefir þetta valdið Rússum nokkrum vonbrigð- um, en þeir eru tiðast hlynntir þeim, sem hörðu vilja beita i Júgóslaviu. TVO einstaklinga ber hæst að afstöðnum átökunum i Kró- atiu. Annar er Josep Verhovec, formaður fram- kvæmdanefndar miðstjórnar kommúnistaflokks Króatiu. Hinn er formaður miðstjórnar flokksins, frú Milka Planinc. Bæði eru þau hófsöm i skoðun- um og hallast fremur á sveif með vesturveldunum en Rúss- um, ef þvi er að skipta, en tak- markalaus hollusta við Tito er þó höfuðeinkenni beggja. Vist hafa átökin i Króatiu dregið fram i dagsljósið ýmsa nýja, litt kunna leiðtoga, sem hafa i kyrrþey þokað sér áfram i flokksstarfinu og beð- ið þess, að hinir eldri létu af störfum eða féllu i ónáð. At- burðirnir að undanförnu gáfu þeim allt i einu tækifæri til að sanna Titó ágæti sitt, en hon- um mislikaði verulega, að gamli ágreiningurinn milli Króata og Serba skyldi endur- vakinn og eins og ýmsir þeirra, sem hann hafði sett traust sitt á, reyndust ekki vandanum vaxnir þegar i harðbakkann sló. VLADIMIR Bakaric, sem var einn helzti fulltrúi Titos i Króatiu árum saman og jafn- framt einn af aðalhöfundum hins frjálslynda kommúnisma i Júgóslaviu, hefir ávallt verið andsnúinn öfgum króatiskra þjóðernissinna. Hann er nú sjúkur og sárþjáður, en eigi að siður sakaður um of mikið frjálslyndi og umburðarlyndi, og talinn eiga nokkra sök á erfiðleikunum. Jakov Blazevic er einnig gamalkunnur samherji Titós marskálks og hefur að undan- förnu verið forseti þjóðþings Titó lýðveldisins Króatiu. Hann er nú sagður liggja undir grun, enda þótt hann hafi snemma rofið öll tengsl við þjóðernis- sinna. Ef til vill hefir komið einna mest á óvart að Krste Crevenkovski, hinn þraut- reyndi leiðtogi Makedoniu- manna hefir orðið allhart úti i átökunum. Honum er nú fund- ið til foráttu, að hafa farið of mjúkum höndum um þjóð- ernissinna heima fyrir og sýnt Króötum samúð. STANE Dolanc er aftur á móti allgott dæmi um hina upprennandi menn i Júgósla- viu, en hann var litt kunnur utan flokksins þar til i janúar i vetur. Þá veitti hann forstöðu ráðstefnu flokksins i Beigrad og var þar falið það hlutverk, að fást við afleiðingarnar af baráttu þjóðernissinna, bæði i Króatiu og annars staðar. Dolanc er litið eitt innan við fimmtugt, holdugur maður og þægilegur i viðmóti. Hann er skjólstæðingur Edvards Kar- delj, eins helzta stjórnmála- ráðgjafa Titós marskálks og Sloveni eins og hann. Dolanc hefir góðar skipulagsgáfur og hefir nú verið skipaður for- maður framkvæmdanefndar æðstu flokksstofnunarinnar i landinu. Æðsta ráðs banda- lags kommúnista i Júgóslaviu. Framkvæmdanefndinni hefir verið breytt verulega og nú eiga þar ekki sæti nema átta menn, en voru áður fimmtán. Sumir hafa getið sér þess til, að Dolanc eigi að taka við af Titó. Hann er fyrst og fremst trúr flokksmaður, en gerir sér eigi að siður manna gleggsta grein fyrir raunveruleikanum i landinu. Dolanc er mikill málamaður, hefir ferðazt við- ar og tekið þátt i námskeiðum og ráðstefnum bæði i Moskvu og i ýmsum hó'fuðborgum i Vestur-Evrópu. En fáir efast um, að hann kunni betur við sig i hópi kommúnista og sósialista i Vestur-Evrópu en Austur-Evrópu. EKKI þykir siður táknrænt, að gengið hefir verið framhjá Serbum við skipun i tvær mjög mikilvægar stöður i rikiskerf- inu. Króatinn Ivan Miskovic hershöfðingi var gerður að formanni öryggisráðs júgó- slavneska rikisins, en bróðir hans á sæti i æðsta ráði flokks- ins. Einnig var skipaður nýr for- maður varnarmálaráðs rikis- ins og varð Slóveninn Ivan Dolnicar hershöfðingi þar fyrir valinu. Titó forseti hefir sýnilega ekki i hyggju að fela Serbum einum íorsjá rikisins, en þeir eru drottnandi meðal herforingjans og kynnu að hafa veitt honum aðstoð við að kveða niður aðskilnaðarhreyf- ingu Króata, enda hafa þeir heitið honum að gripa trúlega i taumana ef á þyrfti að halda. AFORMAÐ er að halda áfram með hinn frjálslynda kommúnisma i Júgóslaviu, en efalaust verða tökin hert við- ast hvar. Einstök lýðveldi inn- an rikisbandalagsins eiga að hafa minni tök og tækifæri en áður lil að stofna til vandræða, og ætlunin er að efla ,,lýð- ræðislega miðstjórn". Ennfremur eru miklar vonir bundnar við endurvakta og eflda „sjálfsstjórn" en þar er átt við aukin tækifæri forustu- manna fyrirtækja og samtaka þeirra til ákvarðana og frum- kvæðis, einkum ef þeir eru kommúnistar. — Að sjáif- sögðu er þó gert að skilyrði, að fylgt sé linunni að ofan i öllum verulega mikilvægum málum. ALLIR þeir, sem fylgja einingu rikisins, bæði innan Jugóslaviu og utan, geta óskað sjálfum sér og Titó forseta til hamingju með, að tekizt hefir að afstýra alvarlegri ógæfu, sem yfir virtist vofa. En viss- ara er að „fagna i hljóði" og gera sér þess grein, að skiln- aðarhreyfingar, bæði meðal Króata og annarra minnihluta i landinu, hafa aðeins verið hraktar i feiur en ekki kveðnar. niður fyrir fullt og allt. Vera má, að stjórnmála- mennirnir, sem urðu að þoka i Króatiu, hafi aðeins verið not- aðir sem hentugur öryggis- ventill niðurbældra en heitra tilfinninga. Um 600 þúsund Króatar dvelja um þessar mundir i Vestur-Evrópu. Þeir hafa safnað töluverðu fé við störf þar og geta komið til landsins, eða farið úr landi að vild sinni. Júgóslavia kann að eiga alvarlegum erfiðleikum að mæta, ef ekki tekst að sannfæra hina ýmsu þjóð- ernisminnihluta innan rikisins um, að þeir eigi mikilvægra hagsmuna að gæta i varð- veizlu einingar rikisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.