Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN .rnuvikudagur 12. april 1972. Kikharð .lonsson. Óskar Markússon með prcdikunartöfluna BÆIR GROÐURS O HEIMSÓKN I ÞORLÁKSH Þegar okkur bar aö garði i Þorlákshöfn, tókum viö strax cftir þvi, að eitthvað óvanalegt var á seyði niður á bryggjunni. Þcgar á bryggjuna var komið sást strax hvað um var að vera. Japanskt skip, sem komið hafði lil Þorlákshafnar um morguninn, hafðisigltá bryggjuna með þeim aflciðingum, að gat kom á stafn- hylkisgeymi og 7 lestir af oliu voru sagðar hafa lent i sjóinn (35 lestir fóru i sjóinn). Menn voru þarna að huga að skemmdum, og reyndu eftir beztu getu, að lialda æðarfuglinum frá oliunni, sem brakið hafði uppi krikann fyrir liam hús Meitilsins. Sem betur fer tókst að ná mestu upp af oliiiniii, og nú er talið að skemm- dir hafi litlar sem cngar hlotizt. Byggð l'ór ekki að myndast I Þorlákshöfn fyrr en árið 1950. Það ár voru fjórir karlmenn skráðir þar heimilisfastir. Þetta sama ár ris fyrsta ibúðarhúsið þar upp. 20 árum seinna voru ibúar þar orðnir 490 og núna munu þeir vera um 570. A siðasta ári voru um 20 hús i smiðum á Þorlákshöfn. Ekki verjandi að þurfa að aka í gegnum eyðimörk. Svanur Kristjánsson er ungur að árum, en hann hefur verið sveitastjóri i Þorlákshöfn nú i nokkur ár. Er við hittum Svan að máli, sagði hann:: „Stærstu verkefnin hjá okkur undanfarin ár hafa verið, að korna byggðinni i gang. Þar á ég við holræsagerð og gatnagerð. Þvi er þannig háttað hjá okkur, að við þurfum að sprengja fyrir holræsum og vatnsveitu. En hvað um það þessir þættir eru engan veginn nógir, þvi alltaf eru til þarfir i sveitafélagi eins og hjá okkur. Skrifstofa hreppsins á t.d. ekkert eigið húsnæði. Ekkert geymslu- hús er til fyrir verkfæri, en i sumar er ætlunin að byggja verk- færahús og slökkvistöð". —- Er eitthvað ákveðið með byggingu félagsheimilis? —„Félagsheimilisbygging hefur verið á dagskrá i nokkur ár. Um þessar mundir er verið að teikna húsið og þar er gert ráð fyrir að- stöðu fyrir iþróttakennslu, en hún er engin til sem heitið getur hér á staðnum. Bygging félagsheimilis ¦ er stærsta verkefnið, sem blasir við okkur. Mörg önnur stór verkefni blasa við okkur, og þar má nefna eitt, sem tilheyrirokkur ekki beint, en samt sem áður verðum við að skipta okkur af þvi i æ rikara llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Texti Þorleifur ólafsson Myndir Gunnar V. Andrésson iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii mæli. Hér á ég við eyðimörkina kringum þorpið. Það er varla verjandi, að menn þurfi að aka i gegnum eyðimörk áður en komið er hér i byggðina. Landgræðslan hefur látið bera á hluta af sandinum en það gerir ekki betur en að halda i horfinu. Það þarf að hefta sandblásturinn austan við veginn, en foksand- urinn kemur austan frá ölfusá. — Ég er viss um, að ef stórt átak yrði gert, þá mætti stöðva sand- ¦ fokið á 10 árum. Okkur þykir það Úr frystihúsi Meitilsins. anzi hart, að það skuli verið að bera óhemju áburð á löndin inni i óbyggðum— þó svo að það sé lika þarft— þegar verkefnin eru hér við hendina. Obinberir aðilar setja það sem skilyrði, aðhrossum sé meinaður aðgangur að þessum svæðum, ef þeir eiga að bera á landið. Þess vegna höfum við bundizt sam- tökum við nokkur sveitafélög, sem eiga afréttarland að Hellis- heiði og Mosfellsheiði, um að friða þessi lönd gegn hrossum. — Hvað viltu segja um framtið Þorlákshafnar? — Samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið, þá munu búa 1200 ibúar i Þorlákshöfn árið 1980 og árið 2000 eiga þeir að verða orðnir 2500. Þessi fjölgun ætti að geta staðizt viss skilyrði, og allavega verðuraðvera fiskur á miðunum, þar sem að i þessari áætlun er gert ráð fyrir mikilli upp- byggingu i sambandi við þjónustu sjávarútvegsins. Nú er það orðin brýn nauðsyn, að stækka höfnina, en höfnin er þegar orðin alltof litil. Þegar höfnin verður stækkuð, þarf að gera ráð fyrir þvi, að hér verði inn— og útflutningshöfn. . Sem dæmi um nauðsyn á stækkun hafnarinnar, má nefna það, að allt frá árinu 1954 hefur StS rekið hér fóðurblöndunar- stöð. Nú er vist ákveðið að leggja hana niður. Þessi stöð hefur verið mikilvægt atvinnutæki hér á staðnum, og að sjálfsögðu erum við leiðir yfir þvi að missa þetta atvinnutæki. Þeir hjá StS segja, að hér sé um hagræðingu að ræða. Hér ræður höfnin vafalaust miklu, þar sem komið hefur fyrir, að skipin hafa þurft að liggja i marga daga fyrir utan höfnina, vegna sjógangs. Ef við höldum áfram að tala um framtið Þor- lákshafnar, þá teljum við ák- jósanlegt, ef uppbyggingu orkufreks iðnaðar verður haldið áfram, að hann verði staðsettur hér við útflutningshöfn. Þá teljum við nauðsynlegt að koma upp brú yfir ölfusá. í þvi sambandi leggjum við áherzlu á góða höfn hér, og að Eyrar- bakki og Stokseyri haldi sinum smábátahöfnum. Brúin er brýnt Frh á bls. 15 Svanur Kristjánsson Svavar Sigurbsson Þorlákshöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.