Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 12. april 1972. TÍMINN jBMMMWWW||ffHmjB|Mm *- i G GROÐURLEY • • OFN OG HVERAGE Hveragerði er með yngstu bæjum á landinu, eins og nágrannabæirnir Selfoss og Þor lákshöfn. Siðastliðið haust átti Hveragerði 25 ára hreppsafmæli. Hveragerði hefur svo til að öllu leyti byggzt upp i kringum gróðurhúsin, sem þar hafa sprottið upp á undanförnum árum, eða frá árinu 1929. Þá er Náttúrulækningafélagið með stórt hæli á staðnum og i Hvera- gerði er elliheimilið Ás. Kringum báðar þessar stofnanir hefur skapazt mikil þjónusta.-bað má kannski segja, að Hveragerði hafi byggzt upp við vin. Fá kirkju um hvítasun- nuna. Við lögðum leið okkar til þeirra Guðmundar Wium húsasmiða- meistara og Þorkels Guðbjarts- sonar, framkvæmdastjóra ullar- þvottastöðvar SfS. Þeir sögðu okkur i upphafi, að litlar fram- kvæmdir hefðu átt sér stað i Hveragerði siðasta árið. Helzt mætti tala um oliumalar- lagningu á Heiðmörk, hitaveitu- framkvæmdir, sem þá eru á byrjunarstigi, og kirkjubygg- inguna, en hugmyndin er,að kirk- jan verði vigð um hvitasunnuna. — Nú eru 30 ár siðan byggð byrjaði að myndast i Hveragerði, og 25 ár siðan hreppurinn var stofnaður. Allan þennan tima hefur ylræktin verið mikil- vægasta atvinnugreinin. Hvaða atvinnugreinar koma hér næst á eftir? — Hér i þorpinu eru fá stór fyrir- tæki, en af þeim sem við eigum, eru Trésmiðjan og Ullarþvotta- stöðin langstærst. Þá reka Náttúrulækningafélagið og elli- heimilið Ás, ýmis fyrirtæki, en okkur finnst það galli á gjöf Njarðar, að þessi fyrirtæki borga engin aðstöðugjöld til hrepps- félagsins. — Hvað eru ibúar margir i Hveragerði núna, og hvað eru margir vistmenn á elliheimilinu og náttúrulækningahælinu? — 1 búar i Hveragerði eru nú um 850, og á náttúrulækningahælinu og Ási eru þeir um 350 að meðal- tali, en þessar stofnanir eru yfir- Ieitt yfirfullar árið um kring. — Hvaða framkvæmdir eru á döf- inni i Hveragerði núna? — Það ber fyrst að nefna hita- veituframkvæmdir. Algjörar endurbætur á hitaveitunni hafa lengi staðið yfir, Um þessar mundir er verið að útvega fjár- magn, en talið er að verkið muni kosta 27 milljónir kr. Ákveðið er að kaupa varmann frá Orku- stofnun, og hefur fengizt loforö um það. Þá þarf að fara.gera eitthvað i skólamálunum en þau eru i al- gjöru lágmarki. Að visu er hér ágæt aðstaða fyrir sundið, en ekkert iþróttahús er hér á staðnum. Skólahúsið sjálft er siðan 1950, og er það um leið barna og gagnfræðaskóli. T.d. er gagnfræðaskólinn að hluta i leiguhúsnæði hjá sundlauginni. Hugmyndin hefur verið sú, að byggja nýjan barnaskóla og iþróttahús, og nota gamla skóla- húsið handa gagnfræðaskólanum. En það, sem háir hreppsfélaginu mest, er hvað gjaldendur eru smáir. Hér er enginn stór gjaldandi. — Hvernig er aðstaða fyrir ferða- menn i Hveragerði? — Hún er nánast engin. Það vantar algjörlega staði fyrir ferðafólk. Aðeins tveir staðir, Eden og Michelsen, hafa upp á eitthvað að bjóða. Við höfum litla aðstoð fengið frá ferðamála- Úr Trésniiöjunni aðilum, þó svo að vitað sé að möguleikarnir eru hér miklir. Mest 520 tonn á ári Þorkell er framkvæmdastjóri Ullarþvottastöðvarinnar. Hann sagði okkur, að stöðin hefði verið stofnuð á árinu 1964. Fyrstu tvö árin var lang mest að gera i stöðinni, og voru þá þvegin 520 tonn af ull árlega, svo fór þetta minnkandi fram til ársins 1970, er aðeins bárust um 280 tonn. Arið 1971 fór magnið aftur að vaxa, og þá var tekið á móti 330 tonnum. Flestir hafa starfsmenn i þvottastöðinni verið 20, en eru 14 núna. — Hvað olli þessari minnkandi ullarframleiðslu, Þorkell? — Það hafa sjálfsagt verið margar ástæður til þess. Bændum fannst að þeir fengju of litið fyrir ullina og hirtu ekki um hana. í öðru lagi fækkaði fé á þessu timabili. Nú hafa veður skipazt þannig i lofti, að þaö vantar ull, og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri. Um leið hafa gæðin aukizt hjá bændum, alla vega á þvi svæði, þar sem við ¦ '' ' :<0 tökum ullina, eða frá Lómagnúpi að Hrútafirði. — Hvaða litir eru vinsælastir um þessar mundir? — Það eru allir litir vinsælir, en það kemur aldrei nóg af mó- rauðu. Það er eins og bændur geti aldrei átt nóg af mórauðu fé. Vantar smiöi Guðmundur Wium er einn af eigendum Trésmiðjunnar, en Trésmiðjan er 25 ára gamalt fyrirtæki. Það var stofnað af þeim Stefáni Magnússyni, Bjarna Eyvindssyni og Stefáni G. Guðmundssyni , föður Guðmundar. Guðmundur kom siðan inn i fyrirtækið i stað i'öður sins ásamt bróður. Trésmiðjan er núna i stóru og nýlegu húsnæði, og Guðmundur segir, að það sé 1750 fermetrar að stærð og aðeins 4 ára gamalt. Aðallramleiðsluvörur Trésmiðjunnar eru innréttingar og hurðir. Undanfarin ár hefur iyrirtækið mikið verið meö stórverk, t.d. verið með mikið af innréttingum i Breiðholtsfram kvæmdirnar. og núna eru þeir að Framhald á bls. 15 (iuðiiiundui' Wiiiin Axcl Mugnús.sou Séð yfir Hveragerði Þórftur Snæbjörnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.