Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.04.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. apríl 1972. TÍMINN 11 Lítið um óvænt úrslit í körfunni Litið var um óvænt úrslit i „körfunni” um helgina. Það var þú helzt, að IR-ingar höfðu heppnina með sér gegn baráttu- glöðu HSK-liði. Munurinn i hálfleik, 42-39, og það HSK-mönnum i vil, sýnir aðeins réttu myndina af getu HSK-liðsins, þegar það beitir sér, sem það hefur ekki gert fyrr i vetur. 1 fyrra lék liðið aftur á móti alla leikina á þessum hraða, og uppskar lika eitt af efstu sætun- um. Þegar aðeins 3 minútur voru eftir af leiknum, voru HSK-menn með unninn leik, en i stað þess að leika rólega og yfirvegað gegn maður á mann leik tR-inga og reyna að fá villur og þar með vitaskot, gerðu HSK-menn hverja vitleysuna á fætur annarri, töpuðu leiknum 75-73, og eru þvi ennþá i fallhættu. UMFS-KR Eftir stórsigur UMFS yfir Reykjavikurmeisturunum Ármanni fyrir hálfum mánuði, var maður viðbúinn miklum bar- áttuleik, sem þó varð ekki. KR-ingar eru of leikreyndir, og með þvi að ráða hraðanum allan leikinn, sigruðu þeir nokkuð auð- veldlega 74-54. Það er sama með Borgnesinga og HSK-menn. t seinni hluta mótsins eru bæði liðin loks að komast i verulega gott form. Og er leitt til þess að vita, að æfinga- leysi skuli vera megin orsökin fyrirhelmingi af tapi þessara liða i vetur. Þessi lið eiga eftir að leika innbyrðis einn leik, og verður það fallbaráttuleikur mótsins. Ef Borgnesingar vinna, þarf hreinan úrslitaleik um veruna i fyrstu deild, en vinni HSK, hafa þeir 6 stig en Borgnes- ingar aðeins 2. UMFS-ÍR Á sunnudagskvöldið voru Borg- nesingar aftur á ferðinni, og að þessu sinni kepptu þeir við IR- inga. Framan af héldu Borgnes- ingar i við tR-, og staðan i hálfleik var ekki slæm, 45-30. En i séinni hálfleik sigu IR-ingar fram úr, náðu mjög vel saman, léku á fulliri ferð, og sigur þeirra var staðreynd, 110-73. Ekki er ósennilegt að miklu hafi ráðið um þessi úrslit, að Borg- nesingar höfðu æft mjög mikið fyrir þessa helgi, og áttu svo fyrir utan það mjög þreytandi ferð til Reykjavikur, en það er vani þeirra og hreystimerki að ganga til leiks beint úr lýjandi ferðalagi, og má segja að þeir hafi gengið á staurfótum fram að leiknum. KR-ÍS Yfirburðir KR-inga yfir önnur lið i fyrstu deildinni i ár komu greinilega i ljós i þessum leik. Það er ekki heiglum hent að leika á móti mönnum i landsliðsklassa, eins og KR-ingar eru nú flestir komnir i, og gegn einum af fimm beztu leikmönnum Norðurlanda, Kolbeini Pálssyni. Átján stiga munur verður þvi að teljast nokkuð góður árangur hjá stúdentum, en leiknum lauk með tölunum 94-76. Valur-Þór Þeir eru erfiðir heim að sækja, Akureyringarnir, og engin lömb að leika sér við, þegar leikið er i Skemmunni. Og með áhorfendur- na með sér, hafa Akureyringar oft „pakkað” liðum að sunnan! En þeir voru ekki i stuði á laugardaginn á móti Val, og hef ég ekki séð þá öllu lakari en þann dag. Það var ekki fyrr en undir lokin, að þeir sýndu sitt rétta and- lit, en þá var það of seint. Leiknum lauk þvi með naumum sigri Vals, 65-64. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Landsliðsmennirnir spurðir að því í kvöld, hvort þeir treysti sér til að taka þátt f ströngu æfingaprógrammi undir Olympíuleikana f Miinchen Alf-Reykjavik. i kvöld heldur landsliðs- nefndin I handknattleik fund með landsliðsmönnunum, sem þátt tóku i forkeppni OL á Spáni. Á þessum fundi verða þeir spurðir að þvi, hvort þeir treysti sér til að taka þátt i undirbúningsæfingum fyrir keppnina i Miinchen, en lands- liðsæfingarnar, sem hefjast eiga um næstu helgi, verða mjög strangar, og óliklegt, að leikmennirnir geti sinnt öðrum áhugamálum, t.d. æft með sinum eigin félögum, hvort sem það er i handknatt- leik, knattspyrnu eða öðrum greinum. Að sögn Jóns Erlendssonar, liðsstjóra og formanns lands- liðsnefndar, er ráðgert, að landsliðsæfingar hefjist um næstu helgi, svo framarlega, að unnt reynist að fá æfinga- hús. Ráðgert er að æfa þrisvar sinnum i viku — einn og hálfan tima i senn — en auk þess, munu leikmennirnir fá pro- gramm, sem þeir eiga að æfa eftir, utan hins venjulega æfingatima. Verður pró- grammið sniðið eftir þörfum hvers og eins. Til að byrja með verður lögð mikil áherzla á þrekþjálfun með knatt- æfingum. Aðspurður um það, hvort nýjum leikmönnum yrði bætt i landsliðshópinn, sagði Jón, að það yrði örugglega gert, en hve mörgum, væri ekkj^ hægt að segja um á þessu stigi, það færi eftir svörum leikmanna- nna á fundinum i kvöld. Ef um veruleg forföll verður að ræða, bætast eðlilega fleiri nýir leik- menn við, sagði Jón. Sérstök áherzla verður lögð á þrekþjálfun til að byrja jneð, eins og komið hefur fram, en þegar komið verður fram i mai og júni, verður byrjað að æfa i stórum sal — og þá æft á hverju kvöldi. Eins og skýrt hefur verið frá áður stendur isl. liðinu til boða að taka þátt i stórmóti i Júgóslaviu i júli. Segir Jón, að landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari séu sam- mála um, að þátttaka i sliku móti sé bráðnauðsynlegur undirbúningur, og vænti þess, að úr þátttöku geti orð. Eftir slikt mót þarf islenzka lands- liðið hvild, en siðan að taka upp æfingar aftur i ágúst, allt þar til keppnin i Múnchen hefst. Eins og af þessu má sjá, er það ekkert sældarbrauð að vera landsliðsmaður i hand- knattleik, æfingar á æfingar ofan, og mest öllum fritima fórnað fyrir iþróttina. Og nú þurfa handknattleiksmenn að gera það upp við sig, hvort þeir ætla að vera með eða ekki — segja já eða nei — og þurfa þeir að taka tillit til margvis- lega sjónarmiða, áður en þeir gera hug sinn upp endanlega, ekki sizt fjölskyldumennirnir. Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, er einn þeirra leikmanna, sem eflaust eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Hann iðkar bæði handknattleik og knattspyrnu. Hann verður nú aö gera upp á milli greinanna, þvi að tæplega getur hann sinnt báðum. Spámaður okkar að þessu sinni er hinn kunni forustu- maður i handknattleiksmálum Vals, Þórarinn Eyþórsson, formaður handknattleiks- deildar félagsins. Þórarinn er reykvisku iþróttafólki að góður kunnur fyrir afskipti af iþróttamálum. Hann var um 9 ára skeið þjálfari l.deildar liðs Vals i kvennaflokki, en undir hans stjórn náði kvenna- lið Vals þeim árangri að vera nær ósigrandi, bæði i Reyk- javikur og Islandsmóti. Aðeins einu sinni tókst að rjúfa sigurgöngu Vals á þessu timabili, en Fram varð ts- landsmeistari fyrir tveimur árum. Þórarinn er, auk þess að Þórarinn Eyþórsson. vera mikill áhugamaður um handknattleik, áhugasamur um knattspyrnu. Hann fylgist jafnan með helztu knatt- spyrnuleikjunum, og er einn af mörgum Valsmönnum, sem selja getraunaseðla fyrir félag sitt. Hér á eftir fer spá Þórarins um leikina, sem háðir verða n.k. laugardag, 15.april: Leikir 16. aprll 1972 1 X 2 Arsenal — Stoke1 / Birmingham — Leeds1 X Coventry — Man. City2 X Everton — Leicester2 / Ipswich — Sheff. Utd " X Man. Utd. — South’pton2 / Tottenham — Chelsea2 / West Ham — Liverpool2 X Wolves — W.B.A.2 / Cardiff — Carlisle3 X Middlesboro — Norwich3 z Swindon — Burnley3 X Heiðraðir á KSÍ-afmæli 1 tilefni 25 ára afniælis K.S.Í. hélt sambandið afmælishóf i Sig- túni 26. marz s.l. og nefndist hófið „opið hús” — i hófinu bárust margar góðar gjafir og heilla- óskir til K.S.Í. Þá heiðraði stjórn K.S.Í. allmarga menn fyrir vel unnin störf að knattspyrnumál- um. Formaður KSt, Albert Guð- mundsson, bauð gesti velkomna og rakti siðan sögu Knattspyrnu- sambands tslands, sem var stofnað 26. marz 1947. Siðan voru margir knatt- spyrnuforustumenn sæmdir heiðursmerkjum KSI fyrir vel unnin störf að málefnum knatt- spyrnunnar á undanförnum árum. Þeir menn sem hlutu gullmerki KSI voru: Axel Kristjánsson Birgir Kjaran Einar Sæmundsson Hafsteinn Guðmundsson ltaraldur Gislason Ingvar N. Pálsson Jón Guðjónsson Jón Þórðarson Sigurður Halldórsson Úlfar Þórðarson Þeir, sem hlutu silfurmerki, voru: Andreas Bergmann Árni Ágústsson Atli Steinarsson Bergþór Jónsson Guðmundur t. Guðmundsson Guðsveinn Þorbjörnsson Gunnlaugur Lárusson Halldór Sigurðsson (Þrótti) Hallur Simonarson Hans Kragh Ilelgi Eysteinsson Helgi V. Jónsson Jón Sigurðsson Karl Guðmundsson Magnús Þórðarson Ólafur Erlendsson Óli Fossberg Óli örn Ólafsson Páll Jónsson Ragnar Magnússon Reynir Karlsson Sigurður Ólafsson Sigurður Steindórsson Sigurgeir Guðmannsson Steían Runólfsson Vilhjálmur Pálsson. Þá tók l'ormaöur afmælis- nefndar KSt, Sveinn Zöega, til máls og las hann upp fjöldan allan af heillaóskaskeytum, sem KSÍ bárust — einnig var KSt l'ærðar margar fagrar gjafir. Að lokum þakkaöi Albert Guð- mundsson l'yrir gjafir og árnaðar óskir. SOS. FUNDUR ÍÞROTTAKENNARA Félagsfundur i Iþróttakennara- félagi tslands verður haldinn i Kristalsal Hótel Loftleiða þriðju- daginn 18. april og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Námskeið á skiðum i Kerlingarfjöllum. Sýnd kvik- mynd. 2. Forkeppni OL i handknatt- leik. Jón Erlendsson og Hilmar Björnsson. 3. Félagsmál. Stjórnin. ENSKIR FÉLAGSFÁNAR PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44 — simi 11783 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.