Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDJBlLASlOÐIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 83. tölublað—Fimmtudagur 13. april 1972—56. árgangur. Suduriands braut *yy 4 björguðust - þegar m.b. Hafliði Guðmundsson sökk Þó-Reykjavík. Vélbáturinn Hafliði Guömunds- son sökk I gær, er hann var aö draga netatrossu út af Hópsnesi. Fjögurra manna áhöfn bátsins var bjargaö um borö i Hafnartind frá Hafnarfiröi. Hafliði Guðmundsson var aö draga netin grunnt út af Hópsnes inu, er óhappið vildi til. Mun neta- stjóri hafa verið fastur i botni, og er haldið var áfram að draga á spilinu af fullum krafti, lagðist báturinn á hliðina, og rétti hann sig ekki við aftur. Mennirnir lentu allir i sjónum en Hafnartindur, sem var á veiðum á næstu grös- um, kom fljótlega til hjálpar. Voru allir mennirnir við sæmi- lega heilsu er þeir náðust upp úr sjónum, nema fullorðinn maður, sem mun hafa verið hálfmeð- vitundarlaus. Hafnartindur fór með mennina inn til Grindavikur. Er fréttist um óhappið i landi, lagði bátur úr höfn i Grindavik, og ætlaði hann að freista þess að draga Hafliða til hafnar. Skipverjar sáu til báts- ins, þar sem hann maraði i kafi, en rétt áður en þeir komu á stað- inn, sökk Hafliði Guðmundsson. Þegar óhappið vildi til, var veður ágætt, SA-kaldi og kvika. Hafliði Guðmundsson var nýr bátur, 11 lestir að stærð, og gerð- ur út frá Gerðum i Garði. Lög um bann við losun hættulegra efna í sjó EB-Reykjavik Frumvarpið um bann við losun hættulegra efna í sjó, sem rlkis- stjórnin lagði fyrir Alþingi l haust, var í gær samþykkt sem lög frá Alþingi. Nær þetta bann yfir öll eiturefni, líl'ræn og ólifræn, auðleysanleg og tor- leysanleg sambönd málma og málmleysingja, geislavirk efni og sprengiefni. Þungatakmarkanir á Egilsstaðaflugvelli — geta tafið flugið um völlinn í sumar JK-Egilsstöðum. Það sem af er þessari viku, hefur flug gengið erfiðlega til Egilsstaða, sökum aurbleytu á flug- vellinum. Á mánudag féll flug alveg niður af þessum sökum, og á þriðjudag tafðist vél, sem átti að millilenda hér á leið sinni frá Neskaupstað. Varð vélin að biða i 2 tima i Neskaupstað, á meðan bleytan á vellinum minnkaði. Samkvæmt upp- lýsingum Jóhanns Jónssonar, flugvallarstjóra, biðu 60 manns eftir fari austur og 70 manns eftir fari suður um hádegi i fyrradag. Að auki biðu flutnings 4 tonn af fragt. Astand vallarins lagaðist er leið á þriðjudaginn, og i gær var flogið eðlílega. Jóhann sagði að miðkafli brautarinnar væri lélegastur og að sýnilegt væri, að i bleytutið þyrfti að takmarka þunga vélanna I lendingu og fl'ugtaki. Þetta gæti haft al- varlegar afleiðingar fyrir flugið i sumar, ef sumarið yrði úrkomusamt. Fyrir páskana brá til norðanáttar með élagangi á Héraði, en fram til þess tima hafði verið einstaklega sn- jólétt. t þessu hreti urðu fjall- vegir ófærir, en litið snjóaði i byggð. Nú hefur allan snjó tekið upp, og vegir innan héraðs eru allir vel færir og klaki mun vera litill i jörðu. Samkeppni Frá ársfundi Seölabankans I gær á Hótel Sögu. Sex ráöherranna vift borðvinstra megin, og fremst á myndinni ýmsir framámenn í atvinnulffinu. Frá ársfundi Seðlabanka Islands í gær: GERA VERÐUR RÁÐSTAFANIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÞENSLU Nauðsyn aukins frjáls sparnaðar og gefa verður hagsmunum sparenda meiri gaum en gert hefur verið um skipulag á Þingvöllum Klp-Reykjavik. Skipulagsstjórn rikisins hefur ákveðið, i samráði við þingvalla- nefnd að Arkitektafélag tslands, að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag þjóðgarðs á Þing- yöllum og nágrennis. Skipuð hefur verið dómnefnd, og eiga eftirtaldir menn sæti i~~ henni: Eysteinn Jónsson forseti sameinaðs þings, íormaður, Gunnlaugur Halldórsson arki tekt, Haukur Viktorsson arkitekt, Hörður Bjarnason húsameistari rikisins, Sigurður Þórarinsson prófessor, Valdimar Kristinsson viðskiptafr. og Þór Magnússon þjóðminjavörður. Einnig mun Zóphanias Pálsson skipulags- stjóri starfa með nefndinni, auk ýmissa sérfræðinga, sem kallaðir verða til ráðuneytis. Mun fljót- lega verða gengið frá útboðsskil- málum samkeppninnar. TK-Reykjavík. Arsfundur Seðlabanka Islands vegna staðfestingar reikninga bankans fyrir árið 1971 var haldinn i gær. Aður hafði verið haldinn bankaráðsfundur, þar sem bankamálaráðherra Lúðvik Jósefsson staðfesti reikningana og ársskýrsla bankans fyrir s.l. ár var lögð fram. í framhaldi fundar banka- ráðsins boðaði bankinn til árs- fundarins að Hótel Sögu, þar sem viðstaddir voru ráðherrar og fulltrúar banka og innlánsstofn- ana og fleiri gestir. Birgir Kjaran, bankaráðsformaður bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir Islenzkri myntsögu. Þvl næst flutti formaður banka- stjórnar Seölabankans, Jóhannes Nordal, ræðu fyrir hönd banka- stjórnarinnar. t ræðu sinni sagði Jóhannes, að efnahagsástandið hefði a undan- förnum misserum einkennzt af eftirspurnarþenslu, sem leitt hefði til viðskiptahalla við útlönd og umframeftirspurnar vinnu- afls. Þyrfti aö gera samræmdar ráðstafanir til þess að hemja aukningu neyzlu og f járfestingar. Nauðsyn væri á meiri fjárhags- myndun i landinu með frjálsum sparnaði, og yrði að gefa hags- munum sparenda meiri gaum i framtiðinni en gert hefði verið hin slðustu ár. Að fundinum loknum bauð bankinn fundarmönnum til há- degisverðar. Ltiðvik Jósefsson, bankamálaráðherra, ávarpaði gestgjafa og gesti I lok hans. Lúðvik sagði að árið 1971 hefði orðið þjóðinni mjög hagstætt og sýnt væri að árferði mundi einnig verða gott á árinu 1972. Samt væri, við erfiðleika að etja I efnahags- málum, en þeir erfiðleikar væru fylgifiskar góðærisins og það þyrfti sterk bein til að þpla góða daga. Úr þeim vanda sem nú væri viö að glima, yrði að leysa og frammi fyrir því stæði nú öll þjóðin. - sjá bls. 0 Islendingaþættir ásamt efnisyfirliti fyrir árið 1971 fylgja með Tímanum í dag Kjör bænda verði sambærileg við kjör annarra vinnandi stétta EB-Reykjavik. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaöarráðherra mælti á fundi i neðri deild Alþingis i gær fyrir stjórnarfrumvarpinu um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, en höfuðmarkmið frumvarpsins er að tryggja, að kjör bænda verði sambærileg við kjör annarra vinnandi stétta, og jafnframt að trvggJa neytendum sæmilega ódýra og góða vöru og sem bezta nýtingu hennar. Aðalbreytingarnar frá gildandi lögum, sem felast i frumvarpinu, eru þessar: Gert er ráð fyrir nýrri Sex- marinanefnd, sem skipuð verði . FrJi..á.bls,J5_

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.