Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 2
2 TIMINN Fimmtudagur 13. apríl 1972 „Aðförin að hagsmunum Reykjavíkur” „Sjálfstæðisfélögin í Reyk- javík og hverfasamtökin gangast fyrir almennum fundi á Hótel Sögu i kvöld, þar sem rætt veröur um það, hvernig skattalögin og aðrar ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar vega sérstaklega að hagsmunum Reykjavikur og Reykvíkinga. Framsögu hefur Geir Hall- grimsson, borgarstjóri.” Svo hljóðar feit frétt i Morg- unblaöinu i gær, og hefur fundurinn væntanlega veriö haldinn, stríösmaöur rétt- lætisins vafalaust leitt lýðinn i sannleika sinn. íhaldssóun f Reykjavík En hvert cr það pislarvætti, sem hin fimmtugi ihalds- stjórn i Reykjavik veröur að þola með nýju lögunum um tekjustofna sveitarfélaga? Um það tala tölur skýru máli. Þessar tölur sina ótrúlega sér- stöðu ihaldsstjórnarinnar i Iteykjavik til tekjuöflunar undanfarna áratugi. A s.l. ári innheimti ihaldið t.a.m. af Rcykvikingum um 21 þús. kr. á hvert mannsbarn i borginni, i útsvari, fasteignaskatti og aðstöðugjöldum, þegar flest önnur bæjarfélög, þar á meðal næstu nágrannar Rcykjavík- ur, urðu að láta sér nægja 10- 15 þús. af sömu gjaldstofnum, á lagt eftir sömu lagareglum, og sum þeirra urðu að nýta bækkunarheimildir. Síðustu ár hafa um 40% landsmanna búið I Reykjavík, cn samt hefur ihaldsstjórnin þar fengið til umráða um 50% allra tekna sveitarfélaga i landinu. Fn hvernig hefur hin aldna ihaldsstjórn Reykvikinga far- ið með féð? Ekki fer þar meira til framkvæmda en annars staðar. Þetta aukafé hefur farið i óheyrilcga dýrt stjórn- kerfi og skrifstofubákn, gegn- sýrt af i haldsspillingu og flokksþjónkún. Fjármála- stjórn ihaldsins i Reykjavik er að likindum svartasti blettur i umsýslu borgarafjár á landi hér, þegar litið er á hin stærri stjórnkerfi. Þessi sérstaða er undirstaða hinnar alræmdu og gamalspilltu ihaldssóunar á fjármunum Reykvikinga. Og nú, þegar íhaldið i Reykjavik verður að þokast nokkuð til jafnræöis við önnur bæjar- félög landsins um tekjuöflun úr vösum borgaranna cöa i skattlagningu á rikiseignir og stofnanir sameign allra lands- manna, þá ætlar það að tryll- ast. Þyngsti áfellisdómurinn Og nú er ihaldskrossferðin hafin. Geir borgarstjóri hróp- ar á torgum, að þaö sé ,,aö vega sérstaklega að hagsmun- um Reykjavikur” aö ætla stjórnendum hennar að sjá borginni sæmilega farborða á jafnræðisgrundvelli við aðra bæi um tekjuöflun. Reykvikingar og landsfólkið allt skilur hins vegar ofur vel, aö i þessari upphrópun og krossferö Reykjavikurihalds- ins birtist þyngsti áfellis- dómur um ihalds-óstjórnina i Reykjavik á liðnum árum og áratugum. Með þessum sér- kennilegu látum viðurkennir Geir og lið hans i oröi og verki megingagnrýni minnihluta- flokkanna i borgarstjórn á fjármálastjórn hans. Eftir þessu eiga Reykvikingar að taka. — AK Hér kemur fyrirspurn um heimilisfang: „Landfari sæll. Ég las i Tima-blaði þriðjudag- inn 29. febr. 1972 grein með fyrir- sögninni „Heybjörg”. Jóhann Teitsson, höfundur umræddrar greinar, minnist þar á tæki til heyþurrkunar og segist vera reiðubúinn að láta i té frekari skýringar, ef óskað væri. Nú þætti mér vænt um að vita, hvar þessi maður á heima, þvi að mig fýsir aö heyra meira um þetta tæki, sjá teikningu o.fl. Kristmundur Guðbrandsson Skógskoti, Miðdalahreppi Dalasýslu. Landfari kemur beiðninni hér með á framfæri og væntir þess að sá, sem kallað er til, sendi bréf- ritara það, sem um er beöið. Að ausa Og hér er annað stutt bréf um tiltekið orðtæki, sem ekki mun eins i öllum landshlutum: „Landfari góður. Fyrir nokkrum dögum las ég i þætti þinum pistil eftir J.P. sem sagði tvisvar, að Bernadetta hin irska hefði „sett upp rassinn”, og átti það vist að vera hrossaliking. Ég hef svo sem heyrt þetta orða- tiltæki fyrr, en liðið svo á, að það væri aðeins notað i sumum lands- hlutum. 1 minu byggðarlagi fyrir norðan hét þetta „að ausa”. Hest- ar jusu. Ég hélt unglingur, að þetta væri svo um allt land, en komst að öðru siðar. Ég kann afar illa við við að segja að hestar „setji upp rassinn”, miklu fall- egra og einfaldara mál að láta þá ausa- Norölendingur”. Melstaður í stað Mela Og loks er hér bréf frá H.G., þar sem rætt er um tilbrigði gamallar visu: „Mikið gengur Melum á, margir lúa hrinda. Tiu að raka, tólf að slá, tuttugu hey að binda. Svo lærði ég visuna þá arna fyrir tugum ára: ég held á prenti. Ég vona að Landfari og Velvakandi etc. ljái þeim liðsemd, sem vilja hafa Melstaö i staö Mela. Mér er sama hvort er. En þetta kom mér i hug, þegar ég las þá frétt, að 18 eða 20 menn mundu skrifa sögu tslands, 4 binda verk, á vegum Þjóðhátiðar- nefndar 1974. Mér varð þá hugsað til þess, að ef ég man rétt liðu 20 ár frá þvi ritun Alþingissögu var ákveðin, þar til prentun ritsins hófst, og útgáfan stóð yfir all- mörg ár. — En við lifum á öld hraðans, uppmælinga og akk- ordsins. Ekki er að tvila það. Eg vil taka undir með Jóni Ei- rikssyni fyrrv. skipstjóra i Land- fara 21. jan. s.l., þar sem hann uggir, að sigíingasögu Islendinga verði jafnvel ekki gerð þau skil sem veröugt væri. Eg vil um leið þakka ágætt framlag hans til þeirrar sögu með bókinni Skip- stjórar og skip (Rv. 1971). — Það er annars mikil furða, að tslendingar skuli ekki enn eiga itarlega siglingasögu og fisk- veiðisögu. Jón Eiriksson bendir á, að vafi sé á þvi hvort islenzk þjóð hefði misst sjálfstæði sitt, ef henni hefði auðnazt að halda skipaflota sinum við lýði. Þá seg- ir Jóhann J.E. Kúld i blaðaerein nýlega: „Frelsi eyþjóðar, sjálf- stæði hennar og örlög, er á hverj- um tima háð skilningi hennar á þeim möguleikum, sem hafið hef- ur upp á að bjóða.” Eg tel nokkurn vafa á þvi, að svo viðamiklu efni verði gerð sæmileg skil sem þætti i fyrirhug- aðri tslandssögu 1974. Eg imynda mér, að hér sé efni i a.m.k. jafn- margar bækur (bindi) og tslands- sagan á að verða. Eg hef fyrir framan mig Sigl- ingasögu Færeyinga i 7 bindum. Kannski eru þau orðin fleiri nú. Við höfum raunar mikið rit um Skútuöldina, eftir Gils Guð- mundsson, Sjómannasögu Vilhj. Þ. Gislasonar og fyrrnefnt rit Jóns Eirikssonar. En samt vant- ar enn samfellda siglingasögu Is- lendinga frá fyrstu tið til nútim- ans. H. G.” GÓÐ BÚJÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Núpsdalstunga i Miðfirði V.-Hún, fæst tii kaups og ábúðar frá næstu fardögum. (Jtbeit er góð fyrir sauðfé og hross. Tún grasgefið og miklir ræktunarmöguleikar. Leigutekjur af laxveiði úr Miðfjarðará. Réttur áskiiin að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar I sfma 81485 Reykjavik, og hjá oddvita Fremri-Torfustaðahrepps V.-Hún. AUGLÝSING um áburðarverð 1972 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir- talinna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1972. Við skipshliö á Afgreitt á bila ýmsum höfnum umhverfis land i Gufunesi Kjarni 33.5% N kr. 8.420,- kr. 8.480,- Þrifosfat 45% P205 * * 7.240,- 7.400.- Kali klórsúrt 60% K20 * » 5.260.- ** 5.420.- Kali brst. súrt 50% K20 »» 6.820.- * * 6.980,- Túnáburður 22-11-11 »» 7.840.- »* 8.000,- Garðáburöur 9-14-14 »• 7.240.- •» 7.400.- Tvigild blanda 26-14 »* 8.340.- ♦» 8.500,- Tvigild blanda 23-23 * ♦ 8.760.- »• 8.920,- Kalkammon 26% N •» 6.920.- »» 7.080.- Kalksaltpétur 15.5% N »» 5.160.- »» 5.320,- Þrigild blanda 12-12-17 + 2 »♦ 8.960,- • • 9.120,- Þrigild bianda 15-15-15 8.940,- »» 9.100.- Tröllamjöl 20.5% N **. 10.360.- »» 10.520,- Uppskipunar og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipun- ar- og afhendingargjald er hins vegar innifalið i ofangreindum verðum fyrir áburð, sem afgreiddur er á bila i Gufu- nesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.