Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN 8 Fimmtudagur 13. april 1972 Fimmtudagur 13. april 1972 TÍMINN 9 Silja Aðalsteinsdóttir: Einn karl- maður eða fimm konur Nokkrar Úur tóku sig saman i haust er leið og skipulögðu könnun á barna- og unglinga- bókum að áeggjan undirritaðrar. Af könnun þessari hafa sprottið nokkur blaðaskrif, auk þess sem stjórn Félags islenzkra rit- höfunda gerði um hana ályktun, og þykir okkur hvort tveggja svaravert. Fyrst er þess að geta, að litið er um málefnalega gagnrýni á greinargerðina, sem könnuninni fylgdi. Eirikur Sigurðsson getur þess réttilega, að við sleppum að ræða sérstaklega skemmtana- gildi bókanna (Mbl. 16.2. '72), en kemur svo með dæmi um að liklega höfum við einmitt dæmt bækurnar eftir þvi. Góð bók, snjallt bókmenntaverk hlýtur að vera skemmtilegt aflestrar, en þó eru skemmtilegheit þess illa mælanleg og erfitt að lýsa þeim með orðum. Inn á þetta atriöi kem ég i formála greinar- gerðarinnar, þótt meö öðrum orðum sé. Þá finnur Eirikur lítil- lega að kaílaröð, en þar nægir að minna á, að i fyrsta kafla er ekki alltaf það, sem merkilegast er. úvert á móti er rúsinunni oft komið fyrir i miðri pylsu eða pylsuenda. Þá er svari minu sem bókmenntamanns lokið. Hvers vegna Verk þettta var unnið af áhuga- mönnum þ.e.a.s. við höfðum ekki skrifað áður um bókmenntir opin- berlega. Okkur þótti skorta raun- hæfar leiðbeiningar til fólks um val á barnabókum. Dómar um þessa bókmenntagrein hafa yfir- leitt verið svo einhæfar og lof- legar að á þeim hefur minna mark verið takandi en dómum um aðrar bækur. Auk þess virtist okkur einkar handhægt að hafa dóma um sem flestar bækur á sama stað, þvi oft eru einmitt bækurnar handa börnunum valdar i flýti, og stundum sú bókin valin, sem mest hefur verið auglýst. Stjörnuformið höfðum við séð sá sams konar könnunum i erlendum blöðum og fannst það harla gott. handhófskenntog f I jót færnislega fram- kvæmt" Við vorum fimm saman, þvi betur sjá augu en auga, og las hver um sig allar bækurnar vand- lega. Að lestri loknum skrifaði hver hjá sér dóm um bókina, þeir dómar voru svo ræddir þar til sammála niðurstaða náðist um einkunn. Einnig voru teknir til hliðsjónar dómar barna, sem höfðu lesið bækurnar. Yfirleitt vinna bókmenntagagnrýnendur einir og kveða upp dóma sina án þess að ráðfæra sig við aðila með aðra menntun eða af öðru kyn- ferði fimm manna álit er varla miklu verra mat á bók en álit eins manns. Ekki fæ ég heldur séð að það sýni meira sjálfstraust að birta slika könnun en að skrifa bók handa börnum og láta prenta hana. Könnunin fjölrituð Þetta vár mikil vinna, unnin i fristundum. Þvi þótti okkur að vonum súrt, þegar prentaraverk- fall skall á, og sýnt varð, að verkið yrði ónýtt, ef ekkert yrði að gert. Af þeim sökum gripum við til þess ráðs að láta fjölrita niðurstöður ef einhver vildi nýta. Annað kynið í sama starfi Við erum allar kennarar, ýmist með kennarapróf, stúdentspróf og kennarapróf eða háskólapróf. Slika eða lika menntun hafa flestir gagnrýnendur, án þess ég minnist þess að hingað til hafi verið fundið að þvi. Svo erum við allar kvenkyns, og það þykir auðvitað ámælisvert. Það er alveg makalaust að konum skuli Framhald á bls. 10 UTIÐ INN I GAGNFRÆÐA- SKÓLANN VIÐ LAUGALÆK Guðrún Kirgisdóttir Guömundur ilallsteinsson > Eyjólfur Guöjónsson i gagnfræðaskólanum viö úaugalæk er skólastjóri Óskar Magnússon frá Tungunesi. i skólanum voru skráöir 515 nemendur I nóvemberlok 1971. Kennarar eru 36, þar meötaldir yfirkennari og skólastjóri. Við höfum komiö okkur fyrir á skrifstofu skólastjórans. Þar eru alltaf nóg verkefni fyrir hendi. — Þessi skrifstofustörf okkar skólastjóranna gætu nú aðrir unnið eins vel eða jafnvel betur. Starfskraftar okkar ættu að nýtast mun betur á annan hátt, til dæmis við kennslu, umræður við foreldra og önnur leiðandi störf. Starfsaðstaöan hér er heldur erfið fyrir skólastjóra og yfir- kennara, þvi að kennslan fer fram i tveimur húsum. En þetta hygg ég að standi til bóta. 1 ráði mun að reisa viðbótarbyggingu, og á hún að tengja saman þau hús, sem fyrir eru. — Samvinnan við borgaryfir- völdin? Hún má kallast ágæt — eins og gott hjónaband, í aðalatriðum bezta samvinna, en smásnerrur á milli. Þeir, sem ráða borgar- málunum, eru alltaf til viðtals og það met ég mikils. — Ég hef ekki sömu sögu að segja hvað viðkemur rikis- valdinu. Við það eru alltaf si- felldar sennur, einkum um greið- slu lyrir unnin störf, flokka- skiptingu og starfsmat. Að visu hefur starfsmatið aldrei náð til okkar skólastjóranna. Vinna okkar er, að dómi samninga- manna rlkisins, ekki talin mat hæf, heldur skal hún lúta ein- hverri formúlu, sem erfitt er að henda reiður á hvernig reikna skuli eftir, — mætti kannski kallast hagræðingarformúla. Starfið innan skólaveggjanna virðast fara aö mestu utan við sjónhring almennings. Fólkið, jafnvel foreldrar nemendanna, hefur ekki hugmynd um hvað gerist á vetri hverjum, en það gefur auga leið, að þar er aöeins um leifturmynd að ræða, sem litið segir, þegar svo mörgu fólki þarf að veita viötal. Ég lit svo á, að kynning almennings af uppeldis- og menntastarfi skólanna þurfi að vera miklu meira en er, vegna þess hve flest, sem fyrir fáum árum var heimilishlutverk, hefur færzt á hendur skólanna, og þeir eru i^alltof mörgum tilfellum óviðbunir að gegna því starfi, sökum húsnæðisvandræða og timaskorts. Um heimanám er það að segja, að vafalaust er orðið erfitt að byggja mikið á þvi, hvort tveggja Johanna Haraldsdóttir er, að ástæður til að rækja það eru mjög misjafnar hjá nemendum, — sums staðar engir möguleikar, og einnig að fullorðið fólk, sem ekki hefur notið verulegrar menntunar, er ekki fært um aö leiðbeina börnum sinum i samræmi við þær kenn- sluaðferðir, sem skólinn notar. Tek ég þar sem dæmi tölur og nengi. 1 skólunum þarf aö vera lestraraðstaða og gott bókasafn. Og þar ættu svo börnin, meö aðstoö kennara, að geta búið sig undir næsta dag. Eg hef starfao aö kennslumál- um i rúman aðdarfjórðung, og þótt ýmsum kunni að koma það ókunnuglega fyrir sjónir þá hefur breyting ekki orðið ýkja mikil á unglingunum. j Flesterþetta ágætis fólk, dugandi manneskjur. Umhverfiö og tiðarandinn hefur vitanlega sett sinn svip á ytra borðið. En breytingin nær ekki djúpt i sálarlifið, ef hægt er að komast inn úr umhverfisskelinni, sem það hefur brugðið um sig. Hraði og yfirþyrmandi hávaði stórborgarlifsins truflar barn- shugann og veldur óhollri spennu. Fjölmiðlar, sérstaklega „hasar” — blöð og sjónvarp, eru sterkur áhrifavaldur. Abyrgð þeirra, sem þessu stjórna, er þvi mikil, og ég veit ekki hvort nokkur er gæddur þvi innsæi, að gera sér þess fulla grein, hve efnisval fjölmiðla skiptir miklu máli. Það er tvímælalaust betra að stytta hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá og fækka siöum bóka og blaða, en láta óumdeilanlegan óhroða fá þar mikið rúm. — Lélegt efni for- heimskar fólk. Starfið I skólanum gengur vonum framar, en að byggja upp nýja stofnun, það er, ef svo má að orði komast, háð veðurfari og jarðvegi, hve kjarnmikill gróöur vex þar upp. Þetta er þriðja árið sem skólinn starfar, og ég hef verið svo lán- samur að hafa traust kennaralið, sem ekki hefur brugðizt — það er þungamiðjan. Án góðra starfs- krafta er skólahald óhugsandi svo að i lagi sé. A engu sviði þjóðfélagsins skiptir þetta atriði jafn miklu máli. Þráinn Guðmundsson yfirkennari Það má kannski segja að aöstaöa hér i skólanum sé sæmi- leg til almennrar kennslu, en það vantar bæði samkomusal og iþróttahús. Fjarlægðin milli skólans og þess staðar, þar sem leikfimikennsla fer fram, or- sakar þaö, að vinnutöflur nemenda eru sundurslitnar og mun óhagstæðari en vera ætti. Mér finnst krakkarnir yfirleitt betri nú en þegar ég byrjaöi minn kennsluferil. Afstaða þeirra til kennara er jákvæðari og minna um beinan, ástæðulausan mót- þróa. En hitt er mjög á verri veg, aukin tóbaksnotkun og jafnvel vinnautn yngri nemenda. Fólkið veit ekki nægilega mikið um þaö starf, sem unnið er I skólunum. Þótt mikill meirihluti foreldra sé vinsamlegur I afstöðu sinni, þá gætir oft misskilnings, sem auðvelt er að leysa með frekari kynningu og nánara samstarfi. Flestir kennarar rækja störf sln vel og hafa mjög mikið að gera, jafnvel svo, að segja má að þeir séu með starf sitt á heilanum hverja vökustund. Starfstimi þeirra er fullir níu mánuðir I skóla; og sérstök áherzla er nú lögð á, að þeir sæki sumar- námskeið i hinum ýmsu kenn- slugreinum. Þótt meirihluti sumarleyfisins s é þannig fullur vinnutimi i þágu skólans, fær kennarinn enga aukagreiðslu vegna þessara námskeiða. Það er þvi með öllu óraunhæft, og af vanþekkingu fram borin sú skoðun, að kennarar hafi fri meira en aðrar vinnustéttir. Þótt segja megi,. aö það sé einstaklingsbundið, er óhætt að fullyrða, að mikill hluti kennara vinnur við starf sitt langt umfram áætlaðan heimavinnutima. Auð- vitað getur engin stétt variö sig fyrir vinnulitlum einstaklingum, að þeir komi óorði á. En þau til- felli eru ekki gildandi fyrir sjónarmið annarra en þeirra, sem vilja bregða hinu verra, þótt betur viti. 1 kerfinu er sjálfsagt margt, sem nauðsynlegt er að breyta I betra horf. En skólinn verður þó að vera hæfilega íhaldssamur. Ekki kasta frá sér án Ihugunar eða innbyrða án yfirvegunar. Mér er sérstaklega andstætt hvernig farið er meö seinfærari nemendurna. Þeim er ætlað námsefni langt umfram getu, og I skólakerfinu er enginn stakkur sniðinn við þeirra vöxt. tf.tytf.Wq.vq-WWtf-WWWWV-V Þ.M. SKRIFAR I þessum efnum munu bar- naskólarnir skár á vegi staddir. 1 neðstu bekkjum gagn- fræðastigsins er vitað, að margir, sem þar komast inn, eru litt læsir. Og i stað þess að halda lestrar- kennslunni fram, er hafin kennsla i málfræði og tveimur erlendum málum, sem þá verður neman- danum algjör ofraun. Þetta tel ég mjög aðkallandi vandamál, sem veröur að ráða bót á. Heimanám veldur sifelldum erfiöleikum vegna mismunandi aðstöðu nemendanna. Vafalaust ber að stefna að því að bæta að- stöðuna þannig, að undirbúningur kennslustunda geti farið fram I skólanum. Hávaði og sjoppusetur krakk- anna, löngu eftir að kennslutima er lokið, er oft skrifað á reikning viðkomandi skóla. Þá gleymist það stundum, að á þessum tima eru þau fyrst og fremst börn foreldra sinna. Þetta er i 3. bekk. Þar kennir Halldór Þorsteinsson teikningu. Allir virðast hafa næg verkefni og vera I önnum. Mörg listamannsefni? spyr ég. „Hér er ekki gert upp á milli manna. Hver hefur til slns ágætis nokkuð”, svarar kennarinn. Unga stúlkan heitir Jóhanna Haraldsdóttir og er 16 ára. Jú, henni þykir gaman aö teikna. Þó á hún annað áhuga- mál, sem stendur henni nær. Hún vill fyrst og fremst miða sitt nám við það að komast I fóstru- skólann. Bekkjarformaðurinn er Guðmundur Hallsteinsson. Hann er einnig 16 ára og stefnir að iðn- námi, helzt húsasmlöi. Jú, það eru smásnúningar.sem fylgja bekkjarformennskunni, t.d. þarf hann að innheimta bekkjargjöld og standa skil á þeim, og svo ýmislegt fleira, sem snertir bekkinn sem heild. 3. bekkur C, landspróf. Það eru eftir fáeinar minútur af kennslu- stund, og Þráinn yfirkennari gefur mér fúslega leyfi til að tala dálitið við krakkana. Þetta er yfirlitsbjartur hópur, sem ánægjulegt er að komast ögn i kynni við. Hann kveðst heita Eyjólfur Guðjónsson, ungi maðurinn og hann hefur áhuga á námi sinu og hugsar til lengri skólagöngu. Helzt vill hann komast I menn- taskólann við Hamrahlið, verði þess kostur. — Hvers vegna? Jú, vegna þess, að þar muni verða reyndar ýmsar leiöir til að koma til móts við nemendur hvað snertir starfstilhögun. Þar að auki er þar náttúrfræðideild, en náttúrufræði er hans áhugaefni. Eyjólfur vill meiri andlega leið- sögn i skólanum. Meiri andlega félagshyggju. Hann telur, að ekki sé nægileg áherzla lögð á það að nota námstimann vel. Námsað- staðan I skólunum þarf að taka breytingum til bóta þannig, að þeir nemendur, sem erfiðar aðstæður hafa til heimanáms geti dvalið lengur i skólanum og búið sig þar undir næsta vinnudag. „Já, og ég vil að jafnhliða þvi, sem nemendur gera þær kröfur til skólans, að hann veiti gagnlega og þroskandi leiðsögn, þá finni þeir til eigin ábygðar og geri kröfur gagnvart sjálfum sér”, segir Eyjólfur að lokum. Unga stúlkan, Guðrún Birgisdóttir, er ekki fullkomlega ánægð með heimsmyndina eins og hún litur út frá hennar sjónar- hóli. Það snertir ekki skólann sér- staklega. Námið gengur vel. Já, og i raun og veru amar ekkert að hjá henni sjálfri. En það eru svo margir aðrir, sem eiga bágt, og á meðan svo er, getur hún ekki fullkomlega notið þeirra gæða, sem hún sem einstaklingur verður aðnjótandi. — Þetta er allt gerfimennska, plast, og ekki höfum við krakkarnir skapað þau vanda- mál, sem þvi eru samfara. Það er heimsmynd fullorðna fólksins, sem blsir við okkur unga fólkinu, og okkur finnst hún ekki falleg, þess vegna viljum við breyta henni. Við viljum betri heim, frjálsan, friðelskandi. Ekki endi- lega rikan af peningum, heldur af samúð og ást. Hljómlistin? Nei, hún er ekki plastiðnaður, hún er dásamlegur, skynjanlegur veruleiki fyrir þá sem njóta hennar”. Hún yrkir, unga stúlkan. Kvæðið, sem hér fer á eftir, gaf hún mér. Lítið kvæði um stóran heim Ég elska sólina. Þú elskar sólina. Við elskum sólina. Þú og ég erum við. Allir eru við. Allir eru allt, og allir elska allt. Blómin og fiðrildin. Meistarinn segir: „Elskizt, en gerið ástina ekki að skyldu”. Þess vegna elskumst þú og ég — i dag — 1 augum ástarinnar er ástin allt. Þar eru ekki strið. Hvar ertu heimur, sem okkur dreymir um? Ég horfi á fólkið. Það kastar steinum. Skólabjallan hringir. Kennslu- stundinni er lokið, og börnin ganga út. Nokkur eru þó kyrr inni i stofunni og halda áfram að spjalla við mig. Og ekki skortir umræðuefnið. Ég held, að þessu unga fólki verði ekki borið það réttilega á brýn, að það láti sig engu skipta viðfangsefni sam- tiðarinnar, eða telji sig ábyrgðar- laust gagnvart þeim. Teiknikennsla i Laugalækjarskóla. Óskar Magnússon, skólastjóri Þráinn Guðmundsson, yfirkennari Þessu unga fólki verður ekki borið það á brýn, að það láti sig engu skipta viðfangsefni samtíðarinnar eöa telji sig ábyrgðarlaust gagnvart þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.