Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.04.1972, Blaðsíða 16
* .....................' Fimmtudagur 13. april 1972 - ' - Nú i april eru liöin 50, ár siöan gröf egypzka fornkonungsins Tut-Ankh-Amon, fannst og i tilefni þess hefur veriö opnuö mikil sýning á fjársjóöum þeim, er I gröfinni voru. Hér sést Elisabet Bretadrottning heimsækja sýninguna og viröa fyrir sér hina konunglegu gullgrimu. Ef dæma má eftir fréttum I erlendum blööum, er þessi sýning vel þess viröi aö sjá hana, aö minnsta kosti hefur fólk staöiö allt aö 6 klst. i biöröö fyrir utan British Museum til þess. Sýningin veröur opin næsta hálfa áriö. | Jarðskjálftasvæðið: 11600 lík fundin 1-3500 er saknað NTB-Teheran Björgunarsveitir hafa nú grafiö um 1600 lik úr húsa- rústunum á jaröskjálfta- svæöinu I iran. Enn er um 3.500 manns saknaö, og eru flestir þeirra konur og börn. Leiðtogi hjálparstarfsins visaði i gær á bug opinberum fréttum þess efnis, að 10 þúsund manns hefðu farizt, og sagði þær mjög ýktar. Enn er svæðið sambands- laust við umheiminn, en i Teheran er almennt talið, aö þeirsem fórust, séu i kring um 5000. Af þeim voru I einu þorpinu nær 1000 látnir. Forsætisráöherra íran, og nokkrir aðrir ráðherrar, flugu i gær til svæðisins, og munu þeir leggja skýrslu sina fyrir keisarann, sem siðan ætlar að fara sjálfur. Um 1200 hermenn, 350 lögreglumenn og 300 sjálf- boðaliðar taka þátt I björgunarstörfunum. Margar þyrlu eru i sjúkraflutningum, og i gær var tilkynnt frá flestum næstu sjúkrahúsum, að þar væri allt orðið yfirfullt. Klofningurinn í verkamannaflokknum: 96 þingmenn gegn þjóðar- atkvæðagreiðslu um EBE NTB-London Pingmenn verkamannaflokks- ins i neöri deild brezka þingsins samþykktu i gær, meö 129 at- kvæöum gegn 96, að styðja kröfu NTB-Stokkhólmi Tvær austur-Þýzkar herþotur rufu i gær sænska lofthelgi, að þvi er yfirvöld varnarmála þar i landi tilkynntu. Flugvélarnar sáust á radar loftferðaeftirlitsins, er þær flugu inn yfir Skán. Tvær sænskar her- flugvélar voru sendar á vettvang til að reka þær á brott. Tilkynnt var að flugvélarnar hefðu verið i 5.500 metra hæð og verið yfir sænsku yfirráðasvæði i 20 minútur. Sviar geta ekki sent opinbera mótmælaorðsendingu, þar sem Sviþjóð hefur ekki viðurkennt Austur-Þýzkaland. flokksins um þjóðaratkvæða- grciöslu um aöild Breta aö EBE. Þessar tölur þykja sýna vel klofn- inginn innan flokksins, sem er hinn alvarlegasti i 10 ár. Nú hafa 6 af háttsettum flokksmönnum lagt niöur störf sin i mótmæla- skyni viö stefnu flokksins. Það voru andstæðingar aðildar Breta, sem lögðu fram tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sam- kvæmtsiðustu skoðanakönnunum mundi þjóðaratkvæðagreiðsla, ef hún færi fram nú, sýna meirihluta gegn aðild. Heath forsætisráðherra hefur visað tillögunni á bug, og þeir verkamannaflokksmenn, sem hlynntir eru aðild, halda þvi fram, að flokkur þeirra hafi nú breytt stefnu sinni úr þvi að vera á móti þeim skilyrðum, sem st- jórnin hefur náð til inngöngu, i það að vera hreint og beint á móti EBE. Millilandaflugvöllur á Héraði? - Könnun í sumar á því hvort það sé hagkvæmt, sagði samgönguráðherra á Alþingi í gær KB-Rcykjavik. Hannibal Valdiinarsson, sam- gönguráöherra, sagöi á Alþingi i gær, aö i sumar myndi flugmála- stjórnin kanna hvort hagkvæmt reyndist aö byggja á Fljótdals héraði varaflugvöll fyrir milli- landaflugiö. Skýrði ráðherrann frá þessu, er á dagskrá þingsins var fyrirspurn um endurbætur á Egilsstaðaflug- velli. Sagði ráðherrann, að ef hagkvæmt reyndist að gera milli- landaflugvöll á Fljótsdalshéraði myndi núverandi flugvöllur þar að sjálfssögðu vera lagður niður, þar eð ekki væri heppilegur jarð- vegur á þvi svæði þar sem hann væri. Kostnaður við að endur- byggja flugbrautina væri 20-30 milljónir króna, og kæmi þvi sterklega til greina að flytja flug- völlinn á annan og hentugri stað á Fljótsdalshéraði. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og Hólmgrimur Heiðreksson. 10. leikur Akureyrar: g2 - g3 berjumst gegn blindu Söludagar 15. og 16. aprfl Lionsumdæmið ó Islandl - segir kunnur bandarískur sagnfræðingur SB-Reykjavfk. Þekktur, bandariskur sagn- fræðingur, Jarnes Gregor Burns, skrifar á næstum heila siöu i New York Times á þriðjudaginn, þar sem hann færir rök fyrir þvi, að Edvvard Kennedy veröi I fram- boði á móti Nixon til Forsetakjörs i haust. McGregor Burns, sem er pró- fessor i sögu, en hefur auk þess skrifað æfisögur bæði Johns F. Kennedy og Roosewelts, beinir þeim tilmælum til blaða, útvarps og sjónvarps, að þau noti ekki minna rými fyrir Ted Kennedy i kosningabaráttunni en alla hina, sem taldir eru koma til greina sem frambjóðendur demókrata. Astæðan fyrir þessari grein, sem valinn er staður gegnt leiðara blaðsins, er fafalaust öll sú óvissa, sem enn rikir um fram- bjóðanda demókrata, eftir all- margar prófkosningar, sem gert hafa máliö bara flóknara. Siðast eftir prófkosningarnar i Visconsin i siðustu viku, mátti heyra varlega orðaðar athuga- semdir nokkurra rikisstjóra um, að allt annað yrði uppi á teningn- um við flokksþingið I Miami i júli, ef nú yrði sett á laggirnar Kennedy-hreyfing, sem Ted skoraðist ekki undan. Fleiri stjórnmálaskrifarar en McGregor Burns hafa velt þvi fyrir sér, hvort McGovern i vinstri arminum geti keppt við Henry Jackson og Georg Wallace vinstra megin, og hvort baráttan milli Humphrey og Muskies gæti ef til vill ekki orðið svo hatrömm, að flokksþingið ætti erfitt með að taka afstöðu og neyddist til að snúa sér að Kennedy, sem yrði þá að hafa verið viðbúinn þvi. Aóeins er nú vika siðan Kenn- edy lýsti þvi yfir enn einu sinni, að hann gæfi ekki kost á sér. Hann hefur þó ekki gefið neina yfir- lýsingu um, að hann mundi neita kosningum, ef honum yrði boðið það. McGregor segir i greininni, að enn verði að eiga á hættu, að meðlimur Kennedy-fjölskyld- unnar verði myrtur, og vitnar i þvi sambandi i orð eins gamals vinar fjölskyldunnar frá Har- ward: — Ég er ekki svo hræddur um hann sjálfan. Þetta er nú einu sinni hættan við að standa I bar- áttu. Það sem ég er hræddur um, er sú skömm, sem slfkur atburður mundi leiða yfir þjóðina. Með þannig sjálfsmynd fyrir augum væri stolt okkar og sjálfsöryggi I tætlum. McGregor Burns lýkur grein- inni á þvi að segja, að þetta eigi ekki að koma I veg fyrir, að al- menningur liti á Kennedy sem mögulegt forsetaefni. Kennedy verður að vera reiðubúinn til forsetakjörs Norður-Víetnamar ógna Saigon frá enn einni hlið NTB-Saigon Norður-VIetnamar juku i gær hernaðaraðgerðir sinar I grennd viö Saigon og opnuðu nýjar vigstöðvar á svæði þvi, sem kallað er Páfagauksnefið i Kam- bódiu. Talið er, að tilgangurinn með þessum aðgerðum sé að opna nýjar birgöaflutningaleiðir inn I S-Vietnam og ógna Saigon frá enn einni iilið. Um 15 þúsund S-VIetnam hermenn reyna jafnframt, með stuðningi skriðdrekasveita, að komast til An Lac við þjóðveg 13. Sunnanmenn hófu á þriðju- daginn mikla gagnsókn, og i byrjun virtist allt ganga vel. Norðanmenn á þessu svæði reyna nú allt hvað af tekur, að stöðva gagnsóknina, og sagði bandariskur hernaðarráðgjafi I gær, að norðanmenn skytu á þá með öllu, sem þeir hefðu tiltækt, allt frá skammbyssum tií sprengjuvarpa. Samt sem áður hélt ráðgjafinn, að sunnanmenn myndu ná til An Loc á næstu 24 klst. Talsmenn hersins i Saigon voru ekki jafn bjartsýnir og bentu á, að N-Vietnamar og þjóðfrelsis- fylkingin hefðu 4 herfylki — 25. þús. til 40 þúsund manns — norðan og norövestan við Saigon, innan við 120 km frá borginni. Kaupið fjöður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.