Tíminn - 14.04.1972, Síða 1

Tíminn - 14.04.1972, Síða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA /■ S£HDIBILASTÖÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 84. tölublað — Föstudagur 14. apríl 1972 —56. árgangur. Kjarval er látinn ÞÓ-Reykjavik Jóhunnes Sveinsson Kjarval, listmálari, lézt á sjúkrahúsi i Reykjavik i gær. Kjarval haföi átt viö vanheilsu aö striöa um all- langt skeið. Jóhannes Sveinsson Kjarval var fæddur 15.október 1885 að Efri-Ey I Meöallandi, og var hann því á 87 aldursári er hann lézt. Foreldrar Kjarvals voru Sveinn Ingimundarson og kona hans Karitas Þorsteinsdóttir Sverrissen. Kjarval ólst upp frá 4 ára aldri hjá hálfbróður móöur sinnar, Jóhannesi Jónssyni bónda i Geitavik i Borgarfirði eystra og konu hans Guöbjörgu Gissurar- dóttur. Kjarval stundaöi sjómennsku til ársins 1911 en þá hélt hann utan, fyrst til Lundúna og siðan til Kaupmannahafnar. Hann lauk prófi frá Konunglega listaháskólanum I Khöfn 1918. Siðan dvaldist hann i Rómaborg og viöar á ltaliu til 1920 og i Paris var hann 1928. Kjarval var listmálari i Reykjavik lcngst af frá árinu 1922. Óþarft er að eyöa mörgum orðum um allar hans mörgu sýningar, en margar myndir hans eru varöveittar á söfnum. Haldnar hafa verið margar yfirlitssýningar á verkum hans, ba;öi hérlendis og erlendis. Þá hafa og veriö gefnar út bækur um list hans. Kjarval kvæntist áriö 1915 Tove Marild, en þau skildu. SJOMENN BIÐA ENN EFTIR AÐ AFLAHROTAN KOMI ÞÓ-Reykjavik Timinn hafði samband við nokkrar verstöðvanna i gær, og hljóðið i körlunum þar var ekki of uppörvandi. Það er alltaf jafntregt fiskiri á verstöövunum sunnanlands, en þar segjast þeir ennþá biða eftir hrotunni. Hún kom ekki fyrr en um 18. april i fyrra. A Snæfells- nesi hefur aflinn verið mjög góð- ur, — en i fyrradag skipti alveg um — og nú er aflinn þar alveg dottinn niður. A Ólafsvfk, sögðu þeir, að þetta væri alveg dautt þessa stundina. Mestur afli á bát hefði verið 11 tonn i fyrradag, og hann hefði reyndar farið alveg niður i 1 tonn. Ekki sögðust þeir svo sem vera að kvarta vertiðin væri búin aö vera þeim hagstæð og hæsti bát- ur, Lárus Sveinsson, væri kominn með 850 tonn, og margir bátanna eru með 500-700 lestir. Aflinn hjá þeim er talsvert mikið meiri en á sama tima i fyrra. Atvinna hefur verið mjög mikil i Ólafsvik að undanförnu. A Grundarfiröi var ágætt hljóö i mönnum, þó að aflinn væri litill i augnablikinu, og hefði farið alltnið ur i 800 kg. í fyrradag- Daginn áður hafði aflinn farið allt upp i 40 lestir. Hæstu bátar i Grundarfirði eru komnir vel yfir 700 tonn sem er jú ágætisafli. Þeir sögöust vona, að afli ætti aftur eftir að glæðast. Vigtarmennirnir á Hellissandi sögðu, að þar hefði verið tregt i tvo daga, en vertiðin hefði annars veriö góð hjá þeim, og aflinn helmingi meiri en á sama tima i fyrra, en heildaraflinn um þessar mundir er kominn hátt i 6 þús. lestir. Aflahæsti báturinn er Skarðsvik meö um 1200 lestir, en hún mun vera um 400 lestum hærri en næsti bátur. Þegar við töluðum viö Hellis- sand voru þar 3 skip að lesta og losa. óhemju atvinna hefur verið á Hellissandi i vetur. Það var ekki jafn gott hljóðið i þeim i Grindavik. Aflinn i fyrra- dag var beztur, 10 tonn á bát og svo niður i ekki neitt eða 80 fiska i 6 trossur. Nú hafa borizt á land i Grinda- vik um 13000 tonn, en á sama tima i fyrra höfðu borizt 18.000 tonn á land þar. Aflahæsti báturinn i Grindavik er Bjartur NK með 770 lestir og næstu bátar Geirfugl og Albert nálgast 700 tonnin. 1 Grindavik lifa menn i voninni, Framhald á bls. 6. Fulltrúar minnihlutans á borgarstjórnarfundi gær. F.v. Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Guömundur G. Þórarinsson, Geröur Steinþórsdóttir, Kristján Benediktsson, Steinunn Finnbogadóttir og Björgvin Guömundsson. (Tímamynd G.E.) Borgarstjórinn er ekki í sparnaðarhugleiðingum Ætlar að leggja 50% álag á fast eignagjöld og jafnvel bæta álagi á útsvörin ITka Rekstrarliðir fjárhagsálælunarinnar hækkaðir um 150 milljónir frá upphaflegri gerð áætlunarinnar í desember s.l. Algjör samstaða borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinnstri manna Minnihlutinn lét bóka ftarlegt sam eiginlegt álit á fjárhagsáætluninni við afgreiðslu hennar í gærdag - Sjá bls. 3 Þriggja Breta leitað - í gær norðan Mýrdalsjökuls SB-Reykjavik. Óttazt var á miðvikudaginn um þrjá Breta, fullorðinn mann og tvo drengi, sem dvöldust i far- fuglaheimilinu i Fljótsdal i Fljótshlið. Fóru þeir þaðan á sunnudag og ætluðu að ganga eitthvað inn á hálendið. Björgunarsveitarmenn Dagrenn- ingar á Hvolsvelli fóru að leita mannanna og fundust þeir i fyrri- nótt heilir á húfi i leitarmanna- kofa inni við Einhyrning. Vitað var um ferðir þre- menninganna, er þeir lögðu af stað á sunnudaginn og ætluðu þeir ekki að koma aftur fyrr en i gær. En þegar fór að gera snjókomu og misjafnt veður, þótti vissara að huga að þeim, þar sem yngri drengurinn var ekki nema 11 ára. Fóru björgunarsveitar- mennirnir, 6 að tölu, um 60 km leið að leitarkofunum, þar sem Bretarnir höfðust við, hressir og kátir. Verður tíeyringur lagður niður TK-Reykjavik. A ársfundi Seðlabanka tslands i gær lagði banka- stjórnin fram álitsgerð um þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um breytingar á islenzkri mynt. 1 niður- stöðum bankastjórnarinnar kemur fram, að hún telur, að ekki sé timabært eða hag- kvæmt að tifalda nú verð- gildi krónunnar, en leggur hins vegar til að 10 eyringur- inn verði tekinn úr umferð og nokkru siðar 50 eyringur. Niðurstöður bankastjórn- arinnar eru svohljóðandi: 1) Bankastjórn Seðla- bankans er eindregið þeirrar skoðunar, að á engan hátt sé timabært eða hagkvæmt að tifalda nú verðgildi krón- unnar. Slik breyting mundi hafa mikinn kostnað i för með sér, en enga hagkvæmni umfram það, sem þegar hefur náðst. Sú eining, sem út úr slikri breytingu kæmi, væri þar að auki þegar of litil, ef hún ætti eftir sem áður að skiptast i 100 aura, eins og krónan nú. Bankastjórn Seðlabankans getur þvi ekki mælt með, að framlögð þingsályktunartil- laga um þetta efni verði samþykkt. 2) A hinn bóginn er orðið ljóst, að 10 eyringurinn, sem nú er smæsta mynteiningin, er orðinn of verðlitill og þvi óhagkvæmur bæði i við- skiptum og sláttu. Banka- stjórn Seölabankans leggur þvi til, að lagaheimildar sé aflað hið fyrsta til þess að Framhald á bls. 6.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.