Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. april 1972. TÍMINN 5 — ■ Frumvarpið um framleiðsluráðslögin til umræðu á Alþingi: Nauðsynlegt að höfuðtilgangur frumvarpsins verði að lögum Er byggist á reynzlu þeirra sem bezt þekkja til landbúnaðarmála Miklar umræður urðu um st- jórnarfrumvarpið um Fram- leiðsiuráð landbúnaðarins, þegar það var til fyrstu umræðu i neðri deild Alþingis s.l. fimmtudag, og lauk umræðunni ekki fyrr en eftir miðnætti. Ingólfur Jónsson (S) og Gylfi Þ. Gislason (A) gagnrýndu mjög frumvarpið og töldu þörf á mikl- um breytingum á þvi, áður en það yrði að lögum. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) og Stefán Val- geirsson (F) ræddu einnig nokkuð um frumvarpið. Taldi Vilhjálmur að meginefni frumvarpsins ætti að vera óbreytt, og Stefán taldi frumvarpið vcra til meiri hags- bóta fyrir bændur en gildandi lög- gjöf um þetta efni, en sagði, að i landbúnaöarnefnd þingd. þar sem hann ætti sæti, myndi hann beita sér fyrir nokkrum breytingum á frumvarpinu. Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra minnti á að frumvarpið væri flutt óbreytt frá þvi, sem nefndin, sem skipuð var i septem- ber s.l., gekk frá þvi eftir að aukafundur Stéttarsambands bænda hafði fjallað um málið. Hann sagöi, að frumvarpið gæti tekið einhverjum breytingum i meðferð Alþingis, en kvaðst treysta þvi, að höfuðatriði þess héldust. Sagði landbúnaðarráð- herra að frumvarpið væri byggt á reynslu þeirra, sem bezt þekktu til landbúnaðarins hér á landi. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu. Hann sagði, að ef frumvarpið yrði að lögum, yrði það til þess að tryggja bændum góða afkomu, neytendum góða vöru á hagkvæmu verði og góða nýtingu hennar. Ráðherrann minnti á, að i stjórnarsáttmálan- um segði, að lögin um Fram- leiðsluráðið yrðu endurskoðuð i samráði við Stéttarsamband bænda og að þvi stefnt, að Stét- tarsambandið semdi við rikis- stjórnina um kjaramál bænda- stéttarinnar og verðlagningu bú- vara. Miðað skyldi jafnan við það, að kjör bænda yrðu sam- bærileg við launakjör annarra vinnandi stétta. I samræmi við þetta hefði nefndin, sem samdi frumvarpið, verið skipuð 14. sept. s.l. f skipunarbréfi hefði nefnd- inni verið falið að endurskoða framleiðsluráðslögin á grundvelli stjórnarsamningsins og i sam- ræmi við ályktanir aðalfundar Stéttarsambands bænda s.l. haust. Þar sem fyrirhugað hefði verið að gera þá meginbreytingu á fvrirkomulagi um verðlagningu landbúnaðarvara, að bændur semdu við rikið, og vitað hefði verið, að Norðmenn hefðu slikt fyrirkomulag, hefði formaður norsku bændasamtakanna, Jan Melby, verið fenginn hingað. Þá sagði ráðherrann m.a., að 3ja grein frumvarpsins, þar sem kveðið væri á um sérstakt gjald á innflutt kjarnfóður, hefði verið hið eina, sem umdeilt hefði verið á Stéttarsambandsfundi, en hefði verið samþykkt með 34 atkvæð- um gegn 7 á fundinum. Hér væri ekki um skatt að ræða, þar sem fjármagnið skyldi notað til að verðjafna, ef útflutningsupp- bæturnar nægðu ekki til að ná grundvallarverðinu. Hann sagði, að það væri ekkert aðalatriði fyrir sig, hvort þetta gjald væri 25%, eins og kveðið væri á um i frumvarpinu, eða eitthvað lægra. Um kvótakerfið sagði ráðherrann m.a., að það væri ekki að hans skapi, að slikt yrði tekið upp. Þessu næst gerði ráðherrann grein fyrir helztu breytingum, sem felast i frumvarpinu, og ný- mælum. Hér á eftir er birtur stór hluti greinargerðarinnar með frumvarpinu: ,,I erindisbréfi nefndarinnar er sagt, að „miða skuli við það, að kjör bænda verði sambærileg við launakjör annarra vinnandi stétta”. Nefndin hefur látið gera at- hugun á þvi, hvernig háttað er kjörum bænda, miðað við hinar svokölluðu viðmiðunarstéttir. Frá og með árinu 1962 hefur Hagstofan birt tölur um tekjur hinna einstöku starfsstétta. Eftir- farandi samanburður á brúttó- tekjum bænda og viðmiðunar- stéttanna er byggður á úrvinnslu Hagstofunnar. Það mun skekkja samanburðinn, að ekki eru vextir af skuldum vegna búsins og að nokkru leyti fyrning og fasteigna- gjöld útihúsa talin á land- búnaðarframtali og koma þvi ekki öll til frádrags. Sama er að segja um útgjöld vegna viðhalds og viðgerða á útihúsum og tryggingariðgjöld fram til ársins 1965, en frá og með þvi ári eiga þessir liðir að koma til frádráttar á landbúnaðarframtali. Bændur Ár (1) 1962 ................99 1963 .............. 118 1964 .............. 161 1965 .............. 199 1966 .............. 193 1967 .............. 194 1968 ...............197 1969 ...............233 Er nefndin þeirrar skoðunar, að Sexmannanefnd hafi ýmsa mögu- leika til að rétta þetta hlulfall við, með hinu breytta samningsformi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir nýrri Sexmannanefnd, er skipuð sé þrem mönnum frá rikisstjórn- inni og þrem frá bændasam- tökunum. Það er einnig gert ráð fyrir þvi, að þriggja manna yfir- nefnd verði starfandi, á svipaðan hátt og verið hefur. Eins og áður er drepið á, átti nefndin að athuga möguleika á að setja reglur um niðurgreiðslur á verði landbúnaðarvara, sem selj- ast innanlands. Það hefur ætið verið svo, að niðurgreiðslur hafa nær einhliða verið ákveðnar af rikisstjórninni, þó að frá þessu hafi verið undantekningar. Það, sem jafnan hefur ráðið upphæð niðurgreiðslnanna, er þörfin á að greiða niður kaupgreiðsluvisitöl- una hverju sinni. Þetta visitölusjónarmið hlýtur að vera mjög mikils ráðandi i þessum efnum. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að breytingar á niðurgreiðslum geta haft slæm áhrif á þróun afurðasölunnar á innlendum markaði og óhagstæð áhrif á kjör bænda. Nefndin hefur þvi sett um það ábendingu i lögin, að þegar breyta eigi niðurgreiðsl- um, skuli haft samráð við Sex- mannanefnd og Framleiðsluráð. Jafnframt telur nefndin, að niðurgreiðsla á rekstrarvörur, s.s. tilbúnum áburði, komi vissu- lega til greina. Hún útilokar held- ur ekkimöguleikann á þvi, að niðurgreiðslur geti átt sér stað, án þess að ákveðið magn afurða liggi þar á bak við. Hins vegar vill nefndin benda á, að bein greiðsla til framleiðenda, án tillits til framleiðslumagns, er mjög erfið i framkvæmd, og ýmiss vandasöm ákvörðunaratriði eru samfara sliku fyrirkomulagi. Nefndin hefur rætt mjög um þær misjöfnu aðstæður, sem bændur búa við i hinum ýmsu héruðum landsins. 1 þvi sam- bandi telur hún sig hafa lært mikið af skýrslum og upplýsing- um þeim, sem formaður Norges Bondelag lét nefndinni i té um það, hvernig farið er með slik vandamál i Noregi. í höfuðatriðum er nefndin sam- mála um, að framkvæma þurfi sérstakar ráðstafanir til þess að rétta þeim hjálparhönd, sem við þessi erfiðu skilyrði búa. Leggur nefndin þvi til, að stofnaður verði sérstakur sjóður i þessu skyni, er fái ákveðið árlegt fjárframlag. Gert er ráð fyrir, að rikisstjórn- in tryggi árlega fjármagn i þessu skyni. Ýmsar fjáröflunarleiðir virðast vera þarna fyrir hendi. 1 29. grein laga nr. 93 1971 um Framkvæmdastofnun rikisins er það talið með verkefnum Byggða sjóðs að "bæta aðstöðu til búsetu i einstökum byggðarlögum og koma i veg fyrir, að lifvænlegar Viðmiðunarstéttir (l)/'(2) (2) (3) 126 0,79 152 0,78 192 0,84 232 0,86 272 0,71 300 0,65 276 0,71 316 0,74 byggðir fari i eyði”. Það ætti þvi ekki að vera úr vegi, að ein- hverjar fjárhæðir fáist til þeirrar fyrirgreiðslu við bændur i hinum erfiðu byggðarlögum, svo sem frumvarpið (16 gr.) gerir ráð fyrir. Þá má einnig reikna með nokkrum fjárhæðum er kunna að verða afgangs af útflutningsbóta- fé i þessu skyni. Á undanförnum árum hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins greitt talsverðar fjárhæðir til styrktar búsetu i einstokum sveit- um. Er hér um rekstrarstyrk að ræða til hinna smærri mjólkur stöðva á Vestur- og Austurlandi, en tilvera þessara litlu mjólkur- stöðva er alger forsenda þess, að ibúar kauptúna og kaupstaða fái gerilsneydda mjólk i svipuðu formi og neytendur hinna stærri þéttbýiiskjarna, annars staðar á landinu. Nefndin Jitur svo á, að mjög skorti á, að þessi aðstoð hafi verið fullnægjandi. Er hún þeirrar skoðunar, að bændur þeir, er búa i hinum afskekktu og erfiðari byggðarlögum, þurfi i rauninni að fá hærra verð fyrir afurðir sinar en aðrir bændur landsins. Greiðslur F'ramleiðsluráðs i þessu skyni hafa árlega numið 12- 15 milljónum króna. Til viðbótar þessu hefur svo Bjargráðasjóður greitt hin siðari ár um 7 milljónir króna i heyflutningastyrki. Ef bændur hinna afskekktari sveita eiga að fá t.d. 10% hærra mjólkurverð en að meðaltali er greitt öðrum bændum i landinu, kostaði það um 7 milljónir króna. Flutningastyrkir þeir, sem þörf Meðalbrúttótekjur kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára. Þús. króna. væri nú að greiða vegna mjólkur- flutninga umfram það, sem greitt er, riæmu nú minnst þrem milljónum króna. Samtal eru þetta um 29-32 milljónir króna, miðað við ár, og er þá ekki tekið tillit til aðstoðar við fiutning á rekstrarvörum , s.s. áburði o.fl., til framleiðenda. Þá hefur nefndin einnig orðið sammála um nokkru fyllri ák- væði um verðjöfnun, er taki m.a. tillit til f jármagnskostnaðar vinnslustöðva og flutningskostn- aðar að vinnslustöðvum. Rétt þykir að vekja athygli á þvi, að náin tengsl eru á milli ein stakra greina frumvarpsins. Þetta á sérstaklega við um ák- væðin um framleiðsluáætlana- gerð skv. 5. tölulið 2. gr., ákvæði 3. gr. útflutningstryggingarinnar i 15. gr., svo og ákvæðanna i 5. gr. um kaup bóndans. Nefndin gerir ráð fyrir, að áætlanagerðin um framleiðslu- magn og söluverð búsafurða, að viðbættri 10% útflutningsábyrgð 15. gr., myndi grundvöll að þvi vörumagni, sem eigi að gefa bændum laun sambærileg við aðrar stéttir. Þarf ekki að gripa til ákvæða 3. gr. um framleiðslutakmarkanir eða annað þvi skylt, nema fram- leiðslumagn verði meira en fram- leiðsluáætlanir hafa gert ráð Halldór E. Sigurðsson fyrir, ellegar að þeir markaðir, sem treyst hefur verið á, hafa brugðizt eða aðrar ófyrirsjáan- legar og óviðráðanlegar orsakir liggi til, að áætlanir raskist veru- lega.” 1 blaðinu á morgun verður greint frá ræðum þingmanna, sem lóku til máls auk ráðþerrans, og ennfremur verður rakin svar- ræða landbúnaðarráðherra. THOR HEYERDAHL yngri, háskóla- lektor, frá Noregi, og sérfræðingur i haf- liffræði, heldur fyrirlestur, sem hann nefnir HAFIÐ SEM FORÐABÚR OG SORPIIAUGUR i Norræna Húsinu i dag, 14.april kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. — Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. 'JiiÝ'Ý.-rÝ', o vV UTGERÐAR- MENN v.'I 'V’ fr-oT •Vvr Fyrirliggjandi: ÞORSKANET cristal og normal TEINATÓG NETAHRINGIR BELGIR BAUJUR UPPSETT LÍNA BRYGGJUBÖND Kaupfélag Suðurnesja r'.-.V-.V';;íívX‘* (A* U-'-V' -V'-lí í.v;.- ;íM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.