Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. april 1972. TÍMINN THS2.QffmTm 7 Keisarinn fær ís frá Sviþjóð Persakeisari hefur ákveðið að efna til heilmikils vordansleiks á næstunni. Slikt þykir yfirleitt ekki markvert, en hins vegar er það talið i frásögur færandi, að keisarinn hefur pantað is allt frá nyrztu héruðum Sviþjóðar, til þess að kæla með vinin i veizlunni. Flogið verður með hinn 2000 ára gamla is frá jöklum Lapplands til Teheran. Keisarinn hefur pantað 50 kg af þessum ágæta is. Dönsk blöð segja frá þessum tiðindum og bæta við,að sennilega hafi keisarinn ekki heyrt um græn- lenzka isinn og ágæti hans, en hann megi einmitt fá i smá- pakkningum hentugum til vt izluhalda. Hver verður hlutskarp- astur? Það eru fleiri en Nixon, sem reyna að komast i forseta- stólinn i Hvita húsinu við næstu forsetakosningar i Banda- rikjunum. Ymsir fram- bjóðendanna eru taldir hafa mjög litlar likur á að fá nema þá örfá atkvæði. Einn er sá maður, sem hefur reynt allt milli himins og jarðar til þess að vekja á sér athygli og varpa skugga á viðræður Nixons og Mao og Chou En-lai, með þvi að skýra frá viðræðum sjálfs sin við furðuverur. Þessi maður heitir Gabriel Green og er frá Whittier i Kaliforniu. Honum finnst ekki mikið til Kinafarar forsetans komið. Sjálfur er hann formaður félagsskapar, sem einbeitir sér að þvi að rannsaka allt, sem viðkemur fljúgandi diskum og furðuhlutum. Hann segist reglulega hafa samband við verur á öðrum hnöttum, og sé það ekki minna virði heldur en að ræða við nokkra Kinverja. Green býður sig fram fyrir Al- heimsflokkinn svokallaða. Háspennulína yfir Dóná Á bakka Dónár, þar sem hún rennur i Svartahafið, er hafið að reisa 118 metra hátt mastur, sem ásamt tilsvarandi mestri á bakka árinnar Rúmeniumegin, á að bera háspennulinu, sem leggja á yfir Rúmeniu til þess að tengja búlgarska raforku- kerfið við alþjóðlega raforku- kerfið Mir. Rafmagnið mun m.a. koma frá hinu sróra orku- veri i Moldaviu sem nú hefur 1.6 miljóna kw afkastagetu. Afmælis Sovétríkjanna minnst Mikið er um að vera á sviði lista— og menningarlifs i sambandi við undirbúning fimmtiu ára afmælis stofnunar Sovétrikjanna. t sjálfum af- mælismánuðinum, desember 1972, verða haldnar i Austur- Þýzkalandi sýningar á verkum ukrainskra, hvitrússneskra og moldaviskra málara, grafikera og myndhöggvara. Sovézk grafik verður sýnd i Indlandi, Kóreu, Vietnam og Noregi, og sovézkir myndhöggvarar sýna verk sin i Rúmeniu. Á árinu munu sovézkir leikarar sýna gestaleiki i a.m.k. 35 löndum. Verða sýndar stórar sýningar i Frakklandi, Egyp- talandi og á Kúbu. Einnig munu margir listamenn og listflokkar frá öðrum löndum sýna i Sovét- rikjunum, er það um að ræða listamenn frá mörgum löndum, t.d. Indlandi, Togo, Perú og Póllandi. Sérstaka athygli verkur búlgölsk sýning i tilefni af 90 ára afmæli Georgi Dimitrov, en eins og menn minnast varð búlgarski kommúnistinn Dimitrov heimsfrægur, er hann sigraði Göring og auðmýkti við réttarhöldin vegna þinghúss- brunans i Leipzig 1933. Predikar á strætum úti Maðurinn hér á myndinni er baptista-prestur. Hann hefur vakið mikla athygli i Englandi, en upphaflega er hann kominn frá Hollywood, þar sem hann hefur gengið um götur og predikað, með góðum árangri, að þvi er sagt er. Presturinn heitir Arthur Blessitt. Hann er nýkominn i annað sinn til Englands og nú i þeim tilgangi að halda þar og á trlandi útisamkomur, og vænta menn mikils af þessum sam- komum prestsins. Hann hyggst ræða við fólk a götum úti i Belfast, i Glasgow, i Man- chester og i London. Með honum á myndinni er kona hans Sherry Blessitt, og börn þeirra f.v. Gina 7 ára, Joy tveggja og hálfs árs, Joel 5 ára og svo heldur presturinn á yngsta barninu Joshua, sem er aðeins eins árs. Hver spyr? ÞAÐ ER einhver Edgar Hoover, sem vill fá að vita um það, ’hvort við höfum verið meðlimir i einhverjum kommúnistiskum félagssam- tökum segir i textanum undir þessari mynd af Panda- björnunum tveimur. Það er blað St. Louis Post — Dispatch i Bandarikjunum, sem birti myndina fyrir skömmu, en mikil eftirvænting rikir nú vestan hafs, þvi á hverjum degi er von á björnunum frá Kina, sem Nixon forseta voru gefnir i vinargjöf, þegar hann var þar i heimsókn. menn tala um fátt meira en pandabirgina, og öld- ungadeildarþingmaðurinn Frank Moss frá Utha hefur komið með uppástungu að nafni fyrir birnina. Vill hann að þeir verði látnir heita Ping og Pong, en það var einmitt borðtennis- sveit, sem varð fyrst til þess að brjóta isinn milli Kina og Bandarikjanna, borðtennis heitir á ensku ping-pong. Kona nokkur keypti sér svin og hugðist búa til sultu. En þar sem hún átti ekkert nógu stórt ilát, lagði hún svinið i baðkerið til að byrja með. Dóttirin kom heim og vildi fara —Er ég ekki margbúinn að segja þér að klóra þér varlega á bakinu? i bað, en móðir hennar sagði, að hún yrði að biða, þvi svinið væri i baðkerinu. Eftir litla stund barði dóttirin að dyrum á baðinu og kaliaði: — Ertu ekki að verða búinn, pabbi? — Hvers vegna vex grasið hraðar, þegar maður ber á það skit? spurði kennslukonan. — Liklega af þvi það vill losna sem fyrst úr lyktinni, svaraði Andrés litli spekingslega. Ef draumar manns eiga að rætast, verður maður að byrja á þvi að vakna. — Að hvaða leyti væri Napóleon sérstakur maður, ef hann væri á lifi i dag? spurði kennslukonan. — Ja, hann væri liklega bráðum 200 ára gamall, svaraði einn nem- endanna. —Farðu aftur á barinn og skilaðu stólnum og komdu með tözkuna þina i staðinn! Fimm ára drengur sat á tröpp- unum heima hjá sér seint að kvöldi, þegar kona gekk fram hjá. — Er kominn háttatimi fyrir smábörn? spurði konan. Stráksi leit mannalega á úrið sitt og sagði kotroskinn: — Jú mér finnst, að þú ættir að flýta þér heim. Það er bara kona, sem stendur i dyrunum i 20 minútur og talar, af þvi hún hefur ekki tima til að koma innfyrir. DENNI DÆAAALAUSI Ilundinum þeirra þykir nú vænt um mig, en hann verður bara að sýna annað slagið, hvað hann er ákveðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.